Morgunblaðið - 03.09.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 03.09.1996, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Samkeppnisaðilar ósáttir við flutningsmiðlun Pósts og síma Aðgreining póstburðar og fraktfíutninga ekki tryggð Morgunblaðið/Árni Sæberg SAMKEPPNISAÐILAR Pósts og síma eru m.a. ósáttir við að dreifingarkerfi stofnunarinna, þ.m.t. pósthús verði notuð í frakt- þjónustu stofnunarinnar. SAMKEPPNISAÐILAR Pósts og síma í fraktflutningum eru ekki ánægðir með innkomu stofnunar- innar á þennan markað. Telja þeir hættu á því að ekki verði greint á milli póstdreifíngar og fraktdreifmg- ar stofnunarinnar, og samkeppnin verði því ekki á jafnréttisgrundvelli. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu á sunnudag hefur Póstur og sími gert samning við alþjóðlega flutningsmiðlunarfyrirtækið Dan Transport um að taka við frakt frá fyrirtækinu og dreifa henni hér á landi. Sömuleiðis mun stofnunin hafa milligöngu um sendingar á frakt úr landi fyrir fyrirtækið. Haft var eftir Rafni Júlíussyni, for- stöðumanni póstmálasviðs Pósts og síma, að fraktin yrði flutt með sömu bifreiðum og stofnunin notar til póstflutninga ef það þykir henta. Spurning hvernig fjárhagsleg aðgreining verði tryggð Árni Pétur Jónsson, forstjóri TVG-Zimsen, sem er að stærstum hluta í eigu Eimskips og rekur m.a. flutningsmiðlun, segist ekki vera hrifínn af þessari nýju starf- semi Pósts og síma. Hann segist heldur ekki vera sammála því sem haft var eftir Rafni Júlíussyni, for- stöðumanni póstmálasviðs Pósts og síma, í Morgunblaðinu á sunnudag, en þar sagði hann það vera álita- mál hvort Póstur og sími væri með þessu að fara út fyrir sitt hefð- bundna póstflutningasvið. Orðrétt sagði Rafn ennfremur: „Við höfum almennt talið að við værum í vöruflutningum eins og hver annar. Þetta rímar mjög vel við það sem við höfum verið að gera, fínnst okkur, og hentar mjög vel okkar starfsemi. Við erum með pósthús út um allt land sem mynda afgreiðslunet, og verkefnin þar eru kannski ekki alls staðar allt of mörg. Okkur þykir því gott að fá þessa flutninga.“ Ámi Pétur segir að í þessari starfsemi Pósts og síma felist allt aðrar áherslur en í hefðbundnum póstflutningum. „Ég hef mínar efa- semdir um hvernig þetta verði gert og ég myndi vilja fá að vita meira um það, m.a. hvernig þessi starf- semi verði aðskilin frá einokunar- starfsemi póstflutningasviðsins. í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Póstur og sími mun nota dreifikerfi sitt, bifreiðar o.fl. til að sinna þessari þjónustu og að ekki verði bætt við starfsmönnum vegna þessa. Kanna hvaða viðbrögð séu eðlileg Steinn Sveinsson, framkvæmda- stjóri Flutningsmiðlunarinnar Jóna, segir þetta snúast um hvort eðlilegt sé að opinbert fyrirtæki sé að fara út í almenna flutningsmiðlun í skipa- og flugfrakt. „Eg tel svo ekki vera, því þeir geta svo augljós- lega misnotað aðstöðu sína hvað varðar tæki og mannafla. Við höfum alltaf kunnað ákaf- lega vel við okkur í heiðarlegri sam- keppni á jafnréttisgrundvelli og á því verður engin breyting. Við munum hins vegar í rólegheitunum kanna hvaða viðbrögð eru eðlileg í þessu, enda bendir Rafn á í frétt- inni á sunnudag að það fari eftir því hvernig á það sé litið hvort Póstur og sími sé með þessu að fara út fyrir sitt hefðbundna póst- flutningasvið," segir Steinn. Samningur Dan Tran- sport og Póst og síma * Istraktor hf. tekur við umboði fyrir Fiat bifreiðar Stefnt að stóraukinni sölu Morgunblaðið/Kristinn PÁLL Gíslason, framkvæmdastjóri ístraktors. Áhersla á samkeppnis- hæft verð ALÞJÓÐLEGA flutningsmiðiunar- fyrirtækið Dan Transport, sem sam- ið hefur við Póst og síma um dreif- ingu á frakt fyrir sig hér á landi sem og sendingar á frakt héðan, hyggst bjóða upp á flug- og skipa- frakt hingað til lands og segir Soren Jensen, framkvæmdastjóri hjá Dan Transport, að áhersla verði lögð á að fyrirtækið verði samkeppnishæft í verði. Jensen segir að fyrirtækið hafi gert hliðstæða samninga við póst- dreifingarfyrirtækin í Færeyjum og á Grænlandi og hafí þeir gefið góða raun. Því hafi fyrirtækið leitað til Pósts og síma. „Við höfum starfað lítillega á íslandsmarkaði, en án allrar markvissrar markaðssetning- ar og án þess að vera með sölufull- trúa þar. Við leituðum því til Pósts og síma til að sjá hvort hægt væri að koma á svipuðu samstarfi og í Færeyjum og á Grænlandi. Það tókst og við teljum að Póstur og sími sé mjög góður samstarfsaðili, þar sem fyrir- tækið hefur mjög gott dreifíngar- kerfi, sem er mikilvægt til að geta þjónustað markaðinn sem best, bæði hvað varðar flug- og skipa- frakt,“ segir Jensen. Dan Transport var stofnað árið 1939, og er fyrirtækið ein stærsta flutningsmiðlunin í Danmörku, með höfuðstöðvar sínar í Kaupmanna- höfn. Fyrirtækið rekur einnig skrif- stofur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Hong Kong og Kína. Jensen segir að fyrirtækið muni nýta sér þá kosti í flutningum, sem það telji heppilegasta í hverju til- felli. Þannig skipti það bæði við Flugleiðir og Cargolux í flugfrakt og Eimskip og Samskip í skipafrakt. ÍSTRAKTOR hf. í Garðabæ hefur tekið við umboðj fyrir Fiat bifreið- ar á íslandi af ítölskum bílum hf. Fyrirtækið stefnir að því að stór- auka markaðshlutdeild Fiat og er von á fyrstu bílasendingunni til landsins í þessum mánuði. Istraktor er gamalgróið í sölu og þjónustu á vörubílum, dráttar- vélum og ýmsum vinnuvélum en tekur nú í fyrsta sinn að sér sölu á fólksbílum. Fyrirtækið tekur við sölu Fiat og fleiri tegundum úr Fiat-fjölskyldunni eins og Lancia og Alfa Romeo. Fyrir hafði það umboð fyrir Iveco, sem er stærsti vinnubílaframleiðandi Evrópu að sögn Páls Gíslasonar, forstjóra Istraktors. Þá er fyrirtækið með umboð fyrir ýmsar vinnuvélar, bílkrana, snjótroðara og skíðalyft- ur svo eitthvað sé nefnt. Istraktor er nú þegar tekið að sinna viðgerðarþjónustu fyrir Fiat og hefur opnað varahlutaverslun að Smiðsbúð 2, Garðabæ. Páll seg- ir að nú séu á götunum um 2.000 Fiat bílar, 150 Lanciur og um 70 Alfa Romeo. „Fiat verksmiðjurnar óskuðu eftir því að við tækjum við umboðinu og ég hygg að það sé ekki síst vegna þess að við rekum stórt vélaverkstæði og erum því vel í stakk búnir til að taka við- gerðarþjónustuna að okkur.“ LÆKKANIR virtust ríkjandi á hlutabréfamarkaði í gær eftir nokkra uppsveiflu undir lok síð- ustu viku. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði um 0,3% en á föstudag hækkaði hún hins vegar um tæp- lega 1 %. Gengi hlutabréfa í Flug- leiðum, Eimskip, Jarðborunum, Síldarvinnslunni, Þróunarfélag- inu, Sláturfélagi Suðurlands og Vinnslustöðinni lækkuðu í gær en lítið var hins vegar um hækk- anir. Fiat Cinquecento á 890 þúsund Á síðasta áratug var Fiat í hópi mest seldu bílategunda á Islandi en hefur vermt botnsætin síðast- Iiðin ár. Páll segir að nú sé ætlun- in að rífa upp söluna. „Salan nem- ur nú aðeins 20-40 bílum árlega og það er í miklu ósamræmi við gæði og vinsældir Fiat í Evrópu þar sem hann hefur um 10% mark- aðshlutdeild. Það er óþarfi að vera með miklar yfirlýsingar en það er Hlutabréfa- vísitalan lækkar um 0,3% Gengi hlutabréfa í Granda og Skinnaiðnaði hækkuðu þó lítillega ekki mikil bjartsýni að ætla að margfalda söluna frá því sem nú er. Fiat er nú með átta ára verk- smiðjuábyrgð á gegnumtæringu og þriggja ára ábyrgð á lakki. I byijun munum við leggja mikla áherslu á fjölskyldubílana Fiat Bravo og Fiat Brava, Lancia Kappa og Alfa Romeo. Þá munum við bjóða vel útbúinn Fiat Cinquec- ento með álfelgum, loftpúða í stýri, samlæsingum, rafdrifnum rúðum og þjófavarnakerfi á 890 þúsund krónur." og sömu sögu er að segja um gengi hlutabréfa í Almenna hlutabréfa- sjóðnum og íslenska Ijársjóðnum. Hástökkvari dagsins var þó Fisk- iðjusamlag Húsavíkur, en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hækkaði um 17,5% í gær og var 2,35 við lokun í gær. Heildarviðskipti dagsins á Verðbréfaþingi Islands og Opna tilboðsmarkaðnum námu rúm- lega 41 milljón króna að sölu- virði. KI og SSV í samstarf SAMTÖK Samvinnuverslana og Kaupmannasamtök íslands hafa gert með sér samstarfs- samning sem gildir í eitt ár. Samningurinn tekur til faglegr- ar samvinnu en ekki kjaramála. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasam- taka íslands, segir að með sam- komulaginu sé smávöruversl- unin í landinu sameinuð á fag- legum grundvelli. „Kaup- mannasamtökin sjá um félags- lega þjónustu við félagsmenn SSV og þeir munu njóta okkar hlunnindasamninga og fá að- gang að námskeiðum og kynn- ingum. SSV er ekki að ganga í Kaupmannasamtökin heldur er verið að koma á samstarfi milli tveggja samtaka. Að ári loknu kemur í ljós hvort annar samningur verður gerður. Það fer allt eftir því hvering til tekst þetta fyrsta ár.“ Samstarf milli samtakanna tveggja er ekki nýtt af nálinni en þau hafa m.a. starfað saman í Umhverfissjóði verslunarinnar og að átakinu íslensk verslun- allra hagur sem nú stendur yfir. Ríkisvíxlar upp ÁVÖXTUNARKRAFA á svo- kölluðum vsk-víxlum til 95 daga hækkaði lítillega í útboði Lánasýslu ríkisins í gær. AIIs var tekið tilboðum fyrir 3.100 milljónir króna að nafnverði, en þar af tók Seðlabanki Is- lands um þriðjung á meðalverði samþykktra tilboða. Meðalávöxtun útboðsins var 6,64%, sem er um 0,1% hækkun frá síðasta útboði á þessum yíxlum fyrir tveimur mánuðum. Öllum tilboðum utan einu var tekið í útboðinu í gær. IATA g'ag'ii- rýnir hertar hávaðareglur í Bretlandi Genf.Reuter. ALÞJÓÐASAMBAND flugfé- laga (IATA) gagnrýndi í gær þá ákvörðun breskra stjórn- valda að herða reglur um háv- aðatakmörk við flugvelli þar í landi. Telur IATA að þessi ákvörðun stjórnvalda geti ógn- að stöðu Lundúnaborgar og þeirra þriggja flugvalla sem þar eru staðsettir, Heathrow, Gatwick og Stansted, sem mið- depils alþjóðaflugumferðar. Hertar reglur hafa engin áhrif á hávaða I yfirlýsingu sem IATA, sem samanstendur af 232 flugfé- lögum, sendi frá sér vegna þessa máls sagði að þessar hertu hávaðatakmarkanir, sem taka eiga gildi í janúar, myndu vart hafa nein áhrif á hávaða sem íbúar í nágrenni flugvalla yrðu varir við. Bendir sambandið á að hreyflar séu nú hljóðlátari en nokkru sinni fyrr, brot á háv- aðatakmörkunum hefðu aldrei verið færri og eldri og hávær- ari flugvélar myndu hverfa al- veg fyrir árið 2002 samkvæmt alþjóðasamningum þar að lút- andi. Þá bendir IATA ennfremur á að á næsta ári muni um 90% allra flugvéla sem fari um He- athrow vera úr hópi hljóðlát- ustu véla heims. Segir IATA aðildarfélög sín aðallega hafa áhyggjur af áhrifum þessara auknu takmarkana á eldri gerðir Boeing 747 flugvéla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.