Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Hópur ungmenna eyddi frístundum sumarsins í æf ingar og uppsetningu leikrits Reyndi oft á vináttuna * A meðan félagamir voru á rúntinum, á sveitaböllum og í partíum í sumar æfði hópur ungmenna á Húsavík leikrit og setti það upp. Verkið er svo áhrifamikið að áhorfendur eru slegnir þegar þeir yfírgefa Samkomuhúsið og unglingamir fá ýmislegt til að hugsa um. Ungu leikaramir segja Helga Bjarnasyni að þau hafí lært mikið á þessu viðfangsefni og tíminn sem í það hafí farið hafí verið vel þess virði. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞRÍR af aðstandendum uppsetningarinnar á Auga fyrir auga á leiksviðinu, f.v. Júlía Sigurðardóttir, Snæbjörn Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir. LEIKFÉLAG Húsavíkur er væntan- lega fyrsta áhugaleikfélag landsins til að koma saman sýningu á ný- byrjuðu leikári. Félagið frumsýndi leikritið Auga fyrir auga 6. septem- ber. Þó verkið sé æft og sýnt undir nafni Leikfélagsins er allt frum- kvæði og vinna við það á höndum leikaranna fjögurra og aðstoðar- fólks þeirra, en þeir eru á aldrinum 18-24 ára. Ungmennin eru með leiklistarbakteríuna og hafa tekið þátt í starfí leiklistarklúbbs Fram- haldsskólans á Húsavík og Leikfé- lags Húsavíkur. Tvö þeirra voru til dæmis í stórum hlutverkum í Gauragangi Leikfélagsins í fyrra- vetur. „Okkur langaði að fara á norræna leiklistarhátíð í Danmörku og leituðum að hentugu verki fyrir hana,“ sagði Margrét Sverrisdóttir þegar blaðamaður hitti þijú úr hópnum að máli, Margréti, Júlíu Sigurðardóttur og Snæbjörn Ragn- arsson. Margrét og Júlía leika í verkinu ásamt Oddi Bjarna Þorkels- syni og Þorbjörgu Björnsdóttur og Snæbjöm er tæknimaður. Auga fyrir auga er eftir banda- ríska leikritaskáldið William Ma- estrosimone. Oddur Bjami komst að því að Jón Sævar Baldvinsson á Húsavík væri að ljúka við þýðingu þess og sá strax að það hentaði hópnum vel. Þau fengu Skúla Gautason til að leikstýra og leyfi forráðamanna Leikfélags Húsavík- ur til að vinna að uppsetningunni á vegum þess. Þau komust ekki inn á leiklistarhátíðina en fóru í staðinn í heimsókn til vinaleikhúss Húsvík- inga í Nexo á Borgundarhólmi. Fékk nóg af Oddi Bjarna Júlía og Margrét segja að það hafi verið erfitt að æfa upp leikrit- ið. Oft var æft á hveiju kvöldi og stundum á daginn líka. „Þetta var ægilega erfitt. Það komu þær stundir að ég var gjörsamlega búin að fá nóg af Oddi Bjarna,“ segir Júlía. Leikritið íjallar um nauðgun- artilraun sem snýst upp í andhverfu sína. Júlía leikur fórnarlambið og Oddur Bjarni nauðgarann. Júlía ræddi við konu frá Stígamótum þegar hún var að undirbúa sig fyr- ir hlutverkið og segir að það hafi hjálpað sér. Margrét bætir því við að henni hafi stundum gengið illa að skipta úr hlutverki fijálslynds unglings í daglega lífinu yfir í leiðin- lega félagsfræðinginn sem hún leik- ur. Báðar segja þær að leikstjórinn hafi hjálpað þeim mikið, þótt hann hafi haft það sem stefnu að reyna að láta þau sjálf finna sem allra mest út úr hlutum. María Axfjörð, sem stjórn leikfé- lagsins fékk til að vera „mömmu“ hópsins, segir að stundum hafí reynt á vináttusamband krakkanna í leikhópnum. Verkið sé þess eðlis að það rífi og slíti sálina, ekki síst hjá leikurunum. En þau komi von- andi sterkari út úr þessu. Meginhluti vinnunnar við upp- setninguna, sviðsmynd, búninga og fleira, er unninn af leikurunum sjálfum undir stjórn leikstjórans, og af þeim Snæbirni og Heimi Heið- arssyni. Margrét og Júlía segja skemmtilegt að vinna að þessum þáttum líka, þá beri leikararnir meiri ábyrgð á verkinu í heild. Snæ- björn segir að nauðsynlegt hafi ver- ið að finna einfalda lausn á sviðs- mynd vegna ferðalagsins til Dan- merkur og telur að það hafi tekist. Þörf umræða María segir að sýningin sé mjög áhrifamikil, hún sé svo sterk að þau hafi talið nauðsynlegt að banna hana fyrir tólf ára og yngri. Þau segjast heyra andköf þegar ofbeldið er sem mest og að fólk komi slegið út af sýningum. María segir að það segi ýmislegt um sýninguna að fólk þakki fyrir sýninguna en enginn lýsi yfir ánægju sinni með hana, fólk sjái að það passi ekki að taka sér þau orð í munn í þessu sam- bandi. Hópurinn sem blaðamaður ræddi við var sammála því að tekið væri á þörfum málum í verkinu. „Það er gott fyrir unglinga að vita hvað er að gerast. Maður hefur séð kunn- ingja sína fara illa út úr svona atvik- um,“ segir Snæbjörn. Hann segir að unglingarnir sæki í að koma og hann segist sjá á andlitum þeirra eftir sýningu að tekist hafí að vekja þá til umhugsunar. „Ef nauðgari sæi þessa sýningu myndi hann steinhætta iðju sinni,“ segir Júlía. Sjá ekki eftir tímanum Ungmennin hafa farið á mis við ýmsa skemmtan í sumar vegna vinnu við leikritið, „ekki bara vegna tímans heldur á maður enga orku afgangs eftir æfmgarnar," segir Margrét. Þau segjast ekki sjá eftir neinu því í staðinn fyrir tímann sem farið hefur í þetta hafi þau lært mikið. Ekki veitir af því flest þeirra eða öll hafa hug á leiklistamámi. Leikferðin til Danmerkur var far- in í lok ágúst og á leiðinni út var forsýning í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Frumsýning Auga fyrir auga var á Húsavík 6. september og er búið að sýna verkið fjórum sinnum heima. Þau segja að framhaldið fari eftir viðtökum og ákvarðanir um að sýna verkið annars staðar bíði betri tíma. Morgunblaðið/Árni Sæberg BRÆÐURNIR Óli og Yngvi Kristjánssynir fullyrða að ekki fáist rétta bragðið á silunginn nema reykkofinn sé hlaðinn úr torfi og gijóti. Gylfi Yngvason er á milli Óla og Yngva. Við gafl hússins sést taðhrauk- ur í þurrkun. Á innfelldu myndinni má sjá nýreiktan Mývatnssilung. FASTEIGN ER FRAMTÍD I71KÍI3LC1M& Suöurlandsbraut 12,108 Reykjavík, fax 568 7072 SIMI 568 77 68 MIÐLUN Sverrir Kristjánsson JZ lögg. fasteignasali II Þór Þorgeirsson, sölum. Kristín Benediktsdóttir, ritari, Kristjana Lind, ritari Opið í dag frá kl. 13.00—15.30 Sporðagrunn — sérhæð Mjög vel skipulögð og björt 120 fm efri sérhæð ásamt 30,8 fm bílskúr. Mjög fallegar stofur með arni. Yfirbyggðar svalir. Verð 9,7 millj. Engihlíð — efri hæð Til sölu falleg efri hæð. Mikið nýstandsett svo sem eldhús o.fl., fallegar stofur. Parket. Áhugaverð eign. Verð 7,6 millj. Áhv. 3,7 millj. byggsjlán. Óskaeignin Ertu að leita að einhverju sérstöku? Það skaðar ekki að hafa samband við okkur. Hver veit nema eignin leynist á söluskránni þó hún sé ekki auglýst. Rétta bragðið af reyktum Mývatnssilungi „VEIÐIN er búin að vera mjög dræm upp á síðkastið. Þetta telst því mjög gott,“ sagði Gylfi Yngva- son, bóndi á Skútustöðum II, þegar hann kom úr vitjun ásamt Óla Kristjánssyni föðurbróður sínum með 30-35 bleikjur, margar vænar. Skútustaðabændur stunda sil- ungsveiðar í Mývatni nokkuð stíft og hafa lengi gert. Gylfi segir að alltaf hafi verið sveiflur í veið- inni. Síðustu þrjú árin hafi hún verið þokkaleg, á seinni tíma mælikvarða, þótt hún sé langt frá því sem var fyrir 1970. Telur hann að veiðst hafi 20-23 þúsund bleikjur í öllu vatninu síðustu árin. Gylfi segir að fiskifræðingar hafi spáð breytingum á lífríkinu í ár og minnkandi veiði en hann segist ekki hafa trúað á það þeg- ar fyrrihlutinn var góður. „En síðustu þijár vikurnar hefur átan fallið niður og þá leggst silungur- inn fyrir og hreyfir sig ekki,“ segir Gylfi. „Þetta var allt annað líf í gamla daga þegar dregið var fyrir. Þá var silungur hér upp á miðja þóftu í bátnum. Ég man einu sinni eftir 1.000 silungum eftir nóttina,“ seg- ir Óli. Skútustaðabændur nota 34 ára gamlan trébát til að vitja um net- in. Og í bátnum er 19 ára gamall utanborðsmótor. Gylfi segist ný- lega hafa þurft að fá varahlut í mótorinn en þegar hann hafi bor- ið upp erindi sitt í umboðinu hafi honum ekki verið trúað í fyrstu, starfsmaðurinn fullyrt að enginn slíkur mótor væri eftir í landinu. Eftir að tekist hcfði að sannfæra manninn hefði gengið vel að út- vega varahlutinn. Gylfi reykir allan silunginn og selur heima og í verslanir á höfuð- borgarsvæðinu. Hann kaupir líka eldisfisk til að fylla upp í eyður og halda viðskiptum. Þá segist hann reykja mikið fyrir veiði- menn. Löng hefð er fyrir reykingu Mývatnssilungs. Það er gert á flestum bæjum sveitarinnar, í mismiklum mæli. Á Skútustöðum er silungurinn taðreyktur í eldgömlu reykhúsi sem endurbyggt var úr torfi og grjóti fyrir fjórum árum. Það er saga að segja frá því. Gamla reyk- húsið var orðið gamalt og lélegt og það hrundi síðan fyrir nokkr- um árum. Gylfi segist þá hafa innréttað gott reykhús í öðrum enda steinhúss og byrjað að reykja þar þrátt fyrir hrakspár gömlu mannanna sem alltaf full- yrtu að reykhúsið yrði að vera úr torfi og grjóti. „Ég taldi þetta bábilju. Þegar rétta bragðið kom ekki strax taldi ég að kofinn þyrfti hara að til- reykjast eins og pípa og þetta lagaðist ef ég væri nógu þolin- móður. En gömlu karlarnir fengu nóg af þessu og byijuðu bara á því að byggja upp reykkofann, báðir komnir hátt á áttræðisald- ur. Ég varð að viðurkenna ósigur minn og flutti mig þangað. Eftir mánuð var gamla bragðið komið. En það þýðir ekkert að spyija mig af hveiju reykhúsið þurfi að vera hlaðið úr torfi og gijóti til að fá rétta bragðið, ég veit það ekki,“ segir Gylfi. Gömlu menn- irnir eru faðir hans, Yngvi Krist- jánsson, og Óli Kristjánsson, bróð- ir Yngva.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.