Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 6
v aeer flMflO'nro rr rnroAouTSÖ'í 6 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 FRÉTTIR aia a TqT/fTmaoM MORGUNBLAÐIÐ Kiwamsmenn gáfu barnageðdeild íbúð I GÆR á alþjóðlega geðheilbrigðis- daginn var barna- og unglingageð- deild Landspítalans afhent íbúð í Reykjavík sem ætlað er að hýsa fjöl- skyldur geðfatlaðra barna meðan á meðferð þeirra stendur. íbúðin var keypt fyrir afrakstur söfnunar kiwanis-manna en þeir hafa stutt Geðvemdarfélag íslands í 24 ár undir kjörorðinu „Styðjum geðfatl- aða“. Með sölu K-lykilsins hefur þeim á þessum ámm, tekist að safna 150 millj. kr. til styrktar geðfötluðum. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra þakkaði kiwanis-mönnum rausnarskapinn og óskaði starfsemi bama- og unglingageðdeildar allrar blessunar. Til að gera íbúðina vistlega lögðu margir einstaklingar hönd á plóginn og var Júlíusi Arnarsyni þakkað sér- staklega en hann gaf 200.000 kr. Að sögn Valgerðar Baldursdóttur, yfirlæknis bama- og unglingageð- deildar, er gert ráð fyrir að í íbúð- inni, dvelji 1-2 fjölskyldur sem ekki hafa aðstöðu í Reykjavík en hún er staðsett í grennd við bama- og ungl- ingageðdeild Landspítalans við Dal- braut. Framtíðarstefnan er að hennar sögn að leggja ekki böm undir 12 ára aldri inn á geðdeild nema í neyð- artilfellum. Þess í stað ska! byggja upp starfsemi göngudeildar og vinna nánar með foreldrum barnanna en verið hefur. íbúðin er einn þáttur í átt að því markmiði. Morgunblaðið/Kristinn TÓMAS Zoega, formaður Geðverndarfélags íslands afhendir Valgerði Baldursdóttur yfirlækni lykil að íbúðinni. Boðið upp í dans TONUST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Weber, Tsjajkovskij/Stravinskij, Brahms, J. Gade, Khatsjatúrjan, de Falla, Rav- el, Offenbach og Leonard Bemstehi. Stjómandi: Nicholas Uljanov. Dans- arar: Nemendur úr Listdansskóla íslands. Danshöfundar: Auður Bjamadóttir, Hany Hadaya, Ingi- björg Bjömsdóttir og David Green- all. Kynnir: Ingibjörg Bjömsdóttir. Fimmtudagurinn 10. október 1996. DANS var og er iðkaður af dýmm og telja fræðimenn, að dansinn sé ein elsta tjáningaraðferð mannsins. Með frumstæðum þjóðum var hann talinn „magiskur" og þau áhrif sem menn upplifðu í dansi, álitin annars heims. Stríðsmenn dönsuðu í sig kjark, trúar- og galdradansar voru iðkaðir. Dansar nútímans eru ekki síður æsandi og hefur í þeim efnúm orðið harla lítil breyting. Snjallir fræðimenn telja jafnvel, að rímið, bragliðaskipan í kveðskap, eigi sér upphaf í dansinum, sem í eðli sínu er háttbundinn og því hafí hinn sungni texti mótast af hreyfingum dansaranna. Það er ekki svo smátt mál, ef þetta er rétt, að ljóðið eigi tilvist sína að þakka dansinum. Dansinn var meginþema tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands að þessu sinni og þar var boðið upp á margt. Tónleikarnir hófust á Boðið upp í dans, eftir Weber, í hljómsveit- argerð eftir Berlioz. Það var auð- heyrt að hljómsveitarstjórinn Ulj- anov lagði áherslu á agaðan og fág- aðan flutning og hélt því oft nokkuð aftur af hljómsveitinni. Það vantaði sem sagt dansgleðina í verkið. Annað verk tónleikanna, Pas-de- deux, er uppsuða eftir Stravinskíj á tónlist eftir Tsjajkovskíj, úr ballettin- um Þyrnirós. Þessa útsetningu gerði Stravinskíj 1921 og hefur hún ekki verið gefin út en Pas-de-deux var endurgerð fyrir litla hljómsveit 1941. Þetta er vægast sagt slæmur hrekk- ur gagnvart Tsjajkovskíj og lítill fengur í þessu verki, sem var þó ágætlega flutt. Þriðja verk tónleikanna var ung- verskur dans nr. 5, eftir Brahms. Lögin í þessum dönsum eru ung- versk þjóðlög og sagði Brahms sjáif- ur um þessar þjóðlagaútsetningar, að þetta væru ekki hans verk, hann hefði „aðeins klætt þau í _fötin“. Nemendur úr Listdansskóla íslands dönsuðu af þokka en í leik hljóm- sveitarinnar vantaði nokkuð á þá hrynskerpu, sem þessi lög bjóða upp á, sérstaídega varðandi allar hraða- breytingar. Tango Jalousie, eftir Jacob Gade, var eitt af vinsælustu danslögunum á fyrri hluta aldarinn- ar, ágætt lag, sem trúlega var leikið í nýrri útsetningu, sem að mörgu leyti skemmdi þetta ágæta danslag. Það hófst á fallega mótuðum einleik konsertmeistarans, Szymon Kuran. Það er mikill vandi að leika svo nefnda létta og vinsæla tónlist, því í slíkri tónlist kunna flestir hlustend- ur verkin utanað og hafa auk þess margvíslegan samanburð til að dæma flutninginn. Sverðdansinn eft- ir Khatsjatúrjan er sniðugt verk og var það nokkuð skemmtilega útfært af dansnemendum Listdansskóla ís- lands. Sama má segja um Elddans- inn, eftir Manuel de Falla, en í Pa- vane eftir Ravel vantaði alla mótun blæbrigða, hljómmýkt og dekur við einstaka tónlínur. Það var sem sagt „leikið beint af augum“. Síðasta dansatriðið var Can-can úr óperunni Orfeus í undirheimum, eftir Offenbach, það var skemmti- lega dansað en lok tónleikanna voru sinfónískir dansar úr West Side Story, eftir Bernstein. Þarna vantaði mikið á að verkið væri ,jazzað“ nægilega vel og sú aðferð Bern- steins, að nota örar skiptingar á milli hljóðfæra til að marka hljóðfall- ið, gliðnaði oftlega í sundur. Þá voru „forte“ kaflarnir allt of sterkir, svo að hrynspennan í einstaka tónmynd- um kafnaði í hávaða. Þetta er hljómsveitarstjórans að móta og það er auðheyrt að honum er ekki lagið að fást við hrynsterka tónlist og alls ekki verk eins og dans- ana eftir Bernstein, sem útheimta sérlega skarpan hrynleik, oft niður- bældan og þegar beislið er látið laust, má það ekki aðeins bijótast út í hávaða. Hrynjandi hefur í sér fólgna svo sterka „mótorik", að oft er þá ekki þörf á að leika mjög sterkt. Jón Asgeirsson 1 bjdlpat' Morgunblaðið/Ásdís GENGIÐ var frá heilbrigðisráðuneytinu við Hlemm niður að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fundur um geðheilbrigði fór fram. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn haldinn hátíðlegur í gær Fordómamir eru versti fylgifiskur geðsiúkdóma FUNDURINN í Ráðhúsinu hófst með ávarpi Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forsetafrúar. MIKIÐ fjölmenni var á fundi um geðsjúkdóma í Ráðhúsi Reykjavíkur á alþjóða geðheilbrigð- isdeginum sem haldinn var hátíðlegur í gær. Yfirskrift dagskrárinn- ar var „Ræðum geð- sjúkdóma - þekking hjálpar". Dagskráin hófst með göngu frá heilbrigðis- ráðunejdinu við Hlemm niður að Ráðhúsi þar sem fundargestir fylltu Tjarnarsalinn. Fund- urinn hófst með ávarpi forsetafrúarinnar Guð- rúnar Katrínar Þor- bergsdóttur. Hún talaði um samhjálpina sem eitt helsta aðalsmerki íslensks samfélags og minnti á að í baráttunni gegn berklum, sem lengi voru taldir ólækn- andi sjúkdómur, hefði tekist að vinna bug á hræðslu með fræðslu. Þar hefði tekist að skapa skilning og eyða fordómum og vanþekk- ingu gagnvart sjúk- dómnum og það sama þyrfti að eiga sér stað með viðhorf þjóðarinn- ar til geðsjúkdóma. Sem betur fer væri þeg- ar orðin nokkur breyt- ing til hins betra en þó væri enn mikið óunnið. Fræðsluátak fyrirhugað í ávarpi sínu kynnti Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra fyrirhugað fræðsluátak fyrir starfs- fólk í heilsugæslu um greiningu, viðbrögð og móttöku á einstakling- um með geðræn vandamál. Hún greindi einnig frá fyrirhugaðri stofnun starfshóps fagfólks og áhugamanna um stefnumótun í málefnum geðsjúkra. Hlutverk hópsins verður m.a. að gera tillögur um áherslur í geðheilbrigðisþjón- ustu á komandi árum. Þrjú erindi voru flutt um geðsjúk- dóma. Herdís Benediktsdóttir læknaritari sagði frá reynslu sinni af geðhvörfum og bar erindi hennar yfirskriftina „Líf með leynigesti“. „Versti fylgifiskur geðsjúkdóma eru fordómarnir. Barátta geðsjúklings- ins við fordómana er tvíþætt. Hann þarf að beijast við fordóma samfé- lagsins og eigin fordóma gagnvart sjálfum sér, því að sjálfur er hann oft með sömu fordómana og um- hverfið," sagði hún meðal annars. Afstaðan skiptir öllu máli Herdís sagði afstöðuna skipta öllu máli. Hún liti á veikindi sín sem erfíða tinda sem hún hefði klifíð til þess að ná heilsu. Það væri hægt að lifa með leynigestinum. Ef hún veiktist aftur myndi hún líta á það sem einn tind í viðbót til þess að klífa. „Og þá er bara að setja á sig fjallgönguskóna og treysta á búnað- inn,“ sagði hún bjartsýn. „Var ekki bara gott að þú klikk- aðist?“ var heitið á erindi Hallgríms Hróðmarssonar menntaskólakenn- ara. Líkt og Herdís sagði hann á hreinskilinn hátt frá veikindum sín- um en hann hefureinnig átt við geðhvörf að stríða. Hann lýsti því hvernig hann hefði sveiflast milli þunglyndis og oflætis og að athug- ulir nemendur hans hefðu að lokum gert skólastjómendum viðvart um að eitthvað alvarlegt væri á seyði. Hann sagði að það hefði haft góð áhrif á sig þegar hann var lagður inn á geðdeild að sjá að hann væri ekki sé eini sem hefði klikkast. Hann taldi þá reynslu hafa orðið sér til góðs. „Draugum úr fortíðinni hefur fækkað og ég hef lært að glíma við vandamál dagsins í dag þannig að þau verði ekki að draug- um morgundagsins," sagði Hall- grímur. Var Jesús Kristur geðbilaður? Síðasta erindið flutti Einar Már Guðmundsson rithöfundur. Hann velti meðal annars fyrir sér spurn- ingunni „Hveijir eru heilbrigðir?" og las upp úr bók sinni Englar al- heimsins en þá bók helgaði hann minningu bróður síns sem átti við geðrænan vanda að stríða. Hann sagði það hafa verið tilhneigingu hjá gagnrýnendum að segja að bók- in væri um bróður hans. Það væri ekki allskostar rétt. „Þó er ekki alrangt að segja að sagan byggi á sögu bróður míns, því að í gegnum veikindi hans fékk ég innsýn í þá veröld sem geðsjúkir búa við,“ sagði Einar Már. Rithöfundurinn sagði frá því þeg- ar hann var spurður hvernig á því stæði að andlega sjúkum einstakl- ingum væri svo oft lýst í bókmennt- unum eins og heilögum mönnum. Hann hefði svarað því til að líklega væru allir sem þjáðust á jörðinni bræður í Kristi. Þá var spurt á móti hvort Iiann vildi meina að Jes- ús Kristur hefði verið geðbilaður. „Nei, en ég vil ekki útiloka að hann yrði settur á hæli ef hann skyti upp kollinum núna,“ svaraði Einar Már þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.