Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 17 VIÐSKIPTI Rætt um fjárfestingu í Kína KÍNVERSKUR fjármálamarkað- ur og fjárfestingarmöguleikar voru efst á dagskrá fundar, sem Íslensk-kínverska verslunarráðið hélt i gær. Gestur fundarins var Zhang Gujoun, viðskiptafulltrúi kínverska utanríkisviðskipta- ráðuneytisins á Norðurlöndum, og sést hann á meðfylgjandi mynd. Fræddi hann fundarmenn um kínverskt viðskiptalíf og fjall- aði m.a. um hvernig menn bæru sig að í viðskiptum og hvað bæri að varast. Gujoun mun dveljast í Kaupmannahöfn næsta árið í þeim tilgangi að aðstoða kín- versk og norræn fyrirtæki og samtök til að koma á viðskipta- samböndum sin á milli. Um þijátíu íslenskir athafna- menn sóttu fundinn og höfðu þeir margs að spyrja að sögn Stefáns S. Guðjónssonar, fram- kvæmdastjóra Íslensk-kínverska verslunarráðsins. Á fundinum voru fiskútflytjendur og heildsal- ar áberandi en þar var einnig að finna fulltrúa íslenskra hug- búnaðarframleiðenda. Þeir, sem hafa áhuga á að komast í sam- band við Gujoun er bent á að snúa sér til skrifstofu Félags ís- lenskra stórkaupmanna eða Iðn- þróunarsjóðs. Verð- hjöðnun í Frakk- landi París. Reuter. TILKYNNT var í gær að neysluverð hefði lækkað þriðja mánuðinn í röð. Lækkaði það um rúmlega 0,2% í ágúst, svip- að í júlí og um 0,1% í júní. Hafa margir stjórnmálamenn og hagfræðingar talið þetta til marks um verðhjöðnum í stað verðbólgu en aðrir hafa bent á að allt of snemmt sé að fullyrða um slíkt, þar sem sumarið sé ekki marktækur tími, þá lækki verð jafnan á matvælum. í ágúst á síðasta ári var virð- isaukaskattur hækkaður og er það talið skýra að hluta hvers vegna verðbólga á ársgrund- velli hafði lækkað um 1,6-1,7% í lok síðasta mánaðar. En fleira kemur til og telja hagfræðingar veikleikamerki í efnahag lands- ins sem kunni að gera hinum óháða franska seðlabanka mögulegt að lækka vexti. Ymsir stjórnmálamenn, þeirra á meðal Alain Madelin, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafa varað mjög við verðhjöðn- unarþrýstingi. Segir Madelin að hann kunni að verða til þess að efnahagur landsins fari úr skorðúm og að hann hafi áður varað við hinu sama, fyrir sam- dráttarskeiðið sem hófst 1993. Lágar verðbólgu- tölur þrýsta upp hlutabréfaverði GENGI breskra og þýskra hluta- bréfa náði sögulegu hámarki í gær þegar birtar voru nýjar og óvenju hagstæðar tölur yfir smásöluveltu og verðbólgu í Bandaríkjunum. Slógu þær mjög á væntingar á fjármálamörkuðum um að umtals- verð vaxtahækkun sé í aðsigi í Bandaríkjunum. Samkvæmt þessum nýju tölum jókst velta í smásöluverslun í Bandaríkjunum um 0,2% í ágúst- mánuði meðan almennt verðlag hækkaði einungis um 0,1%. Fjár- málasérfræðingar bentu á að þró- un efnahagsmála í Bandaríkjunum væri nú mjög hagstæð, þar sem saman færi góður hagvöxtur og lág verðbólga. Sú skoðun hafði verið mjög út- breidd á mörkuðum að búast mætti við vaxtahækkun í Banda- ríkjunum síðar í þessum mánuði, jafnvel um hálft prósentustig. Núna þykja meiri líkur á að vext- ir haldist óbreyttir eða hækki í mesta lagi um 0,25 prósentustig. Financial Times-hlutabréfavísi- talan í Bretlandi, sem nær til 100 stærstu fyrirtækjanna, fór í 3.970,5 stig síðdegis og hafði þá hækkað um 39,7 stig yfír daginn og 77,5 stig á einni viku. Er jafn- vel búist við að hlutabréf haldi áfram að hækka og vísitalan fari yfir 4 þúsund stig, að sögn verð- bréfamiðlara. Við lokun markaða i gær hafði IBIS DAX-vísitalan í Þýskalandi rofið 2.600-stiga múrinn og hækk- að um 26,46 stig yfir daginn. Einnig urðu hækkanir á gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Wall Street þannig að met frá 22. maí sl. slegið. Hins vegar ollu þessi nýju við- horf í vaxtamálum í Bandaríkjun- um lækkun á gengi dollars. Var gengi dollars skráð 1,5122 þýsk mörk og 110,40 jen við lokun markaða samanborið við 1,5129 mörk og 110,11 jen á fímmtudag. Á olíumarkaði hélt verð áfram að hækka vegna spennunnar á Persaflóasvæðinu. Brent-hráolían var seld á 24,11 dollara fatið og hækkaði um 24 sent yfir daginn. STAÐFESTING Á GÆÐUM! 323 Sedan Ending Samkvæmt nýlegum skýrslum þýsku skoðunarstoíunnar DEKA, sem árlega framkvæmir skoðanir og mengunarmælingar á um 7 milljónum bíla, eru bílar af MAZDA gerð í besta ástandi allra þriggja til sjö ára bíla. Þetta er enn ein staðfestingin á góðri endingu og vandaðri smíð MAZDA. IThe ISO 9001 I Certificate MAZDA er að auki fyrsti og ennþá eini japanski bifreiðaframleiðandinn, sem veitt heíur verið ISO 9001 gæðavottun, en það er æðsta viðurkenning sem framleiðandi getur hlotið. Við bjóðum nú 1997 árgerðirnar af MAZDA með nýjum innréttingum og auknum búnaði á betra verði en nokkru sinni fyrr! MAZDA 323 kostar frá kr. 1.298 þús. BÍLASALAN OPIN LAUGARDAGA 12-16 323 F 323 Coupé - Óbilandi traust! SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVÍK SÍMI 561 9550 Netfang:www.hugmot.is/mazda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.