Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Mikið mannfall í röðum Talebana í Salang-skarði Pakistanar hvetja til fjölflokkastjórnar í Afganistan MIKIÐ mannfall hefur orðið í röð- um Talebana í Afganistan í átökun- um um Salang-skarð, norður af höfuðborginni Kabúl, og er talið að vígstaða þeirra hafi versnað til muna. Óróa gætir í Kabúl og hefur gengi gjaldmiðils landsins hríðfallið en það er talið einn besti mælikvarð- inn á mat manna á stöðunni! átök- unum. Sérlegur sendifulltrúi Sam- einuðu þjóðanna í Kabúl, Nicholas Holl, hefur hvatt Talebana til að láta af árásum en þeir hafa þvertek- ið fyrir slíkt fyrr en allt landið sé á þeirra valdi. Fréttir af átökunum hafa verið óljósar og erfitt að fá staðfestingu á því hverjir ráði þeim borgum sem tekist er á um. Haft var eftir fólki sem kom frá Jabal-os-Siraj, skammt frá Salang-skarði, að bar- ist væri skammt frá borginni, svo og við Charikar, sem er 60 km norður af Kabúl en fréttamenn Reuters heyrðu enga skothríð á svæðinu. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Jabal-os-Siraj hafi fallið úr höndum Taleban en það hefur ekki fengist staðfest. Ljóst er að töluvert mannfall hefur orðið þar og fjöldi Talebana er særður. Vestrænir hjálparstarfsmenn í Afganistan funduðu í gær um stöðu mála og hvort ástæða væri til að flytja fólk á brott frá Kabúl. Ekki fékkst niðurstaða á fundinum. Hvelg'a til fjölflokkastjórnar Pakistönsk stjórnvöld, sem talin eru hliðholl Taleban-hreyfingunni, hvöttu í gær til þess að komið yrði á stjórn í Afganistan sem í ættu sæti fulltrúar stríðandi fylkinga. ,.Við leggjum áherslu á stjóm sem fulltrúar sem flestra fylkinga eiga sæti í, því við teljum ekki að einn hópur geti haldið völdum í Afganist- an til lengri tíma,“ sagði fulltrúi pakistanska utanríkisráðuneytisins. Kvað hann Pakistana hafa átt við- ræður við úsbeska stríðsherrann Abdul Rashid Dostum, sem ræður sex héruðum í norðurhlutanum, en gaf engar nánari upplýsingar um hvað þeim fór í milli. Æ fleira bend- ir til þess að Dostum, og menn Bur- hanuddins Rabbanis, forseta sem Taleban steypti af stóli, hafi tekið höndum saman um að beijast gegn Taleban í norðurhluta Afganistan. Forseti á geisladisk ABDALA Bucaram, forseti Ecuador, dansaði ákaflega og söng lög, sem er að fínna á nýjum geisladiski hans, sem ber heitið Ástfanginn vitfirr- ingur, á popptónleikum I heimaborg hans, Guayaquil, í gær. Bucaram sagðist e.t.v. ekki vera stórsöngvari en syngja þó af innlifun og tilfinningu. Hann mun gefa hluta ágóðans af disknum til samtaka sem sinna fátækum börnum. í kosningabaráttunni í ág- úst tróð Bucaram margsinnis upp á tónleikum og söng rokk- lög við góðar undirtektir. Mörg uppátækja hans þá urðu til þess að hann fékk viður- nefnið vitfirringurinn, eða E1 Loco. íslensk hjúkrunarkona í Quatta Stríðsins ekki vart í Pakistan EFTIR því sem næst verður komist er enginn íslendingur i Afganistan nú en nokkrir ís- lendingar hafa starfað á vegum Rauða krossins og stofnana Sameinuðu þjóðanna þar. ís- lenskur hjúkrunarfræðingur, Valgerður Grímsdóttir hefur hins vegar unnið við sjúkrahúsið í Quatta í Pakistan, sem er um tveggja tíma akstur frá landa- mærunum að Afganistan. Sjúkrahúsið var opnað fyrir þrettán árum, er stríðið í Afgan- istan stóð sem hæst og var hlut- verk þess fyrst og fremst að sinna stríðshijáðum Afgönum. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að loka því, ekki er lengur tekið við sjúklingum og því mun Valgerður halda heim undir lok næsta mánaðar. Hún er fjórði íslendingurinn sem starfar við sjúkrahúsið. Valgerður segir fjölda Afgana starfa á sjúkrahúsinu, flestir hafi flúið heimaland sitt fyrir allmörg- um árum. Segir hún á þeim að heyra að þeim lítist illa á nýju valdhafana í Kabúl, og hyggi ekki á heimför. Annars verði stríðsins ekki vart í Quatta, síst af öllu nú eftir að hætt sé að taka á móti sjúklingum. Kosningabaráttan í Rúmeníu Evrópuþingmað- ur gagnrýnir framferði Iliescus Búkarest. Reuter. HITI er að færast í baráttuna fyr- ir forseta- og þingkosningarnar í Rúmeníu og sakaði Hollendingur- inn Wim van Velzen, forseti sam- taka kristilegra demókrata í Evr- ópusambandinu, Ion Iliescu, for- seta Rúmeníu, á miðvikudag um að reyna að hagræða úrslitunum sér í hag. Iliescu vísaði ásökuninni á bug og sagði að um væri að ræða gróf afskipti af kosningunum, sem haldnar verða 3. nóvember. Iliescu hefur verið forseti Rúmeníu frá falli kommúnista 1989 og hefur samkvæmt skoðanakönnunum mest fylgi þeirra 16 frambjóðenda, sem í framboði eru. Van Velzen sagði að grund- vallarþættir lýðræðisins væru í húfí. Svona hegðar Evrópuríki sér ekki „Svona hegðar Evrópuríki sér ekki,“ sagði hann. „Tilfæringar Iliescus forseta eru mjög ósvífnar. Það er mánuður í kosningar og það er enn hægt að sjá til þess að þær líkist að einhveiju leyti alvöru kosningum.“ Helming at- kvæða þarf til að sigra í kosning- unum. Nái eng- inn frambjóðandi meirihluta verð- ur önnur umferð. Iliescu nýtur nú 34% fylgis sam- kvæmt könnun- um. Næstir koma Emil Constantin- escu, leiðtogi Lýðræðisþingsins, samfylkingar 15 flokka, og Petre Roman, jafnaðarmaður sem var fyrsti forsætisráðherra Rúmeníu eftir að Nicolae Ceausescu var steypt af stóli. Andstæðingar Iliescus saka flokk hans, Jafnaðarmannaflokk- inn, um að setja á svið skoðana- kannanir og spyija gildishlaðinna spurninga til að vinna óráðna kjós- endur á sitt band. Flokkurinn hef- ur neitað þessu. Mannréttindasamtök hafa sak- að stjómvöld um ofsóknir á hend- ur blaðamönnum sem ruddu sér leið inn í byggingu þar sem verið var að vinna könnunina og flettu ofan af vinnubrögðum flokksins. Reuter 100 ár frá hnattsiglingu NÁKVÆM eftirmynd is jörðina, siglir framhjá ár voru þá liðin frá því Slocum tvímöstrungsins, sem Joshua óperuhúsinu í Sydney í Ástral- sigldi inn á höfnina í Sydney Slocum sigldi einliða umhverf- íu í gær í tilefni þess að 100 í hnattsiglingunni. Réttarhöld vegna pólitískra morða í Suður-Afríku Blökkumenn sýkn- aðir í máli Malans Durban. Reuter. DÓMARI í Suður-Afríku sýknaði í gær sex Zulu-menn af ákærum um morð á 13 blökkumönnum, sem Magnus Malan, fyrrverandi varn- armálaráðherra landsins, er sakað- ur um að hafa staðið fyrir árið 1987. Malan er æðsti embættis- maður stjórnar hvíta minnihlutans fyrir afnám aðskilnaðarstefnunnar sem sóttur er til saka fyrir að út- vega Zulu-mönnum vopn til að ráðast á erkifjendur sína í Afríska þjóðarráðinu á síðasta áratug. Kveðinn verður upp dómur í máli hans í dag. Malan og átta aðrir hershöfð- ingjar og háttsettir embættismenn apartheid-stjómarinnar voru ákærðir fyrir aðild að morðárás í þorpinu KwaMakutha, nálægt Durban. Þeir brostu þegar dómar- inn kvað upp sýknudóminn yfír blökkumönnunum sex og virtust sannfærðir um að þeir yrðu einnig sýknaðir. Blökkumennimir voru allir í lög- reglusveit í héraðinu KwaZulu- Natal, sem er undir stjórn Mangos- uthu Buthelezi, leiðtoga Inkatha- frelsisflokksins, og sakaðir um að hafa gert árásina að fyrirmælum Malans. Fullvíst er talið að tilræð- ismennirnir hafi ætlað að myrða félaga í Afríska þjóðarráðinu en hann reyndist ekki heima þegar árásin var gerð. Vitni sökuð um lygar Dómarinn gagnrýndi fram- göngu saksóknaranna í málinu og sagði að tvö mikilvæg vitni ákæm- valdsins hefðu reynst „lygarar“ og vitnisburður þeirra ekki marktæk- ur. Þessi vitni vora herforingjar, sem játuðu að hafa tekið þátt í að skipuleggja árásina, og féllust á að bera vitni til að komast hjá saksókn. Margir blökkumenn telja að Malan hafi átt stærstan þátt í að kynda undir átökum Zulu-manna í Inkatha-frelsisflokknum og fylg- ismanna Afríska þjóðarráðsins. Þeir verða því fýrir miklum vonbrigðum verði hann sýknaður. Stuðnings- menn gömlu stjómarinnar myndu hins vegar fagna þeim málalokum, enda hafa þeir lýst réttarhöldunum sem „nornaveiðum". Malan óskaði ekki eftir sakar- uppgjöf hjá „sannleiksnefndinni“, sem getur náðað þá sem játa á sig pólitíska glæpi fyrir afnám aðskiln- aðarstefnunnar. Hann viðurkenndi að hafa aðstoðað við að koma á fót vopnuðum sveitum Inkatha- manna en kvaðst ekki hafa gerst sekur um glæpi. Dómarinn sagði ljóst að Iiðs- menn Inkatha hefðu drepið fórn- arlömbin þrettán, þeirra á meðal konur og börn. Hins vegar léki of mikill vafi á því að sakborningarn- ir sex hefðu verið að verki. Hann bætti við að „því rniður" væri mörgum spurningum ósvarað varðandi þetta mál eftir réttarhöld- in. t i I f t > * >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.