Morgunblaðið - 03.09.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 11
____________________________________FRETTIR____________________________________
Fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni hrundið af stað til að kortleggja heita reitinn undir íslandi
Markmiðið að skilja eðli jarð-
skorpuhreyfinga og eldvirkni
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GILLIAN Foulger frá Durham-háskóla í Englandi, sem stendur
fyrir miðri mynd, er aðalstjórnandi rannsóknarverkefnisins en
með henni á myndinni eru nokkrir samstarfsmenn. F.v., Kristín
Vogfjörð, Princeton-háskóla, Ragnar Stefánsson, Veðurstofu
Islands, Bruce Julian, Bandarísku jarðskjálftastofnuninni og
Steinunn Jakobsdóttir, Veðurstofunni.
HÓPUR jarðskjálftafræðinga hóf í
sumar að vinna að viðamiklu og fjöl-
þjóðlegu rannsóknarverkefni til að
kanna og kortleggja heita mött-
ulstrókinn (heita reitinn) undir ís-
landi. Verkefnið er unnið í samvinnu
Veðurstofu íslands, Durham-
háskóla í Englandi, Princeton-
háskóla í Bandaríkjunum .og Jarð-
fræðistofnunar Bandaríkjanna (U.S.
Geological Survey).
Ragnar Stefánsson, forstöðumað-
ur jarðeðlissviðs Veðurstofunnar,
segir meginmarkmið verkefnisins
vera að varpa ljósi á eðli heita reits-
ins undir íslandi. í þessu skyni hefur
31 fullkomnum jarðskjálftamæli ver-
ið komið fyrir í sumar um allt land
á þeim stöðum sém Veðurstofan
rekur ekki fastastöðvar fyrir jarð-
skjálftamælingar. Skjálftamælar
munu skrá jarðskjálfta næstu tvö
ár en mælistöðvar Veðurstofunnar
nýtast einnig í verkefninu. Alls verða
þess vegna 53 mælistöðvar nýttar í
rannsókninni. Auk þess er að því
stefnt að fjölga fastastöðvum um tíu
á næstu mánuðum.
Gillian Foulger, aðalstjórnandi
verkefnisins, Hot Spot Project, segir
að auk ofangreindra mælinga verði
rannsóknarniðurstöður verkefnisins
bornar saman við jarðskjálftamæl-
ingar frá Noregi og Skotlandi til að
auka gildi þess.
Möttulstrókurinn undir Islandi er
meðal þýðingarmestu áhrifavalda á
jörðinni í mótun lands og í plötu-
skriði. Áhrifa hans gætir sterklega
mörg hundruð kílómetra út frá Is-
landi og rætur hans eru mörg hundr-
uð kílómetra í möttli jarðarinnar.
Ragnar segir að aðferðin sem notuð
verði til að kortleggja heita reitinn
sé að mæla áhrif hans á jarðskjálfta-
bylgjur sem berast hingað frá jarð-
skjálftum um heim allan og bera
síðan niðurstöður mismunandi mæl-
inga saman.
ísland ákjósanlegt til
rannsókna
Gillian segir ísland ákjósaniegan
rannsóknarstað fyrir jarðfræðinga
en á fáum stöðum í heiminum sé
jafn hentugt að rannsaka jarðfræði-
leg fyrirbrigði. Hún segir áhuga
jarðfræðinga á íslandi mikinn og
vitað sé að hvergi væri betra að
rannsaka heitan reit en á Islandi.
Jarðskjálftamælingar og kort-
lagning heita reitsins munu að sögn
Ragnars auðvelda jarðfræðingum að
skilja jarðskjálftahreyfingar og eld-
virkni á íslandi. „Jarðskjálftafræð-
ingar nota jarðskjálfta til að fá upp-
lýsingar um jarðskorpuna og innri
gerð jarðar. Við munum fylgjast
með hverjum andardrætti heita
reitsins til að fá skilning á eðli mött-
ulstróksins," segir hann.
Ragnar bendir á að sú þekking
sem menn öðlist muni einkum nýt-
ast á tvennan hátt. Annars vegar
til að efla eftirlit með jarðskjálftum
og eldgosum en hins vegar með
auknum skjlningi á jarðhitasvæðum
til nýtingar í orkuframleiðslu.
Hann útilokar ekki að rannsóknin
muni geta auðveidað leit að nýtan-
legum jarðhitasvæðum. Hann segir
að samstarf hafi verið tekið upp við
Orkustofnun.
Ragnar segir að fastastöðvar Veð-
urstofunnar hafí á síðasta ári skráð
ríflega 20 þúsund skjálfta. Hann seg-
ir að búast megi við að með háþróuð-
um búnaði verði mun fleiri og smærri
skjálftar skráðir. Þetta hafi mikla
þýðingu fyrir rannsóknir á spennu
og hreyfingum í jarðskorpunni. Hann
segir hugsanlegt að ný jarðskjálfta-
svæði finnist eða að menn geri sér
betur grein fyrir því hversu tæpt
standi að spenna losni úr læðingi
með tilheyrandi jarðhræringum.
Rannsóknir nýtast öðrum
fræðigreinum
Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðiis-
fræðingur á Veðurstofunni, segir að
rannsóknarniðurstöður muni nýtast
í fjölmörgum fræðigreinum. Hún
segir að margir sérfræðingar á ólík-
um stofnunum hafi gefið vilyrði um
að iesa í endanlegar rannsóknarnið-
urstöður. Rannsóknirnar munu enn-
fremur verða mikils virði til að
ákvarða hvað áhugavert sé að rann-
saka nánar síðar.
Samstarfsverkefni Veðurstofunn-
ar og breskra og bandarískra vís-
indamanna er ekki hið eina sem
hefur það að markmiði að kort-
leggja heita reitinn. Síðustu þrjú ár
hefur m.a. verið unnið að sambæri-
legu verkefni á Raunvísindastofnun
undir stjórn dr. Inga Bjarnason jarð-
eðlisfræðings í samvinnu við Car-
nagie-stofnunina í Bandaríkjunum.
Aðspurður segir Ragnar mjög
eðlilegt að vísindamenn takist á við
sambærileg rannsóknarverkefni.
Hann telur mjög iíklegt að rannsókn-
arniðurstöður verði að hluta eða í
heild skellt saman á síðari stigum í
því skyni að fá skýrari mynd af við-
fangsefninu. Hann segir aftur á
móti að nálgun viðfangsefnisins
verði víðtækari í þessari rannsókn
en í öðrum verkefnum sem ráðist
hefur verið í. Hann rökstyður það
svo að skjálftamælar væru fleiri og
að þeim hafi verið komið fyrir víðar
en í öðrum verkefnum. Þýðingarmik-
ið væri t.a.m. að niðurstöður yrðu
bornar saman við mælingar í ná-
grannalöndum íslands.
Gillian segir að verkefnið hafi
hlotið veglegan styrk frá breska vís-
indasjóðnum. Styrkurinn verður
einkum notaður til að reka skjálfta-
mælanetið. Hún segir að kostnaður
við rekstur netsins nemi um 300-400
þúsund dollurum.
- HÓTEL T^LÁND -
Mega-ball til styrktar Rúnari Júlíussyni
laugardaginn 7. september kl. 10-3.
Landsliðið mætir og gefur allt í botn.
Allir gefa vinnu sína.
Stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi.
Fram koma: Þar að auki:
Hljómar, Trúbrot,
Lónlí Blú Bojs, Sléttuúlfarnir,
Brimkló, GCD, Pops, Gömlu brýnin, Fánar
Bubbi Morthens, K.K., Björgvin Halldórsson.
Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson,
Magnús og Jóhann, Einar Júlíusson, Ari Jónsson.
Pétur Kristjánsson, Þorsteinn Eggertsson.
Kynningar:
Porgeir Ástvaldsson og Hemmi Gunn
x *
Svona ball verour aldrei endurtekið!
Mætið snemma til að missa ekki af neinu.
Verð aðgöngumiða aðeins 1.000 krónur!
¥
Forsala aðgöngumiða á Hótel íslandi daglega frá kl. 13-17.