Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 41 Bílar í mið- bænum Frá Jóni Kjartanssyni: BJARTAN sumardag í fyrra horfði ég útum gluggann á skrifstofu Leigjendasamtakanna í Alþýðu- húsinu á horni Ingólfsstrætis og Hverfisgötu. Grár fólksbíll stóð nærri gatnamótunum Hverfis- götumegin og niður Ingólfsstrætið kom maður gangandi og ætlaði greinilega yfir Hverfisgötuna, en komst ekki vegna umferðar. Svo gerist allt í senn; umferðin stöðv- ast, áðurnefndur bíll fer að hreyf- ast aftur á bak og maðurinn legg- ur íann yfir götuna. Bíllinn ók á manninn sem skall á götuna. Bíl- stjórinn stansaði og kom út og maðurinn brölti á fætur. Hann virtist ekki hafa slasast og hvor hélt sína leið eftir stuttar viðræð- ur. Bílstjórinn hélt svo áfram að bakka bílnum upp Ingólfsstrætið 9g nam staðar frammi fyrir húsi Islensku óperunnar. Þar komu 3 pelsklæddar frúr út úr húsinu og settust inn í bílinn. Þær virtust hvorki illa klæddar né fatlaðar og því vandséð hví þær gátu ekki gengið þessa tíu metra niður að horninu. I gær þurfti ég að skreppa út. Þá stóð stór flutningabíll á gang- stéttinni utan við dyrnar og aftan við hann þrír bílar einnig uppi á stéttinni. Eg varð því að smokra mér milli þeirra út á akbrautina, en þarna er ekið í báðar áttir og alltaf einhveijir að troðast. Hand- an götunnar er baklóð og skyndi- lega spýttist ein drossían út úr þessu skoti að troða sér inn í umferðina svo stúlka á ferð um stéttina varð að hörfa í ofboði. Troðarar Vegna framkvæmda var Hverfisgatan lokuð að hluta í sum- ar. Oftsinnis horfði ég á troðarana reyna við hindranirnar og sama er að segja um Ingólfsstrætið frá Hverfisgötu að Arnarhvoli vegna byggingarvinnu. Nýlega horfði ég á einn troðarann koma niður Hverfisgötu og stansa smástund við hindrun á horninu, en viti menn, hann tróðst upp á gang- stétt fram hjá hindruninni og fór að troðast norður götuna fram hjá vinnubílum og tækjum og öðrum troðurum þar til hann náði að mjaka sér að dyrum Arnarhvols. Þetta tók a.m.k. 10 mín. en hann hefði trúlega gengið þetta á þrem- ur eða ekið á 2 mín. niður Hverfis- götuna, norður Kalkofnsveg og upp Ingólfsstrætið að norðan. Hann var því greinilega ekki að flýta sér. Þetta eru nokkrar dæmi- sögur úr umferðinni í miðbænum og ailt of algengar. Mér þykir vænt um stöðumælaverðina sem standa sig vel en þeir virðast oft býsna einir í starfinu og oft heyr- ist undan þeim kvartað, eða á þá er ráðist. Ég skora á borgaryfir- völd að standa með þeim og helst að loka miðbænum fyrir troðurun- um. Ófatlað fólk getur gengið um miðbæinn við að sinna erindum sínum. JÓN KJARTANSSON frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna. -kjarni málsins! BRÉF TIL BLAÐSINS Ferðalangar í neyð Frá Regínu Heincke: Á FERÐ minni um Austurland, nánar tiltekið á milli Skriðudals og Breiðdals óku ég og vinur minn fram hjá Stefánsbúð sem _er neyðarskýli Slysavarnafélags ís- lands. Þetta var að kvöldi 13. ág- úst klukkan 21 og fyrir utan Stef- ánsbúð stóðu fjögur fjallareiðhjól. Við ákváðum að athuga hveijir væru þar á ferð og hvort þeir þyrftu á hjálp að halda. Inni í skýlinu voru fjórir Frakkar búnir að koma dóti sínu fyrir og voru að borða kvöldverð. Við spurðum þá hvert þeir væru að fara og bentum þeim á að margir erlendir ferðamenn hafi misnotað þessi neyðarskýli og að þau væru ein- ungis til að nota í neyð. Jú, þeir viðurkenndu að þeir vissu það en spurðu svo á móti hvernig ætti að túlka „neyð“. „Við erum búnir að hjóla í allan dag og eigum erfið- an dag framundan,“ sögðu þeir. Ég sagði þeim að þeir sem fjalla- reiðhjólamenn hlytu að vita til hvaða lands þeir væru að ferðast og að þeir hlytu að gera sér grein fyrir þeim aðstæðum sem hér væru. Ennfremur benti ég þeim á að veðrið væri stórfínt og að þeir þyrftu aðeins að hjóla tvo kíló- metra niðurávið til að komast í næsta dal. Þar væru græn og fal- leg tún og þar gætu þeir gist. Þeim virtist vera alveg sama og héldu áfram að borða sinn mat. Þarna sátu þeir fullfrískir, í fínu veðri, hjólin í lagi, næsti dalur tvo kílómetra niðurávið og þeir full- komlega meðvitaðir um að þetta mættu þeir ekki gera! Við sáum engin upplýsinga- skilti á erlendum tungumálum fyrir ferðamenn eins og þá og útlendingar komast greinilega upp með svona framkomu hvað eftir annað. Mig langar að vita hvort eitt- hvað er gert til að koma í veg fyrir þetta? Er ekki hægt að taka upp samvinnu við bændur í grennd við neyðarskýlin? Helst þyrfti að koma upp aðvörunar- skilti þar sem tekið er fram að misnotkun varði sektum og rukka svo þessa ferðalanga á staðnum, því ekkert er víst sárara en þegar opna þarf budduna. Ef ekkert gerist í þessu verður það kannski svo í framtíðinni að Islendingar fari að nota þessi neyðarskýli þegar þeir vilja ekki borga fyrir hótel eða bændagist- ingu! Sárt finnst mér þó að Slysa- varnafélagið þurfi sífellt að nota dýrmætan söfnunarpening í að endurnýja tæki og búnað í skýlin sem mætti nota í annað í staðinn. Veturinn er framundan og nægur tími til að taka á málinu fyrir næsta sumar! REGÍNA HEINCKE, Álftamýri 65, 108 Reykjavík. Drekakústur kr. 399,- Keramik- pottahlífar 20-50% afsláttur Friðarlilja kr. 499,- ____________ -í{()eillandi fieimiiv Kaktusar og Þykkblöðungar kr. 169,-/stk. Fíkus kr. 990,- 100 sm Begonia kr. 399,- Perluburkni kr. 299,- UTSALA Okkar árlega stór utsala er hafin. Allar pottaplöntur með 20-50% afslátt. Dæmi:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.