Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 45 FÓLK í FRÉTTUM Freistingarnar eru verstu óvinir Oprah Winfrey Léttist úr 107 kg í 64 kg MEÐ einkaþjálfara sínum, Bob Greene. kunnugt er háð harða baráttu við aukakílóin. Nú er hún létt á fæti en verður sífellt að gæta að mataræðinu. „Um daginn steikti ég heilan kjúkling fyrir kærastann og horfði síðan á hann borða meðan ég tíndi upp í mig grænar baunir.“ Þyngd Oprah hefur verið mjög óstöðag í gegnum árin. Þyngst varð hún árið 1992 þeg- ar hún varð 107,5 kíló. Nú, fjór- um árum síðar er hún orðin 64,5 kíló eftir stranga lík- amsþjálfun og megrunarkúr, en á tímabilinu prófaði hún nær alla kúra sem í boði voru, þar á meðal Atkins, Scarsdale og Nutri/System plan-kúrinn. Það fór allt á sama veg. Hún missti nokkur kíló en þau komu alltaf tvíefld til baka. „Fyrir mér var matur þægindi, ánægja, ást, vin- ur og fleira,“ segir hún, „en núna reyni ég á hveijum degi að venja mig af að tengja mat tilfinningum mínum. Ef maður er reiður á maður að takast á við reiðina en ekki fá útrás fyrir hana í einum poka af snakki með osti og lauk,“ segir hún. Árangur Oprah er einkum hægt að þakka einkaþjálfara henn- ar, Bob Greene, sem hvatti hana til að æfa meira og kenndi henni að stjórna mataræðinu. ► SEM UNG stúlka var ég aldr- ei þessi léttfætta hnáta sem borðar eins og mús,“ segir spjallþáttadrottningin og rík- asti skemmtikraftur heims, Oprah Winfrey. „Eg er meira hrifin af söltum og brakandi mat og er vitlaus í karamellur og popp með smjöri,“ bætir hún við. Freistingarnar eru því skilj- anlega hennar versti óvinur enda hef- ur hún sem OPRAH Winfrey, hamingjusöm og heilbrigð. „ÉG hefði átt að klæðast svörtu," seg- ir Oprah um þessa mynd af sér þegar hún var 107,5 kíló við afhendingu Emmy- verðlaunanna árið 1992. Er gift samkynhneigðum manni Segir Eastwood hafa eyðilagt ferilinn BANDARÍSKI leikarinn Clint Eastwood mætti fyrir rétt í vikunni í máli fyrrver- andi unnustu sinnar, Sondra Locke, gegn honum þar sem hún sakar hann um að hafa eyðilagt feril hennar sem kvikmyndaleikstjóri. Sondra segir leikarann hafa platað sig til að falla frá kæru vegna framfærslueyris, sem hún hugðist leggja fram þegar þau skildu, og boðist í stað- inn til að greiða fyrir þriggja ára samningi hennar við Warner Bros kvikmyndafyr- irtækið. Þegar hún dró kær- una til baka gekk hann á bak orða sinna og eyðilagði samninginn, að hennar sögn, þar sem engin af 30 myndum, sem hugmyndir voru uppi um að gera og hún átti að leikstýra á tímabilinu, fór í fram- ieiðslu. Eru eins og systur í réttarhöldunum nú í vikunni kom fram að á meðan á 13 ára sambandi Sondru og Eastwood stóð bjó hún í vígðri sambúð með samkynhneigðum manni, Gordon Anderson, og þau hafi verið sem systur. „Clint vissi af hjónabandi okkar og lét sér það vel líka. Við Anderson ólumst upp saman og fórum saman til Hollywood. Þá tíðkaðist það ekki að maður og kona byggju saman nema þau væru gift, svo að við giftum okk- ur,“ sagði Sondra en þau hjónakornin búa enn saman í húsi sem Eastwood keypti handa þeim. Sondra, 49 ára, sem lék með Eastwood í sex mynd- um á meðan samband þeirra stóð yfir, hefur tekið upp fyrri framfærslueyriskröfu og fer fram á 200 milljónir í skaðabætur. Eastwood, 66 ára, ber hönd fyrir höfuð sér og neitar ásökunum Sondru. „Hún fékk mörg kvikmynda- hlutverk fyrir mitt tilstilli, ég kenndi henni undirstöðu- atriði í leikstjórn og nú er hún að kæra mig fyrir það,“ sagði Eastwood sem kom bakdyra- megin inn í dómhúsið til að forðast ágang fjölmiðla. Reiki- heilunar og sj álfsty rkingar námskeið Námskeið í Reykjavík 17.-19. sept., 1. stig kvöldnámskeið 21.-22. sept., 1. stig helgamámskeið 24.-26. sept., 2. stig kvöldnámskeið Hvaðfáþátttakendur út úr slíkum námskeiðum? • Læra að nýta sér orku til að lækna sig (meðfæddur eiginleiki hjá öllum) og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi. • Læra að breyta hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, í staðinn fyrir að breyta henni tii niðurrifs. • Læra að hjálpa öðrum til þess sama. Eftir námskeiðið gelurþú búist við aukrtu sjálfsöryggi, meira umburðarlyndi og aukinni jákvœðni í hugsun. Upplýsingar og skráning kl. 10-12 virka daga í síma 553 3934. Ath. breytt símanúmer 553 3934. Guðrún Óladötir, reikimeistari. Það verður mikið fjör, laugardaginn 14. september þegar stuðið í Höfðaborg verður rifjað upp. íbúar sem bjuggu við Skúlagötu, Samtún, Miðtún, Hátún, Höfðatún og Defensorí árunum 1960-1980 eru sérstaklega velkomnir. Kvöldið hefst með borðhaldi þar sem snæddur er veislumatur í anda vinsælustu réttanna ffá 1950-60. Höfðaborgarar skemmta: Sojfta Bjamleifsdóttir og Einar Gunnarsson flytja sígild dægurlög Gerður Benediktsdóttir með lögin sem slógu í gegn í “den” Davíð Guðbjartsson leikur á harmónikku valsa o.fl. Bertha B&ring fúlltrúi Skúlagötunnar fer á kostum André Bachmann flytur dægurlagaperlur áranna milli 1950 og ’60 Sœmi rokk og Jóhannes Bachmann sýna danstilþrif ásamt Diddu og Rósu Húlahopp og harkkeppni Hljómsveitin Saga Klass leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Reyni Guðmundssyni og Sigrúnu Evu Ármannsdóttur. Veislustjóri er hinn síkáti rokkari og laganna vörður Sæmundur Pálsson Verð aðgöngumiða 2.700 kr. matur, skemmtun og dansleikur innifalin. Verð á danslcik 1.000 kr. Borðapantanir hjá söludeild Hótel Sögu, sími 552 9900. Raggi Bjama og Stefán Jökulsson halda uppi léttri og góðri stemningu á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.