Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBÉR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nemendur á Laug- um í Reykjadal Hjólað í mótmæla- skyni NEMENDUR á íþrótta- og ferðamálabraut Framhalds- skólans á Laugum í Reykja- dal, Suður-Þingeyjarsýslu, ætla að hjóla alla leið til Reykjavíkur á fund Bjöms Bjamasonar, menntamála- ráðherra. Tilgangur ferðar- innar er að mótmæla fyrir- huguðum niðurskurði á fjár- framlögum til skólans. Lagt var af stað snemma í morgun, en áætlað er að ferðin taki 30 klukkustundir. „Ef veðrið helst skikkanlegt, munum við hitta mennta- málaráðherra um hádegisbil- ið á morgun, laugardag og afhenda honum mótmæla- skjal,“ segir Birkir Freyr Ól- afsson, formaður ferðanefnd- ar 3. bekkjar. Morgunblaðið/Sverrir Glaðir í bragði á landsfundi SIGURÐUR Bjamason frá Vig- ur, fyrrum alþingismaður, sendiherra og ritstjóri Morgun- blaðsins, og Olafur G. Einars- son, forseti Alþingis, vom glað- ir í bragði þegar þeir heilsuðust með virktum við upphaf lands- fundar Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll í gær. Liðlega 1.700 fulltrúar alls staðar af landinu em á fundinum, sem stendur yfir fram á sunnudag. Ríkið greiði Samheija bætur vegna synjunar útflutningsleyfis Lögin stríða gegn stj ómarskránni HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær ís- lenska ríkið til að greiða Samheija hf. á Akureyri 3 milljónir kr. ásamt vöxtum frá 1. febrúar 1994, vegna tjóns sem útgerðarfélagið varð fyr- ir þegar Aflamiðlun synjaði um útflutningsleyfi á ísuðum karfa í desember 1993. Hæstiréttur segir að fyrirmæli stjórnarskrárinnar um að atvinnufrelsi verði ekki skert nema með lagaboði, verði ekki túlk- uð öðruvísi en svo, að hinum al- menna löggjafa sé óheimilt að fela framkvæmdarvaldshöfum óhefta ákvörðun um þessi efni, eins og gerst hafi með lögum frá 1988 um útflutningsleyfí. Samhetji hf. krafðist bóta, þar sem synjunin hefði verið ólögmæt og valdið fyrirtækinu bótaskyldu tjóni, því talsvert hærra verð hafí verið að fá fyrir aflann á megin- landi Evrópu en hér á landi. Fyrirtækið hafði staðið í deilum við stjórn Aflamiðlunar og sótt um leyfi beint til ráðuneytisins. Það vísaði málinu frá sér og til Afla- miðlunar sem synjaði um leyfi vegna téðs útflutnings. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Samheija og taldi að löggjaf- inn hefði með lögum um útflutn- ingsleyfi metið það svo að takmark- anir á útflutningi horfðu til almenn- ingsheilla og því uppfylltu lögin skilyrði stjómarskrárinnar. Hæstiréttur komst að allt ann- arri niðurstöðu. í niðurstöðu dóms- ins er rakið, að með lögum um útflutningsleyfi hafi utanríkisráðu- neytinu verið heimilað að ákveða að ekki mætti bjóða, selja né flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi. Þá rifjar Hæstiréttur upp að Aflamiðlun hafi verið komið á árið 1990, m.a. til að hafa eftirlit með útflutningi á óunnum físki. Stjóm Aflamiðlunar var tilnefnd af hags- munaaðilum í sjávarútvegi og kom fram í bréfí Verðlagsráðs sjávarút- vegsins til utanríkisráðherra, að Aflamiðlun tæki að sér að úthluta útflutningsleyfum, enda myndi ut- anríkisráðuneytið ekki veita önnur slík leyfi. Hæstiréttur segir m.a. í niður- stöðum sínum: „Löggjöfín verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem tal- in er nauðsynleg. í lögum nr. 4/1988 er engar slíkar efnisreglur að finna og er utanríkisráðuneytinu þar falið fullt ákvörðunarvald um það, hvenær til leyflsveitingar skuli koma og hvaða skilyrðum leyfi geti verið bundin." Hæstiréttur segir að svo víðtækt framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins stríði gegn stjórnarskránni og sé þvi ólög- mætt. Kristján Vilhelmsson, einn eig- enda Samheija, sagðist að vonum mjög ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Ef við hefðum ekki verið sannfærðir um að við hefðum verið ranglæti beittir á sínum tíma, hefðum við aldrei farið með málið þetta langt. Niðurstaða dómsins sýnir jafnframt að þessi lög stóðust ekki stjórnarskrána og það er í raun alvarlegur áfellisdómur fyrir löggjafarvaldið." Kristján sagði að málið hefði ekki bara komið niður á Samhetja, heidur líka á sjómönnum skipsins. Hæð, m.y.s. 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 SUÐUR Gjáin sem eldgosið hefur brætt i jökulinn er nú um 3,5 km. Gjáin er mörg hundruð metra breið nyrst þar sem gýs en mjókkar í um 200 metra syðst. Þar sem gjánni sleppir tekur við sprungubelti sem nær langleiðina suður að Grímsvötnum. — Snið eftir gossprungunni og SSA til Grímsvatna Grímsfjall L Grímsvötn TT Ishella -'O-tjir'5 Vatn 1.000- 800" 10 11 12 13 14 15 16 17km 18 Fjárhagsleg endurskipulagning íslenska sjónvarpsins hf. Gossvæðið í Vatnajökli Óskað verður heimild- ar til nauðasamninga STJÓRN íslenska sjónvarpsins hf., sem rekur Stöð 3, hefur ákveð- ið að óska eftir heimild til að leita nauðasamninga. Nokkrir nýir fjár- festar hafa ákveðið að koma inn í félagið með nýtt ijármagn að því gefnu að fjárhagsleg endurskipu- lagning félagsins náist, en ljóst þykir að henni verði ekki náð með öðru móti en að kröfuhafar þess samþykki töluverða lækkun á kröfum sínum. Að sögn Gunnars M. Hansson- ar, formanns stjómar íslenska sjónvarpsins hf., er verið að leita meðmæla frá kröfuhöfum um að nauðasamningsleið verði farin, og þegar nægilega margra meðmæla hafí verið aflað verði beiðni um heimild til nauðasamninga lögð fram við Héraðsdóm Reykjavíkur. Gunnar segir að kröfuhöfum verði boðin 35% af kröfum sínum og miðað við að lægsta greiðsla verði 50 þúsund krónur. Þeir sem eiga kröfur upp að 50 þúsund krónum fá því greitt að fullu og þeir sem eiga kröfur á bilinu 50-140 þúsund krónur fá því meira en 35% greitt. Þeir sem greitt hafa áskriftar- gjöld að Stöð 3 munu að sögn Gunnars fá umbun, annað hvort með afslætti af framtíðaráskrift- um eða fría mánuði. „Þessi hjálp frá áskrifendum hefur verið okkur ómetanleg þótt ekki hafi verið um háar upphæðir að ræða,“ sagði Gunnar. Markmiðið að forða kröfuhöfum frá tjóni Hér á eftir fer fréttatilkynning sem stjóm íslenska sjónvarpsins hf. sendi frá sér í gær: „Á síðustu vikum hefur stjórn íslenska sjónvarpsins hf. unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Sú staðreynd að íslenska sjón- varpið hf. hefur ekki getað læst útsendingum sínum frá upphafí hefur leitt til þess að félagið hefur nær engar tekjur haft af rekstrin- um. Nú er fjárhagsleg staða fé- lagsins orðin það slæm að starf- semi félagsins verður eigi haldið áfram án þess að komið verði með nýtt fjármagn til rekstrarins. Viðræður hafa átt sér stað við hugsanlega fjárfesta á undanförn- um vikum. Nú þegar hafa nokkrir nýir fjárfestar ákveðið að koma inn með nýtt fjármagn að því gefnu að fjárhagleg endurskipu- lagning félagsins náist. Ljóst er að fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins verður ekki náð með öðru móti en að kröfuhafar þess samþykki tölu- verða lækkun á kröfum sínum. Af þeim sökum hefur stjórn félags- ins tekið ákvörðun um að óska eftir heimild til að leita nauða- samnings. Markmið þessarar ákvörðunar stjórnar félagsins er að forða kröfuhöfum frá frekara tjóni en orðið er, en síðast en ekki síst að tryggja að jafnræði haldist meðal þeirra. Fyrirsjáanlegt er að verði drög að nauðasamningi ekki sam- þykkt mun rekstrarstöðvun eiga sér stað hjá félaginu. Á hluthafafundi hjá íslenska sjónvarpinu hf. sem haldinn var í dag var ákvörðun stjómar félagsins um að óska eftir heimild til nauða- samningsumleitana staðfest. Formleg beiðni um að óska eft- ir heimild til að leita nauðasamn- ings mun verða lögð fram á næstu dögum.“ YFIRBORÐ Vatnajökuls norð- an við Grímsvötn hefur breyst mikið frá því gos hófst undir jöklinum 1. október sl. Stór gjá hefur myndast í íshelluna sunn- an við gíginn. Þar sunnan við er mikið sprungubelti sem teyg- ir sig langleiðina í Grímsvötn og þar er talið að vatn hafi verið að safnast fyrir síðustu daga vegna þess að álitið er að Grímsvötn taki ekki við mikið meira vatni. Vatnið í Grímsvötnum kemur til með að hlaupa fram austan megin við Grímsfjall, en fyrst þarf það að brjótast undir ís- stíflu sem þar er fyrir. ■ Tveimur/4 Myndbönd tilræðis- manns Bjarkar sýnt LÖGREGLAN í bænum Hollywood í Flórída varð í gær við óskum fjöl- miðla og sýndi hálftíma kafla úr myndböndum Ricardos Lopez, mannsins, sem sendi Björk Guð- mundsdóttur pakka með búnaði til að sprauta yfir hana brennisteins- sýru og framdi því næst sjálfsmorð. í frétt, sem birtist í dagblaðinu Miami Herald í morgun, sagði að myndböndin, sem tækju til níu mánaða tímabils, veittu „myrka og hryllilega sýn“ í líf Lopez. Myndböndin hefjast í janúar og í Miami Herald kom fram að þau sýndu hvemig „hegðun Lopez verð- ur smám saman skelfilegri". Talið berst brátt að íslensku söngkonunni: „Björk hefur verið ótrúlega stór hluti af hugarheimi mínum frá 1993,“ tilkynnir hann. „Það hófst með því að ég varð skot- inn í henni. Nú er ég gagntekinn. Ég skammast mín ekki fyrir að við- urkenna það ... Sjáið þetta, sjáið þetta fallega andlit. Þessi fallega, saklausa, sæta stúlka.“ Brátt taka aðrar tilfmningar völd- in: „Það er óviðunandi,“ segir hann um ástarsamband Bjarkar. „Ég verð einfaldlega að drepa hana.“ Að sögn Miami Heraid sýnir myndbandið Lopez útbúa brenni- steinssýrubúnaðinn, koma honum fyrir í holri bók og senda til Lond- on. Þegar hann kemur aftur frá pósthúsinu hefst undirbúningur sjálfsmorðsins. Sést Lopez sitja alls- nakinn, andlitið málað grænum og appelsínugulum eldingum, og að hlusta á tónlist Bjarkar. „Biðin er að drepa mig,“ segir hann án nánari útskýringa. Skyndilega hrópar hann: „Þetta er fyrir þig.“ Hann stingur skamm- byssuhlaupi í munn sér og tekur í gikkinn. Líkami hans lyppast niður og hann hverfur af myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.