Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Heimahlynning Krabbameinsfélagsins Krabbameinsdeild Landpitalans Þið veittuð birtu og hlýju inn í baráttu mömmu minnar, ÁSGERÐAR ÞÓRU GÚSTAFSDÓTTUR. Þið eruð á réttri hillu. Inga Jóna Sturludóttir. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, SIGURFINNS KETILSSONAR frá Dyrhólum. Brynheiður Ketilsdóttir, Ingólfur Ketilsson. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU VILHJÁLMSDÓTTUR, Grænumörk 5, Selfossi, Marfa Friðþjófsdóttir, Helgi Helgason, Vilhjálmur Pálsson, Þórunn Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okk- ur samúð og hlýhug vegna fráfalls ÞÓRDÍSAR SIGURÐARDÓTTUR frá Sveinsstöðum, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Jón Heigi Einarsson, Guðbjörg Andrésdóttir, Sigriður Björk Einarsdóttir, Helga Ásdis Einarsdóttir, Þórður Björnsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall HARÐAR SÆVARS BJARNASONAR skipstjóra, og SVERRIS HALLDÓRS SIGURÐSSONAR stýrimanns, Hnifsdalsvegi 8, ísafirði. Guð blessi ykkur öll. Kolbrún Sverrisdóttir, Hörður Sævar Harðarson, Sverrir Guðmundur Harðarson, Sigrún Gunndis Harðardóttir, Bjarni Harðarson, Erla Harðardóttir, Hörður Albert Harðarson, Regína Harðardóttir, Kjartan Sævar Harðarson, Sigurveig Björg Harðardóttir, Magnúsfna Laufey Harðardóttir, Jóhann Egilsson, Gísli Rúnar Harðarson, Hulda Björk Georgsdóttir, Kristjana Birna Marthensdóttir, Simon Andreas Marthensson, Martha Lilja Marthensdóttir, Sveinsfna Björg Jónsdóttir, Sigurgeir Hrólfur Jónsson, Bjarnþór Haraldur Sverrisson, Sigrfður Inga Sverrisdóttir, Guðmundur Bjarni Sverrisson, Halldór Benedikt Sverrisson, Hafsteinn Sverrisson, Vigdfs Erlingsdóttir, Jakob Jónsson, Kristfn Kristjánsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Gfsli Samúelsson, Veigar Guðbjörnsson, Guðrún Þorkelsdóttir, Maron Pétursson, Sigurbjartur Ágúst Þorvaldsson Þórdfs Mikaelsdóttir, Árni Sigurðsson, Margrét Björgvinsdóttir, barnabörn og systkini hinna látnu. MAGNUS ÞORSTEINSSON + Magnús Þor- steinsson frá Húsavík við Borg- arfjörð eystri fædd- ist í Litluvík 17. mars 1910. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 9. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þor- steinn Magnússon frá Kjólsvík og Ingibjörg Magnús- dóttir. Arið 1931 flutti Magnús ásamt foreldrum og ellefu systkinum til Húsa- víkur eystri þar sem hann bjó til ársins 1953 að hann fluttist til Borgarfjarðar eystri. Hinn 19. ágúst 1962 kvæntist Magnús Þorbjörgu Sveinsdóttur, f. 6.6. 1910, d. 2.9. 1986. Síðustu átta ár hef- ur Magnús búið í Reykjavík hjá syst- urdóttur sinni Ingi- björgu Ósk Óla- dóttur og manni hennar Erni Karls- syni. Utför Magnúsar fer fram frá Bakkagerðiskirkju í Borgar- firði eystra í dag og hefst at- höfnin klúkkan 14. Með fáeinum orðum langar mig að skrifa um þær hugsanir sem koma upp í hugann nú þegar ég kveð Magga frænda eftir átta ára samveru. Ég vissi alltaf af Magga frænda, hann var elstur af 12 systkinum og þegar þau í sárri fátækt kaupa Húsavík gerist hann foringi fjöl- skyldunnar og frá fátæktinni tókst þeim að fá 1.400 fjár af fjalli eitt haustið. Það var sko líf og fjör í Víkinni þá. Maggi og Þorbjörg, eiginkona hans, bjuggu allan sinn búskap á Borgarfirði eystra og þar kom ég alltaf við á leiðinni frá Vopnafirði til Húsavíkur í sveitina til ömmu og afa. Þegar kona Magga dó árið 1986 fór hann að finna fyrir leið- indum í einverunni, sérstaklega í skammdeginu. Fór hann þá að koma til okkar í höfuðborgina. Fyrst í mesta skammdeginu og svo lengdist alltaf tíminn sem hann var hjá okkur og styttist tíminn fyrir austan svo að endingu seldi hann allt sitt og flutti til okkar á „möl- ina“. En hann virtist kunna því vel, hann var svo mikil félagsvera og hjá okkur var oft margt um manninn. Þessi ár sem við áttum saman hér eru mér ómetanleg. Hann vissi svo mikið, skildi allt og mundi allt sem hann hafði lesið og heyrt. Börn og unglingar hændust að honum því hann hlustaði alltaf með athygli á það sem þau höfðu að segja og lét þau finna vel fyrir því að það væri mikið til í því sem þau sögðu og gerðu. Bjarni Steinsson vinur Magga orti eitt sinn eftirfar- andi erindi um hann og lýsa þau honum vel. Hvar sem góður drengur dvelur, dæmi skapar breytni hans, eftir spor hann ávallt skilur, ógleymanleg samtíð manns. Þannig dómur mætra manna, Maggi, fellur um þig hér, að dáðin trygga dygðin sanna og drengskapurinn fylgi þér. Fast hlutverk átti Maggi við húsverkin alveg þar til hann var orðinn mjög hjartveikur. Hann þvoði alltaf leirtauið og á föstudag- seftirmiðdögum ryksugaði hann á meðan ég þurrkaði af og þá áttum við það til að fá okkur „hreingern- ingarsnafs11. Hann var mjög söng- elskur og mörg eru þau kvæðin sem við höfum lært af honum. Síðastlið- inn vetur lögðum við á ráðin, skipu- lögðum og létum okkur hlakka til sumarferðar til átthaganna. í Húsavík eigum við frændsystkin nú húsið og kirkjuna sem Maggi og hans systkin byggðu. Við höld- um þessum byggingum við og reyn- um að hittast þar hvert sumar. Við Maggi komumst austur þótt hann væri orðinn mjög veikur. I Húsavík áttum við yndislega viku með frændum og vinum. Það var mess- að í kirkjunni, veðrið var yndislegt og nokkur kvöld var Maggi það hress að við gleymdum okkur við að hlusta á frásagnir hans og nota- legt suðið í gasluktinni. Suður kom- um við aftur eftir viku sjúkrahús- legu hans í Neskaupstað og átti hann nokkra daga hér heima en jarðvist hans lauk svo eftir tveggja vikna legu á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur. Elsku Maggi, ég veit að þér líður vel núna og ert þú örugglega bytj- aður að miðla af visku þinni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frænka, Inga. Nú hefur Maggi frændi minn og vinur lokið vegferð sinni hér en síðustu mánuðina var hann mikið veikur. Hann náði því þó að líta Húsavíkina augum rétt rúmum mánuði fyrir andlát sitt. Ég kynntist Magga fyrst sem barn en þá var hann bóndi í Húsa- vík eystri. Þangað flutti hann ásamt foreldrum og systkinum árið 1931 frá Litluvík (næstu vík við Húsavík). Höfðu þeir þá fest kaup á jörðinni fjórir elstu bræðurnir þá á aldrinum 18-21 árs og var Maggi þeirra elstur, Gunnþór, Anton og faðir minn Kristinn yngstur, 18 ára, að mér telst til. Þótti þetta ævintýri þessara eignalausu drengja meira en lítið vafasamt af nágrönnum þeirra í Borgarfirði og enn óglæsilegra hefðu menn séð kreppuna upp úr 1930 fyrir. Fór þá dilkurinn úr 21 krónu í sjö krón- ur, að sögn Magga. Auk þess gerð- ist það að ofan af fjölskyldunni fauk íbúðarhúsið fyrir bakkann ásamt öllu sem í því var. Hefur það gengið kraftaverki næst að ekki varð mannskaði en sumir meidd- ust, þar á meðal Maggi. Einhverjir hefðu gefist upp við það að missa aleiguna fyrir bakkann ásamt íbúð- arhúsinu og reyndar gripahúsum einnig að hluta. Þetta var um há- vetur. Um vorið var hafist handa um byggingu á nýju húsi og um haustið flutt inn. Hér var ungt og samhent fólk að verki sem lét ekki mótlætið buga sig. En Maggi fór jafnan fyrir þeim bræðrum á meðan þeir bjuggu félagsbúinu í Húsavík. Frá Húsavík flyst Maggi ásamt unnustu sinni, Þorbjörgu Sveins- dóttur, að Bakkagerði árið 1953 þar sem þau byggðu sér snoturt hús fljótlega og bjuggu þau þar síðan. Maggi missti Þorbjörgu konu sína 1986 og upp úr því fer hann að vera hjá Ingibjörgu systurdóttur sinni og fjölskyldu á vetnim og flyst svo til þeirra Ingu og Össa 1989. Að leiðarlokum, Maggi minn, minnist ég margra ánægjulegra stunda sem við áttum saman, þá ekki síst í Breiðagerðinu þegar Inga frænka okkar settist við orgelið eða með gítarinn og varst þú gjarnan látinn ráða ferðinni í söngnum því þá náðist upp rétta hljómfallið. Við munum hugsa til þín þegar við tök- um uppáhaldslögin þín saman. Ein- hveiju sinni sungum við texta sem þú ekki kunnir en þeir voru ekki margir. Kvartaðir þú þá mikið und- an því hvað þú værir orðinn lengi að læra nýja texta, þetta hlytu að vera ellimörk, sagðir þú. Ég minn- ist einnig stundar sem við áttum hér heima hjá okkur Völu í fyrra- vetur. Þá varstu óvenju hress þótt farið væri að halla undan fæti með heilsuna. Barst þá í tal lífsbaráttan í Húsavík eins og oft áður. Og hve óhress þú varst með að saga þess- ara dreifðu byggða næst Borgar- firði skuli falla í gleymskunnar dá að ykkur gengnum, þessum síðustu ábúendum þar. Að lokum, vinur, kveðjum við þig með söknuði og þökk fyrir það sem þú gafst okkur eftirlifendun- um. Sveinn og Vala. ELSA ÞORÐARDOTTIR FIORINI-HAMIL TON + Elsa Þórðar- dóttir Fiorini- Hamilton fæddist í Reykjavík 3. febr- úar 1949. Hún lést í Southampton, Ontario, Kanada, 28. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar: Ingibjörg Elíasdóttir, sem lést um aldur fram 1976 og Þórður Teitsson. Þau fluttu til Vancouver 1957, þá með fjögur börn, Ola, Elsu, Onnu og Ingþór, og eignuðust síðan Helgu og Gunnar Þór og búa þau öll í Toronto. Elsa var tvígift. Fyrri maður hennar var Joseph Fiorini og eignuðust þau tvær dætur, El- ísu sem er 22 ára og July Ingu sem er 21 árs og búa þau í Toronto. Seinni maður Elsu var Robert Hamilton sem er búsettur í Southampton. Útför Elsu fór fram í Tor- onto 6. september. Allt frá því að ég man eftir mér var Elsa stór þáttur í lífi mínu og er mér minnisstætt þegar við vor- um litlar og í leikskóla vestur í bæ hve hún vildi passa mig vel. Enda þótt hún væri aðeins tveimur árum eldri en ég fann hún til mikillar ábyrgðar og mátti virkilega vor- kenna þeim sem ætluðu eitthvað að stugga við mér. Á hinn bóginn var mér betra að hlýða henni. Þegar ég var átta ára gömul fluttum við, amma mín og ég, til Vancouver og dvöldum við þijú ár á heimili Ingu og Dússa og öll mín uppvaxtarár flakkaði ég á milli ís- lands og Kanada og voru þau öll sem mín eigin fjölskylda. Elsa var frænka mín, upp- eldissystir, en þó fyrst og fremst besti vinur minn og þótt stundum væri langt á milli okkar var sambandið mikið og gátum við ávallt deilt með okk- ur gleði og sorg. Elsa var fyrst og fremst fjöl- skyldumanneskja sem lét sig miklu varða allt sem við kom sínu fólki, hélt sín eigin ættarmót og hafði mikið og gott samband við sína fjölskyldu og eins og hún sagði svo oft: „Þegar á allt er litið er það fjölskyldan sem skiptir mestu máli.“ í okkar seinasta samtali sagðist Elsa vera tilbúin að halda á vit feðra sinna. Hún hafði átt við veik- indi að stríða í þó nokkuð langan tíma og vissi að framhjá því yrði ekki farið. Ég kveð Elsu með miklum sökn- uði og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum. Helga Elís.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.