Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Chirac vill Pólverja í ESB o g NATO JACQUES Chirac, forseti Frakk- lands, ávarpaði báðar deildir pólska þingsins á fimmtudag og kvaðst vona að Pólveijar gengju í Evrópusambandið fyrir árið 2000. Var orðum hans fagnað ákaft, enda hefur innganga í ESB verið eitt af helstu markmiðum pólskra stjórnvalda. Chirac ræddi í gær við Lech Walesa, fyrrverandi forseta Pól- lands. Kvaðst Walesa hafa skorað á Chirac að sýna kjark í ákvörð- unum og tryggja Póllandi aðild að NATO. Chirac sagði á þinginu að við- ræður um aðild að ESB ættu að hefjast á næsta ári og sama ætti að gilda um inngöngu Pólverja í Atlantshafsbandalagið, sem hann styddi af heilum hug. Talsmaður framkvæmdastjórn- ar Evrópusambandsins sagði hins vegar í gær að það væri bjartsýni Keuter að nefna ártalið 2000 og ekki gæti orðið af inngöngu Póllands fyrr en í fyrsta lagi árið 2002. Pólveijar hafa verið áfram um að tryggja sjálfstæði sitt gagnvart Rússum allt frá hruni kommún- ismans 1989. Þeir leggja áherslu á að bindast Vesturlöndum og vilja að leiðtogar þeirra veiti skýr svör með dagsetningum. Frakkar hafa að mati Pólveija oft farið fullvarlega í sakirnar þegar stækkun ESB og NATO hefur borið á góma og því ríkti ánægja með orð Chiracs. Reuter UMBERTO Bossi, leiðtogi Norðursambandsins, heldur á flösku með vatni sem hann tók úr uppsprettu fljótsins Pó í gær þegar hann hóf ferð meðfram fljótinu að Adríahafi. Bossi hyggst lýsa yfir stofnun „lýðveldisins Padaniu í Feneyjum á sunnudag. Discovory A JEPPASYNING A VESTFJORÐUM Um helgina sýnum við nýju Range Rover og Discovery jeppana frá Land Rover á Bolungarvík og Isafirði. Laugardaginn 14. sept. verðum við hjá Nonna, Bolungarvík á milli kl. 13 og 18 og sunnudaginn 15. sept. verðum við á bensínstöðinni isafirði á milli kl. 13 og 18. Komið og skoðið þessar glæsilegu ensku jeppabrfreiðar sem nú eru aftur fáanlegar á Islandi. »■»1 SUDURLANDSBRAUT 14 ■ SÍMI SBB 1200 NONNI BOLUNGARVÍK ÞURf ÐARBRAUT II . SÍMI 45E 7440 Allur þorri ítala á mótí aðskilnaði Rango Rover ▼ Umberto Bossi lýst sem „pólitískum trúði44 Róm. Reuter. VIÐHORFSKÖNNUN, sem birt var á Italíu í gær, bendir til þess að mikill meirihluti Ítala sé andvígur þeirri hugmynd að stofnað verði sjálfstætt ríki í norðurhluta Ítalíu. Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, hóf í gær þriggja daga ferð frá uppsprettu Pó til Adríahafs og þar með hófst „frelsis- hátíð“ sem nær hámarki á sunnu- dag þegar hann hyggst lýsa yfir stofnun „lýðveldisins Padaníu". Hann kveðst stefna að því að lýð- veldið öðlist fullt sjálfstæði innan árs þótt viðhorfskönnunin bendi til þess að sú hugmynd njóti mjög lít- ils stuðnings. 85,6% aðspurðra sögðust andvíg aðskilnaði og aðeins 7,6% hlynnt hugmyndinni. Könnunin náði til 1.000 ítala, sem voru spurðir á fimmtudag. Samkvæmt könnuninni er naum- ur meirihluti, 52,9%, hlynntur því að Ítalía verði sambandsríki og 41,6% sögðu gagnrýni Norðursam- bandsins á núverandi stjórnarfar réttlætanlega. Flokkurinn hefur dafnað á almennri óánægju meðal íbúa norðurhéraðanna með háa skatta, skriffínnsku í Róm, meinta spillingu og glæpastarfsemi í suður- hlutanum. Norðursambandið fékk 10,6% atkvæðanna í þingkosningunum í apríl, þegar Bossi féll frá þeirri hugmynd að stofnað yrði laustengt sambandsríki á Ítalíu og tók að boða stofnun sjálfstæðs lýðveldis í norðurhéruðunum. Sakaður um hentistefnu Andstæðingar Umbertos Bossis lýsa honum sem „pólitískum trúði" og hentistefnumanni sem grípi hvert tækifæri sem gefst til að hlaupa á sig. Stuðningsmenn Bossis dýrka hann hins vegar sem frelsara og vonast til þess að honum takist að knýja fram sjálfstætt ríki iðnvæddu héraðanna í norðri. Sjálfur hefur hann líkt sér við skosku þjóðhetjuna William Wallace, sem fór fyrir Skot- um í baráttu þeirra við Englands- konung á 13. öld. Daginn áður en hann hóf ferðina frá uppsprettu Pó til sjávar kom Bossi enn einu sinni á óvart með því að reka Irene Pivetti úr flokkn- um vegna þess að hún neitar að styðja aðskilnaðarstefnu hans og vill að norðurhéruðin verði hluti af ítölsku sambandsríki. „Hver er Pivetti?" sagði Bossi aðspurður um þennan ramm- katólska kvenskörung, sem hefur lengi verið þekktasti forystumaður Norðursambandsins fyrir utan leið- togann sjálfan. Hún var forseti neðri deildar þingsins þar til í maí og hefur margoft deilt við Bossi, sem hótaði eitt sinn að „senda hana í líkkistu til Páfagarðs". Hótar aðildar- ríkjum málsókn Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJORN Evrópu- sambandsins (ESB) lýsti yfir því í gær að aðildarríki ESB yrðu dregin fyrir dómstóla ef þau settu einhliða viðskiptahindranir vegna kúariðu- málsins og brytu þannig reglur um innri markað sambandsins. Gerard Kiely, talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar lýsti yfír þessu í kjölfar þess að Frakkar tilkynntu á fímmtudag að þeir mundu banna inn- flutning varnings frá aðildarríkjum ESB nema kinda- eða kúavefír, sem hætta væri á að væru úr riðusýktum skepnum, hefðu verið fjarlægðir. Spánveijar hafa bannað innflutn- ing á kjöti og fóðri úr beinmjöli. Þjóðveijar hafa bannað innflutning á mjólkurvörum frá Bretlandi. Emb- ættismenn ESB sögðu hins vegar að Bretar, sem hafa orðið harðast úti í þessu máli og hefur verið bann- að að flytja út nautakjöt og vöru unna úr nautgripum vegna kúariðu, gætu orðið fyrstir til að fara fyrir dómstóla. Þeir hafa bannað innflutn- ing lifandi nautgripa, sem eru yfír 30 mánaða gamlir. „Við munum leitast við að ná pólitísku samkomulagi,“ sagði Kiely. „En við óttumst að það færist í vöxt að aðildarríkin grípi til einhliða að- gerða vegna kúariðu. Kiely sagði að Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórninni, hefði þegar í upp- hafi kúariðufársins varað við þeirri hættu, sem innra markaðnum gæti stafað af því máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.