Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 21 Ofát ógn- ar mann- kyninu OFFITA ógnar byggðum heims, að sögn 300 breskra lækna og annarra vísinda- manna, sem tekist hafa á hendur það hlutverk að vekja menn til vitundar um hættur af völdum ofáts. Segja þeir offitu breiðast út á ógnar- hraða og vera einn alvarleg- asti heilsuvandi heimsins. Hefur fjöldi offeitra Breta tvöfaldast frá 1980 og í Bandaríkjunum munu allir íbúar landsins þjást af offitu árið 2230 að óbreyttri þróun. Helstu ástæður þess að fólk fitnar eru aukið hreyfingar- leysi, breyttar matarvenjur, umhverfisáhrif og, í nokkrum tilvikum, erfðafræðilegir þættir. Offitunni fylgir fjöldi kvilla, einnig heilablóðfall, hjartveiki, ófijósemi, liðbólg- ur, vissar tegundir krabba- meins, slitgigt og sykursýki. Landnema- virki fundið FUNDIST hafa leyfar virkis, sem fyrstu ensku landnem- arnir í Ameríku reistu. Virkið nefndu þeir Jamestown eftir leiðtoga sínum John Smith ofursta en hann öðlaðist var- anlega frægð sakir vinskapar við indíánastúlkuna Poca- hontas. Á staðnum fundust jarðneskar leifar manns á þrítugsaldri, sem látist hafði í átökum en hafði verið jarð- settur innan virkisins og graf- inn í líkkistu. Kúariðuslag afstýrt BREZKA ríkisstjórnin sam- þykkti á fimmtudag að endur- skoða vísindalegar niðurstöð- ur varðandi kúariðu í sam- vinnu við framkvæmdastjórn ESB, og forðaði þar með al- varlegum árekstri við fram- kvæmdastjórnina og hin að- ildarríki ESB vegna fyrri áætlunar um slátrun naut- gripa í Bretlandi. Ákvörðun stjórnarinnar um að eiga samráð við framkvæmda- stjórnina batt enda á vanga- veltur það að lútandi, að Bret- ar myndu einhliða ákveða að draga úr þeim Ijölda naut- gripa, sem þeir hafa skuid- bundið sig til að lóga. Bílsprengja í gengjastríði FYRIR utan samkomuhús Vítisengla-bifhjólagengisins í Hróarskeldu sprakk á fimmtudag sprengja í bíl, sem orsakaði mikla eyðileggingu en sakaði engan, að sögn lög- reglu. Sprengjan var það öflug, að rúður brotnuðu í byggingum í 150 m radíus frá henni. Þetta var önnur bíl- sprengjan, sem sprakk á síð- ustu átta dögum og nýjasta skrefið í hörðu stríði milli Vít- isengla- og Bandidos bifhjóla- gengjanna. Sex manns hafa látið lífið í stríði þessu á und- anförnum tveimur árum. ERLEIMT Páfi sagður með krabba- mein og Parkinsonsveiki JÓHANNES Páll páfi er tal- inn vera með krabbamein og Parkinsons-veiki. Róm. The Daily Telegraph. í PÁFAGARÐI er talið, að Jóhannes Páll páfi sé með krabbamein og Parkinsons-veiki að auki og starfs- menn Páfagarðs eru farnir að „bíða“ eftir eftirmanni hans. Kom þetta fram í viðtali við háttsettan en ónefndan mann innan kaþólsku kirkjunnar á fimmtudag. í löngu viðtali í ítalska dagblaðinu La Repubblica, sem hefur mikil sam- bönd í Páfagarði, segir presturinn eða prelátinn, að allt gangi sinn vanagang að öðru leyti en því, að ástandið einkennist af bið. Finnist sumum „dásamlegt“ hve páfi sýni mikið þrek í veikindum sínum en flestir kjósi að segja sem minnst og til séu þeir, sem furði sig á öllum ferðunum, sem páfi hefur lagt upp í um dagana. Eigi þeir erfitt með að koma auga á tilganginn með þeim. Allir séu þó að bíða eftir því, sem við taki. Opinberlega er ekkert að Um heilsu páfa sagði prelátinn, að opinbera afstaðan væri sú, að ekkert amaði að. Hann væri vissu- lega gamall og lúinn en annað ekki. „Okkur, sem hafa samband við læknana og við erum margir, dylst hins vegar ekki, að hann er með krabbamein og er til meðferðar við því. Ef hann reynir of mikið á sig eða ef iyfin hjálpa honum ekki í svip, þá á hann í erfíðleikum með að gera sig skiljanlegan. Þetta eru dæmigerð einkenni Parkinsons- veiki,“ sagði prelátinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.