Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 33 flfotigtiuMaMí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÞJÓÐAREIGN- ÞJÓÐARGJÖF IDAG hefst nýtt kvótaár. Það markar þáttaskil, ekki sízt vegna þess, að nú er þorskkvóti aukinn í stað þess, að hann hefur minnkað eða staðið í stað mörg undanfarin ár. Þetta eru gleðifréttir vegna þess, að aukning þorskkvótans er stað- festing á því, að þorskstofninn við íslandsstrendur er að rétta við. Samkvæmt lögum, sem samþykkt hafa verið á Alþingi íslendinga eru fiskimiðin sameign íslenzku þjóðar- innar. í þvi' felst að fiskistofnarnir eru eign þjóðarinnar. Þorskkvótinn, sem hefur verið ákveðinn fyrir þetta kvótaár 186 þúsund tonn, er skv. því eign þjóðarinnar. Á síðasta ári var þessi kvóti 155 þúsund tonn. Aukningin nú nemur því 31 þúsundi tonna. Miðað við meðalverð á kílói af þorski á tímabilinu maí 1995 til apríl 1996 er markaðsvirði þessarar aukningar um tveir og hálfur millj- arður króna. Þessi þjóðareign er afhent útgerð- armönnum í dag án nokkurs endur- gjalds. Þegar vinnudagur hefst á morgun geta þeir hins vegar hafizt handa um að selja þennan viðbótark- vóta og heildarsöluverð aukningar- innar, sem þeir fá fyrir ekki neitt, er um tveir og hálfur milljarður. Er þetta eðlilegt? Er þetta réttlátt? Er yfirleitt nokkurt vit í slíku kerfi? Um þetta lykilatriði hafa staðið linnulausar deilur í þjóðmálaumræð- um hér allan þennan áratug og þeim er ekki lokið. Útgerðarmenn hafa beitt ýmsum röksemdum gegn kröf- um um, að þeir eigi að greiða fyrir réttinn til þess að nýta þjóðareignina, þ.e. fiskimiðin. Ein helzta röksemd þeirra hefur verið sú, að útgerðarfyr- irtæki á íslandi væru svo illa stödd, að þau hefðu ekki efni á að greiða slíkt gjald. Þeir hafa að vísu aldrei útskýrt hvernig þeir hafa haft efni á því að greiða þetta gjald hver í vasa annars á undanförnum árum en lát- um það vera. Það hafa vissulega verið rök, að útgerðin væri illa stödd. En þau rök eiga ekki lengur við. Ársreikningar og milliuppgjör ís- lenzkra útgerðarfyrirtækja sýna, svo ekki verður um villzt, að gjörbreyting hefur orðið í rekstri þeirra á undan- förnum árum. Hlutabréf í íslenzkum útgerðarfyrirtækjum eru nú bæði eftirsótt og í háu verði. Önnur röksemd útgerðarmanna hefur verið sú, að þeir hafi sótt sjó- inn og nýtt fiskimiðin og þess vegna sé eðlilegt, að þeir sitji við annað borð en aðrir landsmenn en greiði síðan skatta af atvinnustarfsemi sinni. Veikleikinn í þessari röksemd hefur alltaf verið sá, að hið sama á við um sjómennina. Þeir hafa sótt sjóinn og nýtt fiskimiðin. Þeir eru eigendur fiskimiðanna eins og aðrir landsmenn. Ef þeir, sem hafa nýtt fiskimiðin, eiga meiri rétt en aðrir eigendur þeirra er eðlilegt að það eigi jafnt við um sjómenn sem út- gerðarmenn. Nú er alveg hægt að taka tillit til þeirra sjónarmiða, að þeir af eig- endum auðlindarinnar, sem hafa lagt mest af mörkum til nýtingar hennar njóti þess og þá er eðlilegt og sann- gjarnt að taka tillit til þess við verð- lagninguna sjálfa, að hún verði lægri sem því nemur. Ástæðulaust er að fjalla um aðrar röksemdir útgerðarmanna eða tals- manna þeirra, svo sem að veiðileyfa- gjald væri sérstakur skattur á lands- byggðina. Það eru pólitískar upp- hrópanir, sem engu máli skipta. Það voru alvarleg mistök hjá Al- þingi og ríkisstjórn að auka þorskk- vótann án þess að taka um leið upp veiðileyfagjald. Stuðningur við slíkt gjald hefur vaxið smátt og smátt og er nú orðinn mjög almennur meðal fólksins í landinu. Hann verð- ur líka stöðugt meiri á Alþingi og nú er svo komið, að jafnvel innan Framsóknarflokksins heyrast sterk- ar raddir um, að tími sé kominn til breytinga. Þótt ólíklegt sé, að meiri- hluti sé á Alþingi fyrir veiðileyfa- gjaldi hafa þau met jafnazt mjög á síðustu árum. Meðal útgerðarmanna sjálfra eru fleiri og fleiri, sem vilja ganga til samninga við aðra landsmenn um að gjald verði greitt fyrir réttinn til að nýta fiskimiðin. Eftirminnileg er í þeim efnum ræða Árna Vilhjálms- sonar, prófessors og stjórnarform- anns Granda hf. á aðalfundi fyrir- tækisins fyrir nokkrum misserum. Pjölmargir fræðimenn hafa tekið í sama streng. Fyrir fimm árum flutti Jónas H. Haralz, sem verið hefur einn helzti sérfræðingur þjóðarinnar í efnahags- og atvinnumálum í ára- tugi, ræðu á háskólahátíð, þar sem hann sagði m.a.:„Þá fyrst þegar rekstur sjávarútvegsins er kominn á nýjan og traustan grundvöll, ætti hóflegt afgjald af veiðileyfum, er veitt væru til langs tíma að koma til álita." Getur nokkur efast um að þær forsendur eru fyrir hendi nú? Það er með engu móti hægt að réttlæta þá ákvörðun stjórnvalda að afhenda útgerðarmönnum í dag verðmæti, sem nema um tveimur og hálfum milljarði króna, fyrir ekki neitt, sem þeir geta svo tekið til við að selja á morgun og fá beinharða peninga fyrir. Nú er þau þáttaskil, að tímabært er að helja á ný umræður af fullum krafti um það hvernig sú málamiðlun getur orðið á milli þjóðar og útgerð- ar, sem allir geta unað sæmilega við. 1 ri f FYRIR- ÍOI • lestri sem bandaríska skáldið Robert Bly fluttí um ljóðlist lagði hann mikla áherzlu á hljóm, ástríðu og hrynjandi, en þó umfram allt image, myndina (imago - á latnesku). Auk hljóms, hrynjandi og sögu er myndin sá þáttur ljóðsins sem heldur vefnum uppi. T.S. Eliot lagði mesta áherzlu á myndina. Robert Bly tók dæmi af Shake- speare þegar hann talar um sea of troubles. Það er mynd. Og afhveiju er áhrifameira að segja haf af vandamálum, en ekki einungis vandamál? Það er vegna þess segir Bly að myndin er miklu nær nátt- úruöflunum en annars og því áhrifameiri en ella. Venjuleg vanda- mál vekja varla þá ástríðu með skáldum sem er ein af forsendum ljóðlistar. Hafsjór af vandamálum fer ekki milli mála. Við bókstaflega sjáum vandamálin fyrir okkur sem illviðráðanlegt haf eða yfirferðarillt, einsog segir í Hrafnkels sögu. Mynd á einkar vel við í stuttum kvæðum, gerir þau áhrifamikil og eftirminnleg. Hún sekkur í undirvit- undina, safnast I sjóðinn og fylgir huganum einsog landslag. Hverfur svo annað veifið inní hugsun okkar, oft óafvitandi. Og við sjáum hana fyrir okkur. Mynd er ekki líking. Hún er ekki samanburður við eitthvað annað. Hún er ekki samlíking, borin fram með samanburðarorðum (eins og, líkt og, sem). Slíkur samanburður er algeng stílbrögð í skáldskap og raunar algengasta myndmál Hó- mers og annarra gamalla ljóðsagna- höfunda. En þótt myndin sé ekki líking getur hún gegnt svipuðu hlutverki og beinar líkingar eða myndhvörf (úr gríska orðinu metaphora sem merkir tilfærsla). Þá eru orð flutt inní nýtt merkingarsvið án samanburðar einsog Kristur gerði þegar hann sagðist vera ljós heimsins, en ekki ein- sog ljós heimsins. Það er ekki sama að segjast vera Kristur eða einsog Kristur. Þess vegna geta menn tal- að um að breyta eftir Kristi án þess það sé guðlast. Kenningar eru e.k. myndhvörf, þær eru í senn líkingar og myndir. Þær eru lítið notaðar í Eddukvæð- um en þeim mun meira í dróttkvæð- um skáldskap og rímum. Saman- burðurinn fer frásögn Eddukvæð- anna betur. Kenningar urðu að heilu skáldskaparkerfi sem unnt var að nota án þess áheyrendur þyrftu uppsláttarrit til að fylgjast með tor- sóttum kveðskap. Robert Bly sagði í fyrirlestrinum að skáldin væru í svipuðum sporum og fornleifafræðingar. Þau ættu að grafa upp gömul verðmæti tung- unnar og gefa þeim nýtt líf; nýja merkingu. En þá ekkisíður að lesa sig inní hugmyndaheim liðinna kyn- slóða. Sjáifur virðist hann heillaður af þessari skáldlegu veröld fyrri tíð- ar og fór með þýtt erindi eftir „norska" víkinginn Björn Ásbjörns- son sem lifði á tólftu öld, einsog hann komst að orði. Hann dásam- aði dróttkvæðan hátt og hlóð lofi á myndmál þessa skáldvíkings. Hann talaði um þessi átta línu erindi dróttkvæðs háttar með sex athvæð- um í línu og af lotningu um þessi fjörutíu og átta atkvæði í erindi. Þetta minnti á þá miðaldafræðinga sem velta fyrir sér tölum og draga af þeim miklar ályktanir en mið- aldatáknfræði er fag sem leikmenn skyldu umgangast af varfærni. Stundum er áreiðanlega gengið of langt í því að lesa mikilvæg merk- ingarfræðileg tákn útúr gömlum bókmenntum, en stundum eru slík fræði einnig uppörvandi og nýjar vísbendingar til skýringar á fornri menningu og hugsun. En Robert Bly staldraði ekki lengi við tölurnar, svo merkilegt skáld sem hann er sjálfur, heldur lagði hann áherzlu á hljóminn og ástríðuna og hrynjandina og fjallar um það, hvernig áslátturinn í göml- um kvæðum á uppruna sinn í hjart- slættinum og birtist svo í trumbu- slætti. Þannig eiga ljóð að hafa verið flutt til forna; hvert atkvæði með áherzlu trumbusláttarins. Eða hjartans. Mörg ljóðskáld söngla því kvæði sín einsog Tennyson, Yeats og Po- und gerðu. Það er merkilegt að hlusta nú á það af segulböndum, en eitthvað gamaldags finnst mér. En seiðurinn varðveitist einsog áminning úr grárri forneskju; listin, bókmenntirnar. Þessi háttbundna hrynjandi hefur farið forgörðum í háttleysum nú- tímans sem byggja frekar á mynd- inni einsog við getum séð í stuttum ljóðum Ezra Pounds, Wallace Ste- vens og Williams Carlos Williams og annarra snillinga nútímaskáld- skapar. Við eigum einnig mörg góð dæmi þessa í ísienskri nútímaljóð- list. En Robert Bly er ekki eina skáld- ið á enska tungu nú um stundir sem hefur áhuga á fornum skáldskap- arstíl víkinga og íslenskra forn- skálda. Seamus Heaney er ekki síð- ur með hugann við þennan arf. í grein sem Heaney ritaði I bók- menntatímarit N.Y. Times í tilefni af því að Jósef Brodský hlaut nó- belsverðlaunin minntist hann á fornan skáldskap og kallar Brodský penman\ minnir á brámáni hjá Kormáki. M HELGI spjall + Þær umræður, sem fram hafa farið á vett- vangi Evrópusambands- ins undanfarinn áratug um aukið frumkvæði og ábyrgð Evrópuríkja í öryggis- og varnarmál- umt hafa valdið nokk- urri umhugsun hér. Ástæðan er auðvitað sú, að við höfum tryggt öryggi okkar með varnarsamstarfi við Bandaríkin og menn hafa spurt hvort aukið varnarsamstarf ESB-ríkja kynni að koma niður á sam- heldni Atlantshafsbandalagsins (NATO) og stuðla að því að Bandaríkjamenn drægju úr varnarskuldbindingum sínum gagnvart Evrópu meira en góðu hófi gegndi. Og þótt yfirleitt hafi verið tekið fram í umræðum á vettvangi ESB að til- gangurinn með aukinni „varnarvitund“ Evrópuríkja (European defense identity, eins og það er kallað á ensku) sé ekki að veikja NATO, heldur efla „Evrópustoð“ þess, er ísland NATO-ríki, sem á ekki aðild að Evrópusambandinu og þess vegna ekki endilega víst, að það sé íslenzkum hagsmunum til framdráttar að þróa Evr- ópustoð NATO fyrst og fremst á vettvangi ESB. Ríki Evrópusambandsins hafa raunar haft mismunandi skoðanir á þessum mál- um allt frá því að ákveðið var að endur- vekja Vestur-Evrópusambandið árið 1984 til þess að auka samstarf NATO-ríkjanna innan Evrópubandalagsins (EB), eins og ESB hét þá, á sviði öryggismála. Það voru ekki sízt Frakkar, sem höfðu frumkvæði að endurvakningu VES, en þeir vildu vega upp á móti áhrifum Bandaríkjanna innan NÁTO og efla sjálfstæði Evrópuríkja í varnarmálum. Bretland, Holland og fleiri aðildarríki voru hins vegar eindregið mót- fallin því að veikja Atlantshafsbandalagið á nokkurn hátt. Allar götur síðan hefur VES þó verið að eflast smátt og smátt. Skipulag samtak- anna hefur verið styrkt með sérstakri áætlanadeild, nefnd yfirmanna herafla aðildarríkjanna, gervihnattamiðstöð og með ákvörðun um að hefja sjálfstætt mat á upplýsingum með tilliti til hernaðar- og hættumats. Fullgild aðildarríki sambands- ins hafa eyrnamerkt sérstaklega herdeild- ir, sem setja má undir stjórn VES. Tengsl VES og Evrópusambandsins hafa jafnframt orðið nánari. Á ríkjaráð- stefnu Evrópubandalagsins 1990-1991, sem lauk með leiðtogafundinum í Maas- tricht, var ákveðið að hið nýja Evrópusam- band skyldi taka upp sameiginlega örygg- is- og utanríkismálastefnu, sem m.a. skyldi ná til mótunar sameiginlegrar varnar- stefnu, sem með tímanum kynni að leiða til sameiginlegra varna, eins og það var orðað í samningstextanum. Jafnframt var VES sagt „óaðskiljanlegur hluti af þróun sambandsins“ og samtökunum fengið það hlutverk að útfæra og framkvæma þær ákvarðanir ESB, sem tengdust varnarmál- um. Breytt örygg-is- hugtak friðar í þjóðernisdeilum, gæta friðar eftir gerð friðarsamninga og koma til bjargar ef neyðarástand skapast. Mörg þessara verkefna hljóta eðli málsins samkvæmt einkum að verða framkvæmd utan land- svæðis aðildarríkjanna. VES hefur þegar spreytt sig á sumum þessara verkefna. Nefna má samstarf VES við Atlantshafsbandalagið um að fram- fylgja vopnasölubanni á lýðveldi fyrrum Júgóslavíu og að framfylgja hafnbanni á Serbíu á Adríahafi. VES hefur einnig, að beiðni ESB, tekið að sér löggæzlu í Most- ar í Bosníu og hafði yfirumsjón með eftir- liti á Dóná með refsiaðgerðum gegn Serb- íu. Stefnu- breyting Frakka ■ ARIÐ EFTIR SAM- þykkti VES-ráðið yfirlýsingu á fundi sínum í Petersberg í Þýzkalandi, þar sem verkefni sam- takanna voru víkkuð út fyrir þær sameigin- legu varnarskuldbindingar, sem kveðið var á um í stofnsáttmála VES, Brussel-sátt- málanum. Hin nýju verkefni, sem oft eru kölluð Petersberg-verkefnin, eru í fyrsta lagi mannúðaraðstoð og björgunarverk- efni, í öðru lagi friðargæzlustörf og í þriðja lagi beiting herafla í stjórnun á hættutím- um, þar með talið til að koma á friði. Þessi nýju verkefni voru valin með hlið- sjón af breyttum aðstæðum í alþjóðamálum og breyttu öryggishugtaki á Vesturlönd- um. Að mati ríkja VES snýst trygging öryggis Evrópu ekki lengur einvörðungu um að verjast hugsanlegri árás úr austri, eins og á tímum kalda stríðsins, heldur einnig um varðveizlu stöðugleika í Evrópu og á nærsvæðum álfunnar á breiðum grundvelli, til dæmis með því að stilla til REYKJAVIKURBREF Laugardagur 31. ágúst Óvissa á ríkjaráð- stefnu | EIN RÖKSEMDIN fyrir því að Vestur- Evrópuríki verði að þróa eigin getu til aðgerða í varnar- og öryggismálum er að Evrópumenn eigi ekki víst að Banda- ríkjamenn séu alltaf tilbúnir að taka þátt í aðgerðum, sem Evrópuríkin telja nauð- synlegar til að tryggja öryggi sitt; með öðrum orðum verði ekki alltaf hægt að beita Atlantshafsbandalaginu vegna að- steðjandi hættu í Evrópu. Hins vegar hafa hugmyndir Frakka um að hægt væri að þróa þessa framkvæmdagetu utan NATO aldrei verið raunhæfar, ekki sízt vegna þess að öll evrópsku NATO-ríkin hafa neyðzt til að skera niður herafla sinn til að minnka fjárlagahalla. Alltof dýrt væri að byggja upp herafla og herstjórnar- kerfi, sem þegar er fyrir hendi í NATO. Þess vegna hefur verið þróað hugtakið um herstjórnarkerfi, sem gæti notazt við evr- ópskar hersveitir og væri undir stjórn Evrópumanna, en fengi mikið af herstjórn- arkerfi NATO lánað, ásamt búnaði og fjar- skiptakerfum, sem Bandaríkjamenn legðu til. Þetta kerfi hefur á ensku verið kallað „Combined Joint Task Forces“ (CJTF), en íslenzk þýðing er vandfundin. Leiðtogar NATO-ríkjanna lýstu því yfir á fundi sínum í Brussel í janúar 1994 að þeir væru reiðubúnir að lána sameiginleg- ar eignir bandalagsins, að loknu samráði í Norður-Atlantshafsráðinu, til aðgerða sem VES myndi framkvæma í samræmi við hina sameiginlegu utanríkis- og örygg- ismálastefnu Evrópusambandsins. Leið- togarnir sögðust styðja „aðgreinanlega en ekki aðgreinda“ getu lil aðgerða, sem gæti „mætt þörfum Evrópuríkjanna og styrkt öryggi bandalagsins“. Með þessu var vísað til CJTF-kerfisins. Á sama leiðtogafundi féllust Bandaríkin á að hin evrópska „varnarvitund" væri fyrirbæri, sem ætti rétt á sér. Raunar hafa Bandaríkjamenn lengi sýnt áhuga á að styrkja Evrópustoð NATO, ekki sízt ef það mætti verða til þess að evrópsku aðild- arríkin greiddu meira af kostnaðinum við eigin varnir. Þeir hafa hins vegar óttazt að Evrópustoðin yrði of sjálfstæð og myndi veikja bandalagið, ekki sízt vegna áherzlu Frakka á sjálfstæða hernaðargetu Evrópu- ríkja. Breytingar á Atlantshafsbandalaginu komust þess vegna fyrst á skrið fyrir al- vöru þegar Frakkar skiptu skyndilega um stefnu í desember síðastliðnum, ákváðu að taka virkan þátt í störfum Atlantshafs- bandalagsins eftir þriggja áratuga hlé og samþykktu jafnframt að þróun hinnar evr- ópsku „varnarvitundar" ætti að fara fram innan Atlantshafsbandalagsins, en ekki utan þess. Á leiðtogafundi NATO í Berlín fyrr í sumar náðist loks samkomulag um CJTF-kerfið. Það er ekki fullmótað, en lokaákvörðun um skipulag þess verður tekin á leiðtogafundi NATO í desember næstkomandi. Með þessum breytingum er NATO orðið miklu „evrópskara" bandalag en áður var. Þróunin hefur raunar verið í þá átt á seinni árum; meira en helmingur orrustuflugvéla bandalagsins og hermanna í sveitum þess kemur til dæmis frá aðildarríkjunum í Evrópu og þrír fjórðuhlutar af fjögurra stjörnu herforingjum NATO eru evrópskir. ■ ENN ÞARF HINS vegar að leysa mörg mál áður en búast má við að VES geti byijað að takast á hendur friðargæzlu- eða mannúðarverkefni í Evr- ópu með árangursríkum hætti. Það veldur til dæmis erfiðleikum við smíði evrópsks öryggiskerfis, sem samanstendur meðal annars af ESB, NATO og VES, að aðild að þessum samtökum skarast með mis- munandi hætti. Af fjórtán evrópskum að- ildarríkjum NATO eru aðeins ellefu í Evr- ópusambandinu. Af þeim eru tíu fullgild aðildarríki VES, en Danmörk er áheyrnar- aðili, ásamt hlutlausu ESB-ríkjunum fjór- um, írlandi, Austurríki, Svíþjóð og Nor- egi. Þijú evrópsk NATO-ríki, sem ekki eiga aðild að Evrópusambandinu, ísland, Noregur og Tyrkland, hafa fengið svokall- aða aukaaðild að VES, en í henni felst full þátttaka í umræðum og ákvarðanatöku í ráði og nefndum VES, þótt ríkin geti ekki hindrað ákvarðanir, sem hin fullgildu aðildarríki eru sammála um. Samþykkt hefur verið að aukaaðildarríkin geti tekið þátt í Petersberg-verkefnum VES og sömuleiðis að leita leiða til að gera áheyrnaraðilunum það kleift. Helzti óvissuþátturinn um þessar mund- ir er hins vegar hver verður niðurstaða ríkjaráðstefnu ESB, sem nú stendur yfir, en þar er utanríkis- og varnarmálastefna sambandsins meðal annars til umræðu. Ýmsar skoðanir eru uppi á því hvernig tengslum VES og ESB eigi að vera hátt- að. Bretar eru einir á þeirri skoðun, að VES eigi áfram að vera sjálfstæð samtök. Önnur aðildarríki hallast að stofnanalegum samruna VES og Evrópusambandsins, en greinir á um hversu hratt skuli fara. Finnland og Svíþjóð hafa lagt fram til- lögu á ráðstefnunni, sem gerir ráð fyrir að hin sameiginlega utanríkis- og öryggis- málastefna sambandsins taki m.a. til verk- efna, sem samsvara Petersberg-verkefnum VES. Jafnframt er lagt til að ESB geti gefið VES fyrirmæli um framkvæmd slíkra aðgerða. Rúsínan í pylsuendanum er hins vegar að Finnar og Svíar gera ráð fyrir að öll aðildarríki ESB geti tekið þátt í að ákveða hernaðaraðgerðir af þessu tagi og hrinda þeim í framkvæmd. Með samþykkt tillögunnar væri því í raun búið að þurrka út markalínuna á milli fullgildra aðildar- ríkja VES og áheyrnaraðila á borð við Finnland og Svíþjóð að því er varðar þátt- töku í friðargæzlu og skyldum aðgerðum. ísland og- Petersberg- verkefnin HVER ERU áhrif þeirrar þróun- ar og þeirra um- ræðna, sem að framan er lýst, á stöðu íslands innan NATO og í hinu nýja evrópska öryggis- kerfi? í fyrsta lagi er Ijóst að þótt NATO sé orðið evrópskara bandalag en áður var, hefur það ekki áhrif á varnir íslands. Þær eru eftir sem áður í höndum Bandaríkj- anna samkvæmt tvíhliða varnarsamningi og samkomulag er milli íslands og Banda- ríkjanna um framkvæmd hans fram á næstu öld. Sömuleiðis er ljóst að líkt og Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, benti á í viðtali við Morgunblaðið fyrr á þessu ári, er stefnu- breyting Frakka jákvæð fyrir íslenzka hagsmuni. Með því að hin evrópska varnar- vitund verði þróuð innan NATO, en ekki utan þess eða í samkeppni við bandalagið, hafa tengslin yfír Atlantshafið verið treyst og minni hætta er á því en áður að Banda- ríkin hverfi frá varnarskuldbindingum sín- um í Evrópu. Að fleiru er hins vegar að hyggja í þessu sambandi. Það að ísland þáði boð um auka- aðild að VES árið 1992 var auðvitað ekki sízt til þess ætlað að öðlast aðgang að samráðsvettvangi Evrópuríkjanna um varnar- og öryggismál. Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra benti á það í umræð- um um VES á Alþingi fyrr á þessu ári að tvær meginástæður væru fyrir aukaað- ild íslands; annars vegar að styrkja Evr- ópustoð NATO og tengslin yfir Átlantshaf- ið og hins vegar að „tryggja aðgang Is- lands að vettvangi þar sem teknar eru ákvarðanir um evrópsk öryggismál sem kunna að hafa þýðingu fyrir öryggi ís- lands.“ „íslendingar eiga mikið í húfi að geta beitt áhrifum sínum í umræðum um öryggismál Evrópu vegna hinnar hröðu samrunaþróunar innan Evrópusambands- ins og vaxandi áherzlu á sameiginlega utanríkis- og öryggismálastefnu þess,“ sagði ráðherra. Hins vegar má spyija hvernig áhrifum íslands á ákvarðanir Evrópuríkja um ör- yggismál verði háttað, ef það verður niður- staða ríkjaráðstefnu ESB að VES tengist sambandinu æ sterkari böndum og að ákvarðanir um aðgerðir, sem VES fram- kvæmi, verði í auknum mæli teknar í ráð- herraráði ESB. Nái tillögur Svía og Finna fram að ganga, getur sú staða komið upp að þessi ríki, sem ekki eru í NATO, hafi meiri áhrif á ákvarðanir um aðgerðir VES, Evrópustoðar NATO, en ísland, sem er stofnríki NATO. Af þessum sökum eru það hagsmunir íslands að VES haldi sjálfstæði sínu eins og mögulegt er. ísland á engan fulltrúa við samningaborðið á ríkjaráðstefnunni, en það hefur ýmsar aðrar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri, til dæmis í samskiptum við Bretland, sem hefur sömu skoðanir, í gegnum Norðurlandasamstarfið og í hinu pólitíska samráði við Evrópusam- bandið, sem fram fer samkvæmt EES- samningnum. Jafnframt hljóta íslendingar að leita leiða til að gera sig gildandi innan VES og NATO í meiri mæli en nú er. Mikil- vægi íslands fyrir grundvallarhlutverk NATO, þ.e. varnir Vestur-Evrópu gegn utanaðkomandi árás, er auðvitað óbreytt. Hins vegar mun það hlutverk Atlantshafs- bandalagsins sennilega ekki fá mesta at.- hygli á komandi árum, heldur hin nýju verkefni á sviði friðargæzlu, mannúðar- verkefna og björgunarstarfa, sem tengjast hinu útvíkkaða öryggishugtaki. Til þessa hefur framlag íslendinga til öryggis Vest- urlanda einkum verið sú aðstaða, sem hér hefur verið látin í té fyrir varnarstöð Bandaríkjanna. Framlag íslendinga til framtíðarverkefna NATO og VES kann hins vegar að felast í aukinni þátttöku í Petersberg-verkefnum Evrópustoðar NATO. I fyrrnefndum umræðum á Alþingi gat Halldór Ásgrímsson þess að slíkt kæmi til greina: „Til að styrkja stöðu íslands og efla framlag til VES kann að vera áhuga- VIÐ LEIRHNUK vert að skoða möguleika þess til að taka þátt í ofangreindum verkefnum [Peters- berg-verkefnum] þar sem þau myndu að öllu jöfnu ekki varða meiri háttar átök. Það er ekki óraunhæft að ísland geti orð- ið virkur þátttakandi í skilgreindum, af- mörkuðum verkefnum VES þó megin- áherzla verði sem fyrr á að gæta öryggis- hagsmuna íslands og tryggja öfluga Evr- ópustoð Atlantshafsbandalagsins og Atl- antshafssamstarf.“ I hveiju gæti þátttaka íslands í Peters- berg-verkefnunum falizt? ísland hefur eng- an her og getur að sjálfsögðu ekki tekið þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Hins vegar hefur markalínan á milli hernaðar- þáttarins og hins borgaralega þáttar orðið óskýrari, samfara þróun öryggishugtaks- ins á undanförnum árum. Slíkt má meðal annars sjá á þeirri staðreynd að almennur borgari, forstjóri Almannavarna ríkisins, mun á næsta ári stýra bæði borgaralegum björgunarsveitarmönnum og hermönnum í almannavarnaæfingu Friðarsamstarfs NATO, sem fram fer hér á landi næsta sumar. íslendingar eiga mikið af hæfu og þrautþjálfuðu björgunarfólki og heilbrigð- isstarfsfólki, sem gæti tekið virkan þátt í mannúðar- og björgunaraðgerðum á veg- um VES. Vísi að slíku má sjá í þátttöku íslands í friðargæzluaðgerð NATO í Bos- níu, sem nú stendur yfir. Þetta myndi hins vegar sennilega út- heimta að komið yrði á fót einhvers konar samræmingaraðila hér á landi, til dæmis undir hatti Almannavarna, sem myndi sjá um að hér væri lið til reiðu, sem hægt væri að senda á vettvang með skömmum fyrirvara, og veita upplýsingar um getu íslands til að veita aðstoð í hveiju tilviki. Færa má rök fyrir því að framlag íslend- inga muni alltaf verða fremur léttvægt vegna smæðar þjóðarinnar. Hins vegar er það vaninn í alþjóðlegu samstarfi, að menn taka viljann fyrir verkið og framlag smá- þjóða er litið jákvæðum augum, þótt það sé ekki stórt í sniðum. A móti kemur væntanlega einnig jákvæðari afstaða bandamanna okkar í garð íslands og þeir yrðu fyrir vikið tilbúnari að styðja málstað Islendinga á alþjóðlegum vettvangi ef á þyrfti að halda. Loks má ekki gleyma því að sem aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins og Evrópu- ríki ber ísland auðvitað hluta af sameigin- legri ábyrgð Evrópuríkja á varðveizlu stöð- ugleika og öryggis í Evrópu. Við verðum að vera tilbúin að leggja áfram okkar ýtr- asta af mörkum í vestrænu öryggis- og varnarsamstarfi. Morgunblaðið/RAX „Til þessa hefur framlag íslend- inga til öryggis Vesturlanda eink- um verið sú að- staða, sem hér hefur verið látin í té fyrir varnar- stöð Bandaríkj- anna. Framlag Is- lendinga til fram- tíðarverkefna NATO og VES kann hins vegar að felast í aukinni þátttöku í Peters- berg-verkefnum Evrópustoðar NATO.“ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.