Morgunblaðið - 13.09.1996, Side 23

Morgunblaðið - 13.09.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1996 23 Ráðstefna um bækur og fólk UM HELGINA verður haldin nor- ræn ráðstefna um bókmenntir og almenning, bóklestur fólks, al- menningsbókasöfn o.þ.h. Ráð- stefnan verður haldin í húsakynn- um Bændasamtakanna við Hagat- org í Reykjavík. Að ráðstefnunni standa samtök- in „Förbundet Nordisk Vuxenupp- lysning", en innan þeirra eru margvíslegir námsflokkar og nám- skeiðasamtök á Norðurlöndum, einkum á landsbyggðinni, þ. á m. Bændasamtök íslands og UMFÍ. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni má nefna Þórdísi Þorvaldsdóttur borgarbókavörð, Einar Má Guð- mundsson rithöfund og prófessor- ana Þorbjörn Broddason og Njörð P. Njarðvík. ♦ ♦ ♦----- Grænlenskt kvöld GRÆNLENSKT kvöld verður í Norræna húsinu laugardaginn 14. september kl. 20.30. Dagsráin er í tengslum við þing sem stendur yfir í Reykjavík 13.-16. september og ber yfirskrfitina „Norden, litt- eraturen och lásandet". Að dag- skránni stendur Förbundet Nor- disk Vuxenupplysning og Nor- ræna húsið. Grænlenski kennarinn og ljóð- skáldið Adam Nielsen frá Sisimiut mun kynna grænlenska menn- ingu. Dagskráin er á dönsku. All- ir eru velkomnir, aðgangur er ókeypis. -----♦--♦--♦--- Kvikmynda- sýningar MIR hefjast að nýju REGLUBUNDNAR kvikmynda- sýningar í bíósalnum á Vatnsstíg 10 hefjast aftur á sunnudag, 15. september, kl. 16. Þá verða sýndar fjórar heimildarmyndir um rússn- eska kvikmyndagerðarmenn og tónskáld; kvikmyndaleikstjórana Sergei Eisenstein (1898-1948) og Mikhaíl Romm (1910-1971) og tónskáldin Sergei Prokofief (1891- 1953) og Smitri Shostakovits (1906-1975). Fjórar af frægustu kvikmynd- um leikstjóranna verða síðan sýnd- ar í september og október, ásamt myndum tveggja annarra rúss- neskra kvikmyndaleikstjóra, þeirra Eldars Rjazanovs og Iosifs Kheifítz. Aðgangur að kvikmyndasýn- ingum er ókeypis og öllum heimill. -----♦ ♦ ♦ Sýningu Grétu lýkur í Gallerí Fold SÝNINGU Grétu - Elsu Margrét- ar Þórsdóttur í Gallerí Fold við Rauðarárstríg á vatnslitamyndum og myndum unnum með blandaðri tækni lýkur á sunnudag. Sýninguna nefnir Gréta „Got- land og önnur ævintýri“. Gréta hefur búið í Gotlandi undanfarin ár og sækir hún meðal annars í náttúru Gotlands. Á sama tíma lýkur kynningu á vatnslitaþrykkum eftir Þórdísi Jó- elsdóttir í kynningarhorni gallerís- ins. Opið er í Gallerí Fold daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-17 og sunnudaga frá kl. 14-17. Nafn Capa hreinsað HINN heimsþekkti bandaríski ljós- myndari, Robert Capa, hefur nú verið hreinsaður af ásökunum um að hafa sett á svið eina af þekkt- ustu Ijósmyndum sínum, en hún sýn- ir mann sem barðist í spænsku borgarastyrjöldinni falla. Deilt hefur verið um myndina í hálfa öld en nú hefur sagnfræðiáhugamanni, sem tók þátt í borgarastyijöldinni sem unglingur, tekist að bera kennsl á manninn á myndinni, svo og stað og stund. Capa lét lífið í Víetnam árið 1954 er hann steig á jarðsprengju. Bróðir hans, Cornell Capa, sem er 78 ára, fagnaði fréttum um að hermaðurinn hefði loks verið nafngreindur, þar sem ásakanir um að myndin væri fölsuð, hefði valdið fjölskyldunni miklum sárindum. Mario Brotons, sem var aðeins íjórtán ára er borgarastyrjöldin braust út, komst að því að maðurinn á myndinni hét Federico Borell Garca og var 24 ára verkamaður frá Alcoy. Tilkynnt var um lát hans 5. september 1936, fyrir réttum sextíu árum. Brotons er nú látinn, en hann lét eftir sig skjöl um niðurstöður sínar. Hann var mikill áhugamaður um borgarastyijöldina og er hann leitaði heimilda í sögubókum, rakst hann oftar en ekki á hina þekktu mynd Capa. Rétt eins og ljósmyndar- inn var hann við Cerro Muriano-víg- iínuna fyrstu dagana í september 1936, þegar borgarastyijöldin hafði staðið í sjö vikur. Sá eini sem féll Brotons var sannfærður um að hann gæti þekkt aftur staðinn sem myndin var tekin á, og það tókst að endingu. Þá veitti klæðnaður mannsins og vopn nokkrar upplýs- ingar en fatnaðurinn var dæmigerð- ur fyrir verkamenn. Einu mennirnir sem ekki voru atvinnuhermenn og börðust þennan dag á þessum stað, var hópur námuverkamanna frá Lin- ares, svo og um 300 menn frá Alcoy. Námuverkamennirnir höfðu aðeins sprengiefni en mennirnir frá Alcoy voru alvopnaðir, búnir beltum undir skot, sem gerð voru sérstaklega fyr- ir þá. Maðurinn á myndinni var með slíkt belti um sig miðjan og axlabönd til að styrkja það. Því hlaut hann að vera úr hópnum frá Alcoy. Og þrátt fyrir að margir hafi særst í átökum þennan septemberdag, féll aðeins einn úr hópnum frá Alcoy, Borrell Garca. Hann hafði verið einn af stofnendum ungmennahreyfingar vinstrimanna í Alcoy. Blaðamenn Observer ræddu ný- lega við Maríu, ekkju yngri bróður Federicos, en hún er nú 78 ára. Maður hennar heitinn, Everisto, fór með bróður sínum á vígvöllinn 5. september en kom einn til baka. Hann hafði ekki séð þegar bróðir hans var drepinn en honum var sagt að hann hefði baðað út handleggjun- um og fallið til jarðar, skotinn í höfuðið. Og María þekkir Federico af myndinni. Sex skáldverk frá Bjarti Skurðir og styttri leiðir BJARTUR gefur út þijú íslensk skáldverk fyrir jólin. Kviksetning er nýtt skáldverk eft- ir Braga Ólafsson sem áður hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur en heldur með Kviksetningu inn á nýjar brautir. Skurðir í rigningu er skáldverk eftir Jón Kalman Stefánsson, frum- raun hans sem prósahöfundar. Eftir Jón Kalman hafa áður komið tvær ljóðabækur. Sögusvið nýja skáld- verksins er íslenskt bændasamfélag á síðasta áratug. Silfurkrossinn er barna- og ungl- ingabók eftir Illuga Jökulsson. Sag- an segir frá systkinum sem flytja ásamt foreldrum sínum í nýreist hús í nýju hverfi í Reykjavík. Fjölskyld- unni mæta óvæntir erfiðleikar á nýjum stað. Óhuggandi Að auki gefur Bjartur út þijú þýdd skáldverk. Nýjasta skáldsaga hins víðkunna japanska höfundar Kazuo Ishiguru, sem skrifar á ensku og samdi Dreggjar dagsins, nefnist Óhuggandi í íslenskri þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur. Aðrar leiðir og styttri er safn smásagna eftir bandaríska höfund- inn Raymond Carver sem Sigfús Bjartmarsson hefur valið og þýtt. Carver, sem lést 1988 komst í sviðs- ljósið í fyrra þegar Robert Altman gerði kvikmyndina Short Cuts eftir sögum hans. Rainer Maria Rilke er eitt af höf- uðskáldum þýskrar tungu á þessari öld. Kristján Árnason hefur valið og þýtt ljóð Rilkes. „Eg laug“ Castberg safnstjóri Arken játar að hafa logið um próf sín Kaupmannahöfn. Morgnnblaðið. ANNA Castberg safnstjóri Arken játar í viðtali við danska blaðið Politi- ken í gær að hafa logið til um próf- gráður sínar. Til þessara heimsku- bragða hafí hún gripið til að fá safn- stjórastarfið, sem hún var viss um að hún myndi geta leyst vel af hendi. BA-próf í listasögu frá Kaupmanna- hafnarháskóla segist hún hafa, en enga doktorsgráðu. Mestu máli skipti reynsla hennar, sem hafi nýst henni vel og hún sé stolt yfir því verki, sem hún hafí leyst af hendi í Arken. Það eru þó ekki öll kurl komin til grafar í máli Castberg, því hún hef- ur enn ekki skýrt hvernig standi á að stofnanir, sem hún segist hafa unnið við, kannist ekki við hana. Stjórn Arken hefur nú birt bréfa- skipti sín við Castberg, þar sem kemur fram að hún var í raun rek- in, en sagði ekki upp sjálf. Ástæðan var einkum að hún fór framhjá safn- stjórninni og reyndi að semja beint við borgarstjórn bæjarfélagsins um að fá skrifstofuaðstöðu utan safnsins og ráða fleiri starfsmenn en safn- stjórnin sá ástæðu til. Þegar Cast- berg frétti af því að safnstjórnin hefði upplýst þetta sagði hún að hluti af safnstjórninni hefi alla tíð unnið gegn sér. Þegar Castberg vék úr starfi fyrir fjórum vikum fór virt dönsk lög- fræðistofa með mál hennar. Stofan birti í síðustu viku yfirlýsingu, þar sem sagt er að Castberg sé ekki lengur skjólstæðingur stofunnar. Safnstjórnin segir að ekki komi til greina að greiða henni þær 450 þúsundir danskra króna, sem hún átti að fá fyrir að láta á störfum á samningstíma, en Castberg segist vilja láta lögfræðinga athuga málið. Castberg er nú í London, þar sem hún hefur búið mest allt sitt líf. Hún á tvö stálpuð börn frá fyrra hjóna- bandi og er 48 ára. HIN heimsþekkta mynd Roberts Capa af dauðastund 24 ára verkamanns, sem féll í spænska borgarastríðinu. Fullt verö kr. 29.900 Útsöluverð kr. 17.940 Hilltopper , Fullt verð kr. 46.851 Útsöluverð kr. 32.795 30% afsláttur Sycamore Fullt verð kr. 39.900 Útsöluverð kr. 27.930 30% afsláttur Sycamore SX , Fullt verð kr. 55.950 Útsöluverð kr. 39.165 30% afsláttur $sig m Maneuver Fullt verð kr. 25.556 Útsöluverð kr. 17.889 30% afsláttur Jago sertilboð a fylqihlutum 30% afsláttur af öilum fylgihlutum s.s. brettum, dekkjum, hraðamælum, hnökkum, bögglaberum, brúsahöldurum, demparastömmum, táklemmum ofl. m & smmnrm ^Jcripshift- G.Á.PÉTURSSON ehf Faxafeni 14 • Sími 568 5580 fjallahjólabúðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.