Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ Höfuðstöðvarnar eru að Brautarholti 4 en einnig starfrækir skólinn útibú víða um land. A námskeiðum hefur Heiðar kennt allar möguleg- ar tegundir af fótafimi. Samkvæmisdansar eru hans sérsvið, bæði „standard" dansar og suðrænir dansar. Hann segist kunna svo mörg dansspor að næstu 40 ár myndu ekki duga til að kenna þau öll. „Ég er að vísu hættur að kenna diskódansana en get vel dansað þá án þess að verða mér til skammar." Undanfarið hefur hann tekið upp á þeirri nýbreytni að halda námskeið í hlustun, sem sérstaklega eru ætluð þeim sem eiga í erfiðleikum með að halda takti í dansinum. Þá er hlustað á ýmis konar tónlist og dansað í takt. Baráttumál kvenna „í dansi lærir herrann að bera virðingu fyrir dömunni og koma fram við hana sem jafningja," segir Heiðar. Hann beinir því þeim tilmælum til Kvenréttindasambands Islands að berj- ast fyrir almennu dansnámi í skólum. Hann segir dansnám einnig vera góðan undirbúning fyrir aðrar íþróttir, því lögð er mikil áhersla á nákvæmni og samhæfmgu á tíma sem t.d. fótbolti byggir einnig á. „Það fer eftir réttarstöðu konunnar í hverju landi hvernig raun eru til tvær tegundir af dönsum, keppnisdansar og almennir dansar. En það sem þú einu sinni lærir í dansi getur þú alltaf notað. Árið 1959 gaf ég til dæmis út kennslubók í cha cha cha sem enn er í fullu gildi. Reglulega breytast þó útfærslurnar, ■*'* aðallega þó hjá keppnisdönsurum en sporin eru yfirleitt þau sömu.“ Dansbann á íslandi af trúarástæðum „Áður var dans til dæmis notaður sem fórn til guðs, sem eitthvað það æðsta og besta sem menn hafa fram að bjóða. Áf yfirvöldum hefur hann stundum verið talinn hættulegur vegrga kraftsins sem hann býr yfir. Dansbann gilti á íslandi af trúarástæðum á 18. öld, samkvæmt konungsskipan. Reyndar er ég ekki viss um að búið sé að afnema þau lög. Danski konungurinn gleymdi hins vegar að bannfæra dans í Færeyjum og því eiga þeir sína gömlu dansa en við dönsum okkar eins og við höldum að þeir hafi verið.“ í lokadansinum okkar Heiðars, sagði hann að útilokað væri að hugsa sér veröldina án danslistarinnar. „Kannski mun fólk hætta að dansa rúmbu og kvikkstepp en dansinn mun aldrei liða undir lok.“ DANSPAR til margra ára Heiðar Ástvaldsson og hálfsystir hans, Guðrún Pálsdóttir. sturtu og svo heim, alsælt." Herrar sem ehki halda takti „Ég hef heyrt konur kvarta yfir að meirihluti dansherra haldi ekki takti. Skýr- ingin hlýtur að liggja í því hve fáir karlmenn hafa lært að dansa almennilega samkvæmisdansa." Diskódans veltur hins vegar ekki eins á dansfé- laganum, herrann getur því verið eins ruglaður í taktinum og honum sýnist. Hefur þú annars heyrt brandarann um heiTann sem bauð dömu upp í dans? Hún þáði dansinn en sagði svo: Byrja þú bara, ég ætla aðeins að skreppa á salernið." í Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, starfa fimm kennarar, þrjár konur og tveir karlmenn. LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 25 dansinum er háttað. í ýmsum löndum Islam er algengt að karlar dansi sér og konur sér.“ Heiðar er forseti Dansráðs fs- lands. Hann segir danskennara hafa áhyggjur af því hve fáir iæra að dansa. „Dans á fyrst og fremst að vera til gleði og ánægju. Mjög auðvelt er að læra að dansa og það geta allir dansað. Eftir að hafa horft á keppnisfólk dansa, halda hins vegar margir að það sé lífsins ómögulegt. í HAUSTTÍSKAN í HÁRI Ljósmyndir/María Guðmundsdóttir HAUSTTÍSKAN 1997. Breyta má hárgreiðslu með lítiUi fyrirhöfn. Klipp- ing og hárgreiðsla er unnin af hópi fagfólks á Salon Veh, forðunina ann aðist Jóhanna Kondrup og fyrirsæta er Ingibjörg Gunnþórsdóttir. Fjaðraðar styttur LÍNAN í hausttískunni gengur út frá léttleika þar sem persónuleikinn er ráðandi," sagði Elsa Haraldsdótt- ir, hárgreiðslumeistari á Salon Veh, um hausttískuna í hári 1997. „Hárið er klippt í ákvéðnar útlínur og síðan í styttur. Við tölum um fjaðraðar styttur, en þær auðvelda fólki að breyta hárgreiðslunni með lítilli fyr- irhöfn, eftir skapinu og tilfinningum hverju sinni. Við þekkjum það öll að skapið, tilfinningar og líðan er breytileg frá degi til dags og hárið er blásið og greitt í samræmi við það.“ Elsa sagði ennfremur að „minimal- ismi“ væri lykilorð allrar hausttísku í ár. „Allt í lágmarki og lítið er betra en mikið. Ekki sömu öfgar og áður í hárlitun. Langt og sítt eru líka ein- kunnarorð hausttískunnar og á það jafnt við um fatnað og hár,“ sagði hún. „Það er mikil breidd í litum, en enginn einn litur ráðandi heldur leit- að að því sem hæfir persónuleika hvers og eins. Þegar hár er klippt og litað er mikilvægt að tekið sé mið af starfi, lífsstíl, fatastíl og förðun hvers og eins.“ ■ ÍSLENSKIR Y ''''ÍRaG9 HVÍTA HÚSIÐ / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.