Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 ' 51
íh#lu^i SAeA-OK) MeviJí bíóhöll
http://www.islari4ia.is/sambioin ÁLFABAKKA 8 SÍMI 5878900
DAUÐASOK
FYRIRBÆRIÐ
DJOFLAEYJAN
Sýnd kl. 4.50. 6.55, 9 og 11.10. THX DIGITAL
GULLEYJA PRÚÐULEIKARANNA
Far- eða Gullkortshafar VISA og hlámu- oa Gengismeðlimir
Landsbanka fá 25% AFSLATT. Gildir fyrirtvo.
Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05. THX,
KlltSTI^AIÍ.l'.V
IT TAKES
4W
\KYNNIR ,
Það er erfitt að
vera svalur ^
þegar pabbi
þinn er Gufgr y
íslenskt tal.
SAMBiO
SAMBtOm SAMBtO
SAMBiO
Uinsæluslu sögur síðari tímáaíslandi
birtast í nýrri stórmynd
ettir Friðrik Þór Friðríksson
★ ★ ★ V2 S.V. Mbl
★ ★ ★ V2 H.K. DV
1 ★ ★ ★ O.H.T. Ras 2
ERASER
TRUFLUÐ TILVERA
Sannkölluð stórmynd gerð eftir samnefndri metsölubók John
Grisham (The Client, Pelican Brief, The Firm). Faðir tekur lögin í
sínar hendur þegar illmenni ráðast á dóttur hans. Saksóknarinn
krefst þyngstu refsingar og réttarhöldin snúast upp í
fjölmiðlasirkus. Frábærir leikarar i öllum hlutverkum.
Samuel L. Jackson (Pulp Fiction), Sandra Bullock (While You Were
Sleeping), Matthew McConaughey, Oliver Platt (Flatliners), Brenda
Fricker (My Left Foot).
Leikstjóri: Joel Schumacher (The Client, Batman Forever, Falling
Down, Flatliners).
m\
lli k-J
Náttúrulega gott
BÖRN NÁTTÚRUNNAR Gísli og
Sigríður - aftur til upprunans.
VÍÐFRÆGASTA
bíómynd íslendinga
til þessa, Börn nátt-
urunnar eftir Frið-
rik Þór Friðriksson,
er verðug opnun ís-
lenskrar kvik-
myndaviku í Sjón-
varpinu (sunnudag-
ur 21.55). Þrátt fyr-
ir að tvö atriði í fyrri
hluta myndarinnar
gætu verið betur
heppnuð nær frásögn Friðriks Þórs
og Einars Más Guðmundssonar af
hinstu ferð gamalla elskenda til
æskuslóðanna þar sem þau verða
„börn náttúrunnar" að nýju nánast
klassískri stærð. Fuilt af húmor er
á leiðinni og allur lokakafiinn á
áfangastað á Hornströndum er
áhrifamikill óður til lífsins og dauð-
ans og landsins sem hýsir hvoru
tveggja; ljóðrænt myndmálið er
áreynslu- og tilgerðarlaust og ákaf-
lega fallegt. Gísli Halldórsson og
Sigríður Hagalín eru framúrskar-
andi, tónlist Hilmars Arnar Hilmars-
sonar líka. Þið sem ekki hafið séð
þessa mynd — ekki missa af henni.
Þið hin - njótið hennar að nýju. Ég
hef séð hana hátt í tíu sinnum og
hún heillar enn. ★ ★ ★ 'k
að Sódómu og Gómorru Bandaríkj-
anna - Las Vegas. Þetta er grunnur
Svarta hefndarengilsins (The Flight
Of The Black Angel, 1991). Áhuga-
verð spennumynd framan af, segja
Martin og Potter, en verður heimsku-
•eg um miðbikið. Þau gefa ★ ★ 'h af
fimm mögulegum, Blockbuster Video
sama, og Maltin segir myndina fyrir
ofan meðallag.
Stöð 2 ►l 5.00 Vandamál í sambandi
ekkils og ungrar dóttur var í brenni-
depli í vinsælli fjölskyldumynd frá 1991
sem hét My Girl. Þremur árum síðar
var gert framhald með flestum sömu
leikurunum og sama leikstjóra, Howard
Zieff. í Stúlkan mín 2 (My Girl 2,
1994) fer dóttirin, orðin unglingur, í
ferðalag til frænda síns í Los Angeles
til að fræðast um látna móður sína.
Anna Chlumsky er best sem stúlkan
en aðrir leikarar eru m.a. Dan Aykroyd
og Jamie Lee Curtis. ★ ★
Stöð 2 ►21.10 Heiður himinn
(BlueSky, 1994) er svanasöngur Ton-
ys Richardson, góðs bresks leikstjóra
sem lést úr alnæmi árið 1991. Hann
gerði sín mistök en Tom Jones, Look
Back In Anger, The Loved One og A
Taste Of Honey munu halda nafni
hans lengi á lofti. Hann þarf heldur
ekki að skammast sín fyrir þessa
ágengu dramatísku mynd um kjarn-
orkufræðing sem þarf að takast á við
yfirhilmingu á vinnustað sem hjóna-
bandsvanda heima fyrir. Jessica Lange
og Tommy Lee Jones eru fyrirtak að
vanda og Lange fékk Óskarsverðlaun
að launum. Herslumun vantar þó.
★ ★ 'h
Stöð 2 ^22 ■55Franska spennu-
myndin Vélin (LaMachine, 1994)er
því miður mislukkuð saga um geð-
lækni sem gerir jafn mislukkaða til-
raun á geðveikum glæpamanni. Jafn
góðir leikarar og Gerard Depardieu
og Nathalie Baye ættu að forðast
mislukkaðar tilraunir af þessu tagi.
Leikstjórinn Francois Dupeyron Iíka.
Að ekki sé minnst á okkur hin. ★
Stöð 2 ►O .35 Hugmyndin á bak við
gamanmyndina Tuttugu dalir
(Twenty Bucks, 1994) er glúrin: Tutt-
ugu dollara seðli er fylgt eftir handa
á milli - frá útigangskonu til hjóla-
brettastráks til tyggigúmmíframleið-
anda til hjónaefna til nektardansmeyj-
ar og svo framvegis. Utkoman þykir
umdeilanleg en forvitnileg. Leikstjóri
Keva Rosenfeld og meðal leikara
Brendan Fraser, Christopher Lloyd og
Linda Hunt. Martin og Potter gefa
★ ★ 'h, Blockbuster Video sama og
Maltin ★ ★.
Stöð 3 ►20.25 Gamla tvíbura-
systraplottið ber uppi Hlaupið í
skarðið (Change ofPlace) - sumsé
önnur er voða vond og hin er voða
góð og að þessu sinni er vettvangurinn
tískuheimurinn í París. Aðalhlutverk
Andrea Roth, Rick Springfield, Ian
Richardson og Stephanie Beacham.
Að öðru leyti gjörsamlega hulin ráð-
gáta.
Stöð3 ►21.55 Tom Berenger,
Charlton Heston og James Coburn
eru meðal ágætra leikara banda-
ríska sjónvarpsvestrans Hefndar-
engillinn (The Avenging Angel, 1995)
sem ekki má rugla saman við Svarta
hefndarengilinn á RÚV; ég held reynd-
ar að báðar stöðvar eigi við refsi-
engia. Berenger leikur mormóna sem
gerist lífvörður Brighams Young og
fieiri mormónaleiðtoga. Maltin segir
þessa í meðallagi og leikstjórann verá
Craig R. Baxley en Martin og Potter
eru ánægð, gefa ★★★'/! en segja
leikstjórann vera Peter Markle. Hvað
er eiginlega að gerast?
Stöð 3 ►23.250g ekki veit ég svo
gjörla hvað gerist í spennumyndinni
Blikur á lofti (Hard Evidence), hef
ekki hitt nokkurn mann sem veit það
en ég les hins vegar að kona nokkur
komist að því í þessari mynd að nýtt
starf á nýjum vinnustað er ekki endi-
lega himnasending. John Shea, Dean
Stockwell og Kate Jackson geta leikið
- svo mikið veit ég.
Sýn ►21.00Engarumsagnirliggja
fyrir um Upp komast svik (Frequent
Flyer). Þar segir frá flugmanni einum
sem notfærir sér aðstöðu sína - og
væntanlega afsláttarfargjöldin til að
halda þrjár eiginkonur í þremur borg-
um í Bandaríkjunum. Ailar þrjár halda
að hún sé sú eina - en auðvitað kom-
ast upp svik um síðir. Aðalhlutverk
Jack Warner, Shelley Hack, Joan Se-
verance og Nicole Eggert.
Sunnudagur
Sjónvarpið ►14.15 Góða, gamaldags
síðdegisskemmtan má hafa af bardaga-
myndinni Riddarasveitin (The Charge
Of The Light Brigade, 1936) sem leik-
stjórinn Michael Curtiz (Casablanca)
gerði eftir kvæði Tennysons um gífur-
legt afhroð breska hersins á Krímskaga
á síðustu öld. Úrvalsleikarar: Errol
Flynn, Olivia de Havilland, Nigel Bruce,
David Niven o.fl. Tilkomumikil orustu-
atriði en þykir sagnfræðilega hæpin.
Endurgerð 30 árum síðar af Tony Ric-
hardson heitnum. ★ ★ 'h
Sjónvarpið ^21.55 Böm náttúrunn-
ar - Sjá umfjöliun í ramma.
Stöð 2 ►23.10 Spennutryllirinn F/X
þar sem ástralski leikarinn Bryan
Brown lék brellumeistara í kröppum
dansi var prýðis afþreying. Framhald-
ið Brellur 2 (F/X2,1991)er það líka.
Hér er Brown enn og aftur í kröppum
dansi og nú á hælum raðmorðingja.
Brian Dennehy er til staðar sem fyrr,
hraðinn og hasarinn iíka. Leikstjóri
Richard Franklin. ★ ★ 'h
Sýn ►23.00 Brian Dennehy, sá mikil-
úðlegi leikari, er einnig til staðar f
spennumyndinni Lokasókn (Final
Appeal, 1993) sem og Jobeth Williams
sem leikur konu sem leitartil bróður
sfns þegar hún er handtekin fyrir morð
að yfirlögðu ráði á ótrúum eiginmanni
sínum. Tíðindalítil afþreying. ★ ★
Árni Þórarinsson
1 tg$c>reAri»ié X
AKUREYRI
DAUÐASÖK
Sýnd kl. 9.