Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 5 FRÉTTIR Síldarsöltun í Neskaupstað Má vart á milli sjá hver er stressaðastur Sfldarvertíðin er komin í fullan gang á Aust- fjörðum, þótt brælur séu að stríða sjómönn- unum. Helgi Bjamason blaðamaður og Kristinn Ingvarsson ljósmyndari fylgdust með sfldarsöltun í Neskaupstað. Morgunblaðið/Kristinn HAFA þarf hraðar hendur við síldarsöltunina svo afurðirnar verði sem ferskastar og bestar. MATSMENN Síldarútvegsnefndar skoða í tunnur og vigta úr sumum. Þegar framleitt er fyrir ABBA í Svíþjóð er Svíi alltaf viðstaddur eins og hér. Morgunblaðið/Kristinn SELFYSSINGARNIR Sigurður, Baldur og Ásmundur að vigta. Stelpurnar dýrka okkur BRÆLA hefur verið á síldarmiðun- um austur af Hvalbak og því lítið veiðst undanfarna daga. Þrátt fyrir það er nóg að gera hjá síldarsaltend- um því mörg handtökin eru eftir við síld og tunnur þó síldin sé komin í saltið. Þrátt fyrir bræluna kom ísleifur VE með slatta, tæplega 40 tonn af síld, til Norðfjarðar í vikunni. Síldin var strax tekin til vinnslu, bæði sölt- unar og frystingar hjá Síldarvinnsl- unni. Síldinni var fyrst dælt úr skip- inu á vörubíla sem óku henni ýmist í saltfiskverkunarhús fyrirtækisins eða frystihús. Saltfískverkunin hefur verið tekin undir síldarsöltun og salt- fiskverkun í fyrsta skipti hætt á meðan. Haraldur Jörgensen verkstjóri sýndi blaðamönnum söltunina. Eftir að síldin hefur verið flokkuð í nokkra stærðarflokka í flokkunarvél fer hún í hausskurðarvél og svo á borðið hjá sölturunum eða í flökunarvélar. Framleiddar eru hátt í 80 tegundir af saltsíld. Haraldur segir að síldin hafi hingað til verið jöfn og góð og varla sést smásíld. Starfsfólkið kemur til vinnu klukk- an fimm eða sex á morgnana og vinn- ur tii sjö á kvöldin og stundum leng- ur. „Það er mikilvægt að ná sem mestu í gegn og hafa síldina sem ferskasta og besta,“ segir Haraldur. Mikið er lagt upp úr vinnslu síldar og loðnu hjá Síldarvinnslunni, eins og fleiri fyrirtækjum eystra enda hafa uppsjávarfiskarnir bætt mjög afkomu fyrirtækjanna. Vertíðin byij- aði 23. september í haust, eða á sama tíma og síðasta haust. Vertíðin hefur gengið vel það sem af er því búið er að salta í 9000 tunnur hjá Síldar- vinnslunni, tvöfalt meira en á síðasta ári. Þá var saltað í 42 þúsund tunn- ur á allri vertíðinni og telur Haraidur það lands- ef ekki heimsmet. Segir hann stefnt að svipuðu magni í ár. Framan af vertíð gekk ilia að manna síldarvinnsluna en daginn áður en blaðamenn voru í Neskaup- stað fuku þangað tíu manns á einu bretti, eins og Haraldur Jörgensen orðar það, og segir hann að vinnslan sé nú orðin vel mönnuð. 80-100 manns vinna við síldarvinnsluna. Tveir bátar leggja fast upp hjá Síldarvinnslunni um þessar mundir, Börkur NK og Jón Sigurðsson GK, og fer allur aflinn til vinnslu. Otíð hefur verið á síldarmiðunum undan- farna daga og sjómenn ekki of bjart- sýnir á framhaldið, segjast sjá minna af síld en í fyrra. „Það má vart á milli sjá,“ segir Haraldur þegar hann er spurður að því hvort skipstjórarn- ir eða hann séu stressaðri. „Þetta gengur ekki öðruvísi en maður sé vakandi yfir þessu.“ í HÓPI þeirra tíu starfsmanna sem fuku til Neskaupstaðar í síld- arvinnu einn daginn i vikunni eru þrír ungir menn frá Selfossi. Þeir koma til að ná sér í pening og prófa eitthvað nýtt. „Ég var í byggingavinnu, rnjög góðri vinnu, og veit varla af hveiju ég hætti,“ segir Baldur Kristins- son. Sigurður H .Magnússon segist hafa viljað prófa eitthvað nýtt. Hann vanní sláturhúsinu hjá SS en segir að meiri vinna sé i sild- inni auk þess sem hún sé betur borguð. Ásmundur Páll Hjartar- son vann í Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. „Þetta stendur fram að jólum og við ætlum að hafa gaman af þessu. Svo tekur eitt- hvað annað við,“ segir Ásmundur. Allir höfðu þeir orð á því hvað þeim hefði verið vel tekið á Norð- firði. Þeir vinna við að keyra tunn- ur frá söltunarfólkinu og vikta. „Já, stelpurnar dýrka okkur,“ seg- ir Baldur þegar hann er spurður að því hvort borin sé virðing fyrir þeim sem annist þessi verk. V NOATTTN Veisla fyrir lítið MEÐAN BIRGÐIR ENDAST Kindalundir 1.198 pr.kg. Kindafille k Verslanir Nóatúns eru opnartil kl. 21, öll kvöld NOATUN NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLTI 6, MOS. • JL-HÚSI VESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.