Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 29 ÚR VERSLUN Álfasteins í Borg- arfirði eystri. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson En hvað er að segja um nafnið, Álfasteinn? „Það var haldin samkeppni um nafn á sínum tíma og Álfasteinn varð fyrir valinu. Nafnið fellur vel að því að halda á lofti álfaí- mynd Borgarfjarðar. Það hefur reynst bæjum og sveitarfélögum vel að finna sér ímynd, sbr. Hafn- arfjörður með sína víkinga og álfa, en tilfellið er að Borgarfjörð- ur er ekki minni álfabyggð og fregnir herma að sjálf álfadrottn- ingin búi hér í Álfaborginni sem stendur við bæinn og er friðlýst. Enn er talsverður átrúnaður á svæðinu á álfa og nýlega dó hér grandvar og sannsögull maður sem fullyrti að hafa átt náin sam- skipti við álfa. Erla Stefánsdóttir kom hingað og varð vör við mikið líf og sjálf- ir eru Borgfirðingar duglegir að segja álfasögur og flestir þeirra eiga ættingja eða vini sem hafa átt einhver samskipti við álfa á árum áður. Þegar auk þess er hægt að benda á staði í sömu andránni og sögurnar eru sagðar, gæðir það þær miklu lífi. Við Borgfirðingar ætlum að gera fleira til að glæða þessa skemmti- legu ímynd. „Ég gat þess ekki áðan, en í könnuninni sem við gerðum spurðum við fólk út í álfatrúna og voru á annað hundrað manns sem lögðu miðlungi mikinn trúnað og upp í mikinn trúnað á álfasög- urnar. Á annað hundrað trúðu að vísu litlu af þessu, en mikill meiri- hluti hafði þó gaman af þeim og taldi fulla ástæðu til að viðhalda hlut þeirra í þjóðtrúnni. Þetta gefur því Borgarfirði eystri aukna sérstöðu og var hún þó töluverð fyrir frá náttúrunnar hendi,“ seg- ir Helgi Arngrímsson. SMafnið fellur vel að því að halda á lofti álfaímynd Borgarfjarðar en í fyrra, en þá var talsvert fall í gestatölum frá árinu 1994. Það spilar eitt og annað inn í. í fyrra var mjög kalt vor og það var líka kalt fram eftir vorinu hér austan- lands í ár. Auk þess fundum við vel fyrir því að landsmenn voru lítið á ferð og flugi á meðan Evr- ópukeppnin í knattspyrnu stóð yfir. Um leið og hún var um garð gengin varð strax aukning. Kuldi heima á Fróni hvetur auk þess landsmenn fremur til að eyða frí- inu í hlýrri löndum. Þá eru kaflar á veginum til okkar af Héraði ekki beint til að hvetja fólk til að aka um, en það stendur vonandi til bóta næsta sumar, því vega- málastjóri og fjárlaganefnd Al- þingis óku um hann í ágúst og vonandi hefur það góð áhrif. I fyrra velti fyrirtækið milli 14 og 15 milljónum og veltan hefur verið að aukast, hækkaði t.d. um 6-7% milli áranna 1994 og 1995 þrátt fyrir færri gestakomur í búðina. í sumar gæti veltuaukn- ingin orðið einhver, en það er ekki gott að fullyrða um það enn sem komið er. Starfsemin stendur undir sjö ársstörfum og eru mest tíu manns á launaskrá. Toppurinn er um sumarið á meðan verslunin er opin. Það er heldur eyðilegt að líta til Álfasteins á vetrum, en inni fyrir iðar þó allt.af lífi því það er verið að undirbúa næstu vertíð af fullum krafti og svo eru auðvitað einstak- ir hlutar starfseminnar í fullum gangi allan ársins hring.“ Þið eruð með verslun og legsteina. Og auk þess heildverslun. Hvað með vaxtarbrodda í heildverslun- inni, t.d. út fyrir landsteinana? „Við höfum fengið fyrirspurnir erlendis frá, verslanir og verslana- keðjur hafa lýst yfír áhuga á að skoða nánar framleiðslu okkar og taka hugsanlega eitthvað af henni í sölu. Þessu hefur til þessa ekk- ert verið sinnt, en verður væntan- lega skoðað nú í vetur því hjá Atvinnuþróunarfélagi Austurlands er kominn til starfa útflutnings- ráðgjafi, Hreinn Sigmarsson. Það hefur einfaldlega verið of mikið að gera til þess að þessir möguleikar væru skoðaðir alvar- lega fyrr. Vörur unnar úr grjóti eru auk þess eðli málsins sam- kvæmt þungar og því dýrt að flytja þær milli landa. Hreini er ætlað það hlutverk að gera markaðs- kannanir og aðstoða við samskipti við væntanlega viðskiptavini. “ Skráning hafin á eftirtaiin námskeið sem hef jast 9. september. Fitubrennsla morgun- eftirmiódags- og kvöldtímar. Súperbrennsla fyrir fóik sem vill mikla keyrslu og mikió aóhald. Karlanámskeió Markvissar styrkjandi æfingar karla á öllum aldri í nyjum frábærum CYBEX tækjum. Frábært fagfólk sér um alla kennslu og leiðbeiningar. 3000 kr. í 10 mánuði (frítt í 2 mánuði) 3500 kr. i 5 mánuói (frítt í 1 mánuó) 3650 kr. i 3 mánuói 3100 kr. í 8 mánuði (fritt f 1 mánuó) Haust-tímataflan hefst 9. sept. Vandaðir TRÓPÍ bolir fylgja öllum seldum kortum á meóan byrgóir endast. Skráning í síma: 561 3535 - LÍKAMSRÆKTARSTÖÐ FROSTASKJÓLI 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.