Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.1996, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN I DAG Með morgunkaffinu Farsi SKAK llmsjón MarUeir Pétursson Staðan kom upp á heims- meistaramóti heyrnar- daufra sem fram fór í Rott- erdam f Hollandi fyrir skömmu. Alþjóðlegi meist- arinnSergei Salov (2.270), Rússlandi hafði hvítt og átti leik, en B. Todorovic (2.260), Júgóslavíu, var með svart. 32. Bxg5! — Re8 (Svartur verður mát eftir 32. — fxg5 33. Df7!) 33. Dc8 - Rd8 34. Be3 — a5 35. Dg4 — Df8 36. Bc5! - f5 37. exf5 og svartur gafst upp. Sergei Salov varði titil sinn frá því í fyrra: 1. Salov 9 'h v. af 11 mögulegum, HVÍTUR leikur og vinnur 2. W. Georgiev, Búlgaríu 9 v. 3. Gretsjisjí, Rússlandi 8 v. 4—5. Patackas, Litháen og B. Todorovic 7 v. íslenski keppandinn á mótinu, Halldór Garðars- son, stóð sig vel í barátt- unni gegn öflugum keppi- nautum og hlaut fjóra vinn- inga. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is „Enn er von“ FYRIR nokkru birtist í Velvakanda fyrirspurn frá hjónum um hjónabandsráðgjöf eftir að maður nokk- ur skrifaði grein í DV um reynslu sína af nám- skeiði sem haldið var í Bíldshöfða og kallað var „Enn er von“. Velvakanda hafa ekki enn borist upplýsingar og biður þá sem kannast við málið að hafa samband. Tapað/fundið Jakki tapaðist BLÁR gallamittisjakki tapaðist á tónleikunum með Blur sem haldnir voru í Laugardalshöll sunnudaginn 8. septem- ber. f vasa jakkans voru strætisvagnakort o.fl. og er hans sárt saknað. Finnandi vinsamlega hringi í síma 567-5116. Lyklakippafannst LYKLAKIPPA á keðju fannst á Vatnsstíg. Upp- lýsingar í síma 555-3153 eftir kl. 18. HOGNIHREKKVISI H FyLUngin, hans erclauf 09 þrvttUtiL.' Hlutavelta Morgunblaðið/ Aðalheiður Högnadóttir ÞESSIR duglegu strákar, sem allir eiga heima á Hellu, héldu nýlega hlutaveltu og færðu Dvalarheim- ilinu Lundi á Hellu afraksturinn, alls kr. 1.909. F.v. Bræðurnir Almar og Gísli Svan Magnússynir, Bjarni Guðmundsson og Ingvar Magnússon. Víkveiji skrifar... Guðspjall dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6.) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð- mundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmars- son. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriks- son. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Prestur sr. Tómas Guðmunds- son. Organisti Kjartan Ólafsson. Félag fyrrverandi sóknarpresta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Org- anisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA-.Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kvöld- messa kl. 20 á vegum Reykjavíkur- prófastsdæmis vestra. Prestar, sóknarnefndir, starfsfólk, söngfólk og sjálfboðaliðar safnaðanna taka þátt í messunni. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur. Organisti Hörð- ur Áskelsson. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Pavel Smid. Sr. Tómas Sveinsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Org- anisti Jón Stefánsson. Kór Lang- holtskirkju (hópur III) syngur. Kaffi- sopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnars- son. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfs- bjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Violeta Smid. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prédikunarefni: „Verið ekki áhyggjufull". Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. DIGRANESKIRKJA: Helgistund með altarisgöngu kl. 11. Minnt er á sameiginlega guðsþjónustu safn- aða í Hjallakirkju kl. 20.30. Sóknar- prestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Lenka Máté- ová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Hörður Braga- son. Aðalsafnaðarfundur Grafar- vogssóknar verður haldinn eftir guðsþjónustuna. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Helgistund og kynningarfundur með væntanlegum fermingarþörnum í Hjallaskóla for- eldrum þeirra kl. 11 og úr öðrum skólum kl. 14. Sameiginleg guðs- þjónusta allra safnaða í Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra við upphaf vetrarstarfs kl. 20.30. Guðsþjónust- Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík an er í umsjá héraðsnefndar próf- astsdæmisins. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kaffiveitingar í lok guðsþjónustunnar. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta fellur niður vegna breytinga í kirkj- unni. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknar- prestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Laug- ardagur: Messa kl. 8. Sunnudagur: hámessa kl. 10.30. Hópur trúnema tekinn upp í kirkjuna. Messa kl. 14 og messa á ensku kl. 20. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HVÍTASUNNUKIRKJAN Filadelfía: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Barna- blessun. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. breyttan samkomutíma. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnudags- kvöld. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. HIRÐIRINN, Dalvegi 24: Samkoma í kvöld kl. 20. Prédikun Helena Leifs- dóttir. Allir velkomnir. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Al- menn samkoma kl. 11. Ræðumaður Ásmundur Magnússon. Fyrirbæna- þjónusta/bænaklútar. Allir hjartan- lega velkomnir. FÆREYSKA sjómannaheimilið: Samkoma á morgun kl. 17. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Ólafur Jóhannsson tal- ar. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Guðmundur Ómar Ósk- arsson. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Guðsþjónusta kl. 11. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Sigurður Helgi Guðmundson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í Hvaleyrarskóla kl. 11. Umsjón séra Þórhallur, Bára og Ing- unn Hildur. Sunnudagaskóli kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju. Umsjón séra Þórhildur Ólafs og Natalía Chow. Munið skólabílinn. Gregors messa með altarisgöngu kl. 14. Ræðuefni: Að markaðssetja þyrnikórónuna. Organisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Kaffiveitingar í Strandbergi eftir guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barn borið til skírnar kl. 16. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar. Aukaaðalsafnaðar- fundur eftir guðsþjónustu þar sem m.a. verður kannaður hugur safnað- armeðlima varðandi sameiningu safnaðarins við Ytri-Njarðvíkursöfn- uð í Njarðvíkursöfnuð. íbúar Innri- Njarðvíkursafnaðar hvattir til að mæta. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syng- ur. Organisti Einar Örn Einarsson. Sóknarnefndarfundur miðvikudag- inn 18. september kl. 17.30. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnudag kl. 10.30. Sóknarprestur. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 14. Úlfar Guðmundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyjum: Almenn guðsþjónusta á Hraunbúð- um kl. 10.15. Almenn guðsþjónusta kl. 11. Öllum heilbrigðisstéttum er sérstaklega boðið til kirkju. Fulltrúar þeirra flytja ritningarorð. Barnasam- vera meðan á prédikun stendur. Messukaffi. BORGARPRESTAKALL: Guðsþjón- usta verður í Borgarneskirkju sunnudag kl. 14. Þorbjörn Hlynur Árnason NÝLEGA var Víkverji staddur í Dyrhólaey. Þar er gaman að koma í góðu veðri og víðsýnt eftir suðurströndinni til allra átta. Unnt er að ganga niður að útsýnis- stað sunnan við vitann og er þar reipi er kemur að syðstu nöfinni, þaðan sem menn virða fyrir sér gatklettinn fagra. Reipið er til þess að menn fari ekki of utarlega og á viðvörunar- skilti, sem þarna er stendur: Varúð, hrunhætta og síðan er útskýrt, að þeir sem fari út fyrir þetta reipi, geri það á eigin ábyrgð, því að yzta klettasnösin geti fallið fram af og farið niður hengiflugið. Þegar Víkveiji var á staðnum fór fólk yfir þetta reipi að því er virtist hindrunarlaust, enda sér maður ekki gatklettinn frá þessum stað nema fara út á yztu nöf. Það virð- ist vera kaldhæðið að segja fólki, að það fari þarna á „eigin ábyrgð“.Nauðsynlegt er að komið sé í veg fyrir að fólk fari út á ótrygga gnípuna. Það hnrf ekki að spyija að endalokunum, hrynji snösin. XXX ÍKVERJI hefur undanfarinn hálfan mánuð kvartað undan því við Rafmagnsveitu Reykjavíkur að ljósastaur, sem stendur við einn göngustíginn í Fossvogshverfi, hef- ur verið perulaus í ailt sumar. Raun- ar kom þetta ekki að sök á meðan sumarbjart var, enda ekki kveikt á götulýsingu á þeim árstíma. En þegar haustar og myrkrið færist yfir er þetta mjög bagalegt. Víkveiji hefur a.m.k. tvisvar sinnum hringt í viðhaldsdeild Raf- magnsveitunnar og hefur þar jafn- an talað við menn, sem allir eru af vilja gerðir til þess að aðstoða og kippa þessu máli í lag. í fyrsta sinni, sem Víkveiji kvartaði, var svarið: „Við munum kippa þessu í lag á einhveijum allra næstu dög- um.“ Leið svo og beið. Næst þegar hringt var, skyldi viðtakandi kvört- unarinnar ekkert í því að ekki væri búið að kippa bessu í lag og svo hefur gengið, en ekkert kemur ljós- ið á straurinn. xxx AÐ VERÐUR að teljast til tíð- inda, að eldri borgarar, sem búa í grennd við Hverfisgötu, gripu til mótmælaaðgerða til að knýja borgaryfirvöld til að tryggja þeim örugga leið yfir götuna. Þegar Hverfisgötu var breytt í tvístefnu- akstursgötu voru gangbrautarljós tekin niður. Þetta hafði í för með sér, að gamla fólkið átti í mesta basli við að fara yfir götuna. Það er í raun í stórhættu með því að reyna að skjótast yfir inn á milli bílanna. Víkveija finnst stórkostlegt, að gamla fólkið, sem flest býr í íbúðum fyrir aldraða við Lindargötu, skyldi hafa kjark og þrek til þess að taka því ekki þegjandi, að þarfir þess séu hunzaðar. Gamla fólkið fór einfald- lega út á Hverfisgötu og gekk svo í rólegheitum fram og aftur yfir hana þannig að umferð stöðvaðist allnokkra stund. Aðgerðin var áhrifamikil.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.