Morgunblaðið - 03.09.1996, Side 19

Morgunblaðið - 03.09.1996, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 19 VIÐSKIPTI Gróska í evrópsku farþegaflugi SAS í verðstríði á heimavelli SAS-flugfélagið hefur brugðist við aukinni samkeppni frá Virgin Ex- press, flugfélagi enska milljarða- mæringsins Richard Bransons, og lækkað verð á svokölluðum jackpot- farmiðum á leiðinni Kaupmanna- höfn-Brussel um meira en helming. Kostaði ferðin fram og til baka 29.500 ísl. kr. en er nú komin í 13.900 að því er fram kemur í Poli- tiken. Virgin byijar að fljúga á þessari leið 5. septembér og hjá því mun önnur leiðin kosta 6.300 kr. en báð- ar leiðir 12.100. Hið nýja tilboð SAS er auk þess ýmsum takmörkunum háð, sem ekki er að finna hjá Virg- in. Hjá SAS gildir lága verðið því aðeins, að um tvær manneskjur sé að ræða og þar að auki verður að panta farmiðana með viku fyrirvara. Virgin setur viðskiptavinum sín- um engin skilyrði af neinu tagi en hins vegar er aðeins flogið einu sinni á dag frá Kaupmannahöfn og þá um eftirmiðdaginn. Samkvæmt fréttum er flugfélagið þó þegar far- ið að íhuga að fjölga ferðunum. Tilboð SAS á fyrst og fremst. við þegar farið er frá Kaupmannahöfn til Brussel en ferðin frá Brussel til Kaupmannahafnar fyrir einn lækkar þó líka og verður 15.000 kr. ísl. í Brussel er ekki gerð krafa til þess, að um sé að ræða tvær manneskjur en verðlækkunin nær aftur á móti aðeins til sérstakra ferða um miðjan daginn. Virgin ætlar einnig að hefja flug frá Kaupmannahöfn til Barcelona, Madridar og Rómar með millilend- ingu í Brussel og verður fargjaldið aðra leið innan við 10.000 kr. ísl. Það er raunar ekki aðeins Virgin, sem SAS hefur ástæðu til að óttast, því að norska flugfélagið Braathens er að hefja flug á milii Óslóar og Stokkhólms og hefur keypt sig inn í sænska innanlandsflugfélagið Transwede. Þá ætlar Finnair að fara að fljúga á milli Stokkhólms og Brussel og flugfélögin Debon Air og World Airlines ætla að heija ferðir milli Kaupmannahafnar og London. MICHAEL Heseltine, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, við stjórnvölinn á líkani af Eurofighter orrustuþotu á flugsýningunni. Bretar taka þattí smíði Eurofighter Farnborough. Reuter. BRESKA stjórnin samþykkti í gær að taka þátt í smíði Eurofighter, fullkominnar evrópskrar orrustu- þotu, sem ætlað er að keppa við þotur frá bandarískum framleiðend- um. Yfirlýsingin þykir mikill sigur fyrir samstarf evrópskra flugvéla- framleiðendur en ekki er langt síðan ýmsir töldu að hætt yrði við smíði þotunnar. Samþykktin keinur á sama tíma og stærsta flugvélasýning, sem hald- in hefur verið á Bretlandi, hefst en hana sækja fjölmargir kaupendur hvaðanæva að úr heiminum. Á sýningunni sýna Boeing verk- smiðjurnar nýja 300 sæta gerð af Boeing 757 farþegaþotunni og hafa nú þegar tilkynnt nýjar flugvéla- pantanir frá sjö flugfélögum fyrir um 420 milljarða króna. McDonnel Douglas verksmiðjurnar bandarísku tilkynntu einnig að þær hefðu selt sex vélar fyrir 24 milljarða króna til fjögurra flugfélaga. Eurofighter er sameiginlegt verk- efni Evrópuríkja og er talið að kostn- aður við hönnun muni nema 4.000 milljörðum króna þegar upp verður staðið. Verkefninu hefur seinkað hvað eftir annað vegna tæknilegra örðugleika og pólitískra vandamála en nú sjá forsvarsmenn þess fram á bjartari tíð. Bretar hyggjast láta smíða fyrir sig 232 þotur, sem mun hleypa verkefninu af stokkunum. Michael Heseltine, aðstoðarfor- sætisráðherra Bretlands, hefur hvatt önnur ríki, sem taka þátt í verkefn- inu, Þýskaland, Ítalíu og Spán, að fylgja í kjölfarið og sagði að þau yrðu að leggja fram pantanir hið fyrsta. „Nú er ekkert sem getur komið í veg fyrir smíði þotunnar og hún er afar álitlegur kostur á mark- aðnurn," sagði hann. - kjarni málsins! Super Jackpot/Super Apex fargjaldið gildir á tímabilinu 10. sept. til 26. okt. Kaupmannahöfn 27.000 ,Y Alaborg 28.000 Stokkhólmur 27.400 Y Brussel 39.370 Ósló 28.620 Y Ziirich 39.600 Árósar 28.000 Mílanó 40.400 Bókunarfyrirvari: 7 dagar. Lágmarksdvöl: Aðfaramótt sunnudags. Hámarksdvöl: 1 mánuður. Flugvallarskattar innifaldir. FLUGLEIÐIR U///S/U Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína, söluskrifstofu Flugleiða í síma 5050 100 eða söluskrifstofu SAS í síma 562 2211. ífio/tdum g/tœnmeti ag áveocti fieiíó aegna Hjartavernd Krabbameinsfélagið og Manneldisráð hvetja fólk á öllum aldri til að borða að minnsta kosti fimm skammta af grænmeti, ávöxtum eða kartöflum á dag. Einn skammtur getur verið einn meðalstór ávöxtur, 50 g af grænmeti, 2-3 kartöflur eða glas af hreinum ávaxtasafa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.