Morgunblaðið - 03.09.1996, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Bókalistarnir móta framboð bóka og bókakaup
Metsölukiljur
renna út
Morgunblaðið/ Ásdís
í MÖRGUM bókabúðum er nú hægt að ganga beint að hillum
með erlendum metsölukiljum og styðst val bókanna yfirleitt við
metsölulista dagblaðsins New York Times.
SALA erlendra bóka er að stórum
hluta miðuð við metsölubækur og
þá fyrst og fremst í kiljuformi.
Nokkrar bókaverslanir í Reykjavík
hafa komið upp sérstökum hillum,
stöndum eða rekkum með metsölu-
kiljum og er þá oftast stuðst við
metsölulista New York Times. Dæmi
eru um að metsölulistar hangi uppi
svo að viðskiptavinir geti stuðst við
þá í kaupum sínum á kiljum. Fáan-
Íegar bækur í viðkomandi verslun
eru þá merktar með stjörnu. Af-
greiðslufólk er sammála um að fólk
taki mark á listunum og hagi bó-
kakaupum sínum eftir þeim. Einnig
er algengt að bókaskrif dagblaða
verði til þess að fólk spytji um bæk-
urnar í bókabúðum. Séu þær ekki
til er boðist til að panta þær.
Penninn — Eymundsson hefur
aðallega sinnt þeim viðskiptavinum
sem eru að leita að erlendum met-
sölubókum sérstaklega. Þetta gildir
einkum um verslanirnar í Austur-
stræti og Kringlunni. Bókabúðin
Hlemmi — Skákhúsið sinnir þessum
viðskiptavinum líka vel. Mál og
menning við Laugaveg stillir ekki
upp metsölubókum sérstaklega, en
metsölulistar hafa áhrif á val þeirra
bóka sem eru í boði. Ljóst er einnig
að viðskiptavinir sjálfir móta bóka-
valið. Það sem er líklegast tii að
seljast hefur forgang.
Athyglisvert hlýtur að teljast að
viðskiptavinir bókaverslananna hafa
ólík áhugamál eftir búðum. Þannig
seljast bækur sem flokkast undir
annað en reyfara lítið sem ekkert í
sumum búðum en í öðrum eru dæmi
um góða sölu einstakra slíkra bóka.
Vísinda- og hugarórasögur njóta
mikilla vinsælda hjá vissum hópum
sem leita þeirra í ákveðnum búðum
og þeir sem óska eftir rómantík vita
hvert þeir eiga að fara.
Ahugi viðskiptavina
Sólveig Stefánsson í Bókabúðinni
Hlemmi — Skákhúsinu segist styðj-
ast við New York Times metsölulist-
ann og fleiri lista í bókapöntunum,
en áhugi viðskiptavina vegi þyngst.
í búðina komi fólk á öllum aldri. Það
sé algengt að þegar fólk sé að byrja
að lesa ensku vilji það fá spennandi
lestrarefni, eitthvað sem það leggi
ekki strax frá sér. Bækur metsölu-
höfunda á borð við John Grisham
seljist í nokkrum hundruðum ein-
taka, bækur annarra mjakist út í
svona 20-30 eintökum. Hún nefndi
að sumir metsöluhöfundar döiuðu,
sala bóka þeirra drægist saman.
Bækur Stephens Kings í Green Mile-
flokknum hafa selst vel og ein þeirra,
The Bad Death of Eduard Delacroix,
er nú efst á metsölulista. Fyrri bæk-
ur hans hafa þó ekki selst vel í kilj-
um. Menn bíða í ofvæni eftir bókum
úr Dark Tower-flokknum, en hann
hefur sjálfur sagt að þær skrifi sig
sjálfar og gerðist það ekki kæmi
ekkert út af þeim. Tvær bækur eftir
King eru væntanlegar fljótlega, önn-
ur undir hans nafni, en hin dulnefn-
inu Richard Bachman sem hann
notaði áður (Bachman er sagður lát-
inn!). Bækurnar tengjast innbyrðis
þótt höfundamafnið sé ekki hið
sama. Lesendur Kings vita um Bac-
hmannafnið og kaupa bækurnar í
fullri vissu um að þær séu einnig
eftir King.
Þurfa að vera spennandi
Metsölubækur þurfa að vera
spennandi, að sögn Sólveigar, en
ekki er nauðsynlegt að efnið sé allt-
íslenskir lesendur vilja
helst fá erlendar bækur
í kiljuformi og met-
sölukiljur seljast í stóru
upplagi. Jóhann
Hjálmarsson leit inn í
nokkrar bókabúðir og
staðnæmdist við hillur
með erlendum met-
sölukiljum. Val bók-
anna tekur einkum mið
af bóksölulista New
York Times.
af hið sama. Ekki er alltaf hægt að
flokka metsölubækur undir venju-
lega efnisflokka. Dæmi er Veröld
Soffíu eftir Jostein Gaarder. Vís-
indaskáldsögur eru alltaf jafnvinsæl-
ar, en efni þeirra spannar frá al-
gjöru hugarflugi til vísinda þar sem
fræðilegur bakgrunnur ræður miklu.
Dæmigerð metsölubók er tryllir, vís-
indaskáldsaga, ástarsaga, hryllings-
saga eða jafnvel kúrekasaga. Sól-
veig kveðst gera upp á milli saka-
málasögu þar sem gátan sé leyst
og tryllis. Bilið á milli sé stundum
mjótt, en einhver munur þó á.
Hjá Eymundsson í Austurstræti
má að sögn Einars Óskarssonar
reikna með að kiljur höfunda eins
og John Grisham og Stephen King
seljist varla undir þúsund eintökum
og bækur þeirra seljast í þúsunda-
tali í verslunum Eymundsson og
Pennans eða stærra upplagi en ís-
lenskar bækur yfirleitt. „íslendingar
vilja helst erlendar bækur í kilju-
formi“, segir Einar. John Grisham
og Stephen King eru í sérflokki, en
á hæla þeirra koma Sidney Sheldon,
Tom Clancy og Mary Higgins Clark.
Patricia Cornwell er líka höfundur
sem selst mjög vel.
Penninn—Eymundsson sér um
pantanir fyrir allar búðir verslunark-
eðjunnar og dreifir elendum bókum
um allt land. Einar Óskarsson segir
að val metsölukiljanna byggist yfir-
leitt á nýjasta lista New York Tim-
es, reynt sé að hafa á boðstólum
„alla titla sem við teljum að höfði
til íslenska markaðarins". Ein og ein
bók á lista yfir ýmsar bækur geng-
ur, til dæmis The Road Less Tra-
velled eftir M. Scott Peck, sálarlífs-
bók um ástina og andleg efni sem
hefur verið á vikulegum metsölulista
660 sinnum og selst I nokkrum
hundruðum eintaka hér á landi.
Aðrar sölubækur sem ekki flokkast
undir skáldverk eru til að mynda
The Seven Habits of Highly Effec-
tive People, A 2nd helping of Chic-
ken Soup for the Soul og The Celest-
ine Prophecy. „Bættu sjálfan þig“
bækur eru eftirsóttar. Ein slík kom
út á íslensku í fyrra: Karlar eru frá
Mars, konur eru frá Venus.
Afgreiðslumaður í Eymundsson
Austurstræti segir að það fólk sem
sækist eftir metsölukiljum sé 24 ára
og eldra, algengasti aldurshópurinn
30-40 ára. Viðskiptavinir spyija af-
ÞVÍ fer fjarri að rússneski ballett-
dansarinn Mikaíl Baríjsníkov sé sest-
ur í helgan stein, þó orðinn sé 48
ára. Hann dansar enn, þótt hann
fari sér hægar en áður og vinnur
af krafti með White Oak-danshópn-
um sem hann stofnaði fyrir sex árum
með dansahöfundinum Mark Morris.
Hópurinn, sem komið hefur fram
m.a. í Bandaríkjunum, í Ástralíu,
Nýja Sjálandi, Kanada og víðs vegar
um Evrópu, leggur ekki síst áherslu
á að frumsýna ný verk og hefur
fengið frábærar móttökur. Svo góð-
ar raunar, að því er segir í The Inde-
pendent að reksturinn ber sig og
engir opinberir styrkir þurfa að
koma til.
Baríjsníkov hefur ekki frekar en
aðrir dansarar komist hjá meiðslum.
í þrígang hefur hann lagst undir
hnífínn vegna þrálátra hnjámeiðsla.
En hann heldur áfram að dansa
enda gefur nútímadansinn, svo sem
sá sem White Oak-hópurinn sýnir,
mun meiri möguleika fyrir eldri
dansara en hefðbundinn ballett. Og
Baríjsníkov segir tómarúm í ballett-
inum. „Verulega góður ballettdans-
höfundur myndi tróna á toppnum,"
segir hann.
Baríjsníkov flýði vestur fyrir járn-
tjald árið 1974 og var síðastur í röð
sovésku ballettsnillinganna sem það
gerðu; fylgdi í fótspor Nijnskíjs,
greiðslufólkið um bækurnar og efni
þeirra og það reynir að svara, hefur
þá lesið eða að minnsta kosti
giuggað í sumar bókanna.
Kristín Einarsdóttir hjá Máli og
menningu segir að í versluninni við
Laugaveg séu til flestar bækur sem
eru á metsölulistum, en bókum á
þeim listum sé ekki stillt út sérstak-
lega. Verslunin veitir nú 30% afslátt
á kiljum og gildir það einnig um
nýkomnar bækur og bækur á met-
sölulistum. Hún og ýmsir sem rætt
var við voru sammála um mikilvægi
Rússneski ballettdans-
arinn Míkaíl Baríj-
sníkov ferðast um
heiminn með White
Oak-dansflokkniim
sem hann stofnaði
fyrir sex árum
Pavlovu, Nurejevs og Makarovu,
sem öll dönsuðu hjá Kírov-ballettin-
um áður en þau héldu í vesturátt. Á
árunum 1980-1989 stýrði hann
American Ballet Theatre og hafði á
efnisskránni verk eftir marga þekkt-
ustu dansahöfunda nútímans. Baríj-
sníkov segir smám saman hafa gert
sér grein fyrir því hvar möguleikar
hans lágu og að hann yrði ekki endi-
lega að kveðja sviðið.
En White Oak-danshópurinn er
ekki stofnaður til þess að rita megi
nafn stórstjörnunnar Baríjsníkovs
risastöfum á auglýsingaskilti, heldur
er hann fyrst og fremst einn af hópn-
um þó að ljóst sé að fella yrði niður
sýningar ef hann forfallaðist. Einn
dansarinn lýsir hópnum sem „lýð-
ræði með forseta", Baríjsníkov tekur
allar ákvarðanir, svo sem þær er
varðar efnisskrá og hvar sýnt er.
Ekkihættur
þess að skrifað væri um bækurnar
í blöð. Fólk spyrðist mikið fyrir um
bækur sem hefðu verið til umljöllun-
ar í dagblöðum.
Bókmenntaáhugi eða
lestrarfýsn?
í metsöluhillum með kiljum má
rekast á bækur eftir Peter Hoegh
og Herbjorg Wassmo og landa henn-
ar Jostein Gaarder sem fyrr var
nefndur. Raunverulegar bókmenntir
virðast þó sjaldan rata í hillurnar og
á listana. Það verður lfka að teljast
ólíklegt að viðskiptavinimir leiti bók-
menntaverka þar. Þau eru í öðrum
hillum í bókaverslunum borgarinnar.
Páll Halldór Dungal í Pennanum
í Kringlunni minnti réttilega á að
til dæmis færu bækur Isabel Allende
á listana og viðurkennd bókmennta-
verk eins og Villtir svanir eftir Jung
Chang hefðu komist þangað. Slíkar
bækur væru yfirleitt búnar að koma
út á íslensku í góðum þýðingum og
venjulegu broti og sala þeirra í kilj-
um væri því lítil. Hann sagði að
þeir sem keyptu metsölukiljur væri
fólk sem læsi afar mikið og liti á
það sem dægradvöl að lesa, hrein-
lega legðist í lestur, oft um helgar.
Því þætti kjörið að greiða 900 kr.
fyrir fína bók upp á 500-1.000 síð-
ur. Lestrarþörfinni væri fullnægt
með lestri þessara bóka. Fólk keypti
þessar bækur handa sjálfu sér. Það
kæmi þó ekki í veg fyrir að sama
fólk fylgdist með bókavertíðinni sem
væri afar stutt og læsi bækur sem
Ijallað væri um í fjölmiðlum og
fengju góða dóma í blöðum.
Páll Haíldór sagði að fullt væri
af höfundum sem skrifuðu skemmti-
legar dægradvalarbækur og hann
liti á það sem markmið að eiga það
nýjasta af þessum bókum í kilju-
formi. Yfirleitt þyrfti ekki að bíða
lengi eftir að bækur vissra höfunda
lentu á metsölulistanum, fólk hrein-
lega biði eftir að þær kæmu þangað
og læsi allt eftir suma höfunda.
Meðal þessara „fyrirsjáanlegu" met-
söluhöfunda nefndi hann John Gris-
ham og Danielle Steel sem ávallt
lenda í efstu sætunum. „Nonfiction"
markaðurinn væri takmarkaðri, en
á honum gnæfðu bættu sjálfan þig
bækur upp úr.
Því hvort sömu höfundar gætu
endalaust tijónað á listunum og allt-
af verið jafnvinsælir, svaraði hann
þannig að oft segði hann við sjálfan
sig að loknum lestri að höfundar
eins og Grisham gætu ekki gert
þetta aftur. „Yfirleitt er hann góð-
ur, en hvernig getur hann haldið
áfram?“ er spurning sem leitar á
lesandann að lestri loknum. Bækur
þessara höfunda seljast í tugum ein-
taka í Pennanum Kringlunni.
Meðalaldur hópsins er hærri en í
flestum sambærilegum danshópum
en dansararnir eru 26 og á aldrinum
23-46 ára.
Og þeir fá ekki aðeins tækifæri
til að sýna færni sína á sviði, því
þeir eru hvattir til þess að semja
sjálfir dansverk. Á nýhöfnu sýning-
arári verða frumflutt verk eftir tvo
af dansara hópsins, Vernon Scott
og Ruthlyn Salomon. Sumum kynni
að þykja grimmilegt að sýna slíka
frumraun á sömu sýningum og verk
mestu dansahöfunda nútímans en
Baríjsníkov ypptir öxlum; „í bóka-
verslunum getur að líta hundruð
verka eftir óþekkta höfunda. Þeim
er komið fyrir í bókahillunum við
hlið skáldjöfrana. En svona er lífið.“
I
(
I
)
>
)
)
I
)
)
\
)