Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 29 NEYTENDUR AÐSENDARGREINAR Ýmsar bandarískar matvörur ekki geymsluþolsmerktar Ómögnlegt að átta sig á aldri matvælanna ER nú í athugun hvort hægt sé að víkja frá reglum Evrópusam- bandsins þegar vörur frá Bandaríkjunum eru annars vegar. SAMKVÆMT gildandi reglugerð um merkingar matvæla frá árinu 1993 eiga flestar matvörur að vera merktar með „best fyrir“ dagsetn- ingu. Vörur sem framleiddar eru að mestu úr sykri eins og alls konar sælgæti eða kakóvörur, edik, salt, ferskir ávextir, ýmsar víntegundir og hunang eru undanþegnar þessum reglum. Hins vegar hefur borið á því að vörur, sem eiga að vera merkt- ar með þessum hætti og koma frá löndum utan Evrópusambandsins, séu ekki merktar og ómögulegt fyr- ir neytendur að sjá aldur vörunnar eða fyrir hvaða tíma æskilegast er að neyta hennar. Umfangsmestur er innflutningur frá Bandaríkjunum. Eftir lauslega athugun í einum stór- markaði kom í ljós að ýmsar tegund- ir matvara eins og t.d. kryddaðar tómatsósur í dósum „salsa“-sósur eða súrsætar sósur, tómatar í dós, og kryddvörur eru ekki merktar með „best fyrir“ né framleiðsluári. „Þessi reglugerð númer 588 frá árinu 1993 um merkingu, kynningu og auglýsingu matvæla er komin til vegna inngöngu íslands í EES,“ seg- ir Sigríður Klara Ámadóttir, mat- vælafræðingur hjá Hollustuvernd rík- isins. „Hún var sett samkvæmt til- skipunum frá Evrópusambandinu þar sem kveðið er á um geymsluþols- merkingar ákveðinna matvæla. Vör- ur sem geymast lengur en í 18 mán- uði við stofuhita, svo sem niðursuðu- vörur og pakkamatur, þurfti ekki að geymsluþolsmerkja samkvæmt fyrri merkingarreglugerð en það breyttist með tilkomu nýju reglnanna. Sigríður Klara vísaði á umhverf- isráðuneytið þegar hún var spurð hversu langan aðlögunartíma bandarísku vörurnar fengju svo og hvers vegna þær væru enn á mark- aðnum. Málið í biðstöðu Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að reglugerðin hafi átt að taka gildi í ársbyrjun 1995 eftir ákveðinn að- lögunartíma. „f Ijós komu ákveðnir erfiðleikar varðandi ýmsar vörur frá Bandaríkjunum sem eru merktar öðruvísi en í Evrópu." Því var ákveð- ið að líta á þessi mál annars vegar út frá því hvort við værum skuld- bundin til að hlíta reglum Evrópu- sambandsins þegar í hlut ættu vörur utan sambandslandanna og síðan var gefinn ákveðinn aðlögunarfrest- ur í viðbót. - Hversu lengi stendur sá frestur? „Þessi mál eru til athugunar hjá umhverfis- og utanríkisráðuneytinu sem stendur og það er að vænta niðurstaðna á næstu vikum. Það er því biðstaða í málinu um þessar mundir," segir Ingimar. - Á þetta ekki við um önnur lönd utan Evrópusambansins? „Það er einungis merkingarkerfið í Bandaríkjunum sem hefur komið inn á borð til okkar. - Eru bandarísku vörurnar ekki ólöglegar á markaðnum samkvæmt gildandi reglugerð? „Það má segja að gildistöku reglu- gerðarinnar hafí verið frestað um sinn eða henni er ekki framfylgt eins og er gagnvart bandarískum vörum.“ Samræmdar heimsreglur? Stefán S. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, segir að bandaríska stofnunin Food and Drug Administr- ation hafi nýlega endurnýjað reglur sínar um umbúðamerkingar. Ýmsir sem eru í viðskiptum við Bandaríkin vonuðu að tekið yrði mið af þeim reglum sem verið er að samræma í heiminum um þessar mundir og unnið er að hjá Álþjóða staðlaskrár- ráðinu fyrir matvæli (Codex). Bandarísk neytendasamtök töldu hins vegar að Codex-reglurnar gengju ekki nægilega langt hvað varðaði merkingar matvæla og kröfðust þess að settar yrðu þær reglur sem nú eru þar í gildi.“ - En hvernig hyggjast innflytj- endur aðlaga bandarískar vörur ís- lenskum markaði? „ Við erum að vonast eftir að vinnu á alþjóða vettvangi verði hraðað og settar verði samræmdar reglur sem gildi í heimsviðskiptum með mat- væli. Okkar félagsmenn vilja gjarn- an eiga viðskipti við lönd þar sem vörur eru ódýrar svo hægt sé að bjóða íslenskum neytendum fjöl- breytt vöruval en á hagstæðu verði. Þá er oft hagstæðast að leita út fyrir markaði Evróusambandsins. Áusturlönd verða gjarnan fyrir val- inu, Bandaríkin og ef til vill lönd eins og Ástralía. Vegna reglna sem gilda hérlendis um umbúðamerking- ar er okkur þröngur stakkur skor- inn. Við teljum á hinn bóginn brýnt að hafa valið til að leita á hagstæð- ustu markaði hverju sinni.“ Stefán segir að íslenskir neytend- ur séu hrifnir af mörgum vöruteg- undum sem koma til dæmis frá Bandaríkjunum og hann segir sína félagsmenn telja að fínna megi fleiri vörutegundir þar í landi sem eigi fullt erindi hingað til lands. Það er ljóst að ýmsir vilja útiloka aðgengi þessarar vöru hér á markaði af sam- keppnisástæðum. Víða í Evrópu ómerktar vörur frá Bandaríkjunum Hann segir að það sé ekki bara á Islandi sem bandarískar vörur séu merktar að þeirra hætti heldur er þær að finna víða í Evrópu. Enn fremur segir hann að í sumum tilfell- um merki bandarískir framleiðendur vörur fyrir erlenda markaði en til slíks sé auðvitað ekki hægt að ætl- ast fyrir markað sem er eins lítill og á íslandi. „Hugsanlega væri hægt að fá umbúðir merktar á spönsku eða þýsku en vörur sem selja á hérlendis verða að vera merktar á Norðurlandamáli öðru en finnsku eða ensku. Hjá Samtökum iðnaðarins er af- staðan til þessa máls deginum ljós- ari. „Við teljum að allar vörur sem eru hér á markaði eigi að uppfylla íslenskar reglugerðir og erum ósátt við að innfluttar vörur uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til okkar innlendu framleiðanda," segir Ragn- heiður Héðinsdóttir, matvælafræð- ingur hjá Samtökum iðnaðarins. Handverksfólk sýnir og selur á Garðatorgi UM helgar gefst fólki kostur á að heimsækja yfirbyggingu Garðatorgs og skoða varning hjá handverksfólki. Handverksfólk fær ókeypis að- stöðu á torginu en þarf að koma með borð og stóla með sér. Undan- farið hafa um 30 manns nýtt sér aðstöðuna og þar verið hægt að skoða og kaupa ýmsa handavinnu eins og útskorna og málaða trévöru, prjónavöru, blómaskreytingar, dúkk- ur og dúkkuföt, silkimyndir, postulín og margt fleira. Handverksmarkað- urinn er opinn frá 10-21 á laugardög- um og á sunnudögum frá 12-21 aðra hveija helgi. Kvenfélagið sér um að selja kaffí og vöfflur á laugardögum. Þeir sem vilja koma með varning á markaðinn þurfa að hringja og panta áður, en það er gert hjá G.H. ljósabúðinni eða H-búðinni á Garðatorgi. NYTT Morgunblaðið/Ásdís Fjórar nýjar tegundir af kökudropum KATLA hefur sett á markað fjórar nýjar tegundir af kökudropum, kon- íaks-, romm-, banana- og pipar- myntudropa. Ekki er notað áfengi í koníaks-, og rommdropana heldur er undirstaðan svokallað monopropyi- ene glycol og síðan er bætt saman við vatni og bragðefnum. Sumarhúsasápa SÁPUGERÐIN Hreinn hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð sápu sem hlot- ið hefur nafnið sumarhús- asápa. Sápuna má nota við hvers kyns hreingern- ingar, en áhrif hennar eru sérlega kröftug þegar um er að ræða þrif á flugna- skít og öðrum óhreinind- um sem fylgja sumarhús- um, að því er segir í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að sé sápan notuð til að þrífa gluggakistur, veitir hún m.a. öfluga vöm gegn roðamaur. Hafa Mein- dýravarnir íslands sannreynt virkni sápunnar og mæla með notkun henn- ar. Sumarhúsasápan fæst á bensín- stöðvum Olís um land allt og í helstu stórmörkuðum og byggingavöru- verslunum. Sómi Ríkisútvarpsins - hvað um hann? „SVO geingur það til í heiminum, að sumir hjalpa erroribus [mis- sögnum] á gáng, og aðrir leitast síðan við að útryðia aptur þeim sömu erroribus. Hafa svo hvorir tveggja nock- uð að iðia.“ Þessi orð hripaði Ámi Magnússon á blað á efri ámm sínum, líklega á þriðja áratug 18. aldar, víst orðinn saddur líf- daga og þreyttur á bar- áttunni við að „útryðja erroribus“. Þó var út- varpið þá ekki komið til sögunnar. Ástæða þess að ég rifja þetta upp nú er sú, að um þessar mundir er verið að endurflytja í Ríkisútvarpinu þáttaröð Hjálmars H. Ragnarssonar um Jón Leifs. Þegar þættirnir vom fluttir í fyrra sinn nú fyrir tæpu ári, sá ég mig tilneyddan, sannleik- ans vegna, að gera athugasemdir við fjögur atriði í þriðja þættinum, og birtust þær í allýtarlegri grein í Morgunblaðinu 11. nóv. 1995. Þátta- höfundur svaraði í sama blaði með enn lengri grein 22. nóv. Þegar flett var umbúðunum af aðalefni þeirrar ritsmíðar, kom í ljós að í henni fólst bein og óbein staðfesting á öllum ummælum mínum, meira að segja viðbótarröksemdir um sumt sem ég hafði haldið fram. Kvittaði ég fyrir þetta með stuttri grein í Mbl. 28. nóv. Hélt ég nú að þessu máli væri lokið, þeim missögnum sem ég hafði reynt að leiðrétta væri endanlega „útrutt", og þyrfti ekki að hafa fleiri orð um. Ég ætlaði því varla að trúa eigin eyrum, þegar ég heyrði þennan þátt endurfluttan á rás 1 í Ríkisút- varpinu nú fyrir skemmstu (10. sept.), óbreyttan að öllu sem hér skiptir máli. Áthugasemdir mínar vörðuðu ein- göngu tilhæfulausan óhróður, get- sakir og dylgjur í garð látins merkis- manns, dr. Páls ísólfssonar, sem varð fyrir því óláni að verða skot- spónn Jóns Leifs sökum sjúklegrar afbrýði hans og öfundar, þótt Jón ætti honum aldrei annað en gott að gjalda. Þáttahöfundur hafði fallið í þá freistni að trúa gagn- rýnislaust, og án þess að leita staðfestingar í öðrum heimildum, því sem Jón vildi láta menn trúa um samskipti þeirra Páls. Hann hefði verið meiri maður ef hann hefði leiðrétt eða fellt niður verstu mis- sagnimar, eftir að hon- um hafði verið bent á þær og áður en efnið var endurflutt í útvarp. En úr því það var ekki gert, en efnið þó endurtekið, hlýtur sá flutningur að vera á byrgð Ríkisútvarpsins. Það gengur hér í lið með þeim sem „hjálpa erroribus á gang“, í þessu tilviki rakalausum illmælum og til- hæfulausum rógi um einhvern mæt- Þáttahöfundur hefði verið maður meirí, segir Jón Þóraríns- son, hefði hann leiðrétt verstu missagnirnar áður en efnið var end- urflutt í útvarp. asta íslending þessarar aldar, mann sem stofnunin sjálf stendur auk þess í mikilli þakkarskuld við allt frá fyrstu tíð. Það eykur ekki traust né virðingu þessa öfluga ríkisfjölmiðils, þegar hann gengur þannig, vitandi vits, til liðs við Gróu á Leiti. Meiri sómi hefði það verið útvarpinu að skipa sér í þann hóp sem leitast við að „útryðja erroribus“. Það hefði verið auðvelt að gera í þessu tilviki, í samráði við þáttahöfund og án þess að meginefnið spilltist á nokk- urn hátt. En til þess bar Ríkisútvarp- ið ekki gæfu að þessu sinni. Eða er því ef til vill ekki lengur jafn annt um sóma sinn, traust og virðingu og áður var löngum? Höfundur er tónskáld. I ~iYM ™ Hl I v i r k a r ! I DAG DAGUR Laugardaginn 14. september mun GYM 80 verða opið fyrir alla þá sém vilja kynna sér starfsemi okkar og þær nýjungar sem við bjóðum upp á í vetur. Yusef Dagskrá 13:00-131 imnkvnnir ’Jeet kune do 13:4014:10 Airobic kvnninn-ím 14:20-15:05 Fyrirlestrar fflfiHliWíBTi nn BMWFT-ISSA) Atimed nmn kenns létis nmkun ætinuaiækja assmi pjálturum GVM 60 Ragnheiftur Hróar 15:05-15:15 HkYnnir afííKutrommunamskeið 15:15-15:30 OHkynniratrodansog ’hipphopp fyrii unglmga 15:35-16:05 Aikirln kvnnion-líltli Allir velkomnir! Suðurlandshiaut 6 (baki Sími : 588 8383 Orville Helma Fríða Rún

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.