Morgunblaðið - 03.09.1996, Page 34

Morgunblaðið - 03.09.1996, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MEIMNTUN Mikil spurn eftir þroskaþjálfum Aðeins 20 nýnemar teknir inn MUN fleiri nemendur óska eftir að hefia nám í þroska- þjálfun en hægt er að anna vegna húsnæðismála, að sögn Bryndísar Víglundsdóttur skólastjóra Þroskaþjálfaskóla íslands. Eingöngu var hægt að veita 21 nemanda skólavist nú í haust en um 50 nemendur voru umsóknarhæfir. Nem- endur á öðru og þriðja ári eru samtals 55. Bryndís segir það mikla synd að geta ekki menntað fleira fólk, því alls staðar sé þörf fyrir þroskaþjálfa. Eftir- spurnin sýni sig einna best í því að mörg undanfarin ár hafa allir nemendur á lokaári verið komnir í fasta vinnu löngu áður en skólanum lýkur. „Eg veit ekki um neinar stofn- anir sem geta fullmannað þroskaþjálfastöður samkvæmt leyfilegum heimildum," sagði hún. Nýir möguleikar Bryndís segir að þroska- þjálfar hafi haslað sér völl víða á undanförnum árum, enda kunni þeir ýmislegt til verka. Um ný störf þroskaþjálfa nefnir hún til dæmis öldrunar- geirann, sem óskar í vaxandi mæli eftir þroskaþjálfum til starfa. „Þeir eru ennfremur mjög vel hæfir til að vinna með ýmsum þeirra sem haldn- ir eru geðrænum vandamálum og síðast en ekki síst tel ég þá mjög hæfa tit að vinna með unglingum í vanda. Þar kunna þeir virkilega til verka,“ sagði Bryndís. Kömnm íþróttakennara á líkamshreysti barna og unglinga stendur yfir Þol íslenskra barnaer með ágætum FYRSTU meðaltalsniðurstöður langtímakönnunar, sem íþrótta- kennarar hófu síðastliðinn vetur í samvinnu við menntamálaráðu- neytið, gefa til kynna að líkams- hreysti íslenskra barna og unglinga sé með ágætum, að sögn Elísabetar Ólafsdóttur, íþróttakennara við íþróttakennaraskólann á Laugar- vatni. „Ég held að um of miklar alhæfingar í hina áttina hafi verið að ræða á undanförnum árum. Það ber þó að taka fram að könnunin náði ekki til allra grunn- og fram- haldsskólanema." Kvóti af sérkennslu gangi til íþrótta Könnunin hófst í byijun skólaárs- ins 1995 og stendur til 2000. Sagði Elísabet að út úr henni vildu menn fá svar við því hvort líkamshreysti barna og unglinga færi versnandi eða batnandi. „Svarið verður ekki marktækt fyrr en eftir nokkur ár þegar við höfum fengið fleiri niðurstöður til sam- anburðar. Hér er þó ekki síður um kortlagningu fyrir íþróttakennara að ræða þar sem þeir sjá hvaða árangur telst góður eða slak- ur miðað við landsmeðaltal. Við sáum til dæmis að fjöldi nemenda er undir meðaltali og þyrfti að fá aukatíma. Því kemur til kasta íþrót- takennara að ná samkomulagi við skólastjóra um að ákveðinn hluti sérkennslukvóta gangi til íþrótta- kennslu.“ Könnunin tók til tæplega 5.000 nemenda í aldurshópunum sex, níu, tólf og fimmtán ára í 49 grunnskól- um auk nemenda á fyrstu og fimmtu önn í 8 framhaldsskólum. Kannað var þol, kraftur, hraði og liðleiki auk mismunandi færniþátta í fimleikum og sundi. Einnig tók könnunin til hreyfiþroska nemenda i 1. bekk grunnskóla. Elísabet sagði að í íjölþrepaprófi hefði þol nemenda komið vel út og mun betur en menn reiknuðu með. Hún kveðst hafa borið niðurstöður saman við fjölþrepapróf sem gert var á 7.000 kanadískum börnum árið 1988. „Við fengum marktækt betri útkomu í öllum hópunum nema hjá 12 ára drengjum, þar sem munurinn reyndist ekki marktæk- ur.“ Færni ábótavant í íslensku könnuninni kom í ljós að helst er færni ábótavant hjá nemendum. Sagði Elísabet að skýr- ingin gæti falist í því að lítil áhersla hefði verið lögð á einstaka færni- þætti eins og uppsveiflu á rá. „Aðeins fáir 4. bekk- ingar tóku þátt í því prófi og komu illa út. í ljós kom að slík rá fyrirfinnst ekki í nærri öllum skólum. Annað athyglisvert kom fram sem er forvitnilegt fyrir íþróttakennara að skoða, þ.e. að stúlkur í 7. bekk ráða mun betur við handstöðu en drengir í sama bekk þrátt fyrir að þeir séu sterk- ari. Sú skýring kom m.a. fram að strákar reyndu að koma sér undan Könnunin stendur yfir 1995-2000 Morgunblaðið/Úr safni SAMKVÆMT fyrstu niðurstöðum langtímakönnunar kemur í ljós að íslensk börn eru í ágætri líkamlegri þjálfun. slíkum æfingum og þá kemur í hlut íþróttakennara að leysa úr því.“ Élísabet tók einnig fram að almenn- ir þættir sem varða afkastagetu nemenda hefðu komið ágætlega út miðað við landsmeðaltal. A næstu árum verður haldið áfram með kannanir hjá sömu ald- urshópum. „Við erum aftur á móti komin í viðræður við kndlæknis- embættið og Háskóla íslands um frekari nákvæmnisrannsóknir. Okkur langar til að fylgja hluta úrtaksins eftir til að styrkja niður- stöður áframhaldandi kannana," sagði Elísabet Ólafsdóttir. skólar/námskeið Fullorðinsfræðslan í Reykjavík myndmennt ■ Tréskurðarnámskeið Tréskurðarkennsla síðan 1972. Náms- braut í sjö stigum með allt að 250 verkefn- um. Fullskipað í bili, en innritað í nýjan hóp byrjenda sem hefst 1. október. Hannes Flosason, myndskurðarmeistari, sími 554 0123. i • Bréfaskólanámskeið Eins og áður kennum við: Grunnteikningu, litameðferð, líkams- teikningu, listmálun með myndbandi, skrautskrift, innanhússarkitektúr, hí- býlatækni, garðhúsagerð, teikningu og föndur fyrir börn og húsasótt. Nýtt hjá okkur er hljómblóma-námskeið- ið, sem eykur vöxt blóma, grænmetis, jurta, trjáa o.s.frv. Fáið sent kynningarrit skólans og hring- ið í 562-7644 eða sendið okkur línu í pósthólf 1464, 121 Reykjavík eða lítið á slóðina http://www.mmedia.is/hand- ment/ tónlist ■ Píanókennsla. Hef masterspróf í píanókennslu. Píanó- og tónfræðikennsla fyrir born og fullorðna. Upplýsingar og innritun í síma " ' 561 3655. stjórnun ■ PHOENIX námskeiðið - leiðin til árangurs dagana 10., 11. og 12. sept. ■ Fagmennska í framkomu fyrir konur 13. og 14. september. Skráning hafin. Fanný Jónmundsdóttir, sími 552 7755. tómstundir ■ Ættfræðinámskeið. Lærið að rekja ættir ykkar sjálf. Skráning stendur yfir. Ættfræðiþjónustan, sími 552 7100. tungumál Upplýsirtgar í síma 551 0705 kl. 17 ýmlslegt ■ Ættfræðinámskeið. Lærið að rekja ættir ykkar sjálf. Skráning stendur yfir. Ættfræðiþjónustan, sími 552 7100. ■ Frá Heimspekiskólanum Kennsla hefst 16. september. Fjölbreytt námskeið í boði fyrri 6-14 ára nemendur. Upplýsingar og innritun í síma 562 8283 kl. 16-18.30. Bl Söngsmiðjan Nú geta allir lært að syngja, laglausir sem lagvísir Hóptímar/einkatímar Byrjendanámskeið; framhaldsnám- skeið: Námskeið fyrir tmga sem ;ddna, laglausa sem lagvtsa. Songkennsla í hóp. Þátttakendur fa grunnþjálfun í raddbeii- ingu, réttri öndun og ýmsu fleiru sem hjálpar þeim aó ná tökum á songröddinni. Söngsmiðja fyrir hres9a krakka: Sðtlgur, tónlist, hreyfing, leikrasn tján- ing. Námskeiðin eru aldursskipt frá fimm ára aldri og eru góður undivbúningur fyrir áframhaldandi tðnlistarnám. Börnin öólast meira sjálfstraust og einbeitingar- lntifni eykst. Einsöngur: Undirbúningsdeild: einsðngsdeild. Sveifludeildin: Söngleikjatónlist, gospel, jass og bltís. Jass/blús í vetur mun kanadíska jass/blús- söngkonan Tena Palmer kenna við skólann - frábær söngkona sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyr- ir söng sinn. Upplvsingar og innritun i síma 561 2455. fax 561 2456 og á skrifstoíu skólans, Ilverfisgotu 76, Reykjavík, alla virka daga frá Id. 11-18. ■ Keramik námskeiðin Hulduhólum, Mosfellsbæ Ný 7 vikna námskeið hefjast um mánaða- mótin sept.-okt. Byrjendur: Mánudag eða þriðjudag kl. 19.30-23.30. Framhaldsflokkur: fimmtudag kl. 19.30-23.30. Innritun í síma 566 6194 kl. 17-19. Steinunn Marteinsdóttir. vetur fyrir 5.000 krónur! Trúfríeðsla fyrir almenning. Trú sem ieitar skilnings, þroskast og styrkist. Leikmannaskóli kirkjunnar, sími 562 1500. ■I Námskeiö um Lúther og guðfræði hans 16. september - 7. október 4 kvöld x 2 tímar kt'. 2.000 Hvernig getttr guðfræði itans bjálpað mér- i ghinunni vió trúna og lífiö? Leikmannaskóli kirfcjunnar, sími 562 1500. Fjarnám með skóla- sókn að hluta ÖRLYGUR Antonsson skólastjóri Fullorðinsfræðslunnar í Reykjavík segir námsframboðið vera með svip- uðum hætti og undanfarin ár, en að auki verði einnig boðið upp á fjarnám þar sem nemendur þurfi þó að sækja skólann að hluta. Mið- ast það fyrst og fremst við þá sem hafa aðgang að alnetinu en vegna hinna er stuðst við diskettur fyrir tölvur, snældur, myndsenda, síma og bréfapóst. Allir nemendur í prófáföngum verða að sækja skólann í a.m.k. fjóra daga í mánuði að jafnaði, eða alls 16 daga á önn að frátöldum prófdögum. Auk hefðbundins fram- boðs skólans í kjarnagreinum, ásamt Norðurlandatungumálum og spænsku, býður Fullorðinsfræðslan upp á grunn í tölvuvinnslu. Órlygur segir vaxtabrodd vera í íslenskunámi fyrir nýbúa og útlend- inga, sem gerir nemendum erlendis kleift að stunda íslenskunám við skólann. Þessu til viðbótar má nefna tungumálanámskeið fyrir starfsfólk og fyrirtæki í ferðaþjónustu og við- skiptum landa á milli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.