Morgunblaðið - 03.09.1996, Síða 42

Morgunblaðið - 03.09.1996, Síða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Brynja Sigurð- ardóttir fæddist í Möðrudal á Fjöll- um 28. september 1919. Hún lést á ly- flækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Haraldsson, bóndi og síðar skrifstofumaður á Akureyri, f. 26. október 1893, d. 23. ágúst 1968, og kona hans Hróðný Sigríður Stefáns- dóttir frá Möðrudal, f. 2. des- ember 1892, d. 18. ágúst 1966. Sigurður og Hróðný bjuggu fyrst í Möðrudal en fluttu þaðan að Rangárlóni og síðar að Stuðlafossi á Jökuldal. Fjöl- skyldan fluttist til Akureyrar árið 1930. Brynja átti fjögur systkini. Þau eru: Stefán, f. 29. janúar 1918, verslunarmaður hjá KEA, hann lést í flugslysi 29. maí 1947; Valborg, f. 1. maí 1922, hún á tvær dætur og er búsett í Reykjavík; Hrefna, f. 13. júlí 1923, bankaritari í Kaupmannahöfn, ógift, hún lést 29. febrúar sl. í Kaupmanna- höfn. Haraldur, f. 21. janúar 1925, kvæntur Elísabetu Kemp Guðmundsdóttur, þau eiga fjögur börn. Arið 1946 gerðist Brynja Síðastliðna mánuði hafa skin og skúrir skipst á í stórfjölskyld- unni, heldur meira en venjulega. Fyrir aðeins fimm mánuðum lést afi minn eftir stutta sjúkdómslegu. Það var okkur mikið áfall því þrátt fyrir háan aldur var hann sann- kallaður ættarhöfðingi sem vakti yfir velferð barna sinna og ekki síst barnabarna sinna og barna þeirra. Amma og afi fylgdust ætíð vel með þjóðmálunum. En uppá- haldsumræðuefni afa voru þó æskuárin hans. Og voru frásagnir hans svo lifandi að stundum gleymdi maður sér alveg og fannst maður hafa upplifað þetta með honum þótt atburðirnir hefðu gerst löngu áður en maður fædd- ist. Ömmu fannst hins vegar mun skemmtilegra að ræða stjórnmála- ástandið og hafði hún mjög ákveðnar skoðanir á stjórnmála- mönnunum. Sumir voru í nokkru uppáhaldi hjá henni og var þá nokk sama þótt gjörðir þeirra mættu mikilli gagnrýni á stundum, hún stóð með sínum mönnum. BORGAR APÓTEK Álftamýri 1-5 GRAFARVOGS APÓTEK Hverafold 1-5 eru opin til kl. 22 "á” Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Borgar Apótek ráðskona hjá Stefáni Halldórssyni múrara- meistara, f. 21. apríl 1905. Stefán var þá ekkjumaður með tvö ung börn. Brynja og Stefán giftust síðar og gekk hún börnum hans í móðurstað og þau eignuðust saman fjórar dætur og ólu upp dótturdóttur sina. Stefán lést á heimili sínu hinn 30. mars sl. Börn hennar og fósturbörn eru: I. Magnús, læknir á Akureyri, f. 2. nóvember 1936, fyrri kona Gerður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þeirra börn eru: a) Ólafur, f. 5.11. 1962, maki Arna Arnardóttir, þau eiga þrjá syni. b) Bára, f. 3.7. 1964, maki Peter Enquist, Bára á tvo syni, þau eru búsett í Svíþjóð. c) Brynja, f. 8.7. 1971, maki Jón Blomsterberg, þau eiga tvær dætur. d) Magnús, f. 5.10. 1975, maki Hlíf ísaksdóttir. e) Stefán, f. 5.10. 1975. Síðari kona Magnúsar er Sigriður Jónsdóttir læknaritari. Hennar synir og stjúpsynir Magnúsar: a) Jón Hall- dór, f. 1.11. 1969, hann á tvö börn. b) Hjörleifur, f. 26.3. 1972, hann á einn son. II. Bára, f. 9. maí 1944, skrifstofustjóri FN á Akureyri, var gift Gunnari Tryggvasyni. Þau eiga tvo syni: a) Stefán, f. 10.7. 1969. b) Aðra lagði hún algera fæð á og áttu þeir sér ekki viðreisnar von hjá henni. Svona var hún amma mín. Eftir fráfall afa í vor tók við viðburðaríkt sumar þar sem ný barnabarnabörn bættust í hópinn, giftingar, útskrift, skírn og stóraf- mæli. Og amma mætti í hveija veisluna á fætur annarri og fann maður þá oft hversu sárt hún saknaði afa þrátt fyrir að hún hefði ekki mörg orð um það. Þeg- ar allt þetta var afstaðið og vetur- inn fram undan var sem þróttur ömmu dvínaði. í sínum stóra hópi var hún búin að koma sér upp læknum og hjúkrunarliði sem vakti yfir velferð hennar og þeirra þegar þau bæði lifðu. Og þar kom að hún lagðist inn á Fjórðungs- sjúkrahúsið. Gekk það nú ekki fortölulaust því henni fannst það hinn mesti óþarfi þrátt fyrir að hún væri mikið veik. En ekki ímyndaði maður sér að hún myndi ekki koma aftur á Eyrarveginn. Minningin um siðustu stundir okk- Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUOLEIÐIR IIÚTEL LöFTLEIHIR Tryggvi Már, f. 18.9. 1973. Dætur Bryi\ju og Stefáns eru: III. Ingibjörg, f. 21. maí 1948, símavörður, gift Smára Sigurðs- syni múrarameistara á Akur- eyri. Þau eiga þrjú börn: a) Agnes, f. 7.9. 1967, maki Þor- valdur Guðmundsson, þau eiga einn son. b) Anna Brynja, f. 20.6. 1972. c) Magnús Smári, f. 8.1. 1985. IV. Sigríður Hróðný, f. 5. maí 1953, hjúkrunarfræð- ingur, gift Tommy Asp vélfræð- ingi. Þau eru búsett í Svíþjóð og eiga tvær dætur, en Sigríður átti eina dóttur áður sem alin er upp af Brynju og Stefáni. a) Charlotta, f. 9.6. 1981. b) Sús- anna, f. 20.12. 1983. V. Hrafn- hildur, f. 4. október 1955, fóstra og kaupmaður, gift Kára I. Guðmann kaupmanni. Þau eiga tijá syni: a) Róbert, f. 17.8.1978. b) Brynjar, f. 9.5. 1983. c) ísak Kári, f. 31.1. 1992. VI. Halldóra, f. 17. febrúar 1962, skrifstofu- maður hjá Strýtu hf., gift Grími Laxdal verslunarmanni. Þeirra dóttir er Guðný Ósk, f. 22.7. 1993. VII. Gerður Olofsson, dóttir Sigríðar, f. 15. febrúar 1972, sjúkraliði, gift Daða Valdi- marssyni iðnrekstrarfræðingi. Þau eru búsett í Danmörku. Þeirra dóttir er a) Gunnhildur, f. 3.7. 1993. Aðalstarf Brynju var húsmóð- urstarfið en árið 1969 tók hún að sér hreingemingar í Tónlist- arskólanum á Akureyri. Stefán var þá við húsumsjón í skólan- um. Við Tónlistarskólann unnu þau i tæpa tvo áratugi. Utför Brynju fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. ar á Eyrarveginum eru mér mjög dýrmætar. Við vorum bara tvær, allt var svo friðsælt. Yfir kaffi og kleinum ræddum við um vandann að vera nútímakona sem vill eiga sinn starfsframa auk þess að geta verið listakokkur, frábær bakari, klæðskeri og ekki síst góð mamma. Var hún mér sammála að þetta gengi kannski ekki alveg upp og maður þyrfti aðeins að slaka á sumum kröfunum til sjálfs sín. Svona var hún amma mín. Hún var ekki aðeins amma sem alltaf var hægt að koma til í kaffi, alltaf tilbúin að spjalla og hún var líka vinkona mín. Elsku amma og afi, ég sakna ykkar sárt. Allt er svo tómlegt án ykkar á Eyrarveginum. Litla fjöl- skylda mín, Þorvaldur og Guð- mundur Smári, sakna þess einnig að fá ekki að njóta fleiri samveru- stunda með ykkur. En við munum vera dugleg að segja Guðmundi Smára litla frá ykkur og vona ég að við getum gert minninguna um ykkur eins ljóslifandi fyrir honum eins og afi gat gert af æsku sinni. Verið þið sæl. Ykkar Agnes. Elsku amma. Ekki hvarflaði það að mér, þeg- ar ég flutti til þín um sl. mánaða- mót, að sambúð okkar yrði svona stutt. Eg hélt að þú yrðir aðeins nokkra daga á spítalanum en eftir fyrsta áfallið sem þú fékkst gerði ég mér grein fyrir að ekkert yrði eins og áður, en vonaði samt að þú myndir komast heim og við ættum eftir að eiga góðan vetur fram undan eins og við höfðum spjallað svo mikið um. En veikindi þín voru meiri en við gerðum okkur grein fyrir og nú ertu komin til afa eftir aðeins fimm mánaða aðskilnað. Þetta er bara alltof stuttur tími að missa ykkur bæði, ykkur sem hafið alltaf verið fastur punktur í lífi okkar allra. Það eru ófáar næturnar og dag- arnir sem ég hef verið hjá ykkur, sérstaklega þegar við Gerður vor- um yngri og nú seinni ár eftir að Gerður fluttist að heiman var það oft sem við vinkonurnar hittumst á Eyrarveginum hjá ykkur. Eyrarvegurinn verður aldrei sá sami án ykkar en ég mun hugsa vel um hann eins lengi og ég get. Elsku amma, ég veit að nú líður þér vel hjá afa, söknuður þinn eftir honum var svo mikill. Magnús Smári saknar ykkar mikið en ég mun hjálpa honum við að geyma allar þær góðu minn- ingar sem við eigum um ykkur. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Þín Anna Brynja. Elsku amma mín. Mér finnst erfitt, aðeins þriggja ára, að skilja það að þú sért farin til Guðs, aðeins tæpum fimm mán- uðum á eftir afa. Það er skrýtið að koma með mömmu á Eyrarveg- inn og þú situr ekki á stólnum þínum. Það var alltaf svo gott að koma til þín og fá kex eða nammi úr skápnum. Og ég sem yngsta barnabarnið fékk kannski ýmis- legt að gera sem hin höfðu ekki fengið, t.d. að vera í búðaleik í suðurstofunni og skoða skart- gripaskrínið þitt. Það á eftir að verða skrýtið hjá okkur mömmu að skreppa ekki lengur í morgun- kaffi til þín og hitta ísak Kára og frænkur mínar. Það var líka gam- an þegar mamma þurfti að skreppa eitthvað og ég fékk að vera ein í heimsókn. En mamma og pabbi segja mér að afi hafi tekið vel á móti þér og ykkur líði vel núna. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku amma mín. Þín Guðný Ósk. Elsku amma, að þú sért dáin er erfitt fyrir okkur að skilja því þú varst svo fastur punktur í til- veru okkar. Það var svo gott að koma í eldhúsið til þín á Eyrarveg- inum og fá hjá þér mjólk og snúða. Þú hafðir líka alltaf tíma til að tala við okkur og alltaf gátum við fengið að vera, hvort heldur var að gista að gamni eina og eina nótt eða að vera í passi meðan mamma og pabbi voru að vinna. Þú fylgdist svo vel með okkur og hvattir okkur ef þér fannst ástæða til en lést okkur líka vita ef þú varst ekki sátt við það sem við vorum að gera. Dýrmætar eru minningarnar um jóladag hjá þér og afa þar sem öll ijolskyldan hittist og þú passað- ir að allir fengju nú örugglega nóg að borða og í hádeginu á laugar- dögum var nú gaman að koma og fá graut hjá þér. Þið afi voruð búin að eiga heima á Eyrarveginum í nær 50 ár þegar afi dó í vor og við vissum að þú saknaðir hans svo mikið en nú vitum við að þið eruð saman á ný. Elsku amma, minningin um þig mun ávallt verða okkur kær og bestu þakkir fyrir allt sem þú gerð- ir fyrir okkur. Við biðjum algóðan guð að geyma ykkur afa. Róbert, Brynjar og ísak Kári. Mig langar að minnast Brynju Sigurðardóttur, eða Innu eins og hún var kölluð á mínu heimili, sem nú er látin, tæplega 77 ára göm- ul. Fyrir tæpum fimm mánuðum fylgdum við manni hennar til graf- ar, honum Stebba frænda. Það er táknrænt að þau, sem búin voru að ganga saman lífsbrautina í nærri 50 ár, skulu hverfa á braut svo til samtímis. Það eru margar minningar sem líða um huga minn á þessum tímamótum, ég veit varla hvar ég á að bera niður. Frá því ég var 15 ára hef ég þekkt Innu og aldrei hefur borið skugga á vináttu okkar. Það voru ófáar ferð- irnar á Eyrarveginn fyrstu árin. Bolludagarnir voru góðir. í mörg ár var það venja að koma þar við eftir vinnu eða skóla og fá sér BRYNJA SIG URÐARDÓTTIR bollukaffí. Þá má ekki gleyma sunnudagsbíltúrunum sem farnir voru í þá daga. Árin liðu, ferðir á Eyrarveginn urðu kannski færri, lengra varð á milli okkar, en alltaf kom tími til að hittast. Þau Stefán eignuðust fjórar dætur, auk þess gekk Inna tveim- ur börnum Stefáns í móðurstað. Þó aldursmunur á okkur Innu væri nokkur ár fann ég aldrei fýr- ir því. Við gátum setið yfir kaffí- bolla og kökum í eldhúsinu hennar og spjallað um allt milli himins og jarðar. Ég er afar þakklát fyrir þær stundir, auðvitað hefðu þær mátt vera miklu fleiri, það sé ég nú. Elsku Inna mín, þessar fátæk- legu línur frá mér eru þakklæti fyrir vináttu þína frá því þú tókst á móti mér í eldhúsinu í Hafnar- stræti 97 þar sem ég átti að hjálpa þér. Þú varst einstaklega dugleg, allt var svo hreint og fínt hjá þér. Þakka þér allar samverustund- irnar gegnum árin og gæði þín við börnin mín. Alltaf var hægt að koma með þau í heimsókn, þó stundum væri þröng á þingi. „Þar sem hjartarúm er, þar er húsrúm.“ Við Ari og börnin okkar kveðj- um þig með hjartans þökk fyrir allt. Fjölskyldu þinni, systkinum þínum, frændfólki og vinum send- um við innilegar samúðarkveðjur og biðjum ykkur Guðs blessunar. Sigríður Halldóra. Drag nú hið blástimda, blysum leiftranda salartjald saman yfir sæng þinni, brosi boðandi, að af beði munir bráðlega hresstur í himin snúa. í kveðjuorðum okkar til Stefáns Halldórssonar, eiginmanns Brynju, í apríl sl. völdum við er- indi úr Sólsetursljóði Jónasar Hallgrímssonar. Enn er við hæfi að björt ósk úr einu af erindum þessa fagra ljóðs fylgi úr garði minningarorðum um kæra vin- og samstarfskonu. Frelsarinn gaf okkur það fyrirheit að sá sem yfir litlu væri trúr yrði yfir mikið settur. Brynja var trú yfir hinu smæsta, sýndi alúð því hversdags- legasta og bar ætíð umhyggju fyrir því nána. Þannig varð það litla mikið og hið smáa stórt i hennar umsjá. Brynja og Stefán voru ætíð samferða og samstiga öll árin sem þau höfðu með hönd- um hreingerningu og húsvörslu í Tónlistarskólanum á Akureyri þar sem við fengum notið samstarfs við þau. Þau fylgdust einnig að sína hinstu göngu því aðeins hálft ár leið á milli brottfarar þeirra úr þessum heimi. Við erum almættinu þakklát fyrir að hafa fengið notið einlægrar vináttu og hjartahlýju Brynju um áratuga skeið. Hlýtt viðmót og vinarþel um- vafði mann ætíð á heimili hennar á Eyrarvegi. Umhyggjan og kær- leikurinn sem þau Brynja og Stef- án sýndu afkomendum, vinum og venslafólki snart ljúfan streng í bijósti manns. Við vonum að í brjósti þeirra sem eiga slíka minn- ingu verði ljúfur strengur snortinn áfram og megi verða aðstandend- um Brynju til huggunar í sorginni. Við hjónin kveðjum Brynju með þakklæti og látum annað erindi úr Sólsetursljóðum verða okkar hinsu kveðju: Dreifðir þú dagstjarna dimmu nætur, glöð, af glóbreiðri götu þinni; langar, á gangi, dagstundir dýrar, ó dagstjarna. Jón Hlöðver Áskelsson og Sæbjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.