Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996
A MIÐNÆTURSYNINGU
Á STONE FREE
Hippamenningin hefur gengið í
endurnýjun lífdaga með upp-
færslu hippaleikverka á borð við
Hárið og Stone Free. Hvort það hafí
brúað kynslóðabilið skal ósagt látið,
en ungur laganemi og miðaldra blaða-
maður og uppgjafahippi, fóru saman á mið-
nætursýningu á Stone Free og báru saman
bækur sínar um hippahugsjónina og tón-
listina frá þessu tímabili.
HIPPINN mætir til leiks í
gömlum rúskinnsjakka
með kögri, sem hann
bjargaði úr hreinsunareldinum
þegar hippatímabilið var gert upp
á sínum tíma. Uppinn er hins vegar
í sínu fínasta pússi, honum finnst
að menn eigi að mæta spariklæddir
á leiksýningar. Svo skemmtilega,
eða óheppilega, vill til að þetta
kvöld er skólasýning hjá Verslun-
arskólanum, en báðir eru uppinn
og hippinn gamlir nemendur skól-
ans. „Þetta kvöld verður þá tvöfóld
nostalgia hjá mér,“ segir hippinn
hróðugur, en uppinn lætur sér fátt
um finnast. Það er svo stutt síðan
hann var í Versló. Þeir setjast á
púða á sviðinu og Dúddi rótari,
sem hér er í hlutverki kynnis, bið-
ur menn að slappa af. Sýningin er
að hefjast.
Bítlarnir fundu
upp þessa tánlist
Það kemur fljótlega í ljós að
Verslingar eru í myljandi stuði,
taka virkan þátt í sýningunni og
ekki örgrannt um að einhverjir
hafi fengið sér neðan í því. Uppinn
vekur athygli á góðum bassaleik í
upphafi sýningar og hippinn tekur
undir það, en bætir við að sér finn-
ist „ sándið í bandinu of loðið“. „Já,
það heyrist ekki nógu mikið í gítur-
unum,“ segir uppinn, en hljóm-
burðurinn á eftir að lagast þegar
líða fer á.
Þeir fara nú að rökræða tónlist
hippatímabilsins. Uppinn segist
alltaf hafa verið hrifinn af henni.
„Ég efast um að önnur eins
gi'óska hafi nokkurn tímann verið í
popptónlist, enda voru Bítlamir,
mikilfenglegasta og besta popp-
hljómsveit allra tíma, upp á sitt
besta á seinni hluta sjöunda ára-
tugarins. Að mínu viti fundu þeir
upp þessa tegund tónlistar,“ segir
uppinn, ánægður með sjálfan sig
og þann brunn ómerkilegra stað-
reynda sem hann sækir visku sína
í.
„Það var fyrst og fremst tónlist-
in sem hafði afgerandi áhrif á mig,“
segir hippinn. „Ég var í London
blómasumarið 1967 og fékk þetta
beint í æð. Sergeant Peppers plata
Bítlanna kom út það sumar,
Hendrix var kominn til Englands
og Cream var að slá í gegn. En það
sem gerði útslagið hjá mér var
sjónvarpsþáttur með Jefferson
Airplane. Þar tóku þau meðal ann-
ars Somebody to love með svona
sýruþrungnum, “sækadelic" lita-
bakgrunni og eftir það varð ekki
aftur snúið.“
IMýtt samfélag
Umgjörð sýningarinnar er í
anda gömlu hippahátíðanna og fyr-
ir vitin slær daufri angan af reyk-
elsi. Upp í huga hippans kemur
mynd frá einni slíkri hátíð, sem
hann sótti í Thy á Jótlandi sumarið
1970. Sú hátíð bar heitið Nyt sam-
fnnd og átti að vera einskonar til-
raun með nýja þjóðfélagsgerð.
Þarna var allt afskaplega frjálslegt
og vinalegt. Sumir gengu berrass-
aðir á milli búða, eins og ekkert
væri eðlilegra, og ást og friður
sveif yfir vötnum. Þama voru
verslanir með engu afgreiðslufólki
og menn borguðu bara í bauk það
sem þeim þótti sanngjarnt fyrir
varninginn, sem samanstóð aðal-
lega af grjónum, sojasósu, tága-
körfum og leðurarmböndum.
„Þetta var nú ljóta ruglið,“ hugs-
ar hippinn og játar fyrii- sjálfum
sér að hugsjón hippanna var dæmd
til að mistakast, þótt ekki hefði
hann viljað missa af þessu ævin-
týri. „Það er nú líka ýmislegt sem
situr eftú-, svo sem umræða um
jafnrétti og samskipti kynjanna,
friðar- og afvopnunarmál, lífsstíl
og verðmætamat og sitthvað fleira.
Við skulum heldur ekki gleyma því
að öld Vatnsberans er fyrst nú að
renna upp svo að kannski er ekki
öll nótt úti enn?“
Hippinn fer nú að draga í land og
viðurkennir fyrir uppanum að
hann hafi í rauninni aldrei verið
neinn alvöru hippi. „Það var þá
helst um helgar þegar maður var í
þessu hljómsveitarstússi."
Uppinn er sammála hippanum
um að hippahugsjónin hafi verið
dæmd til að mistakast. „Upp til
hópa voru þetta einstaklingar á
flótta frá lífinu. Auðvitað væri
þægilegt ef allir hættu í vinnunni
og gengju í kommúnu. En gamla
spakmælið sem amma kenndi mér:
„Maður verður að gera fleira en
gott þykir“, er einfaldlega hverju
orði sannara, sama hversu leiðin-
legt það er. Það er auðvitað degin-
um ljósara að þjóðfélag, þar sem
allir liggja aðgerðalausir með
TÓNLISTIN er burðarás sýningarinnar.
Morgunblaðið/Golli
VERSLINGAR voru í myljandi stuði þetta kvöld.
HIPPINN og uppinn voru hinir hressustu baksviðs, en frekar dauft
var yfir þeim Daníel Ágúst, Emiliönu Torrini og Jóni Ólafssyni.
MORGUNBLAÐIÐ
tærnar upp í loft, er dæmt til að
mistakast. Mottóið Gefam verald-
leg gæði upp á bátinn, er ávísun á
eymd,“ segir uppinn og honum er
mikið niðri fyrir. Hann leggur þó
áherslu á að honum sé alls ekki illa
við nekt á almannafæri og frjálsar
ástir.
Eins ug fífl
Verslingar eru nú famir að
færa sig upp á skaftið með
frammíköllum og stælum í
garð leikaranna, sem svara
í sömu mynt. Hippinn er
farinn að ókyrrast á
sviðinu, finnst hann
eins og illa gerður
hlutur og dálítið
„ýktur“ innan um
krakkana.
„Þú ert eins og
fífl í þessari
múnderingu,“
hugsar hann
með sér og það
þyrmir yfir
hann við til-
hugsunina um að
einhver af gömlu
kennurunum úr Versló
kunni hugsanlega að vera í
salnum. Fyrir hlé er hann bú-
inn að lauma sér af sviðinu,
kominn í jakkafót og sestur út
í sal hjá eiginkonu sinni.
„Mér finnst skemmtilegri
lög í þessari sýningu en
Hárinu," segir konan.
„Maður kemst bara í
stuð...“ Hún var líka í
Versló á sínum tíma.
Hippinn, sem nú er aft-
ur orðinn miðaldra
blaðamaður, bítur á
vörina og þegir.
Uppinn situr hins vegar sem
fastast á sviðinu enda fellur hann
betur inn í hópinn, aðeins
nokkrum árum eldri. Honum þykir
þó framkoma þeirra Verslinga,
sem mest hafa sig í frammi, varla
sæmandi og ekki laust við að tár
brjótist fram í augnkrókana þegar
honum verður hugsað til gamla
góða skólans síns.
Sætir ng hressir
hrahhar
Baksviðs í hléinu eru leikaramir
hálffúlir vegna framkomu krakk-
anna. „Ég held að það hafi aldrei
verið svona erfitt að leika,“ segir
Ingvar Sigurðsson. „Já, hugsaðu
þér,“ segir Gísli Rúnar móðgaður:
„Það er þrisvar búið að segja mér
að halda kjafti." Leikararnir og
forsvarsmenn sýningarinnar vilja
bjóða hippanum og uppanum á
aðra sýningu. „Venjulega er þetta
ekki svona unglingasýning. Ahorf-
endur eru yfirleitt mjög blandaður
hópur, oft foreldrar af hippakyn-
slóðinni sem koma með börnin sín.
Það er allt öðruvísi stemmning
héma venjulega."
Kona hippans skemmtir sér hins
vegar konunglega við að fylgjast
með krökkunum. „Þetta eru voða
sætir og hressir krakkar. Og sami
fíflagangurinn í þeim og var í okk-
ur,“ segir hún og ber blakið af
Verslingum. Hippinn rifjar upp í
huganum þegar hann og árgangur-
inn hans í Versló fóru á Kinks-tón-
leikana í Austurbæjarbíói um árið.
Sumir höfðu þá fengið sér svo
hressilega neðan í því að þeir
þurftu að halda fyrir annað augað
til að sjá hljómsveitina í fókus.
Undir lok sýningarinnar eru
leikararnir orðnir pirraðir. í gift-
ingaratriðinu missir Eggert Þor-
leifsson þolinmæðina og segir fólk-
inu umbúðalaust að halda sér sam-
an. Síðan þakkar hann þeim leik-
húsgestum sem ekki eru í Versló
kærlega fyrir komuna. Sýningunni
er lokið og allir skemmtu sér vel,
ekki síst Verslingarnir. Tímamir
breytast og mennirnir með, um
það em laganeminn og blaðamað-
urinn sammála. En eitt hefur þó
ekkert breyst: íslenskur æskulýð-
ur er samur við sig. Þetta eru
hressir og fjörmiklir krakkar, en
eins og forfeður þeirra, full frakkir
þegar þeir hafa glingrað við stút.