Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
HVAR í fjáranum felurðu vatnið, skrattinn þinn?????
Bæklingur og fræðslufyrirlestur
Aspergerheilkenni
- hvað er það?
MSJÓNARFÉLAG
einhverfra hefur
nýlega gefið út
bækling um Asperg-
erheilkenni. Þriðjudaginn
15. október n.k. verður
fræðslufyrirlestur um
Aspergerheilkenni hald-
inn kl. 20.30 í Barna- og
unglingageðdeild Land-
spítalans við Dalbraut.
Ester Jóhanna Adams-
dóttir er í stjórn Umsjón-
arfélags einhverfra og á
son sem er með Asperger-
heilkenni. Veit almenn-
ingur á íslandi skil á þess-
um sjúkdómi?
- Nei, almennt rekur
fólk upp stór augu þegar
það heyrir um þennan
sjúkdóm og skilur ekki
hver tengsl eru milli Um-
sjónarfélags einhverfra
og þeirra sem eiga við að
stríða Aspergerheilkenni.
kenni Aspergerheilkennis eru
mörg hin sömu og koma fram
hjá einhverfu fólk. Þessi sam-
eiginlegu einkenni eru sérkenni-
leg orð og hegðun og að einstakl-
ingarnir eiga erfitt með að tengj-
ast öðrum félagslega. Ekki vegna
þess að vilji sé ekki fyrir hendi
heldur vantar kunnáttuna. Það
er hins vegar hægt að kenna
þessu fólki og leiðbeina þannig
að það læri þær reglur sem gilda
í samskiptum fólks.
Hvernig er það kennt?
- Það þarf að stýra samskipt-
um barna sem hafa Aspergerheil-
kenni. Það verður að setja allt
upp í reglur fyrir þau, annars
vita þau ekki hvernig þau eiga
að haga sér. Þessi börn geta
mjög vel lært og eru hreint ekki
síður gefin en önnur börn, hins
vegar eiga þau fáa vini eða enga
af því að þau eiga erfitt með öll
mannleg samskipti. Ef t.d. barn
með Aspergerheilkenni hringir í
félaga sinn og spyr hvort hann
vilji koma í sund og hinn segir
nei þá leggur sá fyrrnefndi um-
svifalaust á. Honum dettur ekki
í hug að gera það sem flestir
aðrir gera: spyija hvort félaginn
vilji gera eitthvað annað. Ef hon-
um er hins vegar bent á þann
möguleika þá hringir hann aftur
og spyr um næsta atriði. Þetta á
fólk í umhverfinu erfitt með að
skilja og líka hitt hve börn með
Aspergerheilkenni eru oft
klunnaleg og eiga erfitt með
hreyfingar. Þetta kemur ekki síst
fram í hópleikjum. Þá er Asper-
gerbarnið út undan af því að það
skilur ekki leikreglurnar og er
klaufalegt í hreyfingum.
Er erfitt að greina
þennan sjúkdóm?
- Áður fyrr fengu
börn með Asperger-
heilkenni oft ekki
rétta greiningu strax.
Núna fá börn fyrr rétta greiningu
og það er mikilvægt, þá er hægt
að byija fyrr að þjálfa barnið.
Það skiptir óskaplega miklu máli
að fá rétta þjálfun fyrir þessi
börn. Einnig er rétt greining
mikilvæg þegar í skólakerfið
kemur. Ef greiningin er fyrir
hendi fær barnið væntanlega
meiri skilning á vandkvæðum sín-
um og aðstoð ef þörf krefur.
Fá þessi börn þá aðstoð sem þau
þurfa í skólakerfinu?
- Leikskólakerfið sinnir þessum
bömum vel að því er ég best veit
en sömu sögu er ekki hægt að
segja um skólana. Flest þessi böm
em í venjulegum skólum en sum
eru í sérskólum. Börn með
► Ester Jóhanna Adamsdóttir
er fædd í Reykjavík árið 1957.
Hún er sjúkraliði að mennt,
útskrifuð í mars árið 1977 og
hefur starfað á deild 13G á
Landspítalanum meira og
minna í nær tólf ár. Hún er
gift Guðmundi Hannessyni við-
skiptafræðingi og endurskoð-
anda og eiga þau tvö börn.
Aspergerheilkenni eiga að fá að
hefja sitt nám á sama tíma og
önnur sex ára börn en sú er ekki
alltaf raunin. Ég veit a.m.k. um
tvö dæmi þar sem það brást. Það
er mjög slæmt fyrir viðkomandi
böm. Þó að þessir krakkar eigi
ekki við námsörðugleika að stríða,
sem sum eiga þó, þá er þeim
mikilvægt að fá tækifæri til að
aðlagast öðmm bömum sem fyrst
félagslega, það getur skipt sköp-
um fyrir framtíð þeirra. Ef þau
læra ekki ung að skipta við börn
á sínum aldri getur það leitt til
þess að þau flosni upp frá námi
af því að þau eignast enga vini.
Þurfa þessi börn ekki sérstaka
aðstoð í skóia?
- Oft þurfa börn með Asperg-
erheilkenni stuðning inni í bekk,
aukatíma t.d. í leikfimi og jafn-
vel fleiri greinum. Þess má geta
að þessum börnum hefur verið
boðið upp á leikfimistíma og sund
hjá Júlíusi Árnasyni. Mörg þess-
ara barna hafa tilsjónarmann
sem sér þá um að aðstoða þau
við að tengjast öðrum börnum.
Einnig er möguleiki á að þessi
börn eigi sér stuðningsfjölskyldur
til að létta á foreldrum og boðið
er upp á dvöl, bæði á sveitaheim-
ilum og í venjulegum sumarbúð-
um. Slík lífsreynsla er þessum
börnum dýrmæt eins
og öðrum börnum.
Veldur einstaklingur
með Aspergerheil-
kenni miklu áiagi á
umhverfi sitt?
- Já, mjög miklu. Oft skilur
fólk í stórfjölskyldunni ekki hvað
að er eða vill ekki viðurkenna
það - mín reynsla er reyndar
ekki sú. Skilningsleysi eykur
mjög mikið á vanda foreldranna
og einangrar þá, og er þó nóg
samt. Það er þörf á stóraukinni
fræðslu um Áspergerheilkenni.
Eins og fyrr sagði var verið að
gefa út bækling um þetta efni
og fyrirlestur verður senn hald-
inn. Foreldrar barna með Asper-
gerheilkenni hafa hist reglulega
í tæpt ár, slíkir fundir eru í senn
fræðandi og styrkjandi og hafa
þegar skilað árangri, sem er
umræddur bæklingur, og fleira
er á döfinni.
Ester Jóhanna
Adamsdóttir
Ein-
Mörg einkenni
sömu og hjá
einhverfum
L