Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 39 FRETTIR HNUFUBAKUR. Hvala- og fuglaskoðun FARIÐ verður til hvala- og fuglaskoðunar sunnudaginn 15. september á vegum Fugla- verndarfélags Islands. Mæting við höfnina í Sandgerði kl. 12 á hádegi. Siglt verður um Garðssjó og eftir því sem tími gefst verður enn fremur farið utar í átt að Reykjaneshrygg (kantinum). Farið verður frá Sandgerðishöfn kl. 12. Þeir sem ekki hafa bíl til umráða mæti á bílastæði Búnaðarbakans við Hlemm kl. 11. Þar verða nokkr- ir einkabílar fyrir þá sem vilja samnýta þá með öðrum. I fréttatilkynningu segir: „í þessari ferð má búast við að sjá margar áhugaverðar teg- undir hvala. Má þar til nefna hnýðinga, mögulega leiftra, háhyrninga, hrefnur og hnúfu- baka. Utar, i átt að kantinum, verða meiri líkur á því að sjá sandreyði, langreyði og stærstu tegund sem nokkru sinni hefur þróast á jörðinni (tungan ein vegur 3 tonn, svo að eitthvað sé nefnt) en þetta er einmitt steypireyðurin. Far sjófugla stendur nú sem hæst. Gráskrofur kunna að sjást og norðan frá heimskauts- löndum gætu ískjóar og fjall- kjóar verið á sveimi og annað óvænt sem gæti borið fyrir sjónir. Ferðin er farin í samvinnu við Ferðaþjónustu Helgu Ingi- mundardóttur, sem hefur langa reynslu af hvalaskoðun. Fargjaldið er 3.000 kr. á mann, hálft gjald fyrir börn innan 12 ára og er mælst til að fólk hafi með sér nesti, skjólgóðan fatnað og sjónauka. Aætlað er að siglingin taki um eina klukkustund. Sérfróðir menn verða um borð. Tilkynna þarf þátttöku í síma Fuglaverndarfélagsins og gefa upp nafn og símanúmer á símsvarann ef enginn er við. Þá er unnt að hafa samband ef eitthvað breytist, t.d. ef veð- ur gerast válynd.“ Islenskt dagsverk ’97 Tónleikar á Ingólfstorgi ÍSLENSKT dagsverk ’97 stendur fyrir tónleikum á Ingólfstorgi í dag laugardag, milli kl. 16-19. Tón- leikarnir eru haldnir til að minna á verkefnið íslenskt dagsverk, en að því standa námsmannahreyf- ingarnar á íslandi. Grunnhugmynd að íslensku dagsverki er að skólafólk hjálpi jafnöldrum sínum í þriðja heimin- um til betra lífs með því að yfír- gefa skólastofuna í einn dag hinn 13. mars 1997 og fara út að vinna til að safna í sjóð til uppbyggingar menntunar fyrir þá sem búa við litla möguleika til náms. Þannig mætti hjálpa íbúum þróunarlanda til að hjálpa sér sjálfir. Þá er mein- ingin að bjóða íslensku skólafólki upp á fræðslu um það land sem verður styrkt en það verður að öllum líkindum Indland en Mósam- bík kemur einnig til greina. Á tónleikunum á Ingólfstorgi koma meðal annarra fram hljóm- sveitirnar Fantasía, Kjammar, Kolrassa krókríðandi, Botnleðja, Skítamórall, Gímaldin og Halog- en. -----♦ ♦ ♦-- Alþýðubandalagið í Reykjavík Undirbúningur kjarasamninga kynntur Á FUNDI sem haldinn verður í Kördæmisráði Alþýðubandalagsfé- laganna í Reykjavík mánudags- kvöldið 16. september nk. sitja fjórir forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir svörum um undir- búning kjarasamninga í breyttu starfsumhverfi. Fundurinn verður haldinn í Hótel Lind við Rauðarár- stíg og hefst þessi hluti hans um kl. 21. Þau Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, Eiríkur Jónsson, formað- ur Kennarasambands íslands og Marta Hjálmtýsdóttir, formaður BHM, flytja stutt ávörp um undir- búning kjarasamninga í breyttu starfsumhverfi. Síðan verða um- ræður þar sem frummælendur sitja fyrir svörum. Tíu fingur með Englaspil í Ævintýra- Kringlunni BRÚÐULEIKHÚSIÐ 10 fingur verður með sýninguna Englaspil í dag, laugardaginn 14. september. Sýningin hefst kl. 14.30 og er um 40 mínútur í flutningi. Miðaverð er 500 kr. og er þá barnagæsla innifalin. Krakkarnir taka virkan þátt í sýningunni og fá að aðstoða brúð- urnar á ýmsan hátt. Það er Helga Arnalds sem hefur veg og vanda af þessari sýningu en hún samdi leikritið, hannaði brúðurnar og stjórnar þeim. Ása Hlín Svavars- dóttir er leikstjóri. Ævintýra-Kringlan er barna- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er stað- sett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Sameinast um skrifstofu- húsnæði FÉLGA heilablóðfallsskaðaðra, Parkinsons-samtökin á íslandi og Samtök sykursjúkra hafa samein- ast um skrifstofuhúsnæði að Laugavegi 26, 3. hæð. Opið hús verður á skrifstofunni í tilefni þessa í dag, laugardaginn 14. september, frá kl. 14-17. Bíla- stæði og inngangur frá Grettis- götu. Kaffiveitingar. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Föðurnafn Úlfs Ragnarssonar læknis misritaðist í grein eftir Selmu Júlíusdóttur í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum. írskt kvöld á Kaffi Reykjavík - ÍRSKT kvöld verður haldið á Kaffi Reykjavík sunnudaginn 15. september kl. 21 en þetta er sam- vinnuverkefni veitingastaðarins og Samvinnuferða Landsýnar. Til landsins er komin írska þjóð- i lagahjómsveitin The Merry Ploughboys en þeir eru þekktir fyrir leik sinn á pöbbnum Fox’s sem er íslendingum á ferð í Dublin ■ að góðu kunnur. Þeir leika annað kvöld á Kaffi Reykjavík en einnig verður kynning á Guinness og Jameson. Fulltrúar frá Ferðamála- ráði Dublinar og Samvinnuferðum Landsýn og umboðsmenn SL verða á skemmtistaðnum. September- messa Kvenna- kirkjunnar SEPTEMBERMESSA Kvenna- kirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 15. september kl. ! 20.30. Umfjöllunarefni messunnar í verður hamingja haustsins. Kon- \ um er boðið að koma með upp- skeru sumarsins og leggja á messuborðið fyrir altarisgöngu. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Hallfríður Ólafsdóttir leikur á flautu. Kaffi verður í safn- aðarheimilinu eftir messu. RAÐAUGi YSINGAR FÉLAGSSTARF Sjálfstæðismenn Hafnarfirði Aðalfundir sjálfstæðisfélaganna Aðalfundir sjálfstæðisfélaganna í Hafnar- firði verða haldnir laugardaginn 21. sept- ember nk. kl. 10.00-12.00. Fundarstaðir verða sem hér segir: Vorboði í Sjálfstæðishúsinu, Fram og Þór í sam- komusölum Hauka, Flatahrauni og Stefnir á Café Royal (munið framboðsfrestinn). Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og kosn- ing fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Sameiginlegur hádegisverður Að loknum aðalfundinum verður sameiginlegur hádegisverður félag- anna á Skútunni við Hólshraun kl. 12.30 til 15.00. Tvíréttaður hádegisverður á kr. 900. Kristján Kristjánsson leikur á píanó. Ávörp flytja: Hjálmar Jónsson alþingismaður og bæjarfulltrúarnir Magnús Gunnarsson og Valgerður Sigurðardóttir. Umræðum stýr- ir Gissur Guðmundsson varabæjarfulltrúi. Haustfagnaður Sameiginlegur haustfagnaður sjálfstæðisfélaganna verður um kvöld- ið í Haukahúsinu við Flatahraun. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Aðgangur ókeypis. Húsið verður opnað með fordrykk kl. 22.00-23.00. Kristján Kristjánsson með nikkuna. Hljómsveitin Rollon leikur fyrir dansi til kl. 3.00. Dregið verður í happdrætti dagsins á miðnætti. Aðalvinningur er ferð fyrir tvo til írlands með Atlanta og Samvinnuferðum-Landsýn. , Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu miðvikudaginn 2. október næstkomandi kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Landsfundarfulltrúar Landsfundarfulltrúar sjálfstæðisfélaganna i Hafnarfirði eru minntir á hádegisverð hafnfirsku fulltrúanna á efstu hæð Húss verslunarinnar í Kringlunni laugardaginn 12. október. Stjórnir félaganna og fulltrúaráðsins. 0 ATVINNUHÚSNÆÐI Til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu atvinnu- húsnæði, sem stendur við bryggjukant í Vestmannaeyjum ásamt atvinnurekstri. Selst saman eða sitt í hvoru lagi. Húseignin er 375 fm, 2.512 rm, að hluta t;- á tveimur hæðum. í húsinu er stór þurrk- klefi og áfastir við húsið eru tveir öflugir laus- frystar. Við húsið er stórt plan með stækkun- armöguleika. Miklir möguleikar á öflugum atvinnurekstri. Upplýsingar í síma 4811511, heimasími 481 1700. SBHSS auglýsingor FÉLAGSLÍF Kaffisala Kristniboðsfélags karla verður á morgun, sunnudag, kl. 14.30-18.00. Allur ágóðinn rennur til kristni- boðsstarfsins í Konsó og Keníu. Dagsferð 14. september Kl. 10.30 Landnámsleiðin; sjó- ferðarhluti, lokaferð. Siglt með víkingaskipi inn í Leiruvog og gengið á milli Leiruvogs og Graf- arvogs. Hægt er að velja um hvort byrjað er á göngunni eða sjóferðinni. Gengið til skips frá BSI. Verö 1.500/1.700. Dagsferðir 15. september 1. Kl. 9.00 Fjallasyrpan, 9. ferð, Ok. Ekið um Þingvelli og upp á Kaldadal og þaðan gengið á fjallið. Verð 2.200/2.400. 2. Kl. 9.00 Nytjaferð, áttunda ferð. Fjallagrös. Farið verður á Lyngdalsheiði. Fararstjóri Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir. Besta veðriö til grasatinslu er létt rigningarveö- ur. Verö kr. 1.600/1.800. Brottför og miðasala í allar dagsferðir frá BSÍ. Netfang: http://www.centrum.is/utivist Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400, 897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir: Sunnudagur 15. sept. kl. 10.30: Hrómundartindur (531 m) - Ölf- usvatn. Gengiö frá Hellisheiði. Verð kr. 1.200. Kl. 13.00 Folaldadalir (í Dyrafjöll- um) - Hestvík v/Þingvallavatn. Gönguleiðin liggur um Folaldad- ali og áfram vestan Jórutinds í Hestvík. Verð kr. 1.200. Laugardagur 14. sept. kl. 9.00: Gullfoss að austan - Tungufells- dalur. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni og Mörkinni 6. Ferðafélag islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.