Morgunblaðið - 13.09.1996, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 19
Reuter
NOKKRIR sjómenn efndu til mótmæla fyrir utan japanska vega-
bréfsskrifstofu í Taipei á Tævan í gær. Köstuðu þeir að henni
úldnum fiski og brenndu japanska fánann.
Heitt í koiunum í deilunni um Diaoyu-eyjar
Vilja að Kín-
verjar sendi
herskip
Peking. Reuter.
HÓPUR þingmanna frá Hong Kong
skoraði í gær á kínversk stjómvöld
að senda herskip til að gæta um-
deildra eyja á Austur-Kínahafi en
Kína, Tævan og Japan gera tilkall'
til þeirra. Talsmaður japanska utan-
ríkisráðuneytisins hvatti hins vegar
til stillingar í deilunni.
Sex Hong Kong-búar, þar á með-
al þrír þingmenn, komu fyrir mikl-
um borða fyrir utan kínverska utan-
ríkisráðuneytið í Peking í gær og
mátti á honum lesa áskorun til kín-
versku stjórnarinnar um að sýna
Japönum fulla hörku og senda her-
skip á vettvang. Var áskorunin und-
irrituð af 17.000 manns, allt íbúum
í Hong Kong, sem hverfur aftur
undir Kína um mitt næsta ár.
Voru kínverskar
„Við eigum Dyaoyu-eujar,“ sagði
Frederick Fung, þingmaður í Hong
Kong, pn á japönsku kallast þær
Senkakus. Eyjarnar, sem eru
óbyggðar, tilheyrðu áður Kína en
eftir ósigur Kínvetja fyrir Japönum
1895 neyddust þeir til að láta þær
af hendi ásamt Tævan.
í Taipei, höfuðborg Tævans, köst-
uðu sjómenn úldnum fiski að jap-
anskri vegabréfsskrifstofu og ýmsir
stjórnmálamenn kröfðust þess, að
Japanir hættu að gera tilkall til
eyjanna.
Lengi hefur kraumað undir í þess-
ari deilu en hún biossaði upp í júlí
þegar hægrisinnuð ungliðasamtök í
Japan komu fyrir vita á eyjunum og
minnismerki um þá landa sína, sem
féllu í stríðinu. Kynti svo japanska
stjórnin enn undir henni í síðustu
viku þegar hún studdi í raun þetta
framtak með því að senda varðskip
ti! eyjanna og stugga við Tævönum,
sem ætluðu að ganga þar á land.
Talsmaður japanska utanríkis-
ráðuneytisins neitaði þó í gær, að
ríkisstjórnin og ungliðasamtökin
hefðu eitthvert samstarf í þessu
máli og hvatti stjórnir allra ríkjanna
til að sýna stillingu.
ERLENT
Reiptog sænsku stjórnarinnar og alþýðusambandsins
Persson hopar hvergi
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
REIPTOG sænska alþýðusambands-
ins og stjórnar Jafnaðarmanna kom
glögglega upp á yfirborðið á þingi
sambandsins í gær. Þótt sambandið
hafi harðlega mótmælt lagafrum-
varpi stjórnar jafnaðarmanna um
breytingar á vinnulöggjöfinni hörf-
aði Göran Persson ekki hænufet í
ræðu sinni, heldur minnti á sam-
ábyrgð sambandsins í efnahags-
kreppu landsins. Á þinginu hefur því
verið fieygt að rétt væri að draga
til baka framlag við Jafnaðarmanna-
flokkinn er nemur rúmum 200 millj-
ónum íslenskra króna á ári. Carl
Bildt formaður Hægriflokksins lét
þau ummæli falla að sú umræða
hljómaði eins og framjagið væri
mútur, sem hægt væri að hóta að
draga til baka.
Þótt ætlunin hefði verið að þingið,
sem haldið er fimmta hvert ár, vís-
aði veginn til framtíðarinnar þá hafa
átökin um vinnulöggjöfina skyggt á
grundvallarmál. Alþýðusambands-
menn hafa tekið það óstinnt upp að
stjórnin tilkynnti í síðustu viku að
náðst hefði samkomuiag við Mið-
flokkinn um nýtt vinnulöggjafar-
frumvarp án samráðs við samband-
ið. Það þykir varla tilviljun að stjórn-
in skyldi tilkynna um samkomulagið
einmitt þegar alþýðusambandsþing
var að hefjast.
Göran Persson sýndi vel að orð-
spor það sem af honum fer, að vera
harður í horn að taka, er rétt, því
hann hikaði hvergi í ræðu sinni, sem
var að mestu endurtekning margra
fyrri ræðna um efnahagsvanda Svía.
Hann hvatti alþýðusambandsmenn
til að standa með stjórninni í barátt-
unni við atvinnuleysið og sagði stjórn-
ina hafa í hyggju að beina átta millj-
örðum sænskra króna til bygginga
stúdentagarða víðs vegar um landið
til að efla atvinnu. Hann minnti á
ábyrgð sambandsins og sagði athug-
anir sýna að launamyndun væri enn
sú sama í Svíþjóð og hún hefði verið
á áttunda áratugnum.
Ræðu Perssons var þunglega tek-
ið á þinginu og Bertil Jonsson for-
seti sambandsins svaraði með til-
finningaþrunginni ræðu, þar sem
hann minnti á að sameinað sigraði
sambandið. Um vangaveitur um að
hætta fjárframlögum til flokksins
sagði Persson á blaðamannafundi í
gær að það þýddi aðeins samdrátt
í flokksstarfseminni.
Vinnulöggjöfm sænska er af
mörgum talin vera dragbítur á at-
vinnulífið og viðhalda atvinnuleys-
inu, sem nú nemur rúmum 13 pró-
sentum. OECD hefur bent á að
heppilegt væri að gera vinnulöggjöf-
ina sveigjanlegri og sama hefur
sænska vinnuveitendasambandið
gert. í nýja frumvarpinu eru ákvæði
um aukið svigrúm fyrirtækja til að
semja beint við launþega og eins að
uppsagnir bitni ekki sjálfkrafa á
þeim sem eru með stystan starfsaid-
ur. Breytingarnar draga úr vægi
alþýðusambandsins, sem ýmsir
gagnrýnendur segja ekki lengur
gæta hagsmuna allra launþega,
heldur sé það í hagsmunagæslu fyr-
ir þá sem hafi vinnu á kostnað hinna
atvinnulausu.
160x200
með náttborðum,
dýnum og kelidýnu
40 Dögg rúm
á frábæru tilboðsverði út
Septembermánuð eða á meðan birgðir endast
OPIÐ:
Mánud - föstud 9-18
Laugardaga 10-14
Gott rúm
betri heilsa
Póstsendum
um land allt
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík.
Sími: 568 1144. Fax: 588 8144.
HEFST EFTIR
4
DAGA
HEIMSVIÐBURÐUR ^
í LAUGARDALSHÖLL A'-' 'f
Alþjóðlega sjávarútvegssýningin 18.-21. sept.