Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íslendingar einangraðir á fundi NAFO um rækjuveiðar á Flæmska hattinum Stjórnvöld áforma að takmarka rækjuveiðar ÍSLENSK stjórnvöld stefna að því að takmarka veiðar íslenskra rækjuveiðiskipa á Flæmska hatt- inum með því að setja einhliða kvóta á veiðarnar. Kvótinn verður byggður á mati á veiðiþoli rækju- stofnsins og veiðireynslu íslenskra skipa. Með þessu móti er stefnt að því að draga úr veiðum íslenskra skipa á svæðinu frá því í ár. Ársfundur Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- stofnunarinnar, sem lauk í Pétursborg í gær, sam- þykkti að rækjuveiðum skyldi áfram stjómað með sóknarstýringu. íslendingar mótmæltu niðurstöðu ársfundarins í fyrra og beittu sér fyrir því á fund- inum nú að settur yrði heildarkvóti á veiðamar og honum skipt á milli ríkja. Að mati sjávarútvegs- ráðuneytisins tryggir sú leið best framtíð rækju- stofnsins og fjárhagslega hagkvæmni veiðanna. Horfum til langs tíma „Við munum mótmæla niðurstöðum ársfundar- ins. En á hinn bóginn stefnum við að því að setja sjálfir veiðitakmarkanir. Þær eiga að tryggja Is- landi eðlilegan og sanngjaman hlut en munu eigi að síður fela í sér verulega minni veiðar en í ár,“ segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, um niðurstöðuna. „Það er betra að tryggja áframhaldandi verð- mætasköpun á þessu svæði til langs tíma, en taka stærri hlut, hugsanlega í eitt skipti fyrir öll. Þetta gerir setningu nýrrar úthafsveiðilöggjafar enn brýnni en áður. Að því er stefnt að Alþingi sam- þykki frumvarp þar að lútandi fyrir árslok.“ Hver er staða íslendinga eftir þetta? Er ekki hægt að segja að við höfum einna helst stuðlað að ofveiði á Flæmska hattinum? „Vissulega er veiði okkar þama orðin býsna mikil, en það er á engan hátt réttmætt að segja að við eigum meiri sök á því en aðrir að of mikið er veitt af rækjunni. Við töldum bæði rétt og skylt að taka fullt tillit til ráðgjafar um takmörkun rækju- veiða á Flæmska hattinum. Ágreiningur okkar vjð aðrar NAFO-þjóðir snýst hins vegar um það hvem- ig að því beri að standa. Við höfnuðum enn á ný sóknarkerfi, sem hvorki þjónar verndarmarkmiðum nægjanlega vel né fullnægir hagkvæmnikröfum í útgerðarrekstrinum. Undir slíkar ákvarðanir getum við ekki beygt okkur,“ segir Þorsteinn. Ekki þörf á kvóta Snorri Snorrason, formaður Félags úthafsút- gerða, segist ekki telja tímabært að setja kvóta- kerfi á rækjuveiðar Íslendinga á Flæmska hattin- um. Hann sagðist ekki vera þeirrar skoðunar að rækjan á þessu veiðisvæði sé ofveidd. Hann sagð- ist byggja það mat sitt m.a. á reynslu af rækju- veiðum við íslandsstrendur. Við ísland væru ár eftir ár veidd nærri 70 þúsund tonn af rækju án þess að sjáanlegt væri að rækjustofnarnir væm í hættu. Snorri sagði að rannsóknir fiskifræðinga á rækjustofninum á Flæmska hattinum hefðu staðið í stuttan tíma og menn þekktu ekki þennan stofn til hlítar. Menn gætu að sjálfsögðu deilt um ástand stofnsins, en það væri sitt mat að ekki væri hætta á ferðum. Snorri sagði að kvóti yrði ekki settur á veiðar íslendinga á Flæmska hattinum fyrr en Alþingi væri búið að breyta lögum um úthafsveiðar íslend- inga. Hann sagðist ekki eiga von á að þingið yrði fljótt að afgreiða lögin. Unnu skemmd- arverk á leiðum TVEIR átta ára gamlir drengir voru staðnir að skemmdarverkum á leiðum í Grafarvogskirkjugarði um klukkan hálfþrjú í fyrradag, auk þess sem grunur lék á að þeir hefðu víxlað kross- um. Tilkynnt var um athæfí drengjanna til lögreglu sem stöðvaði þá við iðju sína og kallaði til foreldra þeirra. Drengirnir fengu orð í eyra fyrir háttarlag sitt, en ekki þótti ástæða til frekari að- gerða vegna þessa. Að sögn lögreglu er talið að um fávisku æskunnar hafí verið að ræða, fremur en ein- dregna skemmdarfýsn og virðingarleysi fyrir ró hinna látnu. Morgunblaðið/RAX Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands Athuga þarf afnota- réttinn að auðlindinni Heimdallur Elsa B. Valsdóttir formaður SJÁLFKJÖRIÐ var til embættis formanns og í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á að- alfundi þess sem haldinn var í gærkvöldi. Elsa Björk Valsdóttir, Jæknanemi og varaformaður félagsins und- anfarið ár, var kjörin formaður og er hún fyrsta konan til að gegna þessu embætti. Glúmur Jón Björnsson, fráfarandi formaður, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Elsa sagði að hún væri þakklát fyrir það traust, sem félagsmenn sýndu henni. „Ég hef starfað innan Heimdallar í nokkur ár og var ein- dregið hvött til þess að gefa kost á mér sem formaður þegar ljóst var að Glúmur ætlaði að hætta. Ég ákvað að slá til og hlakka til að starfa með því fóiki, Sem valdist með mér í stjórnina. Fyrir mig hef- ur starfíð í Heimdalli verið bæði skemmtilegt og lærdómsríkt og ég mun gera mitt besta til að tryggja að svo verði áfram." Auk Elsu voru eftirtalin kjörin í stjórn: Arnar Þór Ragnarsson hag- fræðingur, Bjarni Þórður Bjarnason verkfræðingur, Halldór Skúlason rannsóknamaður, Orri Hauksson verkfræðingur, Páll Eiríksson laga- nemi, Sigríður Á. Andersen, laga- nemi, Sigurður Kári Kristjánsson laganemi, Soffía Kr. Þórðardóttir háskólanemi, Vala Ingimarsdóttir stjórnmáláfræðinemi, Viggó Örn Jónsson hagfræðinemi og Þorsteinn Arnalds verkfræðingur. ÞÓR Jósefsson, 23ja ára gamall Reykvíkingur, var valinn Herra Is- land, en keppt var á Hótel íslandi í gærkvöldi. Keppendur voru 20 talsins og komu þeir alls staðar af landinu. Mikill fjöldi fólks fylgdist með Fjallsafn niður af afrétti HRAUSTIR fjallmenn Hruna- manna hafa eflaust andað léttar við að sjá safnið renna niður af Hrunamannaafrétti sl. miðviku- dag. Þoka hafði gert fjallmönnum erfitt fyrir og hætt er við að illa hafi smalast í fyrstu umferð. Fjall- safn Hrunamanna er á bilinu 7-8.000 fjár. Lengst eru fjallmenn viku á fjalli og er farið inn að Hofsjökli og inn fyrir Kerlingar- fjöll. Réttað var í Hrunarétt í gær. keppninni og hún var í beinni út- sendingu á Stöð 3. Þór er 1,83 cm á hæð og starfar sem rekstarstjóri hjá Pizzahöllinni. Hann mun taka þátt í keppninni Herra Evrópa í Kaupmannahöfn í haust. BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að íslenskt þjóðfélag þurfí í fullri alvöru að spyija sig að því hvort afnotaréttur að fískveiðiauðlindinni sé í höndum réttra manna ef þeim takist ekki að gera verðmæti úr þess- ari mestu auðlind þjóðarinnar, ef mannauðurinn sé undanskilinn. Arn- ar Sigurmundsson, formaður Sam- taka fiskvinnslustöðva, sagði á aðal- fundi samtakanna í gær að ekkert svigrúm væri til kauphækkana þar sem fískvinnslan væri rekin með miklu tapi. Bjöm Grétar sagði að þessi kaup- hækkunarumræða hjá formanni Sam- taka fískvinnslustöðva væri hefð- bundin og væri haldin án undantekn- inga þegar gerð nýrra kjarasamninga væri framundan. Þá hæfíst söngurinn um að ekkert svigrúm væri til kaup- hækkana. Á það mætti benda að á undanfömum árum hefði fískvinnslan eins og annar atvinnurekstur í landinu fengið verulegan tíma til þess að að- laga sig að breytingum og ef það hefði ekki komið að neinu gagni hlyti þjóðin að fara að spyija sig að því í fullri alvöru hvort ekki þyrfti að end- urskoða afnotarétt þessara manna að fískveiðiauðlindinni úr því þeim tækist ekki að gera meira verðmæti úr henni. Bjöm Grétar sagði að samkvæmt lögum væri fiskveiðiauðlindin sam- eign þjóðarinnar. Þessir menn hefðu einungis afnotarétt að henni og þjóð- in þyrfti að fylgjast vel með því hvort þeir gerðu það besta úr henni. Sjálfur spyrði hann sig oftar og oftar þessar- ar spurningar. Ennfremur mætti benda á að þau fyrirtæki sem væra í útflutningi á fiski á markaði erlend- is og flutningi á honum þangað græddu öll saman á tá og fíngri. Þá væra þessir menn að kaupá kvóta hver af öðrum fyrir hundrað milljóna króna á hveiju ári, auk þess sem á þessum aðalfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva hefðu verið handhafar 70-80% af fískveiðikvóta landsmanna. Bestu fyrirtækin með hagnað Á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðva í gær sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, að hallarekstri í sjávarútvegi verði ekki breytt í aukna einkaneyslu. Það sé svo annað mál að best reknu fyrirtækin í sjávar- útvegi séu rekin með góðum hagnaði og eðlilega setji menn fram kröfur um að afkoma þeirra ráði launaþróun- inni. „En þá verða menn um leið að sætta sig við að ekki er hægt að tryggja rekstur þeirra fyrirtækja sem verst standa. Þetta era einföld sann- indi sem samningamenn atvinnurek- enda og launþega standa frammi fyr- ir á komandi mánuðum.“ Þór Jósefsson var valinn Herra Island i ) \ i i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.