Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Andmælendur sagðir hafa fengið tölur um umferð Einhver misskiln- ingiir á ferðinni BALDVIN E. Baldvinsson for- stöðumaður umferðardeildar borg- arverkfræðings segir það misskil- ing íbúa sem gagnrýnt hafa bygg- ingaáform við Efstaleiti, að hann hafi neitað þeim um tölur um umferð að og frá stofnunum Rauða krossins og SÁA. Talsmað- ur íbúa staðhæfði að svo hefði verið í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þarna er einhver misskilningur á ferð, en reyndar fór þessi um- ræða fram á hitafundi þannig að verið getur að ég hafi spurt hvað menn ætluðu að gera við þessar tölur. Það er ekki fyrir leikmenn að meta hvaða breytingar verða þegar umferðarþungi eykst úr t.d. 2.500 bílum í 3.000. Hins vegar höfum við svarað ákveðnum aðilum skriflega og lát- ið þessar tölur í té. Ég er reyndar hættur að skilja við hveija er að eiga, því að það virðast vera þrír til fjórir hópar að skrifa og vinna í málinu,“ segir Baldvin. Gagnrýnir framkvæmdir Talsmaður íbúa benti í gær á Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi ætti sæti í fram- kvæmdastjórn SÁA, sem fengið hefur úthlutað lóð við Efstaleiti. í fundargerð borgarráðs frá 21. maí síðast liðnum, kemur fram að Vil- hjálmur hafi vikið af fundi meðan fyrirheit til SÁA um lóðina var tekið til umfjöllunar. „Ég hef átt viðræður við fulltrúa íbúa á þessu svæði fyrir eigi alls löngu og í borgaráði síðastliðinn þriðjudag kynnti ég tillögu um að draga úr byggingamagni á um- ræddum reit, þ.e. að úthluta ekki fjórðu lóðinni og heimila inn- og útakstur frá Listabraut en ekki eingöngu Efstaleiti eins og nú er ráðgert," segir Vilhjálmur. „Það er hins vegar afar gagn- rýnisvert að framkvæmdir á svæðinu hæfust áður en kynning- arfrestur og tími til að skila at- hugasemdum rann út 27. ágúst síðast liðinn. Þetta er í annað skiptið sem þetta gerist undir stjórn R-listans, en í kosningabar- áttunni fyrir rúmum tveimur árum lögðu frambjóðendur hans sérstaka áherslu á gott samstarf og samráð við íbúa í hverfum borgarinnar í tengslum við ein- stakar framkvæmdir þar.“ Sophia Hansen í Tyrklandi Stundum langt niðri „ÉG ER auðvitað stundum langt niðri en trúin á að almættið eigi eftir að taka í taumana heldur mér við efnið. Eins er mér mikill styrkur að vin- um mínum hér í Tyrk- landi og fjölskyldunni minni heima á ís- landi,“ segir Sophia Hansen um líðan sína. Hún hefur látið reyna á umgengnisrétt sinn o g dætra sinna tveggja í Tyrklandi níu sinnum án árangurs frá því í júní. Undirréttur Istanbúl dæmdi Halim Al, fyrrverandi eiginmanni Sophiu, forræði yfir dætrum þeirra, Dagbjörtu og Rúnu, í rétt- arhöldum 13. júní sl. Um leið var mæðgunum dæmdur umgengnis- réttur í júlí og ágúst í sumar. Eft- ir að í ljós kom að áfrýjun Sophiu kæmi í veg fyrir að reynt yrði á þann umgengnisrétt fékk lögmað- ur hennar því framgengt að í gildi SOPHIA Hansen væri umgengnisréttur um hveija helgi sam- kvæmt úrskurði frá því 30. júní 1993. Kröfu Halims um ógildingu umgengnis- réttarins var alfarið hafnað 12. júlí sl. Umgengnisrétturinn er frá kl. 17 á föstu- dögum til sama tíma á sunnudögum. Stúlkurnar komnar frá Sivas Sophia hefur því lát- ið reyna á umgengnis- réttinn um helgar frá því 19. júní í sumar. Síðast lét hún reyna á umgengnisréttinn á föstu- dag. „Ég fór ekki upp í íbúðina enda verður afi stelpnanna alltaf svo æstur við að sjá mig. Hann hefur komið að eða tekið á móti okkur í íbúðinni í allt sumar. Þegar spurt er um stelpurnar segir hann alltaf að þær séu úti á landi í bænum Sivas. Sama var uppi á teningnum núna. Eftir að hafa leit- 5521150-5521370 LÁRIIS t>. VALDIMARSSON, FRAMKVÆMDAST JÚRI JÉHANN ÞÉRHARSON. HRL. LÖSGiLTUR FASTEIGNASAU. Nýkomin til sýnis og sölu: Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. íb. um 70 fm á 2. hæð v. Gnoðarvog. Endurnýjun hafin en ekki lokið. Laus um áramót. Gott verð. Glæsileg eign á Grundunum í Kóp. Einbhús ein hæð 132,5 fm nettó. 4 svefnherb. Bílskúr um 30 fm. Ræktuð lóð 675 fm. Vinsæll staður. Nánar aðeins á skrifst. Sérþvottahús - gott lán - lækkað verð Sólrík 3ja herb. íb. á 1. hæö 84,4 fm í Leirubakka. Gott herb. í kj. Snyrting og geymsla í kj. Langtlán um kr. 3,7 millj. Fyrir smið eða laghentan A vinsælum stað við Eskihlíð 3ja herb. íb. á 2. hæð tæpir 80 fm. Nýl. glugg- ar og gler. Gömul innr. en snyrtil. í eldh. og á baði. Góð sameign. Langtlán kr. 3,2 millj. Laus fljótl. Þurfum að útvega Höfum á skrá fjölmarga trausta kaupendur að sérhæðum, einbýlis- og rað- húsum. Einkum á einni hæð um 120-160 fm. Sérstakl. óskast íb. m. 4 svefnherb. í vesturbæ, Hlíðum eða nágrenni. 0 0 0 Opiö í dag kl. 10-14. Innan Hringbrautar óskast góð rishaeð með útsýni gegn staðgreiðslu. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 að í íbúðinni sögðu hins vegar lög- reglumaður, embættismaður og lögfræðingur af skrifstofu lög- fræðings míns að greinilegt væri að dætur mínar væru komnar aftur til baka. Þvottur væri á snúrunum, töskur væru komnar inn í herbergi stelpnanna og rúmteppi á rúmin," segir Sophia og tekur fram að ekki hafi aðrir verið í íbúðinni en afi stúlknanna. Hann hafi lýst því yfir að ástæðan fyrir því að Sophia fengi ekki að hitta dætur sínar væri sú að hún myndi væntanlega nema þær af landi brott. Réttarhöld tímasett fljótlega Sophia segist að minnsta kosti koma til með að dveljast í Istanbúl þangað til hæstiréttur taki málið fyrir. Von sé á upplýsingum um tímasetningu réttarhaldanna fljót- lega. Ekki verður hægt að vísa for- ræðismálinu aftur til undirréttar. Sophia hefur verið slæm til heils- unnar og fengið tvisvar sinnum lungnabólgu frá því hún kom til Istanbúl fyrir rúmum tveimur mán- uðum. Hún er enn á lyfjum eftir seinna tilfellið. Sophia sagði að unnið væri að forræðismálinu í Tyrklandi og von- andi myndi starf íslenska utanríkis- ráðuneytisins fyrr á árinu skila árangri. Tyrkneskur lögfræðingur hennar er um þessar mundir á ítal- Morgunblaðið/Árni Sæberg ATTILIO Panella Fabrello, skipherra á San Guisto, segist ekki vera mikill dansherra sjálfur, en leyfir þó sjóliðsforingjaefnum venjulega að dansa fram á rauða nótt, annars staðar en í Reykjavík. Á hægri hönd hans er fyrsti sendiráðsritari ítala í Osló og á þá vinstri Pétur Björnsson aðalræðismaður. ítalskt herskip í Reykj avíkurhöfn HUNDRUÐ ítalskra sjóliða af herskipinu San Guisto eru nú staddir í bænum. Meðal þeirra eru tvö hundruð sjóliðsforingja- efni í einkennisbúningum sínum. Skipið verður sýnt almenningi frá klukkan 14-17 í dag og á morgun,sunnudag. San Guisto er fjölnota herskip sem getur borið þyrlur og land- göngubáta. Það hefur meðal ann- ars séð um flutning á ítölskum hermönnum til Bosníu, en einnig staðið í björgunarstörfum. Á skipinu eru fullkomin vígtól, vel búið sjúkrarými og þó umfram allt gott eldhús. Skipverjar geta valið úr nokkrum matréttum og tryggt er að þeir sem vilja geti fengið pasta í öll mál. Siðfáguð prúðmenni Á sumrin gegnir San Guisto hlutverki skólaskips fyrir nem- endur sjóliðsforingjaskóla. Flest- ir þeirra eru á öðru ári í fimm ára námi. Því lýkur með sjóliðs- foringjaprófi og sljórn- málafræðigráðu. Pétur Björnsson, aðalræðis- maður Italíu á Islandi, segir að ítalir séu upp til hópa prúðir menn og siðfágaðir. Sjóliðsfor- ingjaefnin eru auk þess háskóla- menn, komnir yfir tvítugt og ald- ir upp við strangan aga. Verði þeir sekir um einhver siðferðis- brot er þeim refsað og frami þeirra innan flotans er í hættu. Skipsljórinn, Attilio Panella Fab- rello, segir að aldrei verði nein vandræði með mennina þó þeir séu sendir í land og þeir drekki helst ekkert áfengi. Þrátt fyrir þetta hefur Varnarmálaskrif- stofa utanríkisráðuneytisins ákveðið að einkennisklæddir sjó- liðar fái ekki að vera lengur í landi en fram til miðnættis. Á sunnudag verður þó gerð undan- tekning og landvistarleyfið fram- lengt til klukkan eitt. Sjóliðsfor- ingjaefnin hafa ekki önnur föt með sér í ferðinni en einkennis- búningana. Pétur gat sér þess til að tak- mörkunum á ferðafrelsi hinna einkennisklæddu réði reynsla af kvenhylli ítalskra sjóliða í fyrri heimsóknum. Þess má geta að um borð í San Guisto er aðeins ein „kona“, uppblásin dúkka sem notuð er við skyndihjálparæfing- ar. SAN Guisto á siglingu. FJOLSKYLDUBILLINN Opel Astra Family 1997. Einbýlishús í Fossvogi Til sölu er einbýlishús á tveimur hæöum. Húsiö er nýlegt og vel staösett u.þ.b. 260 fm, 4-5 svefnherbergi. Þeir sem vilja skoöa máliö frekar, leggið nafn og símanúmer á afgr. Mbl. merkt „A-100“. Frumsýning á Opel 1997 á íjölskylduhátíð BÍLHEIMAR kynna árgerð 1997 af Opel laugardag og sunnudag frákl. 14-17. Árgerð 1997 af Opel er full af nýjungum og þar á meðal er Opel Omega V6 og Opel Vectra með V6 170 hestafla vél sem er 4ra dyra sportbíll. Opel Astra með 1,6 vél 101 hestafl og nú kemur Opel Astra Family, ný Iúxus útgáfa. Á meðan foreldrar reynsluaka nýjum Opel fer smá- fólkið í reiðtúr. Ljúflingar af kyni hesta mæta til þess að leyfa börnunum að finna smjörþefinn af hestamennskunni. Jazz combo Jónasar Þóris leikur undir kynn- ingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.