Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 33 aði hann sem umsjónarmaður Þjóð- veldisbæjarins. Það starf átti afar vel við hann. Þar kom fólk frá ólík- um þjóðum og með ólíkan uppruna sem Ási miðlaði fróðleik sem lærð- asti fræðimaður væri á ferð. Allt sem viðkom lífi var hans. Þegar voraði fylltist hann þvílíkum krafti að með ólíkindum var. Bú- reksturinn var í hávegum hafður en jafnframt gleymdist ekki að fegra umhverfið. Ef nokkur stund gafst plantaði hann trjám af mikilli alúð og natni. Garður Asa og Rönku er afar gróskumikill og átti hann hug hans og hjarta síðustu árin. Fátt giaddi hann jafn mikið og þeg- ar ný planta náði þar fótfestu og dafnaði og óx. Það er svo margs að minnast, kæri Ási, eftir samveru okkar til margra ára. Eg efast ekki um að oft hefur reynt á þolrifin þegar þið Ranka voruð að kenna mér vinnubrögðin sem til þurfti svo að ég yrði til ein- hverra nota við búskapinn. Ég hafði ekki verið til mikils gagns þar sem ég hafði verið í sveit, en ætlaði nú að fara að mjólka kýr hvað þá ann- að. Því skipti það sköpum að kenn- ararnir voru góðir og nemandinn ungur. Ekki finnst mér sérdeilis langt síðan Jóhannes Hlynur og Ragn- heiður Björk keifuðu niður í fjós til afa og ömmu á „Af hverju, af hverju“-aldrinum og leituðu svara við margvíslegum spurningum. Ekki hvað síst er okkur foreldrana brast gáfa til að svara spurningum þeirra, eða af því að það var svo miklu auðveldara að senda þau niður eft- ir. Og þá minnist ég að hafa sagt sem svo: „Æ, farið þið og spyrjið hann afa ykkar.“ Að vörmu spori komu þau aftur og færðu okkur Sigga Palla hróðug svörin eða sögðu okkur sögu sem afí hafði sagt þeim í leiðinni og aftur var skokkað niður brekkuna og farið inn til ömmu í von um að fá jólaköku. Ási minn, ekki var það nú oft sem við vorum ósammála um hlutina en þó kom það fyrir að við túlkuðum þá á sinn veginn hvort og þá hvessti kannski augnablik í kringum okkur tvö. Þó aldrei svo lengi né alvarlega að við gætum ekki leyst málin með því að ræða þau og reifa. Eitt af því síðasta sem við vorum ekki sam- mála um var nýtt vegarstæði Þjórs- árdalsvegarins. Ekki er ólíklegt að ég verði þér sammála að lokum um það mál eins og önnur því í áranna rás veit ég að víðsýni þinni var við brugðið. Jóhannes Hlynur skrifaði eitt sinn grein þar sem þessi máls- grein kom fyrir: „Að eiga góða fjöl- skyldu sem maður getur leitað til og skýlt sér við þegar stormar lífs- ins gnauða og gusta um mann kald- ir.“ Þessi orð vil ég gera að mínum og þakka þér allt sem þú hefur gert fyrir okkur Sigga Palla og krakkana okkar. Sárastur er harm- ur Rönku, henni og öllum í fjölskyld- unni votta ég innilega samúð. Hrafnhildur. Afi minn. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért horfinn á braut. Einhvern veginn fannst mér eins og þú yrðir eilífur, myndir lifa okk- ur öll traustur og sterkur. Það er kannski ekki nema von að maður hafi freistast til að hugsa þannig, svo oft hafðir þú yfirstigið veikindi sem hefðu fellt margan manninn. En allir eiga sína kveðjustund og nú þegar þín er komin er það hlut- verk okkar sem eftir erum að halda minningu þinni á loft. Þegar ég var ungur að árum var ekkert betra en að eiga afa eins og þig. Alltaf varstu tilbúinn til að sinna öllum tiktúrum í okkur krökk- unum og alltaf gafstu þér tíma til að spjalla við okkur. En það var þó ekki fyrr en ég komst til vits og ára að ég skildi til fulls hve mikils virði þú varst. Þegar við spjölluðum saman mátti vart sjá hvor okkar það var sem var fullur af þrótti og forvitni æskunnar. Þannig mun ég ætíð muna eftir þér, sitjandi í stof- unni austur á Ásólfsstöðum, amma að bera kaffi á borð og við að spjalla saman um heima og geima. Þegar ég kom með vini mína í heimsókn og Svövu síðar meir, tókstu þeim eins og gömlum kunningjum, varst bæði tilbúinn að læra eitthvað nýtt og miðla af reynslu þinni. En það er kannski einmitt það sem mest er virði af því sem þú gafst af þér, hið hlýja viðmót og þessi hæfileiki að sjá hið góða í öllum. Ef ég gæti tileinkað mér þó ekki væri nema brot af þessum hæfileika þínum, yrði ég betri maður en ég er. Og er það kannski ekki mesta náðar- gáfa sem okkur er gefin, að geta verið öðrum fyrirmynd? Já, afi, nú ertu horfinn frá okkur og búinn að kveðja Þjórsárdalinn að eilífu. En skógurinn þar og garð- urinn þinn stendur eftir sem minnis- varði um ást þína á landinu. Þú lifir í skóginum og á hveiju vori blómg- ast minning þín og fyllir dalinn. Á meðan hin eilífa hringrás lífsins heldur áfram í skóginum, lifír þú. Þess vegna verður Þjórsárdalurinn alltaf staðurinn þinn. Kolbeinn. Mig langar til að kveðja vin minn Ásólf Pálsson með fáum orðum. Þegar ég flutti með fjölskyldu að Búrfellsvirkjun, sem þá var í bygg- ingu í ársbyrjun 1968, sem stöðvar- stjóri, var Ásólfur með þeim fyrstu sem ég kynntist þar. Hann var þá verslunarstjóri á staðnum. Þangað var alltaf gaman að koma því að Ásólfur var ræðinn og alltaf í góðu skapi og bjartsýnn. Hann bar hag svéitarinnar mjög fyrir bijósti og var kosinn í hreppsnefnd. Hann var um árabil fulltrúi hreppsins í Þjórs- árdalsnefnd, og á ég margar góðar minningar um hann frá fundum hennar. Hugur hans var mjög fijór af hugmyndum um hvað væri til heilla fyrir dalinn og ákafinn mikill. Ásólfur tók vð búi á Ásólfsstöðum ásamt bróður sínum Stefáni, og var þar tvíbýli. Báðir höfðu þeir unnið í Reykjavík áður, og hijáðu veikindi Ása á þeim árum, en hann komst yfir þau og sneri aftur til hinnar kæru sveitar sinnar eins og Stefán sem lést um aldur fram. Ég og Helga konan mín viljum með þess- um fáu orðum þakka Ásólfí fyrir góða viðkynningu og vináttu í þau nærri 30 ár, sem við höfum þekkst, og votta Ragnheiði og öðrum að- standendum hiuttekningu okkar. Gísli Júlíusson. • Fleiri minningargreinar um ÁsólfPálsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. GARÐS APÓTEK Sogavegi 108 REYKJAVÍKUR APÓTEK Austurstræti 16 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Garðs Apótek opið laupardaga irá kl. io-ig s' \ löwukiörum Hnnur KóiaióW réttan núnað á réUó ttttrðH 1 lf.71 1.90 B Besta uerflið í Dænum? r 1 «1 f 1 írust Pentium 100 8 MB minni - 1 GB diskur - 14" litaskjár - Windows 95 Fráhsrlr || Jj \,J 1H J m*m) \m Jj jjJJll JiJ. Vandaóir skannar frá Trust 2400 dpi upplausn 'Singlepass' caiUN Jíiiiijj fj u \ t s ATrusf TÖLVUBÚNAÐUR JJJJ.MJJ jj. J M J ijjj-il. suart/iiuiiur Frábær bleksprautuprentari fyrir skólann! Nettur og meöfærilegur og tekur lítið pláss á skrifboröinu. CcUIOIl TiÍBlliggf gffeSl I IfiiHIPBOlfll FAKAFEIII5 SÍRII533 2323 FAK 533 2329 lOlUUKiOr@Í.iS opio laugardaoa irá Hi. 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.