Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D 232. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuter Taleban hefnir árásar SVO virðist sem vígstaða Tale- ban-hreyfingarinnar í norður- hluta Afganistan hafi versnað og að mikið mannfall hafi orðið í röðum hennar, m.a. I átökunum um Salang-skarð. A myndinni sýnir Zialhag Gull, þrettán ára piltur, fréttamönnum rústir heimilis síns, sem hann segir hermenn Talebana hafa brennt til kaldra kola til að hefna fyrir árás sem gerð var á þá í þorpinu sem húsið stóð í. Þrír stríðsherr- ar og andstæðingar Talebana, Abdul Rashid Dostum, Ahmad Shah Masood og Karim Khalilli, undirrituðu í gærkvöldi samning um hernaðarsamstarf gegn nýju valdhöfunum í Kabúl. Arafat segir viðræðurnar uin Hebron árangurslausar Ramallah. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna, sagði í gær að samningavið- ræðurnar við ísraelsstjórn, sem hófust á sunnu- dag, hefðu ekki borið nokkurn árangur. ísraels- stjórn skýrði frá því í gær að losað yrði um hömlur á ferðum Palestínumanna á Vestur- bakkanum og Gaza til landsins og myndu 35.000 manns fá leyfi til að stunda vinnu í ísrael. Arafat ræddi í gær við fulltrúa á löggjafar- samkundu Palestínumanna í fyrstu ferð sinni til Vesturbakkans frá átökum ísraelskra örygg- issveita og Palestínumanna sem kostuðu 75 manns lífið í síðasta mánuði. „Við verðum því að búa okkur undir... að takast á við alla möguleika," bætti Arafat við og sagði mjög mikilvægt að halda viðræðunum áfram. „Við viljum allir örlítið lengri viðræður frekar en skammvinnari frið.“ Weizman til Jórdaníu Palestínumenn hafa knúið á Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, um að standa við samning þeirra við stjórn Verka- mannaflokksins í fyrra um að ísraelskir her- menn verði fluttir frá Hebron. Netanyahu vill að gerðar verði frekari ráðstafanir til að vernda 400 gyðinga sem búa meðal 100.000 araba í borginni. Palestínumenn segja að ekki sé hægt að verða við kröfum hans nema með því að breyta samningnum og á það vilja þeir ekki fallast. Skýrt var frá því í gær að Ezer Weizman, forseti ísraels, hygðist fara í opinbera heim- sókn til Jórdaníu til að freista þess að draga úr vaxandi spennu milli ísraela og Jórdana. Hussein Jórdaníukonungur hafði varað við því að stefna Netanyahus gæti leitt til stríðs í Miðausturlöndum. Forseti ísraels hefur lítil völd en Weizman hefur gegnt auknu hlutverki í viðræðunum við araba að undanförnu. Fyrr í vikunni ræddi hann við Arafat í Israel og ráðgert er að hann haldi til fundar við Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, í Kaíró á mánudag. Reuter Tævan kvatt GRÍÐARSTÓR fáni Tævans blaktir milli tveggja húsa í Hong Kong í gær en þá var þjóðhátíð- ardagur Tævana. Stuðnings- menn eyríkisins fá ekki oftar að sýna hug sinn með þessum hætti í Hong Kong því að á næsta ári verður borgin, sem nú er bresk nýlenda, hluti Kína. ■ Mikið mannfall/22 Dúman óánægð með árangur af NATO-heimsókn Lebed lýsir and- stöðu við stækkun Mengunarslysið við Alaska Skallaörn réttir úr kútnum Washington. Reuter. RÚMLEGA sjö ár eru liðin síð- an mesta olíumengunarslys í sögu Bandaríkjanna varð við strendur Alaska er tankskipið Exxon Valdez strandaði, en embættismenn segja að aðeins sé hægt að fullyrða að ein dýrategund á svæðinu, skalla- örninn, hafi náð sér að fullu. Alls urðu 28 tegundir dýra af ýmsu tagi fyrir tjóni af völd- um mengunarinnar og virðist síldarstofninn hafa orðið verst úti. Sveppasýking kom hart niður á gotinu og er talið að sýkingin tengist menguninni. Exxon-olíufélagið greiddi milljarð dollara, um 67 millj- arða króna, í skaðabætur vegna slyssins. Stjórnvöld hafa einnig lagt fé í sjóð sem notað- ur hefur verið til að efla um- hverfisvernd á ströndinni. Sjávarútvegsmál í ESB Bonino ver væntan legan niðurskurð Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, gagnrýndi í gær áformin um stækkun Atlants- hafsbandalagsins (NATO) til aust- urs. Sagði hann að það myndi ekki efla öryggi Rússlands ef Eystra- saltsríkin gengju í NATO. Er hann heimsótti aðalstöðvar NATO fyrr í vikunni var hann sáttfúsari og sagði m.a. að honum fyndist sem Rússar hefðu ekki nýtt sér nægilega vel þá möguleika sem aukið samstarf þeirra við NATO gæti haft í för með sér. Andstæðingar Lebeds í valdabaráttunni i landinu sökuðu hann í gær um að hafa mistekist að fá ráðamenn NATO ofan af út- þensluhugmyndum. „Enginn getur tryggt að ekki verði einhvern tíma farið með okkur eins og íraka,“ sagði Lebed í gær að sögn /£ar-7’a,s,s-fréttastofunnar. Þykir Ijóst að hann hafi átt við flug- skeytaárásir Bandaríkjamanna á írak eftir að Saddam Hussein sendi herlið inn á Kúrdasvæðin í norður- hluta landsins fyrir skömmu. Neðri deild rússneska þings- ins, Dúman, hyggst láta Lebed útskýra betur stefnu sína gagn- vart NATO síðar í mánuðinum. Aður hefur þing- deildin, þar sem kommúnistar eru öflugasti flokkur- inn, gagnrýnt hann mjög fyrir samningana sem hann gerði við uppreisnarmenn í Tsjetsjníju og sagt að hann hafi keypt frið of dýru verði. Talsmaður Lebeds sagði í gær að hann væri mjög ánægður með heim- sóknina í aðalstöðvar NATO. Er Lebed ræddi við ráðamenn í Brussel um öryggishagsmuni Rússa sagði hann að þeim stafaði nú mest hætta úr suðri og virðist hafa átt við öfga- fulla múslima. Talsmaður hans lagði í gær áherslu á að þetta merkti ekki að Rússar væru búnir að sætta sig endanlega við stækkun NATO. Vestrænir stjórnmálaskýrendur segja að hjá NATO taki menn því með ró þótt Lebed sé herskár á heimavígstöðvunum; hafa verði í huga að um áratugaskeið hafi rúss- neskum almenningi verið sagt að bandalagið væri helsti óvinur Rússa. 40% treysta Lebed best Óljóst er hvort Jeltsín forseti muni lifa af fyrirhugaða hjartaað- gerð eftir nokkrar vikur og er þeg- ar hafin mikil valdabarátta í innsta hring í Kreml þar sem helst eru nefndir til auk Lebeds þeir Víktor Tsjernómýrdín forsætisráðherra, Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, og Anatolí Tsjúbajs, skrifstofustjóri forsetans. Virt stofnun í Rússlandi gerði könnun í liðnum mánuði þar sem kjósendur voru spurðir hvaða stjórnmálaleiðtoga þeir treystu best. 40% nefndu Lebed, 16% nefndu Gennadí Zjúganov, forseta- efni kommúnista í sumar og 14% Tsjernomýrdín. Jeltsín fékk 11% stuðning í könnuninni. Brussel, London. Reuter, The Daily Tclegrapli. EMMA Bonino, sem fer með sjávar- útvegsmál í framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, ESB, sagði í gær, að áætlanir þess í fiskverndarmálum gengju út á að skera aflann niður um 40% án þess að fækka skipum og störfum að sama skapi. „Það er einhver misskilningur á ferðinni," sagði Bonino á frétta- mannafundi í Brussel í gær. „Fram- kvæmdastjórnin er sökuð um að ætla að fækka skipum og störfum í fiskiðnaði um 40% en það er ekki rétt. Það er aðeins stefnt að því að skera niður í þeim fisktegundum, sem verst standa, til dæmis þorski, ýsu, sardínu og laxi.“ Um 70% af veiðiflota sambandsins, einkum strandveiðibátar, munu verða und- anþegin niðurskurðinum. Alþjóðasamtök um verndun dýra- tegunda í útrýmingarhættu (IUCN) munu leggja fram endurskoðaðan lista á alþjóðaráðstefnu í Montreal í Kanada í næstu viku og eru þorsk- ur og ýsa meðal tegunda sem taldar eru í nokkurri hættu. Sérfræðingar eru ósammála um það hvort líta megi svo á að 20% minnkun á veiði- stofnum þessara tegunda í heiminum á 10 árum sanni að fisktegundirnar séu í einhverri hættu. Verndunar- sinnar segja á hinn bóginn að nauð- synlegt sé að vara menn við og benda á hrun stofna við Nýfundnaland sem dæmi um afleiðingar rányrkju. Lebed

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.