Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hvalfjarðargöng orðin 780 metrar á lengd og á undan áætlun LOFTRÆSTISTOKKUR liggur meðfram gangaloftinu sem hleypir fersku lofti til starfsmanna sem vinna 30 metrum undir sjávarmáli. 80 metrar grafnir vikulega Reynsla af greftri Vestfjarða- gangna skilar sér GERÐ jarðganga undir Hvalfjörð er á undan áætlun. AIls eru göng- in orðin um 780 metra löng en fullgerð verða þau rúmir 5.650 metrar. Undanfarnar vikur hefur verið borað að jafnaði um 80 metra inn í bergið á viku. Hermann Sig- urðsson verkfræðingur hjá ístak segir að það sé ekki síst því að þakka að margir starfsmannanna hafi unnið við Vestfjarðagöngin og séu komnir með reynslu af slík- um störfum. Alls vinna um 70 manns við verkið. Sjö manns vinna á tíu tíma vöktum við sjálf jarðgöngin í hvor- um enda ganganna, þijár vaktir að sunnanverðu og tvær að norð- anverðu. Framkvæmdamátinn er sá að boraðar eru um 100 holur í bergvegginn og þær fylltar með sprengiefni. Síðan er sprengt og / $ ' * Morgunblaðið/Þorkell UNNIÐ að undirbúningi fyrir sprengingu í Hvalfjarðargöngum í gær. Þverssnið eftir Hvalfjarðargöngunum (horftinnfjörðinn) Norðan Sunnan fjarðar við___________________________________fjarðarvið _ Hólabrú .. ..... , Saurbæ^^ ... og 450 m að sunnanverðu Nú er búið að sprengja 330 m að norðanverðu 0 1 2 3 4 5 6km JARÐGÖNGIN verða tæplega 5,8 km löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum í göngunum að norðanverðu en að sunnanverðu verða tvær akreinar. Frumteikningin er unnin af verkfræðistofunni Hnit hf. lausu efni mokað út úr göngunum. Að jafnaði er sprengt tvisvar sinn- um á dag, alla daga vikunnar. Sunnan megin eru göngin orðin 430 metra löng og um 350 metrar norðan megin. Þijár akreinar verða norðanmegin en tvær sunn- anmegin fjarðar. Eitt hundraðasta sprengingin Þau tímamót voru í jarðgöngun- um í fyrradag að sprengt var í eitt hundraðasta skiptið að sunn- anverðu frá því framkvæmdirnar hófust í mars sl. Um 80 sinnum hefur verið sprengt að norðan- verðu. Um 400 kg af dínamíti er notað í hveija sprengingu. Áætlað er að 600-700 tonn af dínamíti verði notuð í allt verkið. Verkið er unnið af Fossvirki sem samanstendur af þremur fyrir- tækjum, ístaki, Pihl og Son og sænska stórfyrirtækinu Skánska, sem veltir um 300 milljörðum ÍSK á ári. ístak stjórnar verkinu. Hermann segir að þótt verkið sé á undan áætlun núna geti tafir orðið á því hvenær sem er. Boraðar eru með reglulegu millibili fjórar 25 metra djúpar holur í bergið til þess að kanna leka. Sé bergið þétt er það sprengt. Komi hins vegar í ljós mikill leki í berginu eru boraðar 20 holur, 25 metra djúpar, og sementseðju sprautað með þrýstingi inn í þær og bergið þétt. Við þetta dregur úr verkhraðanum. Hallinn á göngunum að sunnan- verðu er sjö gráður en átta gráður að norðanverðu, sem er svipaður halli og í Kömbunum. Enn 200 metrar að sjó Enn eru um 200 metrar frá göngunum sunnan megin að sjó og liggja þau nú 30 metrum undir sjávarmáli. Reiknað er með að eftir einn mánuð verði göngin komin undir sjó en eitthvað síðar norðan megin fjarðar. Hermann sagði líklegt að meira bæri á leka þegar göngin verða komin undir sjó. „Bergið hefur verið tiltölulega gott og við höfum aðeins fjórum sinnum þurft að þétta það á þess- um kafla, tvisvar sinnum hvorum megin fjarðar. Við reiknum þó með að vinna við þéttingar muni aukast verulega þegar við verðum komnir dýpra undir fjörðinn.“ Kostnaður við jarðgöngin undir Hvalfjörð er áætlaður um 4,5 millj- arðar króna með fjármagnskostn- aði en framkvæmdakostnaður rúmlega þrír milljarðar króna. Stefnt er að því að opna göngin fyrir umferð í mars 1999. Dagvistargjöld Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna eftir samningana við lækna Foreldrar skulda 25 milljónir STJÓRN Dagvistar bama hefur sam- þykkt að fela Intrum á íslandi ehf. að annast innheimtu_ vangoldinna gjalda fyrir dagvist. Ámi Þór Sig- urðsson formaður stjórnar Dagvistar barna segir að um síðustu áramót hafi skuldir foreldra við borgina vegna dagvistar numið um 25 millj- ónum króna. Borgin greiðir fyrirtækinu ekkert fyrir að annast innheimtuna að Árna sögn en i staðinn eru lagðar 400 krónur á dagvistargjöld sem ekki eru greidd á eindaga. Dagvistargjöld voru greidd í við- komandi leikskóla til síðustu ára- móta, en þá var byrjað að senda for- eldrum gíróseðla heim. Árni segir jafnframt að sú leið að fela Intrum innheimtu gjaldanna í stað þess að senda skuldir í lögfræðing hafi verið talin mildari. Hugsanlegt að kjaranefnd taki við fleiri heilbrigðisstéttum INGIBJÖRG Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að í kjölfar samnings ríkisins og heilsu- gæslulækna geti komið til greina að launamál fleiri heilbrigðisstétta fari undir kjaranefnd. Ingibjörg kom á fimmtudagskvöld úr sumarleyfi í útlöndum. Hún vísar á bug gagn- rýni sem fram hefur komið á það að hún skuli hafa farið í frí á meðan á læknadeilunni stóð. Fjarvera hennar hafi litlu breytt enda hafi hún verið í stöðugu símasambandi við Halldór Ásgrímsson starfandi heilbrigðisráðherra. Ingibjörg lýsti yfir ánægju með að læknadeil- unni væri lokið. „Hér í heilbrigðisráðuneytinu ríkir fyrst og fremst ánægja með að niður- staða hafi fengist. Heilsugæslustöðvarnar eru hver af annarri að hefja aftur eðlilega starf- semi enda er tími til kominn því deilan hefur staðið alltof lengi,“ sagði hún og tók fram að mesta breytingin fælist án efa í því að kjara- nefnd færi með launamál heilsugæslulækna eftir áramót. „Um breytinguna náðist full sam- staða. Mér líst vel á hana og tel ástæðu til að ætla að með henni færist meiri ró yfir launa- rnálin." Ingibjörg tók fram að ekki væri með breyt- ingunni fundin heildarlausn á launamálum allra heilbrigðisstétta. „En í framhaldi af samningnum getur komið til greina að launa- mál fleiri heilbrigðisstétta fari undir kjara- nefnd.“ Efndi loforð við 7 ára son sinn Ingibjörg hefur hlotið gagnrýni fyrir að hafa farið í 10 daga sumarleyfi til Kýpur á meðan á læknadeilunni stóð. Hún rifjaði upp að samn- ingaviðræður við heilsugæslulækna hefðu stað- ið yfir frá því í febrúar. Náðst hefði samkomu- lag um faglegu hliðina í júlí og í kjölfarið hefði kjaradeila á forræði fjármálaráðherra hafist í ágúst. „Ég stóð einfaldlega frammi fyrir því þegar deilan fór að dragast á langinn að sumarið var að líða án þess að ég hefði haft tækifæri til að gera nokkuð með fjölskyldunni. Mér hafði ekki einu sinni tekist að efna loforð við sjö ára gamlan son minn um að vera með honum í eina viku áður en skólinn byrjaði. Ég ákvað að efna loforðið enda fékk ég Halldór Asgríms- son til að gegna störfum fyrir mig. Allir vita að hann er vel til verksins fallinn fyrir utan að við vorum í daglegu sambandi með aðstoð síma og fax allan tímann,“ sagði Ingibjörg. Hún tók fram að stóra spurningin fælist auðvitað í því hvort ráðherrar ættu að hafa einhvern tíma fyrir sig. Hún hefði notið stuðn- ings Halldórs til utanfararinnar og ekki væri nýtt að einn ráðherra leysti annan af. i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.