Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 23
BLAÐAMAÐUR mætti uppá- klæddur á svæðið þar sem sérleið sex var ekin. „ Start- ið“ var rétt á milli Fossvogskirkju- garðs og líkkistuvinnustofu Eyvind- ar Árnasonar stofnaðrar 1899. Það var þá allavega stutt að fara, hugs- aði hann. Ahorfendur voru orðnir allmargir og urðu þegar rallið hófst, fleiri en virtist við fyrstu sín því alls staðar stóð fólk við veginn, fólk sem hungraði í spennu, vitandi að bílarn- ir gætu henst út af veginum hvenær sem væri. Spennan vex, hjaðnar ag vex á ný Búningar gefa alltaf ákveðin for- réttindi og athygli og mér leið eins og alvöru rallara í rauða búningnum frá Bílabúð Benna. Gallinn var ilm- andi nýr og það brakaði í honum við hvert skref. Hjartað fór af stað og blóðið rann hraðar um æðar þegar Nissaninn, rallbíllinn minn, nálgað- ist. Þegar ég skoðaði farkostinn, hvort ekki væri örugglega allt í fínu standi og þannig, rak ég augun í sér- stakar merkingar utan á honum, fyrir aftan nöfn bílstjóranna. Þetta voru blóðflokkar þeiiTa, skráðir á áberandi stað til að hægt yrði að hafa skjótar hendur ef alvarlegt slys ætti sér stað. Nú fyrst fraus blóðið í æðunum og ég vonaði að það þiðnaði ekki ef eitthvað færi úrskeiðis því ég veit ekki einu sinni sjálfur hver blóðflokkur minn er. Það varð ekki aftur snúið. Ailt um kring voru menn með heimsenda- spár, sögðust vonast eftir að sjá blaðamann aftur á lífi og slíkt en ég lét það ekki á mig fá. Það var búið að spenna mig í sætið og festa hjálminn og ég gat mig hvergi hreyft. Fljót- lega hjaðnaði þó spennan þegar Steingrímur Ingason ökumaður bílsins sagðist hafa átt í einhverjum erfiðleikum og útskýrði það á fag- máli; spindillinn í reflexinum hafði losnað úr öxlinum, eða eitthvað á þá leið, og hann sagðist ekki þora að keyra á fullu afli. Þá verður þetta bara léttur bíltúr, ég get kannski tínt blóm á leiðinni, hugsaði undirritaður. Þrír, tveir, einn og af stað, sagði konan við rásmarkið. Bíllinn rumdi eða allavega að sitja í einum slíkum. Þóroddi Bjarnasyni barst kallið þegar alþjóðarallið fór fram um síðustu helgi. en Steingrímur var eitthvað miður sín út af ástandi bílsins og tapaði smátíma í startinu en lagði svo af stað. Blaðamaður, sem ætlaði að fylgjast vel með öllu á leiðinni, svip- brigðum ökumanns, bensínmælun- um og hraðamælinum sérstaklega, gleymdi öllu um leið og pinninn var kominn i gólfíð og ein æsilegasta salibuna, sem hann hafði lent í, upp- hófst. Bíllinn var síður en svo að nið- urlotum kominn. Ein beygja, önnur beygja og ekki slegið af fyrr en um leið og stýrinu er snúið, rifið í hand- bremsu og gírstöng á vixl en á ein- hvern ótrúlegan hátt lenti bíllinn ekki á áhorfendum. Þá eru beygj- urnar búnar, fæturnir komnir lang- leiðina fram í vél og neglurnar á höndunum grafnar inn í sætisáklæð- ið. Við tók malbikaður kafli, en fyrst fór bflinn út af, smávægilega, en svo allt í botn að endimarki. „ Lélegt,“ sagði Steingrímur, „ Ég hef ekki keyrt eins illa lengi,“ sagði hann. Þessi ummæli gáfu færi á að kvíða næstu ferð sem ég átti að fara í jeppa Bretanna Geoffreys Tunnards OH + og Douglas Landys B - , Pajero, sem var í fínu lagi. Hefurðu aldrei lent Islysi? „ Nei, ekki nýlega. Ég hef velt venjuleg- um bílum en aldrei þessum, “sagði hann brosandi og sagði af reynslu sinni í Paris Dakar, hinu fræga ralli, og fleiri afrek- um enda kom það í ljós þegar rallinu lauk og blaðamaður sat í Toyotunni sinni tveimur dögum síð- ar, Corollu 1300, og hlustaði á fréttir af rallinu að jeppinn hafði sigrað örugg- lega enda varð þeysireiðin með honum enn hraðari en sú fyrri og Bret- inn fór með gaman- mál alla leiðina. Hann gat eins hafa farið þetta blind- andi svo létt var þetta fyrir hann. Jeppinn valt ekki, heldur var sem límdur við lausa- mölina á veginum, svo ótrúlega sem það kanna að hljóma. H BLAÐAMAÐUR kominn í sæti M adstoðarökumanns. Þaö vard þó lítið gagn að honum þegar ferðin hófst. Q Á MIÐRI leið. Fæturnir komnir langleiðina fram i vél og neglurnar grafnar í sætis- áklæðið. n BRETINN fór með gamanmál " alla leiðina en keyrði af ör- yggi- Q SVONA endadi rallið fyrir “ Steingrími og Jóhannesi. Bíll inn orðinn útskeifur að aftan en blaðamaður víds fjarri. „ Wha’ a Cracka’,“ sögðu Bretarn- ir af alkunnri gamansemi hvor við annan þegar blaðmann bar að. Ég skipti við Landy sem var greinilega mjög spenntur og Tunnard hló og kallaði á eftir honum „ já, mamma,“ og sagði svo, „ hann er alltaf svo áhyggjufullur. Þetta á að vera alveg pottþétt, ertu ekki líftryggður ann- ars?“ sagði hann og skellti upp úr og ég vonaði að allt væri pottþétt því það yrði sjálfsagt ekki mikið gagn í mér þegar bíllinn væri farinn af stað. “Lagaðu hljóðnemann í hjálm- inum svo ég geti heyrt þig öskra,,, bætti hann við. Hann vissi greini- lega ekki að blaðamaður var orðinn allsjóaður í rallakstri. Límdur 1/ið lausa- mölina Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Með frusið blófi á 6. sérieið Það er draumur margra að keyra rallbíl,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.