Morgunblaðið - 03.09.1996, Page 48

Morgunblaðið - 03.09.1996, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska yjves er það sém xp/'r mest Ferdinand Smáfólk Ég reyni að láta það ekki En ég get bara ekki á mig fá ... að því gert... Ég hef aldrei verið kosinn „starfsmaður mánaðarins". BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Ahugafólk um sjónvarp Frá Lindu Róbertsdóttur: ÉG VAR að velta því fyrir mér hvernig haga ætti sjónvarpsmál- um fjölskyldunnar í vetur og hvaða kostur væri fýsilegastur af þeim sem í boði eru. Fyrir skemmstu auglýsti sjónvarpsstöðin Sýn fjöld- ann allan af beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum og frumsýn- ingar á kvikmyndum. Við nánari athugun fannst fjölskyldunni þess- ar kvikmyndir kunnuglegar og þegar við fórum að rifja þetta upp saman kom í ljós að flestar þeirra mynda sem taldar voru upp í aug- lýsingunni höfðum við séð, flestar oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, á Stöð 2. Eiginmaðurinn sló á þráðinn til Stöðvar 2 og spurði hverju þetta sætti. Þar var honum sagt að Sýn hefði keypt 300 bíómyndir upp á nýtt frá er- lendum fyrirtækjum en ekki Stöð 2 og því væri um frumsýningar að ræða á Sýn, jafnvel þótt mynd- irnar hefðu verið sýndar áður á Stöð 2 eða Sjónvarpi. Sýningarréttur Oftar en ekki horfir fjölskyldan á 19:20, sem er í opinni dagskrá, og um daginn fékk landinn þær fregnir að Stöð 2 hefði gert samn- ing um einkafrumsýningarrétt á fjölda nýrra kvikmynda við sex stór kvikmyndafyrirtæki, t.d. Di- sney, Warner og fleiri sem ég kann ekki að nefna. Við vorum að líkindum ekki þau einu sem veltum því fyrir okkur hvað myndi gerast á Stöð 3. Fjölskyldan hefur horft á dagskrána þeirra endur- gjaldslaust frá því útsendingar hófust, sér til mikillar ánægju. Ég ákvað að hringja til þeirra á Stöð 3 og spyijast fyrir um dagskrár- form þeirra í vetur og hvort þessi nýi samningur Stöðvar 2 þýddi það að engar kvikmyndir yrðu á dag- skránni hjá þeim. Þar fékk ég greið svör og eitt kom mér á óvart sem fæstir hafa líklega áttað sig á. Sagt hefur verið frá því í fjöl- miðlum að í vetur muni Stöð 3 fara af stað með svokallað „pay- per-view“ og það er þannig að menn greiða aðeins fyrir þær kvik- myndir sem horft er á. Þegar ég spurði hvort ekki yrði Iítið um myndir á þessari bíórás Stöðvar 3 vegna þessara nýju samninga Stöðvar 2 sagði stúlkan mér að á því væri engin hætta. Reglan væri sú að fyrst væru kvikmyndir sýnd- ar í kvikmyndahúsum, svo kæmu þær á myndbandaleigurnar, því næst ættu „pay-per-view“ stöðv- arnar sýningarréttinn, þá áskrift- arstöðvar á borð við Stöð 2 og 3 og loks ríkisreknar sjónvarps- stöðvar. Miðað við þessar upplýs- ingar geri ég ráð fyrir að forráða- menn Stöðvar 3 hafi furðað sig á fréttaflutningi Stöðvar 2 fyrrnefnt kvöld. Mér sem neytanda er hins vegar ekki hlátur í hug því þegar upp er staðið finnst mér Stöð 2 og Sýn sífellt vera að reyna að slá ryki í augu áhorfenda og hika ekki við að nota eigin fréttastofu í þeim tilgangi. LINDA RÓBERTSDÓTTIR, Hraunbrún 4, Hafnarfirði. Glöggur lesandi hefur bent á það að þáttaheitið Mál manna var notað á málfarsþætti í Ríkisútvarpinu sl. vetur. Af þeim sök- um verður heiti þessara þátta breytt. Hvað skal segja? 2 Væri rétt að segja: Þeir litu á hvorn annan? Rétt væri: Þeir litu hvor á annan. Tveir menn litu hvor á annan. Þrír menn litu hver á annan. Tvær konur litu hvor á aðra. Þrjár konur litu hver á aðra. Tvö börn litu hvort á annað. Þijú börn litu hvert á annað. Margt fólk leit hvað á annað. Allir litu hver á annan. Rússar og Þjóðveijar réðust hvorir á aðra. Rússar, Þjóðveijar og Bretar heijuðu hveijir á aðra. í næsta þætti verður hugað frekar að notkun þessara sömu fornafna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef.ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.