Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 URVERINU MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Vísitala neysluverðs íokt. 1996(i78,5stig) 0 Matvörur (16,6%) 01 KJöt og kjötvörur (3,7%) 05 Grænmeti, ávextir, ber (2,5%) 06 Kartöflur og vörur úr þeim (0,5%)I . ■ ~1 -12,5% Maí 1988 = 100 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) 21 Fatnaður (4,1 %) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,3%) 5 Heilsuvernd (2,9%) 6 Ferðir og flutningar (20,3%) 61 Eigin flutningstæki (18,0%) 63 Notk. alm. flutningstækja (1,1 %) 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,9%) 72 Tómstundaiðkanir (5,6%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,1 %) 84 Orlofsferðir (3,4%) VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) 1-0,1% 0-0,6% □ -0,7% °,°%l D ■■ +0,4%| Breyting +0,7% □ frá fyrri +0,2% | mánuði ■ -1,0% □ -1,0% I I -2,5% +0,3% | +0,6% [] +0,3% | +1,2%| +0,1 %| Tölurísvigum vísatilvægis einstakra liða. Lækkun bílatrygginga dregur úr verðbólgu Verðbólgan 3,7% síðustu 3 mánuði VÍSITALA neysluverðs hefur hækkað um 0,95% undanfarna þrjá mánuði sem jafngildir 3,7% verðbólgu á ári. Vísitalan í októ- ber mældist 178,5 stig og hækk- aði um 0,1% frá septembermán- uði. Vísitala neysluverðs án hús- næðis í október reyndist vera 182,8 stig og hækkaði um 0,1% frá september. Tveir liðir höfðu hvað mest áhrif á þróun vísitölunnar að þessu sinni. Þar vóg þungt að ábyrgðar- tryggingar bifreiða lækkuðu um tæplega 16% með tilkomu Ibex Motor Policies hjá Lloyd’s inn á íslenska vátryggingamarkaðninn. Þetta lækkaði vísitölu neysluverðs um 0,31%. Á móti kom verðhækk- un á nýju grænmeti um 35,1% og olli það 0,22% hækkun neyslu- verðsvísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,1% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,1%. Vísitala neysluverðs í október 1996, sem er 178,5 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 1996. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbind- ingar, sem breytast eftir láns- kjaravísitölu, er 3.524 stig fýrir nóvember 1996. Verðbólgan í nokkrum ríkjum Evrópusambandsins á tímabilinu ágúst 1995 til ágúst 1996 var 2,3% að meðaltali, lægst í Svíþjóð, 0,3% og 0,4% í Finnlandi. Verðbólgan á íslandi á sama tímabili var 2,6% og í helstu viðskiptalöndum íslend- inga 1,9%. KOM annast sjávarútvegsráð- stefnur í London TVÆR sjávarútvegsráðstefnur, sem fram fara í London í októbermán- uði, eru skipulagðar af upplýsinga- og kynningarfyrirtækinu KOM ehf. í Reykjavík. Fyrri ráðstefnan, sem heitir Coldwater Prawn Forum, fer fram dagana 14. og 15. október en hin er Groundfish Forum, sem verð- ur haldin 23. til 25. þessa mánaðar. Undirbúningsvinna og framkvæmd beggja ráðstefnanna er í höndum Margit Elvu Einarsdóttur og Jóns Hákonar Magnússonar hjá KOM. Að sögn Jóns Hákons er Coldwat- er Prawn Forum haldin af framleið- endum og seljendum kaldsjávar- rækju Norður-Atlantshafsins og verður í Fishmongers’ Hall í Lond- on. Meðal ræðumanna verða Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, Pétur Bjamason, fram- kvæmdastjóri Fél. rækju- og hörpu- diskframleiðenda og Friðrik Pálsson, forstjóri SH, en ritstjóri ráðstefn- unnar er Þoigeir Pálsson hjá Út- flutningsráði Islands. Undirbúnings- stjórn skipa Pétur Bjarnason, Peter C. Hunt, hjá Royal Greenland Ltd. í Bretlandi, og Teije E. Martinussen, hjá Fiskerinæringens Landsforening í Noregi. Þátttakendur verða um 80 manns frá Evrópu og Norður-Ameríku, jafnt framleiðendur, seljendur og kau'pendur. Þetta er í fyrsta sinn sem kaldsjávarrækjuráðstefna er haldin og ef hún tekst -vel, verður henni haldið áfram á komandi árum. Groundfísh Forum, sem er lokuð ráðstefna, er nú haldin í fimmta sinn, en hana sitja um 150 forráðamenn fiskframleiðslu- og sölufyrirtækja í rösklega 40 löndum í fimm heimsálf- um. Ráðstefnan er haldin á Church- ill Inter-Continental hótelinu í Lond- on, en ráðstefnukvöldverðurinn verður í Imperial War Museum, sem er sérstaklega leigt í þessu tilefni. Undirbúningsstjórn Groundfish For- um skipa Friðrik Pálsson, forstjóri SH, Svein Nybö, forstjóri Frionor í Noregi, Jiirgen Kleinebenne, inn- kaupastjóri International Frozen Fish í Bremerhaven, og Victor L. Young, forstjóri Fishery Products á Nýfundnalandi. Dr. Alda Möller hjá SH er ritstjóri dagskrár og ráð- stefnubókarinnar, sem talin er eitt eftirsóknarverðasta upplýsingarit sjávarútvegs í heiminum. KOM hefur unnið við skipulag og framkvæmd Groundfish ráðstefn- unnar frá upphafi. Sökum reynslu á þessu sviði var KOM fengið til þess að annast skipulag á rækjuráðstefn- unni. Fjölbreytni o g miklar gæðakröfur á Japansmarkaði Mikilvægasti markaður SH Stjórnarmenn SH og sj ávarútvegsráðherra eru nýkomnir úr kynnis- ferð frá Japan. Hlér Guðjónsson, fréttaritari Morgun- blaðsins, náði tali af nokkrum þeirra í Tókýó og spurði m.a. um árangur fararinnar. ÞRETTÁN af stjómarmönnum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eru nýkomnir frá Japan, þar sem þeir voru í ýtarlegri kynnisferð um fiskmarkaði, vinnsluhús og stór- markaði landsins. Ferðinni var ætlað að auka skilning þeirra og þekkingu á þessum mikilvæga en þó sérstæða markaði. Með þeim í för var Þorsteinn Pálsson, sjáv- arútvegsráðherra, en auk kynnis- ferða með SH-hópnum átti hann samtöl við ýmsa ráðamenn um málefni, sem að fiskinnflutningi lúta. Japansmarkaður fyrir íslenskan fisk hefur vaxið með hverju ári og er núna orðinn stærsti markaður SH, bæði hvað varðar magn og verðmæti. Ef litið er til fyrstu átta mánaða þessa árs, er salan til Jap- ans u.þ.b. helmingur af öllu því, sem fyrirtækið hefur selt á þessu tímabili, eða 44.000 tonn. í verð- mætum talið er hlutfall þess sem fór á Japansmarkað á sama tíma- bili um 36% af heildarútflutningi SH, eða 6,1 milljarður króna. Skrifstofa SH í Tókýó selur líka til annarra Asíulanda, aðallega Tævan, Hong Kong, Suður-Kóreu og Kína, þó fyrst hafi einungis verið um loðnuafurðir að ræða og þær að mestu leyti seldar til Jap- ans. Loðnan er reyndar ennþá mik- ilvægasta söluvara skrifstofunnar og á þessu ári er búið að selja um 25.000 tonn. Uppúr 1980 var farið að selja hausskorinn heilan karfa inn á þennan markað, einkum til Japans, en einnig nokkuð til Suður-Kóreu. Grálúðan er einnig mjög mikilvæg afurð. Tæpur helmingur hennar fer til Tævans en heldur meira inn á Japansmarkað. Stærsti fiskmarkaður heims I þessari ferð stjómarmanna SH var farið á Tsukiji-markaðinn í Tókýó, sem er stærsti fiskmarkað- ur í heimi. Snemma að morgni er fiski dreift þaðan um alla Tókýó og nágrenni svo að hann komi sem ferskastur í verslanir og veitinga- staði. Auk fiskmarkaðarins var farið í fjölda fiskvinnsluhúsa, þar á meðal hrognavinnslu og þurrkun- arverksmiðju fyrir loðnu. Einnig var farið í kynnisferðir til að skoða ótrúlegt fiskúrvalið í japönskum matvöruverslunum. Þar má vana- lega finna íslenska loðnu og aðrar tegundir sem við flytjum til lands- ins. Friðrik Pálsson, forstjóri SH, sagði að hópurinn hefði alls staðar fengið geysilega jákvæðar viðtök- ur. „Þeim kaupendum og framleið- endum, sem taka við okkar vöru hérna og vinna úr henni frekar, hefur fundist þessi heimsókn ómet- anleg. Þeir hafa fengið tækifæri ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, skoðaði Tsukiji- | markaðinn í Tókýó, sem er stærsti fiskmarkaður í heimi. SH-MENN skoðuðu verk- smiðju, sem vinnur neytenda- vörur, m.a. úr íslenskum loðnuhrognum. JÓN Magnús Kristjánsson, framkvæmdasljóri SH í Japan. til þess að tala við þá, sem selja þeim fisk daglega og skiptast á skoðunum um viðskipti. Óg það má ekki gleyma því að allir þeir stjórnarmenn, sem eru hér, eru framleiðendur og framkvæmda- stjórar í mjög stórum fyrirtækjum á íslandi. Þeir hafa allir haft mikið gagn af þessari ferð og eru um margt miklu nær um það sem er að gerast. Japansmarkaður er mjög sér- stæður og aukningin, sem hefur orðið hér upp á síðkastið, er svo gífurleg að við höfum í rauninni átt fullt í fangi með að uppfylla þær væntingar sem japanskir kaupendur gera til okkar. í karfan- um, þar sem við erum orðnir lang- stærsti seljandi í heiminum, eru gerðar þær kröfur til okkar að við höfum alltaf nóg framboð. Áreið- anleikinn í viðskiptum af þessu tagi skiptir yfirleitt miklu meira máli en fólk gerir sér grein fyrir. Heildarumfang söluskrifstofunnar hérna er orðið svo mikið að skrif- stofa SH í Tókýó, undir stjórn Jóns Magnúss Kristjánssonar, er orðin verulega stór þáttur í fiskviðskipt- um við Japani yfirleitt og það legg- ur aukna ábyrgð á herðar þeirra, sem standa fyrir þeirri skrifstofu og þeirra framleiðenda sem vinna fyrir þennan markað. Við erum verulega mikilvægur seljandi á markaðnum." Jón Ingvarsson, stjórnarformað- ur SH, taldi þessa ferð mjög gagn- lega fyrir framleiðendur. Ahuginn á því að framleiða fyrir þennan markað ætti sjálfsagt eftir að auk- ast. „Sérstaka athygli vekur hin gífurlega fjölbreytni á fiskmeti og ekki síður hinar miklu gæðakröf- ur, sem Japanir gera, bæði hvað varðar ferskleika, útlit og umbún- að allan. Þegar menn sjá fram- leiðsluna með eigin augum og j. kynnast því hvaða tegundir Japan- ir eru með, geta alltaf komið fram hugmyndir sem geta gagnast okk- | ur í framleiðslunni. Japanir borða ekki mikið af hvítfiski, en það virð- ast góðir möguleikar á að stækka markaðinn fyrir þær tegundir flat- fiska sem veiðast á íslandi. Mörg þeirra fyrirtækja, sem við heim- sóttum, standa fyrir margvíslegri vöruþróun og eru að setja nýjar vörur inn á markaðinn. Ef þessar | vörur ná vinsældum, má ætla að neyslan geti aukist." Úrval fisktegunda Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, skoðaði ýmsar nýjar aðferðir, sem Japanir hafa verið að þróa. Til dæmis nefndi hann nýja framleiðslu, sem eru loðnu- hrogn fest utan á síldarbita þannig , að þau mynda lag utan á þeim. I þessu og mörgu öðru sagði Finn- | bogi að e.t.v. mætti sjá vaxandi | markaði fyrir loðnuhrogn. Magnus Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins á Eskifirði, sagðist hafa séð margvís- legar nýjungar í þessari ferð, þó ekki væri hægt að segja neitt um það á þessu stigi að hve miklu leyti þær gætu komið íslenskum fram- leiðendum að haldi. Vinnsluferlið í loðnuþurrkuninni væri nokkuð sem við gætum trúlega framkvæmt J heima. Ef farið yrði út í það að I vinna vöruna frekar heima, myndi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.