Morgunblaðið - 03.09.1996, Side 49

Morgunblaðið - 03.09.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 3. SEPTEMBER 1996 49 I I I I I I I ( ( ( ( i ( ( ( i ( ( ( ( ( ( ( ( ( Tveggja flokka kerfi Frá Einari Sv. Erlingssyni: ÁHYGGJUFULLUR eldri maður skrifaði grein og bendir ungu fólki á að láta til sín taka í pólitíkinni. Vissulega þarf það eitthað að fara að gera í sínum málum, það á að erfa landið og skuldirnar. Fari sem horfir, að nokkrar Qölskyldur eignist stærstu auðlindir okkar, verður ekk- ert til að greiða með. Við þekkjum ástandið í svonefndum bananalýð- veldum, þar sem einstakar fjölskyld- ur og klíkur hafa náð eignarhaldi á auðlindum landanna og síðan stjórn- að í krafti auðs og hervalds. Nú kunna einhverjir að segja: Slíkt ger- ist aldrei hjá okkur. En Islendingar eru ekkert öðruvísi en annað fólk. Of mikill auður og völd spilla fólki og það hættir að deila kjörum með þjóðinni. Nú þegar er farið að örla á skilningsleysi hjá þeim sem hafa margföld laun meðalmannsins í þjóð- félaginu; þeir skilja ekkert í þessu voli láglaunafólksins og vilja ekkert af því vita. Ég man að ég las ein- hvern tíma grein í Morgunblaðinu þar sm talað var um Rúmeníuforset- ann fyrrverandi og konu hans. Frúin skildi ekkert í þessu fólki sem var síkvartandi undan kjörum sínum, eins og vel var að því búið, að henn- ar mati. Kannski vissi konukindin ekki betur, hún lifði í annarri veröld. Úlfúð Nú kynni einhver _að spyija: Er ekki nóg af flokkum? Ójú, ekki vant- ar það, en þá er spurningin: Vilja valdaklíkur gömlu flokkanna víkja sæti og eftirláta völdin ungu, fram- sæknu fólki? Ég held að sagan gefi okkur svarið. Best væri að hér væri tveggja flokka kerfi í sæmilegu jafnvægi. Við sem komin erum á efri ár þekkj- um úlfúð og sundurlyndi sem ein- kennir vinstri flokkana sem þykjast vera sverð og skjöldur launafólks í landinu, a.m.k. fyrir kosningar; eftir kosningar gerast þeir oft á tíðum málaliðar aflanna sem þeir þóttust standa öndverðri gegn. Alþýðuflokk- urinn hefur svo oft gerst taglhnýt- ingur þeirra, að með ólíkindum er að hann skuli enn vera til.. Þarna mætti fækka um einn flokk. Kvenna- listi mætti líka hverfa, varla flokk- ast það undir lýðræði að einungis helmingur þjóðarinnar geti átt þar athvarf. Eða hvað segðu kvennalis- takonur ef karlar stofnuðu sinn eig- in flokk sem útilokaði konur? Mér finnst næsta hlálegt að fólk gæti þurft að slaka nærhaldinu tii að skera úr um áiitamál varðandi inn- tökurétt á þessum kynskiptatímum. Þá eru þeir komnir tveir. Hlöðukálf- urinn Þjóðvaki er sem kunnugt er undanvillingur og haldinn uppdrátt- arsýki, og þar með eru þrír taldir. Alþýðubandalagið er og verður í til- vistarkreppu vegna vandræðanna við að kveða niður gömlu afturgöng- urnar, og þá eru fjórir upp taldir. Vantar lýðræðisflokk Mér virðist auðsætt að hér vanti einn öflugan lýðræðisflokk til mót- vægis við frmasóknarflokkana tvo sem tímabært virðist að gangi sam- an til sængur í einingu andans og bandi friðarins meðan þeir láta bú- smala bænda blóðmjólka þjóðina, líka eftir að hann er dauður og kom- inn í frystigeymslur, og gæta þess að auður og ættartengsl raskist ekki. Nú þegar verið er að gera upp dán- arbú íslensks lýðræðis og hverfa til gamla höfðingjaveldisins ríður þeim, sem ætla að gera tilkall til erfðahlut- ar, á að fara að rumska og standa saman, svo þeir vakni ekki upp einn góðan veðurdag arflausir. Allir vita að kvótahafar leigja og selja kvóta sem þeir eiga ekki frem- ur en fiskverkunarfólk og sjómenn. Fólkið hefur ekki einu sinni farið fram á að leigugjaldinu sé skipt milli sinna réttu eigenda, þjóðarinnar og peningarnir látnir renna í rík- issjóð, heldur hafa sjómenn einungis kvartað undan að þurfa að kaupa kvóta af útgerðarmönnum til að halda vinnunni. Það er eitthvað bog- ið við linkind af þessu tagi. Af hverju leitar fólk ekki réttar síns fyrir dóm- stólum svo .fengið sé á hreint hver á auðlindina? Er ekki þarna slökum samtökum um að kenna? EINAR SV. ERLINGSSON, Heiðarbrún 74, Hveragerði. HÖRÐUR TORFA Hausttónleikar í borgarleikhúsinu föstud. 6. sept. kl. 20.00 Ásamt Herði: Hjörtur Howser, Jens Hansson, Björgvin Gíslason, Friðrik Sturluson, Eysteinn Eysteinsson og Magnús R. Einarsson. Hljóð: Jón Skuggi Lýsing: Lárus Björnsson. Aðgöngumiðasala hafin í Borgarleikhúsinu, sími 568 8000. Væntahlegur er diskur, Kossinn. Tryggið ykkur eintak og spilið hútt. Netfang: http:/www.nyherji.is/hordur Endurkjör Bandaríkja- forseta Frá Árna Benediktssyni: NÝLEGA var frétt í útvarpi eða sjónvarpi þess efnis að Bill Clinton verði að beijast við að verða fyrsti forseti demókrata í Bandaríkjun- um í 50 ár til þess að ná endur- kjöri. Sams konar frétt birtist í Morgunblaðinu í gær. í Morgun- blaðinu í dag er þetta svo endur- tekið og tíminn lengdur í 52 ár og er haft eftir Reutersfréttastof- unni. Ekki er augljóst hvað Reuter gengur til með þessum fréttaflutn- ingi en það ætti að vera óþarfi að endurtaka þetta hér á landi, þar sem þetta er rangt, nema beitt sé útúrsnúningi. Á síðustu 52 árum hefur demó- krati setið í forsetastóli í Banda- ríkjunum í 24 ár, en repúblikani í 28 ár. Tveir sitjandi forsetar demókrata hafa verið endurkjörnir á þessu tímabili, Harry S. Truman 1948 og Lyndon B. Johnson 1964. Einn sitjandi forseti demókrata, sem sóst hefur eftir endurkjöri, hefur ekki riáð kjöri, Jimmy Cart- er 1980. Á þessu sama tímabili hafa þrír sitjandi forsetar repú- blikana náð endurkjöri, Dwight Eisenhower 1956, Richard Nixon 1972 og Ronald Reagan 1984. Tveir sitjandi forsetar repúblikana hafa sóst eftir en ekki náð endur- kjöri, Gerald Ford 1976 og George Bush 1992. Harry S. Truman og Lyndon B. Johnson voru fyrst kjörnir vara- forsetar, þ.e.a.s. þeir voru kjörnir til þess að taka við forsetaembætt- inu ef forsetinn félli frá. Þeir tóku siðan við forsetaembættinu við fráfall Franklins D. Roosewelt og Johns F. Kennedy og voru forsetar þegar þeir voru endurkjörnir. ÁRNI BENEDIKTSSON, Miðleiti 6, Reykjavík. Mfellowes. PAPPÍRSTÆTARAR Bandan'sk/þýsk gæðavara. Margar gerðir. 10 daga kynningarafsláttur. Komið og skoðið eða hafið samband. OTTO B. ARNAR ehf. Ármúla 29,108 Reykjavík, sími 588 4699. Getum bætt við söngmönnum í 2. bassa og 2. tenór. Prófaö verður inn í kórinn fimmtudaginn 5. september kl. 20 í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178. Nánari upplýsingar veita Friðrik S. Kristinsson söngstjóri í síma 564-1380 og Bjarni Reynarsson í síma 562-1362 5 s f. KARLAKÓR REYKJAVÍKUR UNNUR PALMARSDOTTIR ÞAÐ NYJASTA NYTT í DANSHEIMINUM VIÐ MINNUM A NY NAMSKEIÐ I SEM ERU AÐ HEFJAST ÞESSA DAGANA. OKKTITMARkMIt) 5889400 NYTT NAMSKEIÐ Faxafeni 12, sími 5889400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.