Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 19 ERLEIMT „Eg verð aldrei annað en stjórn- málamaður“ Mona Sahlin segir sögu sína í nýrri bók MONA Sahlin elskar ekki lengur flokkinn sinn og er reið út í blaðamenn. Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HÚN elskar ekki lengur flokkinn, hún er reið út í blaðamenn og finnst að margir flokksmenn hennar hafl komið fram á heigulslegan hátt, en hún segist aldrei verða annað en stjórnmálamaður. Mona Sahlin er aftur í fjölmiðlunum eftir að bók hennar, „Með eigin orðum“ kom út í Svíþjóð í gær. Jafnaðarmaðurinn Mona Sahlin stefndi fyrir tæpu ári hraðbyri í forsætisráðherra- og flokksformannsstólinn, en eftir að athyglin beindist að misnotkun á greiðslukorti ríkisstjórnarinnar og reikningsóreiðu missti hún stuðn- inginn. Nú undrast hún sjálf að hún skuli hafa sagst elska flokkinn. Jafnaðar- mannahugsjónina elski hún enn, en ekki flokkinn. í samtali við sænska útvarpið í gær sagði hún að bæði flokksmenn og aðrir hefðu átt erfitt með sjá konu en ekki mann sem valdatákn og erfitt sé að sameina móðurhlutverki hlutverkið stjóm- málamannsins. Sahlin heldur enn við fyrri skoðun sina að sem kona í valdastöðu hafi hún verið dæmd harðar en karl í sömu aðstöðu hefði verið. Sahlin segir í viðtali við Svenska Dagbladet að það sé auð- velt að vera reið við blaðamenn, en sársaukinn yfir viðbrögðum flokks- ins hafi verið mikill, því hún sé alin upp í flokknum, sem sé eins og flöl- skylda sín. Því hafi verið sárt að fínna að allir hlupu frá henni, þegar hún lenti í mótbyr. í bókinni, sem er 360 bls., segir hún sögu sína, er stelpan, konan, mamman og stjómmálamaðurinn. Síðasti þriðjungur bókarinnar eru dagbókarbrot frá því að greiðslu- kortamálið stóð sem hæst. Útkoma bókarinnar vekur aftur upp vanga- veltur um Sahlin, hvort hún hafi notað fjölmiðla til að skapa ímynd, sem síðan stóðst ekki eða hvort fjölmiðlar hafi notað hana. Og vangavelturnar leiða einnig til al- mennari vangaveltna um hvort stjórnmálaumræðan snúist í aukn- um mæli um persónu einstakra stjórnmálamanna í stað málefna. Þá getur dálæti fjölmiðlanna snar- lega snúist upp í andhverfu sína og uppáhöldin fengið slæma útreið, ef hegðun þeirra stangast á við ímyndina. Sprengja þotu í til- rauna- skyni New York, Washington. Reuter. BJARTSÝNI ríkir um að hægt verði að leiða í Ijós með óyggjandi hætti hvað olli því að breiðþota banda- ríska flugfélagsins TWA sprakk á flugi skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvellinum í New York 17. júlí sl. Stjórnendur rannsóknarinnar vonast til að hægt verði að sjá hvað gerðist þegar tekist hefur að ná upp af hafsbotni öllu braki þotunnar. Tekist hefur að ná um 80% braks- ins á land en það hefur tekið sinn tíma þar sem brot úr vélinni voru dreifð yfir stórt svæði. Að sögn blaðsins Washington Post er í ráði, að sprengja Boeing- 747 þotu í loft upp á jörðu niðri í tilraunaskyni. Tilgangurinn er að auðvelda rannsóknaraðilum að sjá nákvæmlega hvað grandaði þotu TWA. Líklegasta skýringin á afdrifum TWA-þotunnar er talin sú, að um sprengjutilræði hafi verið að ræða. Fundist hafa efnaleifar tveggja sprengiefna á braki úr þotunni en þó ekki nógu mikið til þess að full- yrt verði að sprengja hafi grandað henni. -----» ♦ »----- Framlengir leyfi fyrir herstöðvar á Okinawa Tókíó. Reuter. MASAHIDE Ota, héraðsstjóri Ok- inawa, sagðist í gær hafa fyrir sitt leyti samþykkt áframhaldandi veru bandarískra hersveita á eynni og ákveðið að hrinda af stað lögform- legum aðgerðum í því skyni. Leyfi fyrir herstöðvarnar rennur út í maí næstkomandi. Meirihluti íbúa eyjunnar sam- þykkti í atkvæðagreiðslu sl. sunnu- dag, að dregið skyldi úr umfangi bandaríska heraflans á Okinawa og Ota vill, að stöðvunum verði lokað í síðasta lagi árið 2015. „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið í embætti," sagði Ota í gær. Það sem réði úrslitum var, að fyrir þremur dögum hét Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra sér- stökum fjárveitingum til þess að styrkja efnahagslífið á Okinawa, fátækasta héraði Japans. Afkoma íbúa þar er sýnu verri en annars staðar í landinu og meðaltekjur helmingi lægri en í Tókíó. Allt að 64.000 kr. verðlækkun á Skoda Felicia Seljum síðustu bílana afSkoda Felicía árgerð 1996 á einstöku sértilboði. rmrmM---- 959.0001 895.000 ■Hl Aukabúnaður á mymi: áifelgur ii .. FEUCtA Aukabúnaður á mynd: álfelgur Skoda Felicia 1500 IK®: '■ I I 1 'llll MM ....................................................................................... ■■ Fyrirtæki og stofnanir Bjóðum einnig vsk-útgáfu á einstöku verði, eða frá 659.000 kr. Komdu núna í Jöfur og tryggðu þér glænýjan Skoda Felicia á sértilboði. Söluaðilar Jöfurs á landsbyggðinni Akranes: Bílver, (safjörður: Bílaþjónusta Daða, Sauðárkrókur: Kaupfélag Skagfirðinga, Akureyri: Skálafell, Húsavík: Skipaafgreiðsla Húsavlkur, Egilsstaðir: Bllasalan Fell, Höfn: Egill H. Benediktsson, Vestmannaeyjar: Bílaverkstæðið Bragginn, Selfoss: Bilasala Suðurlands Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.