Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI JAKOB Thorarensen og Haukur Karlsson við vél sem flettir birkinu af staurunum, en þeim er svo komið fyrir í stæðum í góðri geymslu og þurrkaðir til vors. Grisjunarefni verður að girðingarstaurum ljúka við gerð þriggja kílómetra gönguleiðar sem tengir Kjarna- skóg við Nausta- og Hamraborg- ir, en Rafveita Akureyrar gaf á sínum tíma lýsingu á þeirri leið. „September var hlýjasti mánuð- ur sumarsins og það höfum við notfært okkur óspart, en erum nú farin að huga að haust- og vetrarverkunum.“ Senn hvað líð- ur verður farið að höggva stærstu jólatrén en skógræktar- menn eru þegar byrjaðist að merkja þau jólatré sem höggvin verða á þessu hausti. Mikið gróðursett á vegum bændaskógræktar Um 30 þúsund plöntum var í sumar plantað í reiti Skógrækt- arfélags Eyfirðinga og þá gat Hallgrímur þess að mikið hefði verið gróðursett á vegum bænda- skógræktar. „Það var óvenju mikið um gróðursetningu hér á svæðinu á þessu blíða sumri,“ sagði Hallgrimur. STARFSMENN Skógræktarfé- lags Eyfirðinga hafa síðustu daga verið að grisja í reitum fé- lagsins, einkum á Miðhálsstöðum og í Vaðlareit og eru nú í óða önn að breyta þessu grisjunar- efni í girðingarstaura. Hallgrímur Indriðason fram- kvæmdastjóri segir að stauramir verði notaðir í þágu félagsins og seldir ef eitthvað verður af- gangs. Til stendur að friða um 80 hektara lands að Hálsi í Eyja- fjarðarsveit og verða staurarnir sem nú er verið að gera í Kjarna- skógi notaðir við það verkefni. Að Hálsi hefur félagið úthlutað einstaklingum og félagasamtök- um spildum til skógræktar. Áður hefur álíka stórt svæði að Hálsi verið friðað. Hallgrímur áætlar að í sumar hafi verið plantað um 10 þúsund plöntum á svæðinu. „Haustið hefur verið eintak- lega gott til framkvæmda og okkur unnist vel,“ sagði Hall- grímur, en nú er m.a. verið að Morgunblaðið/krstján TRÉ verður að girðingarstaur, Helgi Þórsson beitir söginni af fagmennsku. Stjórnkerfi bæjarins verði endurskoðað SIGRÍÐUR Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði fram á fundi bæjarráðs í gær, til- lögu um kosningu stjórnkerfis- nefndar. Nefndin verði skipuð fjór- um bæjarfulltrúum og er henni ætlað að endurskoða í heild stjórn- kerfi Akureyrarbæjar. í tillögunni er jafnframt lagt til að nefndin leggi fram tillögur um breytingar á nefndakerfi bæj- arins og einnig á skiptingu bæjar- kerfisins í deildir og svið eftir því sem þurfa þykir. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum að breytingum á „Samþykkt um stjórn Akureyrarbæjar" fyrir árs- lok 1997. Bæjarráð samþykkti að vísa tillögu Sigríðar til bæjar- stjórnar. Mikil breyting á verkefnum bæjarins í greinargerð með tillögunni kemur meðal annars fram að síð- asta heildarendurskoðun á stjórn- kerfi bæjarsins hafi farið fram á seinni á hluta kjörtímabilsins 1986-1990. í kjölfar þess starfs sem þá var unnið var meðal ann- ars samþykkt að fækka nefndum umtalsvert og einnig var ákveðin sú þrískipting bæjarkerfísins í svið sem nú er í gildi. Sigríður bendir á að síðan þessi endurskoðun fór fram hafí orðið mikil breyting á verkefnum bæjar- ins, fyrst og fremst vegna yfirtöku grunnskólans og yfirfærslu verk- efna vegna samninga sem Akur- eyrarbær hefur gert innan ramma reynslusveitarfélagaverkefnisins. Mikill munur á umfangi verkefna „Vegna þessa og eðlilegrar þróunar, reynslu og breytinga á hugmyndum hafa ýmsar beinar og óbeinar tillögur komið fram um breytingar á stjórnkerfinu, nokkr- ar breytingar hafa verið gerðar, aðrar eru í augsýn og enn aðrar boðaðar. Mikill munur er á um- fangi þeirra verkefna sem nefndum bæjarins er ætlað að fjalla um og bera ábyrgð á - og það sama má reyndar segja um deildirnar. Einn- ig hafa breytingar eða tillögur til breytinga á deildum og nefndum ekki fylgst að. Tilraunir til að gera bæjarkerfið „opnara og skilvirk- ara“ ættu að vera hluti af reynslu- sveitarfélagaverkefninu, þar hefur skipulag stjórkerfisins sitt að segja,“ segir Sigríður enn fremur í greinargerð sinni. Gott ástand í verðmerkingnm NEYTENDASAMTÖKIN og Samkeppnisstofnun hafa frá i vor haft með sér samvinnu um að stuðla að bættum verðupplýsing- um og verðmerkingum með eftir- litsheimsóknum í verslanir og þjónustufyrirtæki víðs vegar um landið. Nú í vikunni náðist sá góði árangur að af um 100 versl- unum á Akureyri er einungis ein sem Neytendafélaginu er kunn- ugt um að hafi ekki góðar verð- merkingar í útstillingagluggum sínum. Að sögn eiganda viðkom- andi verslunar stendur það þó til bóta mjög fljótlega. Vegagerð yfir Fljótsheiði gengur samkvæmt áætlun Vinnum eins lengi og veður leyfir FRAMKVÆMDIR við nýjan veg, Hringveg, Fosshóll-Aðaldalsvegur yfir Fljótsheiði ganga samkvæmt áætlun en verið er að vinna við fyrsta áfanga vegarins. Háfell í Reýkjavík er verktaki við vegaframkvæmdirn- ar og segir Einar Eiðsson verkstjóri að verkið hafi unnist vel í haust, enda einstök veðurblíða verið ríkj- andi frá því hafíst var handa við vegagerðina um miðjan ágúst. Alls er vegurinn 9,9 kílómetrar að lengd og er áætlað að verkinu ljúki í ágúst 1998. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 187,7 milljónir króna, en tilboð Há- fells er upp á 133 milljónir króna, sem er 71% af áætluðum kostnaði. Um er að ræða stærsta einstaka verktakasamning Vegagerðarinnar á Norðuriandi frá því að unnið var við göngin í Ólafsfjarðarmúla. 50 tonna Búkollur á ferðinni Um 15 manns starfa við vega- gerðina og hafa þeir yfír að ráða stórvirkum vinnuvélum, 6 gijót- trukkum sem vega um 50 tonn full- hlaðnir en þá kalla vegagerðarmenn Búkollur, einnig eru tvær gröfur og þrjár jarðýtur á svæðinu. Þeir voru uppi á miðri heiðinni í gærdag, skömmu áður en farið var heim í helgarfrí, en hvert úthald hjá flokknum stendur í ellefu daga og er unnið frá 8 um morguninn til kl. 21 um kvöldið. „Við vinnum okkur til beggja átta og erum búnir að setja okkur ákveðið markmið sem við ætlum að reyna að ná áður en við hættum í haust. Við ætlum að vinna við þessa vegagerð eins lengi í haust og veður leyfír, sem vonandi verður eitthvað fram í nóvember,“ segir Einar. Þá er ætlunin að bytja strax og veður leyfir aftur í vor, en Einar segir að mikið verði um að vera í vegagerðinni næsta sumar. „Þá verður mesti krafturinn í þessu verk- efni.“ Efnið í veginn er við höndina en gert er ráð fyrir að alls verði keyrð- ir út um 400 þúsund rúmmetrar í undirlag vegarins. Á miðri heiðinni er mýrlendi og er gert ráð fyrir að meðalsig á ákveðnum kafla verði um 1,80 metrar þar sem það er mest. HÁFELL notar stórvirkar vinnuvélar við vegagerðina á Fljóts- heiði, en grjóttrukkarnir vega um 50 tonn fullhlaðnir og starfs- mennimir kalla þá Búkollu. EINAR Eiðsson verksljóri á leiðinni til að ræða við Björn ýtu- stjóra um framkvæmd verksins við vegagerðina. Presturinn á beinið? EFTIR guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju næstkomandi sunnudag verður boðið upp á molasopa í safn- aðarheimili kirkjunnar. Þar gefst kirkjugestum færi á að ræða préd- ikunartexta dagsins, tjá sig um ræðuna eða taka prestinn á beinið hafí enginn skilið það sem hann var að segja. Texti næsta sunnudags er úr Matteusarguðspjalli, 9. kafla, v. 1.-8., vilji menn undirbúa sig fyrir guðsþjónustuna og koma vel lesnir í molasopann og umræðurnar við sóknarprestinn. Takist vel til er ætlunin að drekka fleiri slíka sopa eftir guðsþjónustur í Akureyrarkirkju og spjalla um ræður sóknarprestanna. ------♦ ♦ ♦---- Lögreglan brýn- ir klippurnar FJÖLMARGIR bíleigendur á Akur- eyri hafa enn ekki gert upp bifreiða- gjöld ársins og því eru lögreglu- menn farnir að brýna klippurnar og hyggja á aðgerðir eftir helgi. Talsvert er útistandandi af ógreiddum bifreiðagjöldum og þeir sem ekki hafa gert upp skuldir sín- ar fyrir nk. mánudagskvöld, mega eiga von á því að koma að bílum sínum án númers í framhaldinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.