Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1996 41 J0RNHESS THA YSEN + Jorn Hess Tha- ysen prófessor, dr. med., fæddist í Kaupmannahöfn árið 1921. Hann lést í Kaupmanna- höfn 11. apríl síð- astliðinn. Með Jorn Hess Thaysen er genginn einlægur vinur Islands sem sýndi velvilja sinn í ríkum mæli í orðum og gerðum. Jorn Hess Thaysen var læknis- sonur og hóf sjálfur læknisnám að loknu stúdentsprófi 1939. í heims- styrjöldinni síðari tók hann virkan þátt í dönsku andspyrnuhreyfing- unni og var alllengi fangi í illræmd- um fangabúðum Þjóðveija í Dac- hau og Neuengamme. Að stríðinu loknu hélt hann áfram læknisnámi, lauk því 1947 og gerði lyflækning- ar að sérgrein sinni. Arið 1954 hóf hann störf við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og árið 1964 varð hann prófessor í nýrnalækningum. Hann var ástsæll kennari og eftir hann liggja mikil fræðistörf. Jorn Hess Thaysen var frum- kvöðull í nýrnalækn- ingum í Danmörku, ekki síst í blóðskilunar- meðferð og starfaði ötullega að líffæra- ígræðslumálum. Ég kynntist Hess Thaysen fyrst 1966 er ég fékk að fylgjast með nýrnalækningum á deild hans í stuttan tíma. Árið 1971 hófust kynni okkar fyrir al- vöru er ég leitaði hóf- anna um nýrnaígræðslur í íslenska sjúklinga í Danmörku. Viðbrögð hans voru einstök og var það ekki síst fyrir tilverknað hans sem ís- land var tekið inn í þá samvinnu sem Norðurlandaþjóðir hafa um ígræðslur og nefnd er Scandiatr- ansplant. Fyrsta nýrnaígræðsla í íslenskan sjúkling úr látnum nýrna- gjafa fór fram á Ríkisspítalanum í apríl 1973 og voru síðan allar slík- ar nýrnaígræðslur gerðar þar næstu 20 árin eða þar til gerður var samningur um þær við Sa- hlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg. Á þeim 20 árum voru á Ríkisspíta- lanum grædd nær 40 nánýru í ís- lenska sjúklinga auk tugar nýrna úr lifandi gjöfum. Öll samskipti við ÞÓRÐUR G UÐMUNDSSON + Þórður Guðmundsson fæddist í Gilhaga, Stranda- sýslu, 8. janúar 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 30. ág- úst. Okkur hjónin langar til að þakka fyrir góðar stundir sem við áttum með Þórði. Þórður var heilsteyptur og notalegur persónuleiki. Hann var ættfróður mjög og hafði gaman af að ræða og rekja ættir fólks. Þau hjónin, Gerða og Þórður,- bjuggu lengst af á Langholtsvegin- um eftir að við kynntumst þeim. Það var aíltaf gaman að koma á Langholtsveginn og dvöldum við þar bæði í lengri og skemmri tíma í góðu yfir læti. Þar var yndislegur garður sem Þórður stundaði af mikilli natni. Nú eftir erfið veikindi kveðj- um við Þórð með söknuði. Elsku Gerða, Gunnar Ingi, Sig- rún, Ragnheiður og aðrir aðstand- endur, Guð blessi ykkur öll og styrki í sorginni. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur Ijómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morpnstund. Heim frá gröf vér göngum enn. Guð veit, hvort vér framar fáum farið héðan, að oss gáum, máske kallið komi senn. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. Svanborg Björnsdóttir, Helgi Þórðarson. Ríkisspítalann einkenndust af þeim velvilja sem Jorn sýndi þessu sam- starfi frá upphafi. Mér var frá upphafi ljós sá ein- lægi hlýhugur sem Hess Thaysen bar til Islands. Hann benti jafnan á Islendinga sem dæmi um hvern- ig smáþjóð megnaði að varðveita sjálfstæði sitt og menningu en vera jafnframt veitandi gagnvart öðrum þjóðum. Hann var ákafur fylgismaður norrænnar samvinnu og fór ekki leynt með andúð sína á inngöngu Dana í EB sem hann taldi meðal annars geta veikt þá samvinnu. Jorn kom tvisvar til Islands og naut þess mjög. Lét hann óspart í ljós aðdáun sína á því þjóðfélagi „hvor fá har for meget og færre for lidt“. Tjóaði lítt að reyna að sannfæra hann um að kannske væri ekki allt sem sýndist í þeim efnum. Þau Jorn og Minna kona hans urðu mér og konu minni kærir vinir og áttum við og stundum börn okkar með þeim margar skemmtilegar sam- verustundir á mannamótum eða á heimili þeirra sem geislaði gest- risni. Það var draumur þeirra lengi að koma til Islands í tónleikaferð með þekktan stúlknakór sem hún stjórnaði: N. Zahles pigekor. Veik- indi Jorns komu í veg fyrir þá ferð en að henni hefði verið mikill feng- ur. Síðustu árin glímdi Jorn við þann erfiða sjúkdóm er dró hann til dauða. Hann hélt þó reisn sinni og óbilandi bjartsýni til hins hinsta. Minna, dætrunum og öðr- um nákomnum ættingjum vottum við hjón einlæga samúð. Jorn Hess Thaysen var veitt hin íslenska fálkaorða 1983. Hann sagði sjálfur að það hefði verið ein stærsta stund lífs síns er frú Vig- dís Finnbogadóttir forseti afhenti honum orðuna við látlausa athöfn á skrifstofu hennar. Hann var frá upphafi ákafur aðdáandi Vigdísar forseta og skemmtilegt spjall þeirra eftir afhendinguna leið honum aldr- ei úr minni. Jorn Hess Thaysen var vel að fálkaorðunni kominn og ís- lendingar standa í þakkarskuld við látinn heiðursmann. Páll Ástnundsson yfirlæknir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfeet eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasiðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KJARTAN BENJAMÍNSSON ■+■ Kjartan Benjamínsson * fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1920. Hann lést á heim- ili sínu 31. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 9. apríl. Kallið er komið og þú ert farinn til annars og betri heims, þín veik- indi voru orðin ansi löng og hvíldin kærkomin. Okkur hér fannst við oft vera ansi langt í burtu og ekki geta hjálp- að sem skyldi en reyndum þó að vera í sambandi eins oft og hægt var. Þegar pabbi varð 75 ára á síð- asta ári vorum við hjónin stödd heima og áttum góðar stundir með pabba og mömmu, þá áttum við ekki von á því að það yrðu okkar síðustu stundir saman. Pabbi var mjög handlaginn mað- ur og lék allt í hendi hans. Á mínu heimili eru til góðir hlutir sem pabbi og mamma bjuggu til og eru mikils metnir. Ekki gátu Kolbrún og Stefán fylgt þér síðasta spölinn nema í ** huganum en þau senda bestu kveðj- ur, einnig eiginmaður minn sem staddur var í Kuweit á vegum Bandaríkjahers og reyndi allt til þess að komast. Við hér sendum okkar bestu kveðjur á leið þinni um ókunn svið, einnig til mömmu sem hefur misst svo mikið en staðið sig vel, einnig biðjum við góðan Guð að styrkja hana í sorg sinni. Far þú heill. Sóldís, Marty, Kolbrún og Stefán Russell. o Fersk blóm og skreytingar við öll tæfúfæri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fáíiafeni 11, sími 568 9120 ö t Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLGRÍMUR DALBERG fyrrverandi ráðuneytisstjóri, er látinn. Marfa Dalberg, Stefán Dalberg, Magnús Rúnar Dalberg, Ingibjörg Dalberg. Ástkær eiginkona mín, + SIGRÍÐUR INGIBJÖRG FINNBOGADÓTTIR, Móaflöt 23, Garðabæ, er látin. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Vilhelmsson. t Okkar kæri JÓN INGI JÓNSSON bóridi frá Deild í Fljótshlíð, Litlagerði 12, Hvolsvelli, andaðist í Landspítalanum 30. ágúst. Sofffa Gfsladóttir, Þröstur Jónsson, Ragnheiður Skúladóttir, Hrefna Jónsdóttir, Björn Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, er látin. t BERGRÓS JÓHANNESDÓTTIR, Ásgeir Ásgeirsson, Elsa K. Ásgeirsdóttir, Jóhannes Ásgeirsson, Bergrós Ásgeirsdóttir, Jakob F. Ásgeirsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN VALDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR, Dalalandi 2, andaðist í Borgarspítalanum þann 28. ágúst. Sigurlaug Mjöll Ólafsdóttir, Magnús Skúlason, Jón Þorberg Ólafsson, Snjólaug Benjamínsdóttir, Hjördís Ólafsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, HELGA JÓNSDÓTTIR, Bjarkarstíg 7, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 2. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eða Kristnesspítala. Hrafn, Þórunn, Gunnhildur, Ragnhildur og Úlfar Bragabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR GÍSLI GUÐMUNDSSON frá Króki, Krummahólum 6, Reykjavík, sem andaðist 26. ágúst, verður jarð- settur frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 3. september kl. 13.30. Magnús Guðbjartsson, Sigurborg Róbertsdóttir, Ólöf Kristjana Guðbjartsdóttir, Þétur Örn Pétursson, Guðrún Guðbjartsdóttir, Albert Hinriksson, barnabörn og barnabarnaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.