Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Mikil viðskipti með hlutabréf í Búlandstindi á Djúpavogi Rúmlega 8% hlutafjár hafa skipt um hendur VIÐSKIPTI með hlutabréf í Bú- landstindi hf. á Djúpavogi hafa verið mjög áberandi á undanförnum vik- um. Samtals hafa átt sér stað við- skipti með hlutabréf félagsins, sem skráð eru á Opna tilboðsmarkaðnum, að nafnvirði tæplega 25 milljónir króna á undanförnum 4 vikum. Þetta svarar til rúmlega 8% af heildarhlut- afé fyrirtækisins. Gengi hlutabréfanna hefur hækk- að um 29%, úr 1,2 í 1,55. Svo virð- ist sem fjárfestar á hlutabréfamark- aði séu farnir að leita nýrra fjárfest- ingartækifæra á markaðnum, eftir miklar hækkanir á gengi hlutabréfa á þessu ári, og segir Albert Jónsson, hjá Landsbréfum, að flölmargir fjár- festar séu á bak við þessi kaup. 30 milljóna króna hlutafjáraukning Að sögn Jóhanns Þórs Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Búlands- tinds, hefur félagið verið að selja talsvert magn af eigin bréfum sem það eignaðist í makaskiptum sem voru gerð í tengslum við kaup KEA á hlut í Gunnarstindi á Stöðvarfirði. Gunnarstindur og Búlandstindur hafi átt hlut hvort í öðru en skipt hafí verið á þessum bréfum, þannig að fyrirtækin drógu sig alveg út úr hlut- hafahópi hvors annars. Nafnvirði bréfanna sem félagið hafí eignast með þessum hætti hafí verið um 19 milljónir króna að nafnvirði. Að sögn Jóhanns er fyrirtækið einnig að auka hlutafé sitt um 30 milljónir króna um þessar mundir. Þau bréf muni koma til sölu á al- mennum markaði, nýti hluthafar sér ekki forkaupsrétt sinn að fullu. Hann segir að gengi bréfanna í forkaups- rétti verði 1,15. Þá hefur ísfélag Vestmannaeyja einnig gert tilboð í hlut Þróunarsjóðs sjávarútvegsins í fyrirtækinu, sem er 70 milljónir að nafnvirði, eða um 23,5%. ísfélagið bauð raunar í þessi hlutabréf á síðasta ári, á genginu 1,05, en hefur nú hækkað tilboð sitt í 1,15. Jóhann segir að í raun sé ekkert nýtt að frétta af því máli. Hluthafar og starfsmenn eigi forkaupsrétt á þessum bréfum og geti því gengið inn í þetta tilboð, samkvæmt lögum um Þróunarsjóð. Því sé nú beðið eft- ir því að frestur til að nýta sér for- kaupsréttinn renni út, en það verði 24. september. Fjárfestar farnir að leita nýrra kosta Albert Jónsson, verðbréfamiðlari hjá Landsbréfum, sem hafa annast sölu á eigin hlutabréfum Búlands- tinds, segir þessi viðskipti vera til marks um það að fjárfestar séu farn- ir að leita nýrra fjárfestingarkosta á hlutabréfamarkaði og þá farnir að líta meira til þeirra fyrirtækja sem séu að koma ný inn á markaðinn. Hann segir að kaupendur bréf- anna séu mjög breiður hópur og því ekki einungis um einhveija hags- munaaðila að ræða. „Ég held að þetta sé mjög spennandi prófraun sem á sér stað á markaðnum nú,“ segir Albert. Morgunblaðið/Kristján INGI Björnsson framkvæmdastjóri og Olafur Sverrisson yfir- verkstjóri í flotkvínni sem nú hefur verið í notkun í eitt ár. Eitt ár liðið frá því flotkví var tekin í notkun við Slippstöðina Stór verkefni hafa flustinn ílandið TUTTUGU og sex skip hafa verið tekin upp í flotkví Akureyrarhafn- ar við Slippstöðina frá því hún var tekin í notkun fyrir réttu ári. Stærsta skipið sem tekið hefur verið upp í kvína er Hofsjökull, 118 metrar að lengd, en hann er vænt- anlegur í annað sinn eftir helgi. Auk þess hafa verið tekin upp mörg af stærstu fiskiskipum Is- lendinga og má þar m.a. nefna Guðbjörgu IS og Baldvin Þorsteins- son EA. Flotkvíin var smíðuð í Litháen, hún hefur 5.000 tonna lyftigetu, SAfVYO lengdin er 116 metrar og breiddin 24 metrar og getur hún tekið upp skip með allt að 7,6 metra djúp- ristu. Heildarkostnaður við kaupin, gerð kvíarstæðis, flutning og fleira var um 290 milljónir króna. „Síðasta ár hefur verið mjög gott fyrir Slippstöðina," segir Ingi Björnsson framkvæmdastjóri. „Það eru margir samhangandi þættir sem gera að verkum að reksturinn hefur gengið betur en áður. Flotkví- in er þar veigamikill þáttur, hún tvöfaldar afkastagetu okkar hvað varðar möguleika á upptökum skipa. Þá opnaði hún okkur í raun nýjan markað, en með tilkomu hennar getum við tekið inun stærri skip en áður. Þessi skip þurftu áður að fara úr landi til að komast í slipp. Það má því segja að með flotkvínni hafí töluvert af verkefnum færst inn í landið." Ingi segir það mikið framfara- spor sem stigið var fyrir skipaiðnað- inn á Akureyri þegar flotkvíin var keypt, þar hafí verið tekin hárrétt ákvörðun. Samkeppni í skipaiðnaði sé afar hörð, bæði milli innlendu stöðvanna og eins við erlendar skipasmíðastöðvar. Hann segir ís- lendinga standa sterkast að vígi í smíði o g uppsetningu vinnslubúnað- ar og hafí þar sterka stöðu miðað við önnur lönd. Starfsfólki hefur fjölgað Nú vinna um 160 manns hjá Slippstöðinni en fyrir um einu og hálfu ári, í ársbyijun 1995, voru þeir um 100. Stefna stöðvarinnar er að fá fyrirtæki í málmiðnaði og tengdum greinum til samstarfs við sig þegar við á. Einnig hefur verið leitað til jámiðnaðarmanna á Eyja- fjarðarsvæðinu þegar á hefur þurft að halda og jafnvel lengra til, en jámiðnaðarmenn frá Póllandi hafa verið að störfum hjá stöðinni undan- farnar vikur. Ólafur Sverrisson segir að mikið hafí verið að gera hjá stöðinni allt síðasta ár og segir hann að verkefna- staðan allt fram til áramóta sé ágæt. „Við erum óvenju vel settir núna, en yfírleitt sjá menn ekki langt fram í tímann í þessum iðnaði. Meðal stórra verkefna má nefna að einn togari Mecklenburger Hochseefíscherei, dótturfélags Útgerðarfélags Akur- eyringa kemur í stóra viðgerð á haustdögum. Ingi segir að Slippstöð- in hafí notið góðs af fjárfestingum íslendinga í útgerð í útlöndum, en þar hafa einnig verið unnin verkefni fyrir DFFU, dótturfélag Samheija. Selurróbóta til Bras- ilíu fyrir 25 milljónir SANYO 28" • Svartur, flatur Black Matrix myndlampi. • Nicam stereo. • Hraðvirkt ísl. • textavarp. Umboðsmenn um land allt FVRIRTÆKI Jóns Hjaltalín Magn- ússonar verkfræðings, Altech, hef- ur náð samningum um sölu á róbót- um til álvers í Brasilíu fyrir um 25 milljónir króna. Þetta er þriðja álverið sem festir kaup á slíkum búnaði frá fyrirtækinu, en hann hefur verið í notkun hjá ÍSAL frá árinu 1988 og Söral í Noregi frá 1991. Búnaðurinn verður afhentur brasilíska fyrirtækinu í lok nóvem- ber. Jón Hjaltalín sagði í samtali við Morgunblaðið að um væri að ræða svonefnt tindavarnarkerfi sem sam- anstæði af kragaróbóta og kraga- áfyllingarvél. „Tækið setur á sjálf- virkan hátt kraga utan um tinda á göfflum rafskautanna sem síðan eru fylltir með kolefni. Þetta eykur líftíma rafskautanna um allt að 10%, en í álverum þarf um hálft kíló af rafskauti á móti hveiju kílói af áli. Meginástæðan fyrir því að brasilíska álverið valdi róbóta í þetta verkefni er sú að fyrirtækið er að sækja um vottun samkvæmt ISO 14000 staðlinum. Hér er um að ræða nýjan staðal sem tekur til umhverfismála, heilbrigðismála og öryggismála starfsmanna. Við er- um mjög ánægð með það því það hefur verið lögð áhersla á það í þróun og kynningu á búnaðinum að hann leysi af hólmi starfsmenn í óþrifalegum, einhæfum og jafnvel hættulegum störfum." Altech hefur verið í viðræðum við brasilíska fyrirtækið frá árinu 1993. Fulltrúar þess komu hingað til lands árið 1995 og aftur í júní sl. I framhaldi af því var gengið frá kaupunum. „Okkar velgengni byggist á því að við fengum tæki- færi til að setja tækið okkar upp hjá ISAL og gátum í framhaldi af því boðið aðilum frá öðrum álverum að sjá tækið í notkun. Álver eru nokkuð íhaldssamur markaður og ekki auðvelt að komast inn á hann með ný tæki. Þess vegna er það mikill styrkur fyrir okkur að eiga gott samstarf við ÍSAL.“ Jón Hjaltalín bendir jafnframt á að áhugi álvera á því að bæta um- hverfi og öryggi starfsmanna hafi aukist sem auki enn vonir um sölu á þessum tækjum í framtíðinni. Viðræður hafi átt sér stað við um 30 önnur álver um kaup á þessum búnaði, en of snemmt sé að greina frá framvindu þeirra. Altech hafi auk þessa kragaróbóta þróað og selt fímm önnur tæki til álvera og sé nú í viðræðum við um 75 álver víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.