Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Óvissa um stjórn Strætis- vagna Rcykjavíkur STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa verið töluvert í umfjöllun fjölmiðla að undan- förnu en mánuður er nú liðinn frá því að breytingar á ieiðakerf- inu gengu í gildi. Fjöl- margir farþegar hafa kvartað yfir því að vagnamir séu ekki á áætlun. Hafa fulltrúar vagnstjóra tekið undir þetta og sagt að vögn- unum sé of naumt skammtaður tími í hinni nýju tímatöflu. Þá tefji það aksturinn enn frekar að vagnar á mismunandi leiðum séu látnir bíða hver eftir öðrum við skiptistöðvar. Hlutverk stjórnar Fjölmiðlar hafa sýnt málinu mik- inn áhuga og m.a. rætt við vagn- stjóra og yfirmenn SVR. Vaknaði snemma sú spuming hvort hið breytta leiðakerfi væri galiað frá upphafi og ekki á vetur setjandi. Flestir þeirra vagnstjóra sem rætt var við töldu svo vera en forstjóri fyrirtækisins varði kerfið og taldi enga ástæðu til breytinga að svo stöddu. Sjónarmið forstjórans er vel skiljanlegt enda hefur miklum tíma og fjármunum verið varið til þess að undirbúa leiðakerfisbreytingam- ar. Eðlilegt er að ekki sé rokið til og kerfinu breytt þótt smávægilegir 'hnökrar komi upp í byrjun. Spurn- ingin snýst hins vegar um það hvort vandræðin séu vegna smávægilegra hnökra eða hvort kerfið sé í heild sinni gallað. Ljóst er að það er ekki auðvelt að komast að hinu sanna í málinu þar sem skoðanir vagnstjóra og yfirmanna á því eru ólíkar. Flest- ir hljóta að vera sammála um það að ef kerfið þarfnist aðeins minni háttar lagfæringa sé óþarfi að end- urskoða það í heild og gera róttæk- ar breytingar á því. Ef það reynist hins vegar rétt hjá fulltrúum vagn- stjóra að gera þurfi róttækar endur- bætur á kerfínu til þess að það sé áreiðanlegt og þjóni hlutverki sínu, er nauðsynlegt að þær breytingar verði gerðar sem fyrst. Það er eng- um til gagns að notast við ónýtt leiðakerfi. Þegar fulltrúa vagnstjóra og æðstu yfirmenn fyrirtækisins greinir á um jafnmikilvægt mál hlýt- ur það að vera hlutverk stjórnar að grípa til viðeigandi aðgerða til að komast að hinu sanna í málinu og ákveða síðan hvort þörf sé á minni háttar aðgerðum eða algerri upp- stokkun. Tillaga um starfshóp Á stjórnarfundi SVR hinn 9. sept- ember kom í ljós að meirihluti R-list- ans í stjóm hafði að fyrra bragði engar tillögur fram að færa í mál- inu. Eftir að rætt hafði verið um málið lagði stjórnarformaðurinn fram drög að bókun þar sem breyt- Kjartan Magnússon Sérpantanír á húsgögir mn Berist fyrir 25. september til afhendingar fyrir jól ingamar voru varðar og fyllsta stuðningi lýst yfir við yfirstjórn iyrir- tækisins. í drögunum var hins vegar hvergi minnst á að nauðsyn- legt væri að komast að því hvað hefði farið úrskeiðis og hvað þyrfti að bæta. Fulltrúar sjálfstæðismanna í stjórn lögðu hins vegar fram tillögu um að for- stjóri SVR skipaði starfshóp, sem tveir trúnaðarmenn vagn- stjóra tækju sæti í. Hópnum yrði falið að gera ýtarlega úttekt á leiðakerfinu og tímamæla leiðir til að komast að því hverjar þeirra héldu ekki áætlun. Hann skilaði síð- an skýrslu um einstakar leiðir og kæmi með tillögur til úrbóta. í þess- ari tillögu fólst enginn dómur yfir leiðakerfinu eða þeim starfsmönn- um sem lögðu gjörva hönd á plóg við að breyta því. Að sjálfsögðu fólst heldur ekki í henni neitt van- traust á yfirstjórn fyrirtækisins enda var lagt til að forstjóri skipaði hópinn að öðm leyti en því að tveir trúnaðarmenn vagnstjóra sætu í honum. Með tillögunni var lagt til að þeir tveir hópar, sem virðast vera ósammála um breytingamar innan fyrirtækisins, ynnu saman að Iausn málsins. Meirihluti R-listans féllst ekki á tillöguna og felldi hana en lagði þess í stað fram og sam- þykkti nýja tillögu. Hún fól það í sér að trúnaðarmönnum vagnstjóra yrði bætt við þann starfshóp, sem vann að undirbúningi leiðakerf- isbreytinganna en að öðru leyti var tillagan að mestu samhljóða tillögu sjálfstæðismanna. Það stendur eftir að ef sjálfstæðismenn hefðu ekki lagt fram tillögu til úrbóta hefði engin slík tillaga verið borin fram á fundinum og þannig hefði R-list- inn „saltað málið“ a.m.k. fram að næsta fundi. Fundur með vagnstjórum Á stjórnarfundinum lögðu fulltrú- ar sjálfstæðismanna einnig fram til- lögu um að stjórn og stjórnendur SVR héldu sem fyrst fund með vagnstjómm um breytingar á leiða- kerfinu. Er ekki vanþörf á því til þess að vagnstjórar geti tjáð sig beint og milliliðalaust við stjórnend- ur fyrirtækisins og auðvitað hefði átt að halda slíkan fund um leið og óánægju varð vart. Fundur af þessu tagi gæti einnig þjónað þeim til- gangi að kanna hve mikii óánægja er með leiðakerfið á meðal vagn- stjóra. Í umræðum um tillöguna lét stjómarformaðurinn þá ósk í ljós að slíkur fundur yrði ekki haldinn fyrr en eftir hálfan mánuð þar sem hann og annar stjórnarmaður R-list- ans væm á förum úr stjórn. Sjálf- stæðismenn héldu hins vegar fast MORKINNI 3 SlMI 588 0640 • FAX 588 0641 Glcesileg kristallsglös í miklu úrvali (y) SILF x-*-/ Krinelunr RBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - Farþegar, starfsmenn og borgarbúar allir eiga heimtingu á því, segir Kjartan Magnússon, að þeirri óvissu, sem nú ríkir um stjórn SVR, verði eytt hið fyrsta. Þeir sem bera ábyrgð á óvissunni eru borgar- stjóri og aðrir borgar- fulltrúar R-listans. við það að hann yrði haldinn innan þess tíma. Tóku fulltrúar R-listans þá þann kost að styðja tillöguna enda hefði þeim vart verið stætt á öðm. Óvissa um stjórn SVR Eins og hér hefur verið lýst kom á fundinum upp á yfirborðið að veru- leg óvissa ríkir um stjórn fyrirtækis- ins og hún er nú farin að hafa veru- leg áhrif á starfsemi þess. Síðan í vor hefur það verið ljóst að tveir af þremur fulltrúum R-listans eru á förum úr stjórninni og óvíst er hveij- ir koma í þeirra stað. Stjórnarform- aðurinn, Arthur Morthens, hefur lýst yfir því að hann muni hætta í stjórninni en honum hefur verið út- hlutað mikilvægu embætti hjá hinni nýju fræðslumiðstöð borgarinnar. Hefð er fyrir því að háttsettir emb- ættismenn gegni ekki einnig pólit- ískum störfum. Þá hefur Ólína Þorvarðardóttir meðstjórnandi óskað eftir leyfi frá stjórnarsetu um eins árs skeið vegna búsetu erlendis. Hefur ekki enn komið í ljós hvort nýr stjórnarmaður verður kosinn í hennar stað. Upp- haflega var áætlað að núverandi stjórnarformaður hætti í stjórn og nýr tæki við á fyrsta stjórnarfundi SVR eftir sumarfrí, 9. ágúst sl. Það gerðist ekki og á síðustu tveimur stjórnarfundum hefur formaðurinn í bæði skiptin sagt að næsti fundur yrði sinn síðasti. Það er langt frá því að þetta mál sé bara vandræðamál fyrir R-listann heldur hefur það einnig í för með sér mikla óvissu fyrir starfsmenn SVR. Viðbrögð stjórnarformanns við tillöguflutningi sjálfstæðis- manna verða vart skilin á annan veg en að hann vilji koma sér hjá því að taka á vandanum og vísa honum til þeirra, sem koma nýir að stjórnarborði. Vandræðagangur R-listans Það er ámælisvert að SVR, starfsmenn fyrirtækisins og farþeg- ar skuli þurfa að líða fyrir vand- ræðagang R-listans með fyrirtækið og að það skuli taka hann marga mánuði að finna fyrirtækinu nýja stjórnarmenn í stað þeirra, sem þyrftu nú þegar að hafa losnað. Ótækt er að það bitni á SVR þótt borgarfulltrúar R-listans komi sér ekki saman um hver eigi að taka við stjórnarformennsku í fyrirtæk- inu. Það er lýsandi fyrir þá óvissu, sem ríkir um fyrirtækið að ekki hefur einu sinni fengist uppgefið hvort nýr stjórnarformaður verði skipaður af Alþýðubandalagið_ eða ekki. Enginn man lengur hvort Ólína var skipuð í stjórnina af kvóta Al- þýðuflokksins eða Nýs vettvangs en flestir eru sammála um að hún til- heyri ekki neinum þeirra flokka, sem standi nú að R-listanum. SVR er eitt stærsta fyrirtæki borgarinnar og áætluð velta þess í ár nemur nálægt 900 milljónum króna. Farþegar, starfsmenn og borgarbúar allir eiga heimtingu á því að þeirri óvissu, sem nú ríkir um stjórn fyrirtækisins, verði eytt hið fyrsta. Þeir sem bera ábyrgð á þessari óvissu eru auðvitað borgar- stjóri og aðrir borgarfulltrúar R-list- ans. Vonandi nota þeir borgar- stjórnarfundinn í næstu viku tii að koma sínum málum á hreint og þá fær meirihlutinn í stjórn SVR nýtt tækifæri til að taka á vandanum í stað þess að velta honum á undan sér. Höfundur situr í stjórn Strætis- vagna Reykjavíkur. ISLENSKT MAL 1) „Þetta var nokkuð sem menn bjuggust ekki við.“ 2) „en það er nú eitthvað sem hann ekki vill“. 3) „Við vorum að spila vel allan tímann." Kækir 1 og 2 eru sama kyns. Dæmin eru slappar málsgreinar, þar sem tilvísunarsetningin, tengd með sem, er óþörf og til lýta. I báðum dæmunum er best að gera úr þessu eina setningu. Þá verður t.d. málsgrein 1: Þessu bjuggust menn ekki við, ekki bjuggust menn við þessu eða við þessu bjuggust menn ekki. Feitletruðu gerðirnar eiga það sameiginlegt að vera sagnsterkar. Sagnsterkur stíll er einkenni góðrar sígildrar ís- lensku. Og þær eru gagnorðar. Málsgreinarnar, sem settar eru inn- an gæsalappa, eru nokkurs konar danska: („det var noget (som) man ikke regnede med“). Þriðji kækurinn er mjög áberandi í íþróttamáli um þessar mundir. í staðinn fyrir þann kæk mætti segja: Við lékum (spiluðum) vel allan tímann eða . . . stóðum okkur vel. Aðalatriðið er að losna við hjálpar- sögnina að vera. Hún slævir stílinn. Þessi málspell eru því skyld hinum fyrri. Þama gægist líka fram ann- aðhvort enska eða danska: „we were playing", „vi var at spille“. Kemur enn að því, að menn þurfa að kunna vel skilsmun tungnanna og velja það sem er kjarngott og sígilt úr móðurmálinu. Já, og vel á minnst. Sögnin að gægjast þolir nú mikið ofríki sagn- arinnar að kíkja. Það er „kíkt“ á alla skapaða hluti. Og ef mönnum þóknast ekki sögnin að gægjast, af einhveijum dularfullum ástæð- um, ættum við að geta sæst á að líta á, að minnsta kosti í tilbreyt- ingarskyni frá öllum „kíkingunum". Þar að auki getum við gluggað í eitt og annað. [Sjá þó Mbl. 1. sept. gægst í spilin.] ★ Lengst inn til dalanna dimmra einn dag meðal varganna grimmra sat ég móður og mæddur Umsjónarmaður Gísli Jónsson 866. þáttur í myrkrinu hræddur. í grasinu lá þessi limra. (Haukur Ingólfsson). ★ Þá tekur öðru sinni til máls Torfi Jónsson: „Áður fyrr var talað um að fyrirtæki „legði upp laupana", nú er sagt að þau „leggist af“, slæm skipti það. Fýrir fáum dögum var rætt um Áburðarverksmiðju ríkisins í fréttum og þess getið að „áburðarvinnsla leggst af“. Og þrátt fyrir marg-endurteknar að- varanir þeirra ágætu manna, sem séð hafa um þáttinn „Daglegt mál“ í Ríkisútvarpinu „fara menn enn erlendis", og það jafnvel há- menntaðir menn. Þeir „taka þátt“ án þess að geta þess í hverju á að taka þátt, og einn talaði fjálglega um að „taka tillit“ en láðist að geta til hvers. Viðskiptavinir heita nú yfirleitt „kúnnar“, orðið fengið að láni frá frændum vorum Dön- um.“ [Innskot umsjónarmanns: Mér leiðist orðið kúnni, en við- skiptavinur er hálfgert vandræða- orð, bæði vegna lengdar og merk- ingar síðasta liðarins í orðinu. Ég hef því út úr neyð notað orðið við- skiptandi, flt. viðskiptendur. Og ekki má gleyma orðinu viðskipta- maður.] Þá fer T.J. að velta fyrir sér aldri sagnarinnar að jarðsyngja sem honum fellur ekki. Elsta dæmi um sögnina, það sem Orðabók Háskól- ans hefur, er úr ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar eldprests, en hún var skráð árin 1784-1791. Næ- stelsta dæmið er svo úr Fjölni. Sögnin er bæði í Sigfúsi (Blöndal) og Árna (Böðvarssyni). í lok bréfs síns segir Torfi Jóns- son: „Mig langar til að slá hér botninn í með stöku eftir Sigmund Guðna- son frá Hælavík í Sléttuhreppi, sem hljóðar svo: Hér er tungan helzt til fijáls, en hugsað nokkuð minna. Orðníðinga íslenzks máls er allt of víða að finna.“ Frá skilrikum mönnum: Ríki suður í Karíbahafi (ekki „niður í karabíska hafinu") heitir Bahama- eyjar. Bahama merkir fjöruland. í auglýsingum höfum við heyrt þrástagast á ensku fleirtölunni „Bahamas", og er það til mikilla lýta, og á mjóum þvengjum læra hundarnir að stela. Þá er sú málbj- ögun mjög hvimleið að segja og skrifa „niður til“ í stað suður. Við förum suður á Italíu, en ekki „nið- ur til“ o.s.frv. Og við syngjum enn: Suður um höfin að sólgylltri strönd. Með þessari orðsendingu skil- ríkra manna er að nokkru svarað bréfi Stefáns Snævars í Björgvin, en því verða gerð betri skil síðar. ★ Hlymrekur handan kvað: Með fullmikið skröltandi skrúfna lá Skammketill einn milli þúfna, en heppni þó næg, því að hann átti sæg skjólgóðra hermannahúfna. ★ „Og ef þú vilt verða fullkominn í fróðleik, þá nem þú allar mállýsk- ur, en allra heist latínu og völsku [frönsku]. Því að þær tungur ganga víðast. En þó týndu eigi að heldur þinni tungu.“ (Konungsskuggsjá.) ★ Flýg ég og flýg yfir fjallaskörð, yfir brekkubörð, yfír bleikan svörð. Yfir foss í gili, yfír fuglasveim, yfír lyng í laut inn í ljóssins heim. (Filippía S. Kristjánsdóttir, Hugrún, 90 ára.) ★ Þegar guð af suðri sendir sumarský, gleðst ég alltaf upp á ný, ekki get ég neitað því. (Úr syrpu Þorbjargar á Skeri; valhent.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.