Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Botnfiskvinnslan rekin með 8,5% tapi Vinnslan tapar rúmum þremur milljörðum á ári BOTNFISKVINNS1AN er nú rekin með 8,5% tapi samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar. Verst er staðan í frystingu þar sem tapið er 12,5% af tekjum. Það svarar til þess að fiskvinnslan í landinu sé að tapa rúmum þremur milljörðum króna á ári að mati Arnars Sigurmundsson- ar, formanni Samtaka fiskvinnslu- stöðva: „Þetta eru geigvænlegar tölur.“ Tap í söltun er mun minna eða 1,5%. Nú er orðið tap á veiðum á rækjuveiðum og vinnslu upp á 3%, en á sama tíma í fyrra skilaði rækjan 15%. Bezt er afkoman í loðnuveiðum og bræðslu, þar sem Þjóðhagsstofnun telur hagnaðinn 15%. Utgerðin er _á hinn bóginn rekin með hagnaði. í heild er sjávar- útvegurinn rekinn með 0,5% tapi, en á sama tíma í fyrra avr hagnað- urinn 4,5%. Þorsteinn Pálsson sagði á aðal- fundi Samtaka fískvinnslustöðva í gær, að þessi niðurstaða væri held- ur verri en hann hefði átt von á. Hann sagði að tvær megin orsakir lægu að baki þessari slæmu stöðu; Innlendar kostnaðarhækkanir, annars vegar og lækkandi afurða- verð hins vegar. Hann sagði síðan: „Hallarekstri í sjávarútvegi verður ekki breytt í aukna einkaneyzlu. Hitt er svo annað mál að mörg bezt reknu fyrirtækin í sjávarút- vegi eru rekin með góðum hagn- aði. Eðlilega setja menn fram kröf- ur um að afkoma þeirra ráði launa- þróuninni. En þá verða menn um leið að sætta sig við að ekki er hægt að tryggja rekstur þeirra Geigvænlegar töl- ur segir formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva fyrirtækja sem verst standa. Þetta eru einföld sannindi sem samn- ingamenn atvinnurerkenda og launþega standa frammi fyrir á komandi mánuðum." „Þessar tölur koma mér reyndar ekki á óvart,“ segir Arnar Sigur- mundsson. „Reyndar átti ég ekki von á því að jafnmikil afkomumun- ur væri á milli söltunar og frysting- ar eins og er í dag. Heildarniður- staðan er hins vegar svipuð og ég bjóst við. Hjá þeim fyrirtækjum sem vinna mikið af síld og loðnu er hallinn líklega eitthvað minni en hjá hinum, sem eru með hreina botnfiskvinnslu. Þar er hallinn enn meiri eða 14 til 15%. Lækkun á fiskverði Ég held að margt þurfi að gera til að bæta stöðuna. Auðvitað horf- um við ekkert framhjá því, að þeg- ar hráefniskostnaður er kominn yfir 60% af heildarkostnaði, verður að ná fram lækkun á fiskverði. Það er hægara sagt en gert. Fisk- verð er frjálst og ræðst á margan hátt, á fiskmörkuðum, í beinum viðskiptum og hjá úrskurðarnefnd. Þarna held ég að við verðum að ná verulegri lækkun, en það tekur langan tíma. í annan stað þurfum við að auka framlegðina þannig að launakostnaður lækki í heildina. Með þessu er ég ekki að segja að laun til hvers og eins þurfi endilega að lækka. Við þurfum þess í stað að bæta launakerfin okkar og stytta „pásur“ og nýta vinnutím- ann betur. Síðan kemur að hlut ríkisvalds- ins. Það er nokkuð sérkennnilegt við þessar aðstæður að við þurfum að eyða orku í að koma í veg fyr- ir það að tryggingagjald hækki á næsta ári. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar á það að hækka um á milli 600 til 700 milljónir á næstu tveimur árum. Við leggj- umst eindregið gegn því. Við þurf- um einnig að fá þróunarsjóðsgjald á fiskvinnslu fellt niður frá næstu áramótum. Það vegur aðeins 75 milljónum króna í fiskvinnslunni. Það vegur ekki mikið, en það er m ikið sanngirnismál. Við þurfum að ná fram lækkun á orkukostnaði og fleiri liðum og síðast en ekki sízt þurfum við að reyna allt hvað við getum sjálfir til að bæta reksturinn. Liður í því hlýtur að vera frekari sameining fyrirtækja á næstu árum og eitt- hvað verður sjálfsasgt um að vinnslan færist út á sjó. Við meg- um þó ekki gleyma því að það gíf- urlega markaðsstarf sem unnið hefur verið erlendis og þróunar- starf hér heim á undanförnum árum má ekki glatast. Við verðum því að reyna að efla landvinnsluna með öllum tiltækum ráðum,“ segir Arnar Sigurmundsson. Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva Brýnt að ná niður ýms- um kostnaðarliðum í rekstri fyrirtækjanna FISXVINNSLAN í landinu er nú rekin með miklu halla, eða allt að 14 til 15% eftir vinnslugreinum. Aðalfundur Samtaka fískvinnslu- stöðva, sem haldinn var í gær, sendi frá sér ályktun vegna stöð- unnar og fer hún hér á eftir: „Nýir útreikningar Þjóðhags- stofnunar um afkomu botnfísk- vinnslu staðfesta þann gríðarlega vanda sem við er að glíma. Ofan á þetta bætist að mjög viðunandi afkoma í rækjuvinnslu hefur snúist í tap vegna verðlækkana á afurð- um undanfarin misseri. Endurskoða Iaunakerfin Við þessar aðstæður er fisk- vinnslunni mjög brýnt að ná niður ýmsum kostnaðarliðum í rekstri fyrirtækjanna. Hráefnisverðið sem ræður mestu um afkomuna hefur ekki fylgt lækkun afurðaverðs. Nauðsynlegt er að Úrskurðarnefnd taki fullt tillit til verðbreytinga á afurðum við afgreiðslu ágreinings- mála um fískverð til sjómanna og gæti það haft umtalsverð áhrif á hráefnisverð í beinum viðskiptum og á innlendum fiskmörkuðum. Þá verður að hefja endurskoðun launakerfa og skoðun á nýtingu vinnutíma í fiskvinnslu með það að leiðarljósi að auka framleiðni. Þá er einnig mjög brýnt að ná nið- ur öðrum kostnaðarliðum sem snúa að þjónustufyrirtækjum, sveitarfé- lögum og fyrirtækjum þeirra. Aðalfundur Samtaka fisk- vinnslustöðva skorar á stjórnvöld að hraða endurskipulagningu fjár- festingalánasjóða atvinnuveganna og stofnun öflugs Nýsköpunar- sjóðs í samvinnu við samtök í sjáv- arútvegi og iðnaði. Það er löngu orðið tímabært að ganga til þessa verks og gera þessum sjóðum kleift að taka þátt í vaxandi samkeppni á lánamarkaðinum. Háir raunvextir Háir raunvextir eru enn ráðandi hér á landi, þó að aukin sam- keppni bankastofnana og sjóða hafi Ieitt til lækkunar fjármagns- kostnaðar. Undanfarið hefur verulega dregið úr framlögum lánastofnana á afskriftarreikn- inga og getur því vaxtamunur inn- og útlána minnkað í kjölfarið. Lækkun vaxta skiptir sjávarút- veginn miklu máli og afar brýnt er að innlendir vextir verði sam- bærilegir og hjá okkar helstu sam- keppnisþjóðum. Aðalfundur Samtaka fisk- vinnslustöðva skorar á stjórnvöld að falla nú þegar frá öllum hug- myndum um hækkun tiygginga- gjalds á sjávarútveginn. Akvörðun um 600-700 milljón króna hækk- un tryggingagjalds á sjávarútveg- inn er alfarið á ábyrgð ríkisstjórn- arinnar og ekki í tengslum við kvartanir Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) eins og látið er í veðri vaka. Þessar nýju launaskattshugmyndir stjórnvalda eru í hróplegu ósam- ræmi við þau fyrir- heit að skatta- legt umhverfi atvinnurekstrar hér á landi verði á við það sem gerist best í nálægum löndum. Útflutn- ingsgreinar búa við þá sérstöðu að geta ekki velt þessum nýju sköttum út í afurðaverðið sem ræðst af framboði og eftirspurn á erlendum mörkuðum, óháð meintri réttlætiskennd íslenskra stjórn- valda. Lög um þróunarsjóð verði endurskoðuð Þá skorar fundurinn á sjávarút- vegsráðherra að gangast fyrir end- urskoðun á lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins á þann veg að fella niður þróunarsjóðsgjald á físk- vinnsluhús frá og með næstu ára- mótum. Það hefur sýnt sig að álagning gjaldsins undanfarin tvö ár nægir fyrir hlut sjóðsins í úreld- ingu á þeim fiskvinnsluhúsum sem hlotið hafa samþykki sjóðsstjórnar. Jafnframt er á það bent að í lögum um Þróunarsjóð sjávarútvegsins er gert ráð fyrir að heimild hans til úreldingar fískvinnsluhúsa falli niður nú í árslok.“ Reuter Barbra Streisand til liðs við Clinton BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, lauk kosningaferð um fjög- ur ríki í vesturhluta iandsins með fjáröflunarsamkomu í Holly- wood á fimmtudagskvöld. 700 gestir greiddu þá alls fjórar milljónir dala, sem svarar 270 milljónum króna, fyrir að hitta hann og hlýða á söng Barbra Streisand, sem sést hér fagna forsetanum. Samkoman fór fram i húsi sem ein af stjörnum þögiu mynd- anna, Harold Lloyd, reisti, en það er nú í eigu auðjöfursins Ron Burkle. Forsetinn tók á móti gestunum ásamt eiginkonu sinni, Hillary, áður en þeim var boðið til samkomu þar sem fram komu leikarinn Tom Hanks, rokkhljómsveitin Eagles og skáldkonan Maya Angelou, auk Streisand. Þeir sem greiddu mest, jafnvirði 80.000 króna, snæddu síðan kvöldverð með forsetahjónunum. Forsetinn hafði ástæðu til að fagna með gestunum því nýjustu skoðanakannanir benda til þess að hann hafi náð 17-18 prósentu- stiga forskoti á Bob Dole, for- setaefni repúblikana. Breski Verkamannaflokkurimi Verkalýðsleið- togar ævareiðir Blackpool. Reuter. BRESKIR verkalýðsleiðtogar brugðust ókvæða í gær við fregn- um' þess efnis að Verkamanna- flokkurinn ráðgerði að ijúfa sögu- leg tengsl sín við launþegahreyf- inguna. Trúðu þeir takmarkað til- raunum forystumanna flokksins til þess að draga ummæli um sam- bandsslitin til baka. Verkalýðsforingjum hefur gram- ist hvernig Verkamannaflokkurinn hefur undir forystu Tony Blairs reynt að fjarlægjast sinn gamla bandamann sem launþegasamtökin hafa verið, en formleg tengsl hafa verið þar á milli í heila öld. Ekki bætti úr skák er Stephen Byers, talsmaður flokksins í at- vinnumálum, lýsti yfir því á hádeg- isverðarfundi með blaðamönnum í fyrradag, að flokkurinn myndi rjúfa öll tengsl við verkalýðshreyfinguna efndi hún til verkfalla með ríkis- stjórn Verkamannaflokksins við völd. Talsmaður flokksins fullyrti að ekkert væri hæft í því að til stæði að slíta tengslum við launþegasam- tökin. Sagði hann Blair flokksleið- toga aldrei hafa lagt slíkt til og engar tillögur í þá veru væru til umræðu í æðstu valdastofnunum flokksins. Tony Blair flokksleiðtogi reyndi líka á fimmtudagskvöldið að lina tjónið sem ummæli Byers höfðu valdið en Lew Adams, leiðtogi sam- taka járnbrautarstjóra (ASLEF), sagði að ekki gengi að sparka stöð- ugt framan í verkalýðshreyfinguna meðan hún væri að reyna að stuðla að sigri Verkamannaflokksins í næstu þingkosningum. Fjöldi verkalýðsleiðtoga sagðist í gær átta sig á, að fregnum um sambandsslit hefði verið vísað á bug af hálfu flokksins en þeir notuðu þó orð á borð við „heimska" og „einfeldni“ til þess að lýsa áliti sínu á yfirlýsingum flokksbroddanna í vikunni. Deilur um tillögur og hugmyndir forystu Verkamannaflokksins um að takmarka verkfallsrétt, lítill áhugi flokksins á kröfum hreyfing- arinnar um lágmarkslaun og nýjum starfsréttindum launþega hafa skyggt á alla umræðu á ársþingi bresku launþegasamtakanna (TUC). Þar á meðal hafa tillögur sem kenndar eru við hófsaman verka- lýðsleiðtoga, John Monks, um vinnustaðafélög og samstarf við vinnuveitendur, sem njóta hljóm- grunns í stjórn samtakanna, farið að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan. Blair hefur freistað þess að draga úr völdum og áhrifum launþega- samtakanna í flokknum. Þau leggja honum þó enn til helming þess fját' sem fer í rekstur flokksins og ráða helmingi atkvæða á flokksþinginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.