Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C/D tvgnnlilfifeife STOFNAÐ 1913 232. TBL. 84. ARG. FOSTUDAGUR11. OKTOBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arafat segir viðræðurnar um Hebron áranefurslausar Reuter Taleban hefnir árásar SVO virðist sem vígstaða Tale- ban-hreyfingarinnar í norður- hluta Afganistan hafi versnað og að mikið mannfall hafi orðið í röðum hennar, ni.a. í átökunum um Salang-skarð. Á myndinni sýnir Zialhag Gull, þrettán ára piltur, fréttamönnum rústir heimilis síns, sem hann segir hermenn Talebana hafa brennt til kaldra kola til að hefna fyrir árás sem gerð var á þá í þorpinu sem húsið stóð í. Þrír stríðsherr- ar og andstæðingar Talebana, Abdul Rashid Dostum, Ahmad Shah Masood og Karim Khalilli, undirrituðu í gærkvöldi samning um hernaðarsamstarf gegn nýju valdhöfunum í Kabúl. Mikið mannfall/22 Ramallah. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, sagði í gær að samningavið- ræðurnar við ísraelsstjórn, sem hófust á sunnu- dag, hefðu ekki borið nokkurn árangur. ísraels- stjórn skýrði frá því í gær að losað yrði um hömlur á ferðum Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza til landsins og myndu 35.000 manns fá leyfi til að stunda vinnu í ísrael. Arafat ræddi í gær við fulltrúa á löggjafar- samkundu Palestínumanna í fyrstu ferð sinni til Vesturbakkans frá átökum ísraelskra örygg- issveita og Palestínumanna sem kostuðu 75 manns lífið í síðasta mánuði. „Við verðum því að búa okkur undir... að takast á við alla möguleika," bætti Arafat við og sagði mjög mikilvægt að halda viðræðunum áfram. „Við viljum allir örlítið lengri viðræður frekar en skammvinnari frið." Weizman til Jórdaníu Palestínumenn hafa knúið á. Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, um að standa við samning þeirra við stjórn Verka- mannaflokksins í fyrra um að ísraelskir her- menn verði fluttir frá Hebron. Netanyahu vill að gerðar verði frekari ráðstafanir til að vernda 400 gyðinga sem búa meðal 100.000 araba í borginni. Palestínumenn segja að ekki sé hægt að verða við kröfum hans nema með því að breyta samningnum og á það vilja þeir ekki fallast. Skýrt var frá því í gær að Ezer Weizman, forseti ísraels, hygðist fara í opinbera heim- sókn til Jórdaníu til að freista þess að draga úr vaxandi spennu milli ísraela og Jórdana. Hussein Jórdaníukonungur hafði varað við því að stefna Netanyahus gæti leitt til stríðs í Miðausturlpndum. Forseti ísraels hefur lítil völd en Weizman hefur gegnt auknu hlutverki í viðræðunum við araba að undanförnu. Fyrr í vikunni ræddi hann við Arafat í ísrael og ráðgert er að hann haldi til fundar við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Kaíró á mánudag. Dúman óánægð með árangur af NATO-heimsókn Lebed lýsir and- stöðu við stækkun Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, gagnrýndi í gær áformin um stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til aust- urs. Sagði hann að það myndi ekki efla öryggi Rússlands ef Eystra- saltsríkin gengju í NATO. Er hann heimsótti aðalstöðvar NATO fyrr í vikunni var hann sáttfúsari og sagði m.a. að honum fyndist sem Rússar hefðu ekki nýtt sér nægilega vel þá möguleika sem aukið samstarf þeirra við NATO gæti haft í för með sér. Andstæðingar Lebeds í valdabaráttunni í landinu sökuðu hann í gær um að hafa mistekist að fá ráðamenn NATO ofan af út- þensluhugmyndum. „Enginn getur tryggt að ekki verði einhvern tíma farið með okkur eins og íraka," sagði Lebed í gær að sögn /íar-Tass-fréttastofunnar. Þykir ljóst að hann hafi átt við flug- skeytaárásir Bandaríkjamanna á írak eftir að Saddam Hussein sendi herlið inn á Kúrdasvæðin í norður- hluta landsins fyrir skömmu. Neðri deild rússneska þings- ins, Dúman, hyggst láta Lebed útskýra betur stefnu sína gagn- vart NATO síðar í mánuðinum. Áður hefur þing- Lebed deildin, þar sem kommúnistar eru öflugasti flokkur- inn, gagnrýnt hann mjög fyrir samningana sem hann gerði við uppreisnarmenn í Tsjetsjníju og sagt að hann hafi keypt frið of dýru verði. Talsmaður Lebeds sagði í gær að hann væri mjög ánægður með heim- sóknina í aðalstöðvar NATO. Er Lebed ræddi við ráðamenn í Brussel um öryggishagsmuni Rússa sagði hann að þeim stafaði nú mest hætta úr suðri og virðist hafa átt við öfga- fulla múslima. Talsmaður hans lagði í gær áherslu á að þetta merkti ekki að Rússar væru búnir að sætta sig endanlega við stækkun NATO. Vestrænir stjórnmálaskýrendur segja að hjá NATO taki menn því 'með ró þótt Lebed sé herskár á heimavígstöðvunum; hafa verði í huga að um áratugaskeið hafi rúss- neskum almenningi verið sagt að bandalagið væri helsti óvinur Rússa. 40% treysta Lebed best Óljóst er hvort Jeltsín forseti muni lifa af fyrirhugaða hjartaað- gerð eftir nokkrar vikur og er þeg- ar hafin mikil valdabarátta í innsta hring í Kreml þar sem helst eru nefndir til auk Lebeds þeir Víktor Tsjernómýrdín forsætisráðherra, Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, og Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri forsetans. Virt stofnun í Rússlandi gerði könnun í liðnum mánuði þar sem kjósendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir treystu best. 40% nefndu Lebed, 16% nefndu Gennadí Zjúganov, forseta- efni kommúnista í sumar og 14% Tsjernomýrdín. Jeltsín fékk 11% stuðning í könnuninni. Reuter Tævan kvatt GRÍ Ð ARSTÓR fáni Tævans blaktir milli tveggja húsa í Hong Kong í gær en þá var þjóðhátíð- ardagur Tævana. Stuðnings- menn eyríkisins fá ekki oftar að sýna hug sinn með þessum hætti í Hong Kong því að á næsta ári verður borgin, sem nú er bresk nýlenda, hluti Kina. Mengunarslysið við Alaska Skallaörn réttir úr kútnum Washington. Reuter. RÚMLEGA sjö ár eru liðin síð- an mesta olíumengunarslys í sögu Bandaríkjanna varð við strendur Alaska er tankskipið Exxon Valdez strandaði, en embættismenn segja að aðeins sé hægt að fullyrða að ein dýrategund á svæðinu, skalla- örninn, hafi náð sér að fullu. Alls urðu 28 tegundir dýra af ýmsu tagi fyrir tjóni af völd- um mengunarinnar og virðist síldarstofninn hafa orðið verst úti. Sveppasýking kom hart niður á gotinu og er talið að sýkingin tengist menguninni. Exxon-olíufélagið greiddi milljarð dollara, um 67 millj- arða króna, í skaðabætur vegna slyssins. Stjórnvöld hafa einnig lagt fé í sjóð sem notað- ur hefur verið til að efla um- hverfisvernd á ströndinni. Sjávarútvegsmál í ESB Bonino ver væntan- legan niðurskurð Brussel, London. Reuter, The Daily Telegraph EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, ESB, sagði í gær, að áætlanir þess í fiskverndarmálum gengju út á að skera aflann niður um 40% án þess að fækka skipum og störfum að sama skapi. „Það er einhver misskilningur á ferðinni," sagði Bonino á frétta- mannafundi í Brussel í gær. „Fram- kvæmdastjórnin er sökuð um að ætla að fækka skipum og störfum í fiskiðnaði um 40% en það er ekki rétt. Það er aðeins stefnt að því að skera niður í þeim fisktegundum, sem verst standa, til dæmis þorski, ýsu, sardínu og laxi." Um 70% af veiðiflota sambandsins, einkum strandveiðibátar, munu verða und- anþegin niðurskurðinum. Alþjóðasamtök um verndun dýra- tegunda í útrýmingarhættu (IUCN) munu leggja fram endurskoðaðan lista á alþjóðaráðstefnu í Montreal í Kanada í næstu viku og eru þorsk- ur og ýsa meðal tegunda sem taldar eru í nokkurri hættu. Sérfræðingar eru ósammála um það hvort líta megi svo á að 20% minnkun á veiði- stofnum þessara tegunda í heiminum á 10 árum sanni að fisktegundirnar séu í einhverri hættu. Verndunar- sinnar segja á hinn bóginn að nauð- synlegt sé að vara menn við og benda á hrun stofna við Nýfundnaland sem dæmi um afleiðingar rányrkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.