Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 35 jafnt í starfí sem leik. Aldrei lást þú á skoðunum þínum og vildir að aðrir gerðu slíkt hið sama. Alltaf vissi maður að það sem þú sagðir kom beint frá hjartanu, einlægni og trúverðugleiki voru þér í blóð borin. Það var eins og þú vissir þinn vitjunartíma. Þú talaðir um það síð- astliðið vor að þig langaði að gera tvennt áður en þú færir yfir móð- una miklu, fara akandi yfír Kjöl og að heimsækja Dagbjart vin þinn í Svefneyjar á Breiðafírði, þú fram- kvæmdir það líkt og allt annað er þú ætlaðir þér. Við viljum þakka þér allar þær ferðir sem við fórum saman til sjós og lands. Ferðir sem oftast voru ógleymanlegar. Þar varst þú jafnan hrókur alls fagnaðar. Minningin um þig mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Elsku amma Sigga. Megi Guð vera með þér og gefa þér styrk. Agnes, Karl og Ásgeir. Afí, Jóakim Pálsson frá Hnífsdal, er farinn, farinn tíl móts við sína. Það kemur kökkur í hálsinn þegar við systkinin setjumst niður með penna og blað og riíjum upp minn- ingar um afa okkar, Jóakim Pálsson. Afí var maður sem við og eflaust fleiri bárum mikla virðingu fyrir. Hann var hreinskiptinn, heiðarlegur og talaði tæpitungulaust um menn og málefni. Afi var fylginn sér og þótti hijúfur, en við vitum að yfir- borðið var ekki það sama og það sem inni fyrir bjó. Hjarta hans var hlýtt og gott. Afí var skipstjóri lengst af ævinni og sem slíkur var hann kallinn í brúnni, fastur fyrir, ósérhlífínn og ákveðinn, en hann sagði oft: Það er bara einn sem ræður, og benti með puttanum upp í loftið, pírði svo litlu augun sín og hló. Þegar við lítum til baka erum við þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum merka manni. Af honum lærðum við margt sem mun lifa með okkur, alltaf. Við systkinin vottum öllum ætt- ingjum okkar samúð og kveðjum afa með þökk og virðingu. Guð geymi þig, elsku afi. Gabríela og Jón Kristjánsbörn. Það bar nokkuð brátt að andlát vinar míns og föðurbróður, Jóakims Pálssonar, útgerðarmanns frá Hnífsdal. Samskipti okkar Jóakims hófust á barnæskuárum mínum í heimsóknum til Eilu og Kima að Felli og síðar á Bakkaveg 4 í Hnífs- dal. Þar var alltaf glatt á hjalla, sungið og spilað en Hnífsdælingar höfðu í þá daga það sem helsta tómstundagaman á síðkvöldum að spila á spil. Það kom fyrir að þau sungfu raddað systkinin úr Pálshúsi en allt sem þau höfðu lært af ljóðum og lögum hjá Kitta kennimanni gleymdist ekki. Ég varð síðár svo heppinn að fá pláss hjá Kima á Páli Pálssyni á síld, netum og beitn- ingu. Á þeim tíma bjó ég hjá honum og Ellu og kynntist þar samheldni og umhyggju þeirra hjóna fyrir öðrum en alltaf virtust þau hafa tíma til að hugsa um mig þrátt fyrir barnahópinn sinn og gesta- ganginn á heimilinu allan daginn. Eg kynnist Kima á öðrum vettvangi síðar á okkar sameiginlega starfs- vettvangi í útgerðinni og naut ég þar liðsinnis hans og hjálpsemi frá fyrsta degi. Þegar ég lít til baka eru minningarnar svo margar sem tengjast honum Jóakim þar sem hann var ávallt potturinn og pannan í öllu sem gert var. Að fara á sjóinn á Ellunni var um tíma hans mesta yndi og fór ég nokkar ferðir með honum á Hornstrandirnar og í Jök- ulfirðina að kanna veiðisvæðin. Það voru haldin ættarmót og hist við hvert tækifæri í góðra vina hópi. Alltaf var Jóakim hrókur alls fagn- aðar að segja sögur af samferða- mönnum eða með hnyttin tilsvör og athugasemdir, skoðanir hans í pólitík fóru heldur ekki leynt og voru fáir dyggari stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins en hann. Sá eiginleiki hans að umgangast fólk og láta því líða vel í návist sinni var einstakur, örlæti hans var á öllum sviðum viðbrugðið og eru þeir ófáir sem þekkja skötusending- amar hans Kima fyrir Þorláksmess- una. Starfsferill hans var sérlega farsæll bæði sem skipstjóra og sem stjórnanda Hraðfrystihússins í Hnífsdal í hálfa öld og Miðfells og Mjölvinnslunnar um áratugaskeið. Þessi fyritæki eru í dag einhver fjár- sterkustu fyrirtæki á sínu sviði á öllu landinu og er óhætt að segja að allar fjárfestingar og ákvarðanir hans í rekstri fyrirtækja sinna hafi verið einstaklega vel tímasettar og ábatasamar. Jóakim gerði alltaf lít- ið úr því sem hann kunni en eitt er víst að fáir á þessu landi hafa markað dýpri spor í útgerðar- og fiskvinnslusögu þessa lands síðustu 50 árin en Jóakim Pálsson. Fráfall Gabríellu langt fyrir aldur fram varð Jóakim mjög þungbært enda þau afskaplega samrýnd. Jóakim hitti konu sem hefur staðið honum við hlið eftir það, Sigríði Sigurgeirs- dóttur. Hefur hún á allan hátt reynst honum mjög tryggur föru- nautur og þau bæði verið fjölskyldu minni sérstaklega umhyggjusöm og verður það seint þakkað. Að leiðar- lokum vil ég þakka þér, Jóakim, samfylgdina, ég lít á það sem mik- il forréttindi að hafa átt þess kost að kynnast þér og eiga samskipti við annan eins mannkostamann. Ég og fjölskylda mín vottum þér Sigga mín, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfr ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Kristján Pálsson. Mig langar að minnast stuttlega Jóakims Pálssonar sem í dag verður til moldar borinn í Hnífsdal og stað- urinn þar verður aldrei samur á eftir, að minnsta kosti ekki fyrir mér. Jóakim var giftur henni Éllu frænku, föðursystur minni, og það voru ekki bara sterk systkinabönd sem tengdu fjölskyldumar tvær yfir Breiðadalsheiðina, því Jóakim og pabbi voru líka góðir vinir og félagar. Það var eins og ferskur kaldi blandaður hlýrri golu færi um húsið þegar Jóakim og Ella voru komin í heimsókn. Hún með sína blíðu og þægilega viðmót sem var og er einkenni allra hennar systk- ina, og hann með sinn sérstaka raddstyrk og ákveðni, sem maður hálf hræddist sem barn í fyrstu, en lærði fljótt að þó yfirborðið væri hijúft, var hann göfugmenni innra, gæddur þeim góða eiginleika að vera alltaf hreinn og beinn í fram- komu og gjörsneyddur allri tilgerð. Aldrei verður sagt um Jóakim að hann hafi skort ákveðni í sam- skiptum við aðra, en ákveðnastur var hann þó örugglega við sjálfan sig, og víst er að í gegnum tíðina hefur hann fengið menn til að taka skrefin afturábak og margir af- greitt hann sem frekan ef þeir þekktu hann ekki því betur. Útgerð og fiskvinnsla hafa verið hans vett- vangur í gegnum lífshlaupið og veit ég að þar ruddi hann sér og öðrum braut með elju og ákveðni án þess að láta mikið á sér bera með harmagrát þegar á móti blés, en aðrir munu sjálfsagt verða til að greina betur frá atorkusemi hans á þeim vettvangi en ég. Það var ekki ónýtt fyrir ungling í skóla að eiga hann að og fá pláss á bátnum hans í tvö sumur og mega svo nefna nafnið hans þegar leitað var að skipsplássi eða vinnu siðar. Eftir að foreldrar mínir fluttu í Kópavoginn þá kom Jóakim ekki svo suður að hann gæfí sér ekki tíma frá útgerðarreddingum og amstri til að heilsa upp á vini sína. Eitt sinn þegar hann var í heim- sókn, fljótlega eftir að við fluttum suður, þá man ég eftir að hafa sýnt honum ávísun upp á dágóða upp- hæð frá útgerð hans, stílaða á Póst og síma til kaupa á sparimerkjum sem ég hafði ekki leyst út og bar mig eitthvað aumlega með, blankur skólamaðurinn. Hann hafði fá orð um en bara tók af mér ávísunina, braut hana saman og stakk í vas- ann, skrifaði aðra bankatæka upp á sömu upphæð og rétti mér með þeim orðum að ekki gengi að vera blankur í höfuðborginni. í annarri heimsókn hans til okkar man ég eftir að hafa verið að reykja nýlega pípu og með eitthvað sérstakt tóbak sem honum fannst ilma vel þó hann reykti þá ekki sjálfur að mig minnir og hann vildi endilega fá að prófa, tók við pípunni og tóbakinu, tróð og kveikti í, og púaði stóra mekki um stofuna milli þess sem hann hafði uppi sterk lýsingarorð til að lýsa ágæti tóbaksins. Svona var þessi maður alltaf hreinn og beinn, sýndi mér alltaf virðingu og áhuga og þannig mann var gott að þekkja og umgangast. Nú er Jóakim Pálsson farinn til feðra sinna og þá til hennar Ellu líka og ekki verður þá mágur hans og vinur þar langt undan. Eg votta eftirlifandi sambýliskonu hans, börnum og öllum aðstandendum samúð mína. Einar Jóhannes Einarsson. Jóakim Pálsson er fallinn í valinn. Jóakim var einn af burðarásum byggðarlags síns. Á unga aldri sýndi hann áræði og framtak þegar hann stofnaði til atvinnurekstrar. Á löngum starfsferli var hann jafnan forystumaður í atvinnulífi heima- byggðarinnar. Undir forystu hans döfnuðu fyrirtæki Hnífsdælinga og urðu landsfræg fyrir áreiðanleika og skilvísi enda var Jóakim fram- sýnn stjórnandi og útsjónarsamur í stóru sem smáu. Jóakim Pálsson hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og fór ekki í grafgötur með þær. Jóakim var hijúfur á ytra borði en hjartahlýr. Hann stóð fast á rétti sínum og var harðdrægur þegar honum fannst á hlut sinn gengið. Jóakim var orðheldinn, greiðvikinn og úrræðagóður. Hann lá aldrei á liði sínu, var átakamaður í alvöru- málum, en gleðimaður á góðri stund. Samferðamönnum sínum miðlaði hann af reynslu sinni og þekkingu. Samstarf og samvistir við hann var góður skóli. Um Jóa- kim Pálsson má segja eins og höf- undur Heimskringlu um Erling Skjálgsson af Sóla: „Öllum kom hann til nokkurs þroska." Tveimur dögum áður en Jóakim andaðist heimsótti ég hann á Sjúkra- húsið á ísafirði. Þrátt fyrir veikindi sín bar hann sig vel að venju. Hugur- inn var skýr og skoðanir ákveðnar sem fyrr. Líkur sjálfum sér sagðist hann vilja fá fullan bata eða fara strax. Og nú er hann farinn. Ástvinum og ættingjum Jóakims sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Friðrik Sophusson. Jóakim Pálsson setti mikinn svip á umhverfi sitt hvert sem hann fór og hvar sem hann var. Hann var svipmikill maður sem gustaði af í hvívetna, einarður í skoðunum og ófeiminn við að láta þær í ljós með sinni hljómmiklu og sterku rödd. Jóakim kaus sér snemma sjávar- útveginn að starfsvettvangi. Það virtist ofur eðlilegt í því umhverfi sem hann var sporttinn úr; sonur nafntogaðs útvegsmanns og for- manns vestur við Djúp. Dugnaður og atorka einkenndi hann alla tíð. Hann þótti harður sjósóknari og var í hópi þeirra tápmiklu skipstjóra sem reru frá Djúpi og sem mikill ljómi hefur leikið um í minning- unni. Seinna, eftir að hann kom í land og gerðist útgerðarmaður, ein- kenndust störf hans af hinu sama, dugnaði og áhuga á þeim verkum sem hann tók sér fyrir hendur. Þegar ég var að alst upp hér fyrir vestan voru þeir einatt nefnd- ir í sömu andránni Hnífsdælingarn- ir Einar Steindórsson, Ingimar Finnbjörnsson, Jóakimn og nafni hans Hjartarson. Þeir voru yissu- lega ólíkir en á milli þeirra ríkti trúnaðartraust og vinátta. Með fé- lögum sinum byggðu þeir upp myndarlegt og öflugt útgerðar- og fískvinnslufyrirtæki í Hnífsdal sem nýtur óskoraðs álits um land allt. Öll starfsemi þeirra byggðist á dugnaði, samviskusemi og miklum metnaði fyrir sitt byggðarlag. Þeim var vel ljós sú samfélagslega skylda sem menn takast á hendur um leið og þeir taka forystuna í atvinnumál- unum. Atvinnureksturinn í Hnífsdal hefur ævinlega einkennst af því. Jóakim Pálsson virtist oft sem hijúfur á yfírborðinu. Um hann mátti segja það sama og kveðið var um annan mikinn sjósóknara að líf- ið hafði meitlað svip hans og stælt kjarkinn. Hann talaði aldrei í nein- um hálfkveðnum vísum, né skildi menn eftir í vafa um hvað hann meinti. Það var ósjaldan að við ræddum saman og þá var umræðu- efnið einatt eitthvað sem sneri að atvinnumálunum ellegar stjórnmál- in. Hann hafði ákveðnar skoðanir og naut þess að láta ýmislegt flakka, jafnt í gamni sém alvöru. Af kynnunum við Jóakim vissi ég að undir hijúfu yfirborðinu var gott hjartalag. Milli hans og fjöl- skyldu minnar var mikil og góð vin- átta sem staðið hafði lengi. Hin seinni árin hafði gefist betra tóm til þess að rækta vináttusambandið ekki síst á milli þeirra Jóakims, Sigríðar og foreldra minna og veit ég að af því varð mikill ánægjuauki. Nú er fallinn í valinn einn þeirra svipmiklu útgerðarmanna sem sett hafa mark sitt á vestfirskan sjávar- útveg á undanförnum áratugum. Það er mikill sjónarsviptir að því þegar svo eftirminnileg kempa kveður. Sigríði, sambýliskonu hans, börnum hans, tengdabörnum og öðrum aðstandendum sendi ég bestu samúðarkveðjur. Einar K. Guðfinnsson. 0 Fleiri minningargreinar um Jóakim Pálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. t Móðir okkar og tengdamóðir, BERGUÓT BJÖRNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Felli, Skipholti 21, Reykjavík, varð bráðkvödd að kvöldi sl. fimmtudags, 12. september. Áslaug Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Magnús I. Jónasson, Björg Kofoed-Hansen. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUIMDUR JÓNSSON, Skipasundi 52, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu Reykjavík 12. september. Jarðaförin verður auglýst síðar. Þuríður Ingibjörg Stefánsdóttir, Þorgerður S. Guðmundsdóttir, Jón F. Steindórsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Ásmundur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAUKUR GUÐJÓNSSON, Staðarhrauni 2, Grindavík, lést hinn 12. september. Jarðarförin auglýst síðar. Árni B. Hauksson, Guðjón Hauksson, Pétur R. Hauksson, Bryndís Hauksdóttir, Guðrún Helga Pálsdóttir og barnabörn. Hólmfrfður Georgsdóttir, Þórný Harðardóttir, Dóróthea Jónsdóttir, Skúli E. Harðarsson t Ástkaer eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ARNDÍS M. ÞÓRÐARDÓTTIR, Granaskjóli 34, andaðist 12. september sl. á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Jarðarförin auglýst síðar. Baldur Sveinsson, Þórunn B. Baldursdóttir, Magnús Óskarsson, Ólafia Ingibjörg Sverrisdóttir, BaldurÖrn Magnússon. t Innilegar þakkir fyrir veitta samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR JENNÝJAR ÁSMUNDSDÓTTUR, Lokastfg 20, Reykjavík, áður til heimilis á Eyrarvegi 17, Grundarfirði, Sigurbjörg Karlsdóttir, Axel Schiöth, Vilborg Karlsdóttir, Ásmundur Karlsson, Elinborg Karlsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Lúðvík Karlsson, Gunnar Þ. Karlsson, Margrét Guðmundsdóttir, Erlendur Hálfdánarson, Lára Kr. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.