Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Ljóska Smáfólk Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Vantar meira umburðarlyndi Frá stjórn SONI: í DAG búa mörg þúsund útlending- ar á íslandi. Við höfum áhyggjur af því neikvæða viðhorfi í garð útlendinga sem hefur birst í fjöl- miðlum undanfarið. Fjölmiðlar hafa gífurlegt vald til að móta skoðun fólks. Til þess að sambúð hinna útlendu og hinna innfæddu sé og verði friðsamleg þá þarf umburðarlyndi á báða vegu. Yfir- gnæfandi meirihluti útlendinga er heiðarlegt fólk sem vill bara vinna, sjá fyrir sínu heimili og njóta þess að búa hér. Nákvæmlega eins og hinir innfæddu íslendingar. Við verðum að hafa það í huga að það eru því miður óprúttnir einstakl- ingar í öllum þjóðfélögum, fólk sem fremur glæpi. En við verðum líka að muna eftir því, að dæma ekki heil þjóðarbrot eða þjóðir út frá hegðun nokkurra einstaklinga. Því miður eru alltof oft fréttir í fjölmiðlum um íslendinga sem stela, brjótast inn, fremja alls kyns ofbeldi eins og sifjaspell, nauðgun, morð, og aðrar misþyrmingar auk skattsvika, svindls o.s.frv. Við gætum ekki lifað hér ef við mynd- um hugsa um íslendinga sem ein- göngu glæpamenn og bófa út frá þessum daglega fréttaflutningi. Okkur finnst að skorti á umburðar- lyndi og ali á kynþáttahatri þegar árásarmönnum er lýst fyrst og fremst í fréttum sem „þeldökkur maður“, „unglingspiltur ættaður frá Tælandi" eða „meðlimur í ví- etnömsku mafíunni". Það er ekki öllum gert jafnhátt undir hatti á þessu sviði. Við heyrum aldrei um „hvítan, ljóshærðan kristinn pilt ættaðan frá Dalvík“. Okkur sámar þegar við heyrum slíkar lýsingar sem tengja saman uppruna fólks við eitthvert athæfi, eins og það sé orsakasamband þar á milli. Jafn- vel í jákvæðum fréttum um útlend- inga, eins og nýlega um ungan mann frá Rússlandi sem spilaði fyrir krabbameinssjúklinga í Hlíð- ardalsskóla og var kynntur sem „gyðingastrákur". Að beina alltaf athygli að því sem greinir fólk í sundur í staðinn fyrir að líta á alla jafna sem menn, hjálpar ekki. Það er einlæg ósk okkar að fjöl- miðlafólk sýni meiri tillitssemi og spyiji sjálft sig hvort svona lýsing- ar endurspegli ábyrga og sann- gjarna fréttamennsku. Við erum stjórnarmeðlimir í SONI (Society of New Icelanders) eða Félagi nýrra íslendinga sem er eitt af mörgum félögum útlend- inga á íslandi. í SONI er fólk frá ca 20 mismunandi löndum og er aðalmarkmið félagsins að efla skilning milli fólks af öllu þjóðerni sem á Islandi býr, með auknum menningarlegum og félagslegum samskiptum. STJÓRN SONI; Hope Knútsson, Robert S. Robertson, Barbara Kristvinsson, Yvonne Morris, Lesley Ágústsson og Geoffrey Pettyplece. Bílbeltin Skilvirkar inn- heimtuaðferðir Frá Friðriki Einarssyni: SUNNUDAGINN 1. september sl. birtist sú frétt í Morgunblaðinu að lögreglan á Snæfellsnesi hefði orðið að kæra um 40 bílstjóra á einum degi fyrir að spenna ekki bílbeltin í akstri, sem er skylt. Mig langar að segja stutta sögu: Fyrir um 20 árum vorum við hjónin í Kaupmannahöfn. Dag nokkurn ók svilkona mín okkur í bæinn. Ég settist við hlið hennar í framsætið og konumar spenntu strax beltin. Eg spurði: „Á ég líka að spenna belti hér í framsætinu?" „Þú þarft þess ekki. En þá skal ég segja þér hvað skeður. Eftir skamma stund verðum við stöðvuð. Lögregluþjónn kemur að gluggan- um mín megin, býður góðan dag, bendir á lausa beltið þitt, tekur upp kvittanahefti og byijar að fylla út, um leið og hann segir: „Það eru 200 krónur". „En ef þú segist ekki hafa neina peninga á þér,“ segi ég. „Þá biður hann mig um bíllyklana, og segist aka bílnum niður á lögreglustöð og þar geti ég leyst hann út hvenær sem er. Og ef ég spyr, hvort hann geti ekki skotið mér heim til að sækja peninga, segist hann ekki mega það, „en þér megið sitja í og fara út hvar sem yður sýnist á leið- inni.“ Auðvitað spennti ég beltið mitt. Af hveiju tökum við ekki upp þessa innheimtuaðferð hér? Og ég meina bókstaflega. Ekki bara að „látast“ og segja: „Jæja, við slepp- um því núna“. Auk þess legg ég til að þessar sektir gangi til reksturs lögreglunn- ar, sem er í fjársvelti, en ein þarf- asta og bezta stofnun þjóðfélagsins. FRIÐRIK EINARSSON, Hæðargarði 53, Reykjavík. THAT'S A NICE 5HIRT VOU'RE UJEARIN6, RERUN.._ THANK m.ACTUALLY, IT U5BD T0 BEL0N6 TO LINUS.. 1M THE Y0UN6E5T 50 ALL I 6ET _ARE TMR0W-UP5.. iá? ’■) ' En hve þú ert í snot- Þakka þér fyrir, í raun- Eg er yngstur svo urri skyrtu, Rabbi... inni átti Lalli hana. að allt sem ég fæ eru aflógaflíkur. o S Hvað skal segja? 12 Væri rétt að segja: Veitt var fé til lagningu nýs vegar? Svar: Kvenkyns nafnorð, sem enda á -ing í nefnifalli, enda á -ar í eignarfalli (ekki á -u). Þess vegna er sagt: rigningar-skúr, kerl- ingar-skinnið, drottningar-bragð og Veitt var fé til lagningar nýs vegar. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjðrn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróUir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110» skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@GENTRUM.-IS / Áskriftargjald 1.700 kr. á mánuði innanlands. llausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.