Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL^SCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landhelgisgæslan Sprengdu hval á reki í loft upp SPREN G JU SERFRÆÐIN GUR Landhelgisgæslunnar stóð frammi fyrir nýstárlegu verk- efni í vikunni þegar ákveðið var að sökkva hval, sem var á reki úti fyrir Keilisnesi, með sprengingu. Ýmsum aðferðum hefur ver- ið beitt til að losna við dauða hvali sem rekur um sjóinn og valda sjófarendum hættu. Með- al annars hafa þeir verið skotn- ir, skornir og siglt á þá. Það getur tekið margar klukku- 'stundir og jafnvel sólarhringa að losna við þá á þennan hátt. Ákveðið að gera tilraun Gylfi Geirsson sprengjusér- fræðingur segir að sú hugmynd hafi verið uppi um skeið hjá Landhelgisgæslunni að sökkva hvölum með sprengingu. Þegar fréttist af einum skammt undan landi var ákveðið að gera til- raun. Fyrst var reynt að sökkva honum með riffilskotum, en án árangurs. Gylfi fór því út á hvalinn og kom fyrir sprengju- hleðslu. Varðskipið sigldi á brott í örugga fjarlægð og síð- an var sprengt. Ekki sökk hvalurinn og menn töldu að enn væru of miklar leifar af honum. Gylfi kom því annarri hleðslu fyrir og sprengdi á ný. Gylfi segir að aðferðin hafi þótt snyrtileg og fljótleg. Þó hefur enn ekki verið ákveðið hvort henni verður beitt aftur. Strútarækt í undir- búningi á Suðurlandi Selfossi. Morgunblaðid. STRÚTARÆKT er í athugun hjá Atvinnuþróunar- sjóði Suðurlands og gert er ráð fyrir að undirbún- ingsfélag verði stofnað á næstunni til að undirbúa og skipuleggja strútarækt sem atvinnugrein á Suðurlandi. „Þetta verkefni er í athugun hjá okkur og þetta virðist mjög áhugavert og fáist leyfi til innflutnings á þessum fuglum verður farið út í þetta,“ sagði Óli Rúnar Adolfsson hjá Atvinnu- þróunarsjóði Suðurlands. Hann sagði einnig að fyrstu vísbendingar bentu til að strútaræktin hentaði vel hér á landi og að hún væri arðbær. Hann sagði að byijunarfjárfesting í dýrunum væri áætluð 30 - 40 milljónir króna en hvert dýr kostar um 750 þúsund krónur. Gert er ráð fyrir innflutningi á fuglunum frá Svíþjóð á einn stað á Suðurlandi, með ráðgjöf og ströngu eftir- liti. Ræktun getur síðan farið fram á nokkrum stöðum en slátrun aftur á einum stað. Eftirsótt atvinnugrein Strútarækt á sér 150 ára sögu sem hófst í Suður-Afríku. Löng saga hreinræktunar strúta hefur gert strútaeldi að eftirsóttri og mjög arð- vænlegri atvinnugrein um allan heim. Það er hins vegar aðeins á allra síðustu árum sem ræktunin hefur borist út fyrir S-Afríku. Strútarækt hefur náð fót.festu á Norðurlöndum og í Kanada og veðurfar á ekki að vera fyrirstaða þess að rækta strútana hér á landi. Reynsla sænskra strútafram- leiðenda undanfarin tíu ár sýnir að strútar þola vel veðráttu sem svipar til veðráttunnar á Suður- landi. Þrír kynstofnar strúta eru til, svartur Afr- íkustrútur, bláháls og rauðháls. Þeir vega 125 - 190 kg og eru 1,80-2,40 m á hæð. Strútamir eru gæfar skepnur, bíta gras og eru hafðir utandyra á búgörðum innan rafmagnsgirðinga. Erlendis verpa þeir í febrúar til nóvember og eru með um 50 egg á því tímabili. Um 90% allra eggjanna klekjast út og lífslíkur unganna eru góðar. Blásið er úr þeim eggjum sem ekki klekjast út og eru þau seld sem skrautmunir. Fjaðrirnar eru notaðar í tískuvörur. Yfirleitt er einn karlfugl með hveijum tveimur kvenfuglum og dýrin gefa miklar og verð- mætar afurðir af sér en það eru kjöt, egg, fjaðr- ir og leður. Vaxandi markaður er fyrir afurðirnar á heimsmarkaði og þá einkum kjötið en hver fugl gefur af sér 50-70 kg. Kjötið er rautt með lágt fituinnihald og er kaloríu- og kólesterólsnautt. Af hveijum fugli koma 13-15 ferfet af mjúku skinni sem er notað í tískuvörur. Strútar frá Svíþjóð Samningar hafa náðst við Sænska strútarækt- unarsambandið um að útvega kynþroska strúts- pör, unga og egg, sem fæðst hafa og alist upp í Svíþjóð en Svíar hafa reynslu af að flytja út strúta m.a. til Kanada. Jafnframt er gert ráð fyrir að frá Svíþjóð komi menn með dýrunum sem munu sjá um alla þjálfun fólks sem mun annast umsjón dýranna. Strútarnir eru taldir lausir við þekkta sjúkdóma svo sem salmonellu. Hjá Atvinnuþróunarsjóði er unnið að strúta- eldisverkefninu í samráði við Búnaðarsamband Suðurlands þar sem málið er til skoðunar. Óli Rúnar Adolfsson sagði strútaeldið gott dæmi um það að ný dýrategund nýtti landið. Þetta eldi gæti gefið af sér mörg verðmæt störf. „Með strútaeldinu getum við kynnt okkur sem hreint land með hollt kjöt,“ sagði Óli Rúnar. Morgunblaðið/Sveinn Ingi Svavarsson LANDHELGISGÆSLAN greip til þess ráðs að sprengja hræið í loft upp, en fljótandi stórhveli geta verið hættuleg sjófarendum. Skemmtiferðaskip Höfnin fær 20 milljónir REYKJAVÍKURHÖFN hefur fengið 20 milljónir í tekjur af komu skemmtiferðaskipa á þessu ári, en 50 skemmtiferða- skip hafa komið í höfnina það sem af er ársins. Von er á 51. skipinu nk. mánudag. A síðasta ári komu um 21 þúsund farþegar með skemmti- ferðaskipunum sem komu til Reykjavíkur, auk um 10 þús- und áhafnarmeðlima. Ekki liggur fyrir hvað margir komu með skipunum í ár, en talið er að litlar breytingar hafi orðið milli ára. ■ Ósnortin náttúra/26 Allt að 15% tap á frystingu BOTNFISKVINNSLAN er nú rekin með 8,5% tapi að mati Þjóðhags- 'stofnunar. Verst er staðan í frystingu þar sem tapið er 12,5% af tekjum. Það svarar til þess að fiskvinnslan í landinu sé að tapa rúmum þremur milljörðum króna á ári að mati Arn- ars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva: „Þetta eru geigvænlegar tölur", segir hann. í heild er sjávarútvegurinn rekinn með 0,5% tapi, en á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 4,5%. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, að þessi nið- urstaða væri heldur verri en hann hefði átt von á. Hann sagði að tvær meginorsakir lægju að baki þessari slæmu stöðu, innlendar kostnaðar- hækkanir annars vegar og lækkandi afurðaverð hins vegar. „Þessar tölur koma mér reyndar ekki á óvart,“ segir Arnar Sigur- mundsson. „Reyndar átti ég ekki von á því að jafnmikill afkomumunur væri á milli söltunar og frystingar og er í dag. Heildarniðurstaðan er hins vegar svipuð og ég bjóst við. Hjá þeim fyrirtækjum sem vinna mikið af síld og loðnu er hallinn lík- lega eitthvað minni en hjá hinum, sem eru með hreina botnfiskvinnslu. Þar er hallinn enn meiri eða 14 til 15%. Auðvitað horfum við ekkert framhjá því, að þegar hráefniskostn- aður er kominn yfir 60% af heildar- kostnaði verður að ná fram lækkun á fiskverði. Það er hægara sagt en gert. Fiskverð er fijálst og ræðst á margan hátt, á fiskmörkuðum, í bein- um viðskiptum og hjá úrskurðar- nefnd. Þama held ég að við verðum að ná verulegri lækkun, en það tekur langan tíma,“ . ■ Athuga þarf/2 ■ Vinnslan tapar/18 ■/ '■ -1 ■ ý /.‘■-■■■■■^ ' '-!?$§í'Zí! Morgunblaðið/Árni Sæberg Blikastúlkur unnu alla leikina KVENNALIÐ Breiðabliks sigraði i öllum leikjum sinum á kcppnis- tímabilinu og hampaði öllum bi- kurum sem í boði voru. Liðið skoraði 79 mörk í 14 Ieikj- um í deildinni og fékk aðeins á sig þrjú mörk allt tímabilið og er það einsdæmi. í gær léku Blikas- stúlkur síðasta leik sinn á Islands- mótinu, sigruðu Stjörnuna 11:0. Sigrún S. Öttarsdóttir, fyrirliði liðsins, fékk afhentan íslandsbik- arinn eftir leikinn. Gullliðið / C1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.