Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Kjarasamningur lækna og ríkisins Veruleg hækkun dagvinnulauna KJARASAMNINGUR heilsugæslu- lækna og ríkisins, sem undirritaður var sl. miðvikudag, leiðir til 36-39% hækkunar á dagvinnulaunum. Ástæðan er m.a. sú að greiðslur fyrir akstur og ungbarnaeftirlit eru felldar inn í taxta. Heildargrunnlaun lækna, sem starfa á heilsugæslu- stöðvum, hækka hins vegar um 5-17% og að meðaltali um 7-8%. Launakerfi lækna er flókið og laun þeirra þess vegna mismun- andi. Heilsugæslulæknar fá föst laun frá ríkinu, en þar fyrir utan fá þeir greiðslur frá Trygginga- stofnun ríkisins fyrir unnin læknis- verk. Samkvæmt skýrslu Ríkisend- urskoðunar frá árinu 1992 koma 2/3 hlutar heildarlauna lækna frá Tryggingastofnun. Kjarasamningur ríkisins og lækna snertir einungis föstu launin, þ.e. um 1/3 heildar- launanna. Samkvæmt eldri kjarasamningi hafði læknir á heilsugæslustöð (H-2 læknir) 86.721 krónu í dagvinnulaun á mánuði. Þar fyrir utan fékk hann fastar greiðslur fyrir ungbarnaeftir- lit, aksturspeninga og læknar á landsbyggðinni fengu fastar vakta- greiðslur. Að auki fengu formenn læknaráða 10 klukkustundir í fasta yfirvinnu á mánuði. Væru allar stöð- ur lækna ekki mannaðar við ein- hverja heilsugæslustöð áttu læknar rétt á fastri yfirvinnu til viðbótar. Eins fengu læknar á landsbyggðinni greidda yfirvinnu þegar þeir sinntu þjónustu við svokölluð heilsugæslus- el. Greiðslur færðar inn í dagvinnutaxta Með kjarasamningi heilsugæslu- lækna og ríkisins, sem undirritaður var í vikunni, voru greiðslur fyrir akstur og ungbarnaeftirlit færðar inn í dagvinnutaxta. Þetta þýðir umtalsverða hækkun á dagvinnu- taxta. Taxti H-2 læknis fer t.d. úr 86.721 krónu á máuði í 120.466. Heildarlaun hækka hins vegar mun minna eða á bilinu 5-11%. Með hækkun á dagvinnutaxta aukast greiðslur lækna í lífeyrissjóð og þar með lífeyrisréttindi þeirra. Þótt samningurinn geri ráð fyrir að greiðslur fyrir akstur falli niður getur stjórn heilsugæslustöðva tekið ákvörðun um að greiða læknum áfram aksturpeninga. Fyrir utan föst laun og greiðslur frá Tryggingastofnun er algengt að læknar á landsbyggðinni fái fastar greiðslur frá elliheimilum. Þá eru þess dæmi að þeir sjái einnig um lyfsölu og hafi tekjur af henni. Embættislæknar hafa einnig tekjur af því að meta örorku. Útreikningur á launum lækna er því flókinn og tekjur þeirra mjög mismunandi. Greiðslur lækna frá Trygginga- stofnun ríkisins sem koma fram í töflunni eru nálægt meðalgreiðslum TR til lækna í hverjum mánuði. Greiðslurnar geta verið bæði lægri og hærri. Um 20 læknar fá laun samkvæmt H-1 taxta, en H-2 læknar eru yfir 100. Jakob stofnar eig- ið fyrirtæki JAKOB Frímann Magnússon hóf um síðustu áramót rekstur eigin hljóðvers og margmiðlun- arfyrirtækis í Londoní sam- vinnu við risa- fyrirtækið EMI. Hann mun jafnfraint sinna ákveðn- um verkefnum fyrir utanríkis- ráðuneytið sem menning- arráðunautur. Fyrirtæki Jakobs ber nafnið M4M sem er skammstöfun fyrir May 4th Movement (4. maí hreyfingin) og var stofnsett sem útibú frá fyrirtækinu Virtual Studios sem er leiðandi í margmiðlunarheiminum breska og Jakob er einnig hluthafi í. Sl. vor gerði EMI fyrirtækið hins vegar samning um fjár- mögnun og dreifingu M4M en eigendur þess eru auk Jakobs, kona hans Ragnhildur Gísla- dóttir og breski upptökustjór- inn Mark Davies. Fyrstu afurðir fyrirtækisins eru væntanlegar á markað kringum áramót og nær samn- ingurinn við EMI til allra landa nema íslands en Skífan hf. hef- ur gert samning um dreifingu og sölu hér á landi. Jakob Frímann Busl og bægslagangur í Borgarleikhúsi , Morgunblaðið/Þorkell „ÞOTT læti af ýmsu tagi séu aðalsmerki góðra farsa keyrir þó hér oft úr hófi fram þannig að áhorfanda finnst fáránleik- inn yfirgengilegur og horfir undrandi á - án þess að vera hlát- ur í hug,“ segir meðal annars í dómnum. LEIKUST Leikfclag Rcykjavíku r EF VÆRI ÉG GULLFISKUR Eftir Árna íbsen. Leikendur: Asta Arnardóttir, Egg- ert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Halldóra Geirharðs- dóttir, Helgfa Braga Jónsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurður Karlsson, Sól- ey Elíasdóttir og Þórhallur Gunn- arsson. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikmynd: Siguijón Jóhannsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Lýsing: Elfar Bjarnason. Leikhljóð: Baldur Már Amgrímsson. Sýning- arstjóri: Guðmundur Guðmunds- son. Borgarleikhús, Stóra sviðið, föstudagur 13. september. FYRSTA frumsýning hjá Leik- félagi Reykjavíkur á afmælisárinu var á stóra sviði Borgarleikhússins í gærkvöldi. Frumsýndur var nýr gamanleikur, eða farsi, Ef væri ég gullfiskur eftir Áma Ibsen. Ámi Ibsen sýndi í fyrravetur að gamanleikurinn er form sem liggur ágætlega fyrir honum að skrifa, ekki síður en „alvarlegri" verk. Hafnaríjarðarleikhúsið Hermóður og Hervör sló eftirminnilega í gegn með nýjum gamanleik Áma, Himnaríki. Þar réð úrslitum ekki síst nýstárlegt form í uppsetningu og gott vald leik- ara á hlutverkum sínum. Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem undirrituð fór í leikhúsið í gær en það verður að segjast eins og er að það er fjarri lagi að hinn nýi gaman- leikur Áma standi undir væntingum. Þrátt fyrir ágætan leik flestra Ieikar- anna, flotta leikmynd og góða nýt- ingu á sviði, skilar sýningin ekki því sem góður farsi á að gera: Að veita áhorfendum konunglega skemmtun. Ef væri ég gullfiskur gerist á einni nóttu á heimili Péturs Aðal- steinssonar (Sigurður Karlsson). Pétur er að undirbúa leynilega brottför sína og vinkonu sinnar, Guggu (Sóley Elíasdóttir), af landi brott en lendir í nokkrum vandræð- um þar sem uppkomin börn hans (úr ýmsum hjónaböndum) gera sig heimankomin í húsið í þeirri trú að faðir þeirra sé fjarstaddur. Smám saman fjölgar á þingi og í samskiptum fólksins verða ýmsar óvæntar uppákomur, misskilningur og árekstrar - eins og títt er í förs- um þeim er Árni Ibsen tekur sér til fyrirmyndar. Atburðarásin ein- kennist af ýktum látum, eða af busli og bægslagangi, eins og mætti orða það í anda titils verks- ins. Þótt læti af ýmsu tagi séu aðalsmerki góðra farsa keyrir þó hér oft úr hófí fram þannig að áhorfanda finnst fáránleikinn yfir- gengilegur og horfir undrandi á - án þess að vera hlátur í hug. Þessi tilfínning er reyndar endurspegluð innan sjálfs verksins þegar Pétur og Gugga sitja afsíðis og horfa furðu lostin á aðfarir hinna persón- anna. Eitt stærsta hlutverkið í sýning- unni er í höndum Eggerts Þorleifs- sonar sem leikur elsta son Péturs, Binna. Eggert er gamanleikari af guðs náð og hann á ekki í neinum vandræðum með að halda sínu á þurru. Hann var frábær í öllum sínum töktum. Sama má segja um Helgu Brögu Jónsdóttur sem leikur Dóru dóttur Péturs af þriðja hjóna- bandi. Nokkuð er liðið á sýninguna þegar hún kemur askvaða^idi inn á sviðið og vakti hún mikla lukku með tilþrifum sínum. Kjartan Guð- jónsson leikur Eyva eiginmann Dóru og fór hann vel með Iítið en skemmtilegt hlutverk sitt. Sigurður Karlsson leikur heimilisföðurinn af öryggi, en hlutverkið er ekki mjög bitastætt og svik þau sem hann skipuleggur heldur illa undirbyggð í textanum. Hinar ágætu gaman- leikkonur Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir og Halldóra Geirharðsdóttir eru ekki öfundsverðar af hlutverk- um sínum, en persónur þeirra eru fram úr hófi ýktar og ótrúverðug- ar. Guðlaug Elísabet leikur Kollu, eina tengdadóttur Péturs, fyrir- ferðarmikinn og frekan kvenfork. Spilaði hún ágætlega úr erfiðu hlutverki. Eins átti Halldóra góða takta sem hin hjólgraða Alda kalda, sem er góð vinkona allra karla. Sérstaklega var hún góð í tíma- setningum; nokkuð sem vantaði upp á hjá mörgum hinna leikar- anna. Þórhallur Gunnarsson leikur Berta, son Péturs af öðru hjóna- bandi, og líkt og hlutverk Ástu Arnardóttur, sem leikur heimilis- hjálpina Conchitu, er persóna hans hreinræktuð klisja: drykkfelldur sjómaður, sem argast út í land- krabba og stærir sig af því að halda þjóðarskútunni á floti, lætur mannalega og heimtar að fara í sjómann en reynist svo meyr inn við beinið og er kúgaður af eigin- konunni (Kollu). Heimilishjálpin Conchita er af óljósum uppruna og talar bjagaða íslensku, og virðist það orðin föst venja að hafa eina slíka í íslenskum gamanleikritum. Ásta Amardóttir er ágæt í hlut- verkið og minnti hún óneitanlega á systur sína, Hörpu, sem var í svipuðu hlutverki í Nönnu systur hjá Leikfélagi Akureyrar síðastliðið vor. Það er reyndar athyglisvert hversu marga snertifleti þessir tveir nýju farsar, þ.e. Ef væri ég gullfiskur og Nanna systir eftir þá Einar Kárason og Kjartan Ragn- arsson, eiga, bæði í uppbyggingu atburðarásar, fléttu og persónu- sköpun. Aðstandendur gullfisksins hafa sagt framhjáhald, frama og fjármál vera þau þemu sem era ráðandi í verkinu og það sama má segja um Nönnu systur. Kannski er snertiflötur þessara tveggja verka hvergi eins augljós eins og í persónu Stínu, eiginkonu Binna, sem Rósa Guðný Þórsdóttir leikur, því hér er komin ljóslifandi prests- frúin sem sama leikkonan lék í Nönnu systur fyrir norðan. Saman- burð á þessum tveimur fórsum geta leikhúsgestir í Reykjavík sjálfir gert í vetur, því Þjóðleikhúsið frumsýnir Nönnu systur um næstu helgi. Ég hef hér að framan talað um ágæta frammistöðu allra leikara sýningarinnar. Eins er sviðsmynd Siguijóns Jóhannssonar vel hönnuð og gefur góða tilfinningu fyrir stóru, nútímalegu einbýlishúsi fjöl- skylduföðurins. Búninga gerði Helga I. Stefánsdóttir og undir- strika þeir vel og ýkja einkenni hverrar persónu. Lýsing er í örugg- um höndum Elfars Bjarnasonar og leikhljóð eru í umsjá Baldurs Más Amgrímssonar og hefur hann nóg að gera sýninguna út í gegn, þótt ekki væru öll brothljóð og önnur óhljóð alltaf sannfærandi. En hvar er þá hin eiginlega brotalöm sýningarinnar, sem getið er hér í upphafi? Af hveiju skemmtu áhorfendur sér ekki kon- unglega á sýningunni þegar svo mikið er vel unnið eins og hér er upp talið? Hér er fyrst og fremst við verkið sjálft að sakast, en efni þess er óáhugavert og textinn í heild lítið spennandi, þótt vissulega bregði fyrir skemmtilegum setn- ingum á stangli. Gullfiskur Árna Ibsens verður því að dæmast held- ur rýr í roðinu og ef hann hefur ætlað sér að koma einhveijum boð- skap á framfæri í verkinu, fer hann fyrir ofan garð og neðan; eða hrein- lega drukknar í afkáralegum til- burðum. Einnig skorti sýninguna í heild skerpu og þann hraða sem er nauðsynlegur í farsa. Þar hlýtur leikstjórinn, Pétur Einarsson, að bera nokkra ábyrgð, þótt honum sé nokkur vorkunn, með tilliti til efniviðarins. Leikstjórinn má þó hljóta nokkurt lof fyrir margar sniðugar lausnir í sviðsetningu ein- stakra atriða. Þær nægðu þó ekki til að ná því flugi sem einkennir góða farsa. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.