Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREIIMAR LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 31 ) > I I > 1 P ! i I I s 3 S ) I l J 3 I : I I Jafnréttisþing - far- vegur nýrra hugmynda FRÁ UPPHAFI hafa íslendingar lagt það í vana sinn að safnast saman og ræða mál sem varða ýmist þjóðarheildina, einstaka hópa og/eða einstaklinga. Slík samkoma kallast gjarnan þing. Við endur- skoðun laga um jafnan rétt ogjafna stöðu kvenna og karla árið 1991 ákvað Alþingi að þriðja hvert ár skyldi Jafnréttisráð boða til þings um jafnrétti kvenna og karla. Það fyrsta var haldið árið 1993 og nú hefur verið ákveðið að boða til nýs jafnréttisþings föstudaginn 25. október að Grand Hótel í Reykjavík. Ný þekking - virk þátttaka Hlutverk jafnréttisþings er að vera stjórnvöldum og Jafnréttisráði til ráðgjafar og umsagnar á sviði í tilefni Jafnréttisþings, segir Stefanía Traustadóttir, kemur Anita Harrimann til landsins. jafnréttismála um leið og það á að vera vettvangur almennrar umræðu um jafnréttismál og uppspretta nýrra hugmynda. í allri undirbún- ingsvinnu fyrir þingið hafa þessi markmið verið höfð að leiðarljósi, þ.e. hvemig er hægt að opna þing- ið, fá til samstarfs nýja hópa og einstaklinga og skapa farveg fyrir nýjar hugmyndir. Hvemig er hægt að skipulegga jafnréttisþing þannig að það hafi skírskotun út fyrir hefð- bundinn hóp þeirra sem hafa verið að vinna að þessum málaflokki til þessa? Önnur þeirra leiða sem valin var er að ungu fólki var boðið að skipuleggja og bera ábyrgð á hluta þinghaldsins. Boðinu var tekið og hefur hópurinn ákveðið að fyalla um kyn-ímyndir og kyn-fyrirmyndir. Það er full ástæða til að ætla að þama verði málin rædd og krufin á nýjum og áhugaverðum nótum. Hin leiðin er að bjóða áhugasömum ein- staklingum og/eða hópum að kynna á þinginu starfsemi sína og tillögur að aðgerðum eða leiðum sem gætu leitt til meiri árangurs í baráttunni fyrir jafnrétti kvenna og karla á öll- um sviðum samfélagsins. Vegna þessa verður gert ráð fyrir því sem kalla má „Forum“ fyrir utan sjálfan þingsalinn. Þar geta einstaklingar eða fulltrúar hópa/félaga fengið aðstöðu til að kynna hugmyndir sín- ar, dreifa fræðslu- og upplýsingaefni og ræða við þingfulltrúa og aðra gesti. Það er von Jafnréttisráðs að þessi nýjung takist vel og hvetur alla sem telja sig hafa erindi á For- um að snúa sér til Skrifstofu jafn- réttismála sem allra fyrst en þar má fá nánari upplýsingar. Af öðrum viðfangsefnum þings- ins má nefna kynningu á niðurstöð- um rannsóknar sem Gallup hefur gert á viðhorfum landans til jafn- réttismála, kynningu á helstu niður- stöðum á rannsóknar karlanefndar Jafnréttisráðs á viðhorfum karla til félagslegra réttinda á vinnumark- aði, gerð verður grein fyrir fyrstu niðurstöðum rannsóknar Skrifstofu jafnréttismála og Vinnueftirlits rík- isins á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og rammasamningur ESB um foreldraorlof kynntur. Þá verður fjallað um atvinnuþátttöku kvenna og hvaða áhrif hún hefur haft á verkefni fjölskyldunnar og hvernig samfélagið hefur brugðist við þeim breytingum. 24. október 1996 Þingið er haldið í beinu framhaldi af aðgerðum fimmtudagsins 24. október. Dagurinn 24. október hefur í 21 ár verið einn af merkisdögum íslenskra kvenna en þá minnast þær kvennafrídagsins mikla. Kröfunni um sömu laun til handa konum og körlum fyrir jafnverðmæt og sam- bærileg störf var haldið hátt á lofti á Lækjartorgi þann 24. október 1975. Launajafnrétti og rétturinn til efnahagslegs sjálfstæðis hefur verið burðarásinn í jafnréttisbaráttu íslenskra kvenna og er enn. Því miður - markmiðinu hefur ekki ver- ið náð þrátt fyrir ötula kvennabar- áttu á mörgum vígstöðvum, alþjóða- samþykktir, lagasetningar og afnám kvenna-„taxta“. í tilefni dagsins og jafnréttisþingsins hefur Jafnréttis- ráð boðið hingað þekktum sænskum hagfræðingi, Anitu Harriman. Anita hefur unnið fyrir sænsku verkalýðs- hreyfinguna og býr yfir mikilli þekk- ingu á vinnumarkaðsmálum og launamálum kvenna. Hún er einn áhrifamesti hugmyndafræðingur Svía hvað varðar möguleikana sem felast í beitingu staifsmats sem leið- ar til réttlátra launa og er vel þekkt fyrir greinargóð og áhugaverð er- indi. Fyrirlestur Anitu Harriman um Verðug laun verður opinn öllum sem áhuga hafa og kynntur sérstaklega þegar nær dregur. Þá hefur Jafnréttis- ráð valið þennan dag til að veita jafnréttisvið- urkenningu þeim sem hefur sýnt það framtak í baráttunni fyrir jafn- rétti kvenna og karla að það hefur skipt máli. Þessi viðurkenning var fyrst veitt árið 1992 en síðastliðið ár var Stúd- entaráði Háskóla ís- lands veitt hún vegna framlags stúdenta til aukinnar um- ræðu um stöðu kvenna og karla. Hver verður viðurkenningahafi þessa árs mun koma í ljós 24. október. 20 ára jafnréttislög Áhugavert jafnrétt- isþing þar sem ný þekking verður kynnt og virk þátttaka er markmið - áhugaverð- ur fyrirlestur um leiðir til verðugra launa og jafnréttisviðurkenning er framlag Jafnréttis- ráðs til kröftugrar umræðu um nýjar leið- ir í jafnréttisbaráttu kvenna og karla á 20 ára afmæli íslensku jafnréttislaganna. Höfundur er félagsfræðingur á Skrifstofu jafnréttismála. Grand Cherokee er fyrirmynd annarra Jeppa - :A •>****&l r. IFOUR WHEELER 1 m i -*m;. mg ^ P • 4. I 1 ■‘4* m j z. -j ■ ■ Grand Cherokee - fullkominn farkostur Grand Cherokee sameinar á einstakan máta þægindi lúxusbíls og kraft og styrk jeppans. Ríkulegur staðalbúnaður, vandaður frágangur, gott innra rými og öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur gera Grand Cherokee að fyrirmynd annarra bifreiða. Grand Cherokee Laredo 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 4.0 185 hestöfl Grand Cherokee Limited 5.2 220 hestöfl Grand Cherokee Turbo Diesel 2.5 116 hestöfl &Jeep Búðu þig undir veturinn og festu kaup á Grand Cherokee jeppa. Jeep Grand Cherokee er framleiddur af Chrysler Corporation. Jöfur hf. er einkaumboðsaðili Chrysler á Islandi. Chrysler veitir ekki ábyrgð á þeim bifreiðum sem fluttar eru á milli landa af fyrirtækjum eða einstaklingum, öðrum en Chrysler eða einkaumboðsaöilum þess. kr. 3.780.000- kr. 4.460.000- kr. 4.650.000- kr. 3.430.000- 1 9 4 6 - 1 9 ? 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Stefanía Traustadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.