Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 21 Reuter Clarke stal senunni KENNETH Clarke, fjármálaráð- herra Bretlands, kom, sá og sigr- aði á flokksþingi íhaldsflokksins í gær. Flutti hann þar mikla ræðu, „þá bestu nokkru sinni“ að margra dómi, og að henni lokinni stóðu þingfulltrúar upp og klöpp- uðu fyrir honum í fimm mínútur. Voru stuðningsmenn hans afar ánægðir með viðtökumar en þeir óttuðust, að fremur köldu myndi anda til hans á þinginu vegna yfirlýsinga hans um Evrópumálin og hugsanlegar skattalækkanir. Clarke er Evrópusinni og hann þvertekur fyrir að lækka skatta til þess eins að auka sigurlíkur flokksins í næstu kosningum. Sumir fulltrúanna á þinginu kváðust enn hafa áhyggjur af því, að Clarke væri umhugaðra um að uppfylla fyrirmæli Maas- trieht-sáttmálans um aðhaldssöm fjárlög en að lækka skatta eins mikið og unnt væri. Þeir kváðust þó ánægðir með, að Clarke skyldi tilbúinn til að fylgja stefnu stjórnarinnar varðandi EMU, evrópska myntbandalagið, sem felst í því að „bíða og sjá til“. Clarke olli miklu uppnámi meðal Evrópuandstæðinga í Ihalds- flokknum þegar hann sagði í síð- asta mánuði, að það væri „ömur- legt“ ef Bretar hikuðu til síðustu stundar og stykkju þá um borð í EMU-vagninn. Hér tekur Clarke við fagnaðarlátum þing- fulltrúa ásamt John Major for- sætisráðherra. Evrópuþingskosningar í Austurríki Stóru flokkarnir með sama fylgi Vín. Reuter. TVEIR stærstu stjórnmálaflokk- arnir í Austurríki, Jafnaðarmanna- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn, njóta sama stuðnings meðal kjós- enda fyrir Evrópuþingskosningarn- ar á sunnudag en næstum helming- ur kjósenda er enn óákveðinn. Kem- ur þetta fram í skoðanakönnun, sem birt var í gær. Samkvæmt könnuninni, sem Gall- up gerði fyrir fréttatímaritið News, hafa báðir flokkarnir 31% en jafnað- armenn fengu 38% atkvæða í þing- kosningunum í desember fyrir tæpu ári og Þjóðarflokkurinn 28%. Telur tímaritið, að helsta skýringin á fylg- isaukningu Þjóðarflokksins sé vin- sældir þekktasta Evrópuþingsfram- bjóðanda hans, Ursulu Stenzels, en hún er kunn úr sjónvarpi. Frelsisflokkur hægrimannsins Jörg Haiders fær 24% atkvæða samkvæmt könnuninni, græningjar átta prósent og Fijálslyndi flokkur- inn sex. Óánægjan gagnast Haider Um 46% kjósenda kváðust ekki hafa gert upp hug sinn en talið er, að óánægja margra með stóru flokkana, sem eru saman í stjórn, geti orðið vatn á myllu Frelsis- flokksins. Kom það fram hjá tveim- ur þriðju hinna óákveðnu, að þeir vildu veita ríkisstjórninni ráðningu. 5,8 átta milljónir manna eru á kjörskrá í þessum fyrstu Evrópu- þingskosningum í Austurríki síðan það varð aðili að Evrópusamband- inu á síðasta ári. ERLEIMT Kappræður varaforsetaframbjóðenda 1 Flórída Gore þótti standa sig betur en Kemp Reuter JACK Kemp, varaforsetaefni repúblikana, og A1 Gore varafor- seti takast í hendur fyrir kappræður sínar í Flórída á miðviku- dagskvöld. St. Petersburg, Flórída. Reuter. AL Gore, varaforseti Bandaríkj- anna, og Jack Kemp, varaforseta- efni repúblikana, háðu á miðviku- dagskvöld kappræður, þar sem tölfræðin réð ríkjum og prúð- mennska og kurteisi voru í fyrir- rúmi, þótt skoðanamunur hefði verið nokkur, sérstaklega í skatta- málum og um fóstureyðingar. Samkvæmt þremur skoðanakönn- unum töldu þeir sem fylgdust með vioureign þeirra Gore hafa vinn- inginn. Búist hafði verið við því að Kemp mundi nota tækifærið til að veitast að Bill Clinton forseta og gera persónu hans að umræðu- efni, en svo fór ekki. Hins vegar virtist hann gera sér far um að taka ekki undir eða ganga lengra en Bob Dole, forsetaframbjóðandi repúblikana, hefur gert í kosn- ingabaráttunni. Tók hann til dæmis ekki undir áskoranir Doles um að binda enda á aðgerðir ríkis- ins til að jafna rétt allra þjóð- félagshópa og gekk lengra en Dole í skattamálum þegar hann lagði til að í framtíðinni yrði að- eins eitt, 25% skattþrep. Gore reyndi að draga fram að Kemp hefði iðulega verið ósam- mála Dole áður en hann varð með- frambjóðandi hans. Kemp sakaði Gore um að vera málsvara stöðn- unar og styðja úrelt skattafyrir- komulag. Kemp, sem er 61 árs fyrrver- andi þingmaður og atvinnumaður í ruðningi, sagði að hann greindi aðeins á um tvennt við framboð Clintons og Gores: „Það eru utan- ríkismál og innanríkismál." Forsmekkurinn að árinu 2000? Stjórnmálaskýrendur höfðu margir beðið þessara kappræðna með eftirvæntingu. Sennilegt er talið að þessir tveir menn, Gore og Kemp, muni sækjast eftir út- nefningu flokka sinna til forseta- framboðs að fjórum árum liðnum og var því litið á kappræðurnar, sem fóru fram í St. Petersburg í Flórída, sem forsmekkinn að því, sem koma skyldi. Ólíklegt er hins vegar talið að þessar kappræður muni hafa áhrif á kjósendur. Þetta verða einu kappræður Gores og Kemps, en Clinton og Dole munu leiða saman hesta sína á ný um miðjan mánuð. Samkvæmt könnun sjónvarps- stöðvarinnar CBS voru 48% þeirrar hyggju að Gore hefði staðið sig betur, 31% sagði að Kemp hefði haft vinninginn, 13% sögðu að leik- ar hefðu farið jafnt og 8% höfðu enga skoðun á málinu. I öðrum könnunum varð niður- staðan sú sama, að Gore hefði haft betur, en munurinn ýmist minni eða meiri. Danska þingið setur lög gegn bifhjólasamtökum Kaupmannahöfn. Reuter. DANSKA þingið samþykkti í gær- kvöldi fyrsta lagafrumvarpið af mörgum, sem beinlínis er beint gegn starfsemi bifhjólagengja á borð við Bandidos og Vítisengla, sem borist hafa á banaspjót á Norðurlöndum undanfarin ár. Samkvæmt lögunum fær lög- regla heimild til að banna liðs- mönnum bifhjólagengjanna að safnast saman í félagsheimilum sínum eða öðrum húsum, sem ætla mætti að kynnu að sæta árás af hálfu óvinagengis, en þar með yrði Iífi saklausra borgara stefnt í hættu. „Þessi ráðstöfun eykur öryggi þeirra sem búa í nágrenni við víg- hreiður Bandidos og Vítisengla,“ sagði Björn Westh, dómsmálaráð- herra, að þingsamþyktinni lokinni. Westh hét frekari lagasetningu í nóvember nk., m.a. setningu laga sem veita myndu lögreglu víðtækar heimildir til að leita í húsum og mannvirkjum og hlera síma án þess að þurfa áður að afla sér- stakra heimilda hjá dómara. Ennfremur boðaði Westh, að lög um ólögmætan vopnaburð yrðu hert, en nú liggur aðeins tveggja til íjögurra mánaða refsivist í fang- elsi við brotum af því tagi. S M I Ð I R N I R SÝNING 28.sept-19.Okt. / ♦ ♦ Ulfar Orn sýnir málverk og smámyndir undir þökum Húsasmið j unnar. HUSASMIÐJAN ATHUGIÐ AÐ SÝNINGIN ER í AÐALVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR, SKÚTUVOGI 16 OG PLÖTUHÚSl SÚÐARVOGl 3 - 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.